Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ A Foreldravaktin starfað í þrjú ár í Arbæ Morgunblaðið/Júlíus VAKTSVEIT foreldra á tali við unglinga í Árbæ, sem reyndust vera nægilega gamlir til að mega vera úti við eftir klukkan 22. Ársæll Már er annar frá hægri á myndinni. „Starfið ber árangur“ FORSVARSMAÐUR foreldra- vaktarinnar í Árbæ segir að þriggja ára starf vaktarinnar hafi „borið góðan árangur" og hann telji ástæðu til að fleirum slíkum samtökum verði hrint af stað ann- ars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi þegar veitt ráðgjöf til foreldra í Kópavogi og Breiðholti vegna samsvarandi samtaka þar. Fyrir einum þremur árum tóku nokkrir foreldrar í Árbæ sig sam- an um að ganga um hverfið síðla kvölds um helgar til að veita börn- um og unglingum eftirlit og að- hald. Foreldrar í tveimur hverf- um í Kópavogi og einu í Breið- holti hafa nú að sögn Ársæls Más Gunnarssonar, forsvarsmanns samtakanna, fylgt fordæmi Árbæ- inga og sett foreldravakt á stofn. Áður 70 unglingar Ársæll segir að fyrir þremur árum hafi venjan verið sú að um 70 manna hópur unglinga safnað- ist saman á einum tilteknum stað í hverfinu um helgar og storkaði lögreglu þegar og ef hún ætlaði að hafa afskipti af hópnum. Fjöldi unglinga sem er á stjákli úti við eftir lögleyfðan útivistartíma hafi hins vcgar minnkað til muna, þótt vandinn sé enn til staðar að ein- hveiju Ieyti. „Við hittumst í skól- anum, 8-15 foreldrar, um klukkan 23 og drekkum kaffi en höldum siðan út á miðnætti eða hálftíma fyrr og göngum um svæðið. Þegar við sjáum hóp unglinga hinkrum við spölkorn frá honum og ein- göngu það að vera álengdar ber árangur. Hópar leystir upp Ég hef tekið eftir því að u.þ.b. 15 foreldrar geta leyst upp 30 manna hóp unglinga með þessum hætti á hálftima til klukkutíma," segir Ársæll. „Við höfum ekki bein afskipti af krökkunum nema að þeir séu í þannig ástandi að slíkt sé uauðsynlegt vegna ölvun- ar. eða sambærilegra þátta." Hann segir ekki útilokað að einhver hluti unglinga haldi með strætisvögnum niður í miðbæ og komi til baka með seinasta vagni klukkan 3. Reynslan sé þó sú að krakkarnir flýi foreldrana ekki svo langt en haldi þess í stað heim á leið þegar til foreldravaktarinn- ar sést, enda viti þeir að fregnir af útivist þeirra geta hæglega borist þeirra eigin forráðamönn- um til eyrna. Samræma afstöðu til veiða á úthafskarfa ÍSLENDINGAR og Grænlending- ar munu reyna að samræma af- stöðu landanna á komandi árs- fundi Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC) varð- andi skynsamlega stjórnun veiða úr úthafskarfastofninum, að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra. Paviaraq Heilmann sjávarút- vegsráðherra Grænlands hefur verið í opinberri heimsókn hér á landi frá því á þriðjudag í boði Þorsteins. Heimsótti hann sjávar- útvegsfyrirtæki á Akureyri og stofnanir í tengslum við sjávarút- veg á höfuðborgarsvæðinu auk þess að eiga viðræður við Þorstein Pálsson. Á fundum sínum ræddu ráðherrarnir ýmis hagsmunamá! landanna á.sviði sjávarútvegs. „Það var mikill fengur að Heil- mann skyldi koma hingað til lands. Við höfum lagt á það ríka áherslu að auka samskiptin við Grænland. Þau hafa verið góð undanfarin ár og áratugi en þau hafa að okkar mati ekki verið nógu mikil. Þess vegna metum við það mikils að grænlenski sjávarútvegsráðherr- ann skuli koma hingað í þeim til- gangi að styrkja efnislegt innihald þessara samskipta," sagði Þor- steinn Pálsson á blaðamannafundi á fimmtudag. „í þessum viðræðum urðum við sammála um nokkur mikilvæg at- riði. Þess er fyrst að geta að við ræddum all ítarlega um ársfund Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NEAFC) sem hald- inn verður í London í næstu viku. Island og Grænland eru strand- þjóðir að úthafskarfastofninum og þess vegna skiptir miklu hver nið- urstaðan verður fyrir þessar þjóð- ir. Við erum sammála um mikil- vægi þess að fundin verði leið til þess að koma á skynsamlegri Morgunblaðið/Ámi Sæberg PAVIARAQ Heilmann (t.v.) og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherrar Grænlands og Islands, á blaðamannafundi. stjórnun á stofninum og við urðum sammála um að embættismenn myndu vinna að því að fínna leiðir til samstöðu milli Grænlands og íslands og hafa náið samráð á NEAFC-fundinum. Þannig tel ég að við höfum lagt góðan grunn að samstarfi á þessum vettvangi. Það er auðvitað mikilvægt að strandþjóðirnar geti staðið saman þegar kemur að því að taka endan- legar ákvarðanir." Vinna að sameiginlegri veiðistjórn „Við ræddum líka sameiginlega hagsmuni varðandi fiskistofna sem eru sameiginlegir með lög- sögu okkar og Grænlands og reyndar einnig Færeyja. Þar er fyrst og fremst um að ræða karfa og grálúðu. Þar varð að samkomu- lagi að við myndum boða til form- legra embættismannafunda í þeim tilgangi að koma á sameiginlegri stjórn á þessum stofnum. Við munum bjóða Færeyingum að koma til þeirra viðræðna og ísland mun hafa frumkvæði að slíkum fundum," sagði Þorsteinn. Enn- fremur var rætt um rækjuveiðar á Grænlandssundi og ráðherrarnir L urðu sammála um að auka sam- E starf á sviði hafrannsókna og auka upplýsingastreymi milli þjóðanna Ij varðandi loðnuveiðar. „Við ræddum einnig hvalamálin og mikilvægi þess að styrkja Norð- ur-Atlantshafssjávarspendýraráð- ið (NAMMCO) í þeim tilgangi að vinna að pólitískri viðurkenningu á nauðsyn þess að nýta sjávar- spendýr í þeim tilgangi að tryggja jafnvægi í nýtingu auðlindanna," j| sagði Þorsteinn að lokum. Þakklátur | Paviaraq Heilmann sagðist hafa haft mikið gagn af íslandsheim- sókninni og væri þakklátur fyrir þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum hér. Lagði hann áherslu á mikilvægi skynsamlegr- ar nýtingar fiskistofna og fagnaði möguleikum á samstarfi við ís- iendinga varðandi fiskistofna þar sem hagsmunir þjóðanna færu f saman. | Blindrafélagið leitar til ráðherra vegna nýja seðilsins Banamaður móður kraf inn um bætur Spuming um eitt samfélag fyrir alla BLINDRAFÉLAGIÐ hefur óskað eftir fundi með viðskiptaráðherra vegna útgáfu á nýjum 2.000 króna seðlum en félagið beindi þeim til- mælum til Seðlabankans þegar ákveðið var að gefa seðilinn út að hann yrði aðgreindur frá öðrum pen- ingaseðlum í umferð með stærð og lit. Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, segir að þetta mál snúist um það hvort hér eigi að vera eitt samfélag fyrir alla. Stefán Þórarinsson forstöðumað- ur rekstrarsviðs Seðlabankans segir að óeðlilegt hefði verið talið að 2.000 kr. seðillinn yrði hafður lengri en peningaseðill með hærra verðgildi. Seðillinn sé auk þess aðgreindur frá öðrum seðlum með lit, upphleyptu prenti, og stærri andlitsmynd á framhlið. Helgi Hjörvar segir að þegar Seðlabankinn hóf útgáfu á þessari seríu hefði hann strax ákveðið að skýr litamunur yrði hafður á seðlun- um og þeir hafðir mislangir og bank- inn lagt töluvert á sig til að svo mætti verða. 1.000 kr. seðill sé t.a.m. lengri en 500 kr. seðilinn og blindur maður geti því áttað sig á seðlunum eftir stærð þeirra. Nýi 2.000 kr. seðilinn sé hins vegar nákvæmlega jafnlangur og 1.000 kr. seðilinn og litamunurinn sé ekki afgerandi fyrir sjónskerta. Helgi segir útgáfu 2.000 kr. seðilsins nú stefnubreytingu af hálfu Seðlabankans. Félagið hafí ko.mið á framfæri athugasemdum áður en seðillinn var gefínn út en þeim hafí ekki verið sinnt. „Ég hef óskað eftir fundi með viðskiptaráðherra og við munum óska eftir upplýsingum um hvemig hann hyggst taka á málinu. Það er ófært að vera með seðlaútgáfu í landinu sem ekki er ætluð öllum landsmönnum. Hann er yfirmaður Seðlabankans og hlýtur að geta tek- ið á því þegar mönnum verður á handvömm af þessu tagi. Þetta er spurning um eitt samfélag fyrir alla,“ segir Helgi. Nýi 2.000 kr. seðillinn er með blindraletri en Helgi segir það ekki koma að gagni því það hverfi þegar seðlarnir vöðlast og eru pressaðir í seðlapressum í bönkunum. Málið skoðað gaumgæfilega „Okkur þykir það mjög leitt að Blindrafélagið skuli bregðast við með þessum hætti. Það er rétt að Helgi hafði samband við bankann í júlí 1994, eða um það leyti sem ákveðið var að gefa út 2.000 kr. seðil. Þá lýsti hann yfír ánægju með skilning Seðlabankans á málefnum blindra og góðu samstarfi við félag- ið. Þá óskaði hann jafnframt eftir því að seðillinn yrði hafður 5 mm lengri en 5.000 kr. seðillinn, sem er 155 mm á lengd. Við skoðuðum málið gaumgæfílega og bárum það undir sérfræðinga seðlaprentsmiðj- unnar í Englandi og niðurstaðan varð sú að ekki væri hægt að koma til móts við þessar óskir á þeim for- sendum að óeðlilegt væri að 2.000 kr. seðillinn yrði lengri en peninga- seðill með hærra verðgildi. Jafn- framt var okkur tjáð að þegar milli- stærðum væri stungið inn í seðlaút- gáfuna væri venjan sú að þær væru yfirleitt hafðar jafnstórar og stærðin fyrir neðan nýja seðilinn, í þessu til- viki 1.000 kr. seðillinn," sagði Stefán Þórarinsson. Blindramerki á seðlinum Hins vegar hefði verið reynt að hafa litamuninn greinilegan Og það sé gert á bakhlið seðilsins og með mun stærri andlitsmynd á framhlið en venja sé til. Blindramerki sé á seðlinum, í þessu tilviki þríhyrning- ur. Prentun- á tölustöfum sé upp- hleypt, einnig þar sem verðgildið sé sýnt í bókstöfum. Dómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað á ný HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm héraðsdóms í máli þar sem maður, sem varð ungri konu að bana í Kópavogi árið 19.88, er krafínn um bætur til 14 ára sonar hennar. Hæstiréttur sagði slíka annmarka á héraðsdóminum, að ekki yrði hjá því komist að ómerkja hann og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Með dómi héraðsdóms árið 1993 voru drengnum dæmdar 740 þús- und króna bætur með vöxtum frá 1988. Krafist hafði verið 2,8 millj- óna króna. Málinu var áfrýjað til að fá hnekkt þeirri niðurstöðu héraðsdómara að frá kröfum beri m.a. að draga 966 þúsund krónur sem drengnum voru greiddar sem dánarbætur samkvæmt kjara- samningum opinberra starfs- manna. Sviptur framfæranda Kröfur á hendur banamanni móðurinnar, sém nú afplánar 14 ára fangelsi, byggjast á því að með verknaðinum hafi hann svipt drenginn framfæranda og valdið röskun á stöðu hans og högum. Drengurinn hefur átt við félagsleg vandamál og hegðunarvandamál að stríða sem rakin eru til áfalls- ins sem hann varð fyrir er móðir hans lést. Ýmislegt þykir benda til að hann hafí að einhveiju leyti orðið vitni að verknaðinum. Ekki fjallað um málskostnaðarkröfu I dómi Hæstaréttar segir, að málsaðilum hafi verið veitt gjaf- sókn og gjafvöm í héraði. „Af hálfu beggja var við rekstur máls- ins þar krafist málskostnaðar eins og málið væri ekki gjafsóknar- og gjafvarnarmál, enda var það áskil- ið í gjafsóknar- og gjafvarnarleyf- um þeirra. í héraðsdómi er hins vegar ekkert um þessar kröfur Qallað. Er það slíkur annmarki á dóminum, að eigi verður hjá því komist að ómerkja hann og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Eftir þessum málalokum er rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður," segir í nið- urstöðu Hæstaréttar. 1 I I ( I 1 I t 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.