Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Ciller segir Evr- ópuþingmenn hlutdræga i Bruges. Reuter. TANSU Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, sagði á fimmtudag að þingmenn á Evrópuþinginu væru ekki færir um að taka óhlutdræga afstöðu til samnings Evrópusam- bandsfns og Tyrklands um tolla- bandalag. Ciller sagði í skriflegri yfir- lýsngu að öll umræða um Tyrkland í Evrópu væri of ýkt og æst. „Það er komin tími til að láta skynsam- ari og yfirvegaðri sjónarmið ráða ferðinni ... Þessu staðfestingar- ferli var aldrei ætlað að gera hvern einasta Evrópuþingmann að hrað- soðnum sérfræðingi varðandi tyrk- nest þjóðfélag er hefði leyfí til að leysa öll þau vandamál sem hann telur sig finna,“ sagði Ciller. Evrópuþingið hefur hótað að beita neitunarvaldi þegar samn- ingurinn verður borinn upp til at- kvæða í næsta mánuði ef tyrknesk stjórnvöld bæta ekki frammistöðu sína í mannréttindamálum. Sér- staklega hafa -Evrópuþingmenn látið í ljós áhyggjur af málfrelsi í Tyrklandi. íhuga Evrópuþingmenn einnig að fresta afgreiðslu samningsins til að gefa Tyrkjum ráðrúm til að bæta ráð sitt. Frestun jafngildir höfnun Ciller lýsti því yfir í síðustu viku að ef afgreiðslu samningsins yrði frestað jafngilti það höfnun og myndi ýta undir stuðning við ísl- amska heittrúarmenn fyrir þing- kosningarnar er fara fram 24. desember. Ef Evrópuþingið myndi meta frammistöðu Tykja á óhlut- drægan hátt myndi það hins vegar komast að þeirri niðurstöðu að Tyrkir ættu skilið að samningur- inn yrði samþykktur. „Að gefa í skyn að við höfum gert lítið eða ekkert á þessu ein- staka ári er óskynsamlegt. Það dregur úr trúverðugleika Evrópu en ekki okkar í Tyrklandi sem höfum lagt á okkur mikla vinnu og barist af hörku í tilfinninga- þrungnum deilum til að ná þessum árangri." De Gaulle minnst MIKIÐ fjölmenni var viðstatt athöfn í París á fimmtudags- kvöld þar sem þess var minnst að 25 voru liðin frá dauða Charles de Gaulle hers- höfðingja. Sýna skoðana- kannanir að De Gaulle, sem var við völd 1944-46 og 1958- 1969, er vinsælasti forsetinn í sögu Frakklands. Á mynd- inni má sjá borgarbúa fylgj- ast með ljósasýningu við Hot- el des Invalides. EngeU hafnar þátt- töku sósíalista í und- irbúningi fyrir ’96 Kaupmannahöfn. Morgrunblaöið. HANS Engell formaður danska íhaldsflokksins hefur beint þeim tilmælum til dönsku stjórnarinnar að Sósíalíski þjóðarflokkurinn verði ekki hafður með í ráðum í tillögugerð Dana fyrir ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins 1996. Stjórnin heldur hins vegar fast við að sem flestir eigi aðild að tillögun- um. Holger K. Nielsen formaður Sósíalíska þjóðaflokksins varar við afleiðingum þess að flokknum verði ýtt út. Rök Engells fyrir að útiloka Sósíalíska þjóðarflokkinn eru að með þátttöku bans verði tillögur Dana ekki nógu skarpar, heldur komi til með að snúast fyrst og fremst um dönsku undanþágurnar fjórar. Poul Nyrup Rasmussen for- maður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra hafnar tillögu Engells og undirstrikar sem fyrr að mikilvægt sé að hafa sem flesta með. Holger K. Nielsen varar við hugmynd Engells, sem taki ekki tillit tii þess að meirihluti Dana sé tortrygginn á ESB-aðildina. Verði ekki tekið tillit til þessara sjónarmiða, sem flokkur hans standi vörð um, sé hætta á að Danir hafni aftur í þjóðaratkvæða- greiðslu frekari þróun og samann- jörvun Dana og ESB. Rannsóknin á tilræðinu gegn Yitzhak Rabin Hafa litlar sannanir fyrir morðsamsæri Mikill meirihluti Israela vill fram- fylgja friðarsam- komulaginu Jerúsalem. Reuter. MOSHE Shahal, lögreglumálaráð- herra ísrael, sagði í gær að gerðar hefðu verið að minnsta kosti þijár tilraunir til að ráð_a Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísrael, af dögum áður en hann var skotinn til bana í Tel Aviv sl. laugardag. Shahal tók ekki fram hvort að það hefði verið morðingi Rabins, laganeminn Yigal Amir, er stóð á bak við fyrri tilræð- in. „Hópur fólks átti þetta sameigin- lega markmið. Pjöldi þess og hvern- ig þau tengdust þessu ér nú í rann- sókn,“ sagði ráðherrann. Amir hefur við yfírheyrslur greint frá því að hann hafi myrt Rabin til að stöðva friðarviðræður ísraela og Palestínumanna. Hann hefur haldið því fram að hann hafi verið einn að verki en lögregla hef- ur handtekið fimm menn til viðbót- ar, þar á meðal Hagai bróður hans. Við leit á heimili Amir-fjölskyldunn- ar fannst vopnabúr. Sjötti maðurinn, Michael Epstein, var handtekinn í gær. Hann er 23 ára gamall og segir lögregla að hann hafí líkt og aðrir þeir sem grunaðir eru vitað af áformum Amirs. Þá er hann sakaður um að hafa skipulagt árásir á' araba. Heimildir innan ísraelsku leyni- þjónustunnar, Shin Bet, herma að enn séu takmarkaðar sannanir fyrir samsæri hægrimanna. „Hann kann að hafa greint einhveijum frá áformum sínum en til þessa höfum við engar sannanir fyrir því að skipulagður hópur hafi verið að verki," sagði einn heimildarmaður. Þó að sex séu í haldi er Amir sá eini er hefur verið formlega kærður. Fyrsti fundur opinberrar rann- Bætur vegna geislunar í Thule Kaupmannahöfn. Morgunblaöiö. DANSKA stjórnin hefur ákveðið að greiða öllum þeim Dönum sem unnu við að hreinsa upp eftir flak banda- rísku sprengjuvélarinnar við Thule á Grænlandi 1968 sem . samsvarar rúmri hálfri millj- ón íslenskra króna á hvern. Samtök Thule-verkamann- anna hafa um árabil krafist bóta fyrir að hafa verið látnir hreinsa flakið, án þess að vita um geislavirkan farm vélar- innar. Því hefur danska stjórnin mótmælt, en gaf þó ádrátt um bætur fyrr á árinu og tók langan tíma að ákveða skilyrði sem uppfylla þyrfti. Um 1.650 manns gætu sótt um og búist er við að stjórnin þurfi að leggja út 85 milljónir danskra króna, sem er tíu milljónum meira en stjórnin hafði reiknað með. Vísindamenn, sem komu að hreinsuninni, fá ekki bæt- ur, þar sem álitið er að þeir hafi vitað hver áhættan var. Reuter YASSER Arafat átti leynilegan einnar og hálfrar klukkustundar fund með Leuh Rabin á fimmtudagskvöld. Á milli þeirra situr Yossi Ginossar, sem var sérlegur fulltrúi Rabins í málum tengd- um PLO. sóknarnefndar um morðið á Rabin var haldinn í gær. Fagna heimsókn Arafats ísraelska ríkisstjórnin fagnaði í gær óvæntri heimsókn Yassers Ara- fats, leiðtoga Palestínumanna, til ekkju Rabins seint á fimmtudags- kvöld. Var þetta í fyrsta skipti sem Arafat heimsótti ísrael frá því að hann dvaldist þar með leynd 1968. „Það felst í friði að í stað þess að líta á nágranna þinn sem óvin kemur þú fram við hann sem mann- eskju. Þegar eitthvað hræðilegt gerist ferðu til fjölskyldu hans og vottar henni samúð þína. Það var nákvæmlega það sem Arafat gerði,“ sagði Uri Dromi, yfirmaður upplýsingaskrifstofu ísraelsstjórn- ar. Mikill stuðningur við frið Mikill stuðningur er fyrir því í ísrael að ríkisstjórnin framfylgi friðarsamkomulaginu við Palestínu- menn, samkvæmt nýrri skoðana- könnun. Alls segjast 74% þjóðarinn- ar hlynnt því að samkomulaginu verði framfylgt áfram. K^nnunin, er birtist í dagblaðinu Yedioth Ahronoth var gerð á þriðju- dag og miðvikudag. Fyrir morðið á Rabin skiptist ísraelska þjóðin í tvær jafnstórar fylkingar í afstöðu til málsins. Þegar spurt var hvort menn myndu frekar styðja Shimon Peres, arftaka Rabins, eða Benjamin Net- anyahu, leiðtoga Líkúd-bandalags- ins, sem forsætisráðherra, sögðust 54%_styðja Peres en 23% Netanya- hu. í sk'oðanakönnun fyrir morðið höfðu þeir hvor um sig stuðning 42% kjósenda. Stjómmálaskýrendur sögðu þó að taka yrði þessum niðurstöðum með fyrirvara og ekki kæmi í ljós fyrr en eftir nokkrar vikur hvort þessi afstöðubreyting væri varanleg. Sahlin dregur sig í hlé Segir af sér sem varaforsætisráðherra Kaupmannahöfn. Morgunblaflið. MONA Sahlin hættir bæði við fram- boð sitt til formennsku í sænska Jafnaðarmannaflokknum og segir einnig af sér sem varaforsætisráð- herra. Hún situr áfram á þingi og í flokks- og framkvæmdastjórn flokksins. A blaðamannafundi í gær sagði hún ákvörðun sína vera við- brögð við umræðunni um slóðaskap hennar í fjármálum, sem skaðaði flokkinn, en viðurkenndi ekki að hún hefði gert neitt rangt. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra og fráfarandi flokksformaður sagði Sahlin trúverðuga eftir sem áður. Ákvörðun hennar veldur létti í flokknum, þar sem margir höfðu skorað á hana að draga sig í hlé, svo að hægt væri að taka til við formannsleitina að nýju. Og hver þá? Þó möguleikar Monu Sahlin á að ná kjöri hafí undanfarið verið dvín- andi var hún þó enn til umræðu, meðan hún hafði ekki gefið skýr svör. Nú er sviðið því autt og leitin getur hafist fyrir alvöru. Tvennt virðist koma til greina. Annars vegar að fyrir valinu verði einhver af kynslóð Sahlin. Hins vegar að það verði einhver af eldri kynslóðinni og þá aðeins um hríð, eða þar til einhver af yngri kynslóð- inni verði orðinn skýrt leiðtogaefni. Göran Persson fjármálaráðherra hefur hingað til neitað afdráttar- laust, en nú verður vafalaust gerð atlaga að honum, því hann þykir gott efni í sterkan leiðtoga. Jan Nygren samræmingarráðherra var lengst nefndur ásamt Sahlin. Hann segist hins vegar hafa gert samning við fjórtán ára son sinn um að gefa ekki kost á sér, svo nú er spurning- in hvort hann bregst syninum eða flokksbræðrunum. Síðan eru ýmsar konur af kynslóð Sahlin nefndar, en engin þykir sérlega sannfærandi. Af eldri kynslóðinni er Sven Hulterström nefndur, hann hefur umsjón með formannsleitinni, en einnig Birgitta Dahl, talsmaður stjórnarinnar, og Lena Hjelm-Wall- én utanríkisráðherra. Einnig hafa verið vangaveltur um hvort Sahlin dragi sig í hlé nú, en komi síðar fram sem leiðtogaefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.