Morgunblaðið

Dato
  • forrige månednovember 1995næste måned
    mationtofr
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 20

Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 20
20 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Ásdís Hvatningarverðlaun fyrir gæðamál ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. og Ríkisspítalar hlutu hvatning- arverðlaun Gæðastjórnunarfé- lags íslands 1995 á alþjóðlega gæðadeginum þann 9. nóvember. Þar að auki hlutu íslandsbanki og Póstur og sími sérstaka viður- kenningu fyrir störf að gæðamál- um. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Listasafni Kópavogs af Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra. Gæðasljórnunarfélagið efndi til könnunar meðal félagsmanna við val á fyrirtækjum og stofnun- um og tilnefndu þeir hugsanlega verðlaunahafa. Haft var sam- band við þau fyrirtæki og stofn- anir sem hlutu flestar tilnefning- ar og óskað eftir að þau gerðu grein fyrir gæðastarfi sínu. I kjölfarið heimsóttu fulltrúar fé- lagsins úr dómnefnd þessi fyrir- tæki og ræddu við stjórnendur og starfsfólk. Dómnefndina skipuðu Ólafur Daviðsson, formaður, Davíð Lúð- víksson, Elín Agnarsdóttir, Hall- grímur Jónasson, Kjartan Kára- son og Sveinbjörn Björnsson. A myndinni eru fulltrúar þeirra fyrirtækja og stofnana sem hlutu verðlaun og viður- kenningar f.v. Davíð A. Gunnars- son, Þorvaldur Veigar Guð- mundsson, Vígdís Magnúsdóttir Ríkisspítölunum, Ólafur Tómas- son, Pósti og síma, Benedikt Sveinsson, Islenskum sjávaraf- urðum, Valur Valsson, Sigríður Jónsdóttir og Birna Einarsdóttir, Islandsbanka. Áhrifa farið að gæta af mikilli verðhækkun á hveiti Hækkað um rúmlega 30% frá áramótum FYRIRSJÁANLEGT er að miklar verðhækkanir á hveiti á heims- markaði muni skila sér í hærra verði á hveiti og hveitiafurðum hér á landi á næstu vikum. Verðið hef- ur farið hækkandi jafnt og þétt frá því í ársbyijun og nemur hækkunin rúmlega 30% það sem af er þessu ári. Að sögn Edwards Skúlasonar, eig- anda VB umboðsins, sem flytur inn Juvel hveiti, hefur framboð hveitis á heimsmarkaði ekki verið jafnlítið í 20 ár, vegna uppskerubrests í mörgum af helstu kornræktarlönd- um heims á þessu ári. Af því stafi þessar hækkanir nú. Edward segist ekki sjá annað framundan en að verð á hveiti muni hækka verulega hér á landi á næstu vikum, enda ekki enn séð fyrir endann á þessari þróun. Hann segist þegar hafa þurft að hækka verð nokkuð og fyrirsjáanlegt sé að þessar verðhækkanir verði að fullu komnar inn í verðlag hér á landi um næstu áramót. Að sögn Kolbeins Kristinssonar, framkvæmdastjóra Myllunar, er áhrifa þessara hækkana þegar farið að gæta hjá fyrirtækinu. Hann seg- ist gera ráð fyrir því að þær muni leiða til einhverra verðhækkana á afurðum fyrirtækisins. „Samkeppnin á þessum markaði er mjög hörð og því höfum við yfir- leitt reynt að mæta svona hækkun- um með aukinni hagræðingu. Hér er hins vegar um mjög mikla hækk- un að ræða og fyrirsjáanlegt að við þurfum að mæta henni með ein- hveijum hætti.“ Kolbeinn segist reikna með því að verðhækkunin á afurðum Myllunar muni nema u.þ.b. 2%. Bitist um USAir Washington. Reuter. YFIRMAÐUR American Airlines hefur sagt starfsmönnum í innanhús- skjali að hann muni ekki láta tilboði frá UAL Corp í USAir Group Inc ósvarað að sögn Washington Post. Robert Crandall stjórnarformaður sagði að American mundi ekki reyna að verða fyrri til í baráttu um yfirráð yfir USAir, en yrði „reiðubúið að svara með tilboði eða öðrum ráðum, sem nauðsynleg mundu reynast, til að veija samkeppnisstöðu Americ- an.“ Hann ítrekaði einnig þá afstöðu sína að bezta ráðið til að stuðla að vexti American væri að efla félagið á innanlandsleiðum. Að sögn Post ráðgerðir UAL fund með verkalýðsleiðtogum í Chicago um hugsanlegt tilboð í USAir. Stjórn United mun funda eftir helgi. Starfsmaður American sagði að flugfélagið íhugaði aðra möguleika en gagntilboð, svo sem málaferli og samruna við annað félag. Islandsbanki lækkar vexti um 0,1-0,25% ÍSLANDSBANKI hf. hefur lækk- að inn- og útlánsvexti sína um 0,1-0,25% vegna lækkunar markaðsvaxta að undanförnu. Þannig lækka kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfa um 0,15% og fara úr 8,5% í 8,35% en kjör- vextir víxla lækka úr 8,6% í 8,45%. Bankinn lækkaði þessa vexti einnig 11. október sl. og þá um 0,1%. Þá lækka vextir óverðtryggra innstæðna nú um 0,1-0,15%. Kjörvextir verðtryggðra útlána lækka hins vegar um 0,25% eða úr 6,3% í 6,05%, en þá ber þess að geta að nú er að ganga til baka 0,1% hækkun á vöxtum verðtryggðra skuldabréfa sem varð 11. október _sl. Fram kemur í tilkynningu frá íslandsbanka að nokkur óvissa sé um þróun mark- aðsvaxta á næstunni og muni bankinn fylgjast með henni og aðlaga vexti sína ennfrekar ef þörf verður á til að varðveita sam- keppnisstöðu sína. Landsbankinn, Búnaðarbank- inn og sparisjóðirnir héldu sínum vöxtum hins vegar óbreyttum í gær, að því undanskyldu að lítils- háttar hækkum varð á vöxtum Trompreikninga. Fyrirfram hafði verið búist við almennum vaxta- lækkunum í dag í kjörfar lækk- andi vaxta á verðbréfamarkaði að undanförnu. ÚRVERINU Aðalfundur LÍÚ Afnema þarf lög um vinnsluskip KRISTJÁN Ragnarsson telur eðli- legt að lög um að fiskimjölsverk- smiðjur skuli vera í öllum vinnslu- skipum, þar sem fiskur er flakaður eða flattur, skuli afnumin. Hafa útgerðir skipanna frest til fyrsta september 1996 til að koma verk- smiðjunum fyrir. Hann segir slíka kröfu óraunhæfa og aðeins leiða til beins taprekstrar þessarar útgerðar upp á 930 milljónir króna næstu 5 árin. „Nú er svo komið að ekki verður undan því vikizt að taka afstöðu til lagabreytinga er þetta varðar. Hef- ur sjávarútvegsráðherra skipað 5 þingmenn í nefnd til að endurskoða lögin um vinnsluskip með það að markmiði að lögunum verði breytt á því Alþingi er nú situr. Erfitt er að sjá nauðsyn þess að hafa sérstök lög um þessi skip og því eðlilegt að afnema þau. Margir hafa látið það álit í ljós að tak- marka þurfi fiskvinnslu um borð í skipum því hætta sé á að fisk- vinnsla flytjist að öðrum kosti öll út á sjó. Eg tel þetta vera ástæðu- lausan ótta og mjög óvarlegt að hlutazt sé til um þróun atvinnu- starfsemi eins og þeirrar, sem hér um ræðir. Spyrnum ekki fótum gegn framförum Rétt er að hafa í huga hvað gerzt hefði, ef sjónarmið af þessum toga hefðu ráðið ferðinni fyrir 10 árum. Þá ættum við engin skip er veitt hefðu karfa á Reykjaneshrygg og sókn okkar í Barentshafið hefði verið sáralítil ef nokkur. Leyfum því málum að þróast með eðlilegum arðsemiskröfum og spyrnum ekki fótum gegn framförm. Vonandi vill enginn bera ábyrgð á því að tak- marka eðlilega þróun næstu 10 ár,“ sagði Kristján. Morgunblaðið/Kristinn BENEDIKT Thorarensen frá Þorlákshöfn er íbygginn á svip undir ræðu Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ. Oraunhæfar kröfur „NÚ bregður svo við að menn virð- ast vilja kasta öllum árangri fyrir róða og hefja hér verðbólgu og aðra óáran til vegs á ný með óraun- hæfum kaupkröfum. Umdeildur dómur um launakjör æðstu embætt- ismanna ríkisins og fádæma klaufa- leg ákvörðun þingmanna um skatt- fijálsar greiðslur sér til handa mega ekki verða til þess að menn missi sjónar á því, sem meira máli skipt- ir,“ sagði Kristján Ragnarsson um efnahagsumhverfið um þessar mundir. Kristján sagði að um nokkurt skeið hefði ríkt stöðugleiki í efna- hagsmálum, sem stafaði af raunsæju mati á getu atvinnulífsins til að greiða iaun. Nú væri þessum stöðugleika því miður' stefnt í voða. Vextir lækki „Við verðum að fylgja sömu meginstefnu þegar aðeins birtir til í efnahagslífinu eins og við höfðum að Ieiðarljósi, þegar á bjátaði. Enn er það megin markmiðið að verð- bólga verði lægri hér en í viðskipta- iöndunum, vexti lækki og fleiri störf verði til með batnandi afkomu at- vinnuveganna. Það er og verður markmið að bæta launakjör þeirra, sem minnst bera úr býtum. Til þess að það megi takast verður verka- lýðshreyfingin að vera sjálfri sér samkvæm og láta af því að taka undir hveija þá launakröfu, sem borin er fram af þeim, sem hærri hafa launin. Það gagnar ekki lýsa yfir vilja, sem ekki heldur, þegar á reynir. Of mörg dæmi um eftirgjöf Með sama hætti er það óþolandi, að fjármálaráðherra hafi ekki kjark og dug til þess að fýlgja eftir launa- stefnu, sem mörkuð hefur verið af aðilum vinnumarkaðarins. Dæmin um eftirgjöfina eru alltof mörg og af þeirri reynslu, sem nú er fengin, hlýtur að koma til skoðunar hvort ekki þurfi að tengja samninga opin- berra starfsmanna við þá samninga sem gerðir eru á almennum vinnu- markaði. Það verður að koma í veg fyrir að augnabliksreiði kollvarpi öllum þeim efnahagsbata, sem hér hefur orðið á liðnum árum,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 258. tölublað (11.11.1995)
https://timarit.is/issue/127916

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

258. tölublað (11.11.1995)

Handlinger: