Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 23 Clark fær stórfé fyrir bók MARCIA Clark, aðstoðarsak- sóknari í Los Angeles, hefur undirritað samning við Viking-for- lagið í New York um út- gáfu bókar um máls- sóknina á hendur O.J. Simpson. Talið er að þóknun hennar nemi þremur milljónum doll- ara, jafnvirði 195 milljóna króna. Gert er ráð fyrir út- komu bókarinnar næsta vor. Réttað verð- uríMílanó SILVIO Berlusconi, fyrrver- andi forsætisráðherra Italíu, tapaði í gær deilu um hvar réttarhöld yfir honum vegna spillingarmála skuli fara fram. Æðsti dómstóll Ítalíu úrskurð- aði að réttað skyldi í Mílanó svo sem gert hafði verið gert ráð fyrir og verður réttur sett- ur 17. janúar. Ný sókn hafin til Jaffna STJÓRNARHER Sri Lanka sagðist í gær hafa fellt 78 skæruliða tamíla og sært rúm- lega 200 er herinn hóf sókn gegn helstu borg uppreisnar- manna, Jaffna, að nýju. Féllu 12 stjórnarhermenn en ekki var skýrt frá tölu særðra. Um 50.000 hafa fallið frá því að tamílar í norðurhluta landsins hófu að beijast fyrir sjálfsstjórn skömmu eftir 1980. Ukraína og Makedonía í Evrópuráðið ÚKRAÍNA og Makedonía fengu á fimmtudag aðild að Evrópuráðinu og eru aðildar- ríkin því orðin 38. Við athöfn í höfuðstöðvum ráðsins i Strassborg í Frakklandi undir- rituðu utanríkisráðherrar ríkj- anna tveggja mannréttinda- sáttmála Evrópu og skjal um lögsögu Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Rússar hafa einnig sótt um aðild en ákveðið var að fresta ákvörðun í þeim efnum vegna stríðsins í Tsjetsjníju. Vopnabúr finnst á N-írlandi LÖGREGLA á Norður-írlandi fann í gær sendibíl með um 135 kíló af sprengiefni og handtók tvo menn úr röðum kaþólikka og eru þeir taldir tengjast litlum, sjálfstæðum hópi sem ekki er sáttur við friðartilraunir sem gerðar hafa verið að undanförnu. Ekki var ljóst hvort búið var að gera nothæfar sprengjur úr efninu. Vopnahlé hefur ríkt í hérað- inu um rúmlega árs skeið en hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum og óttast margir að upp úr sjóði á ný. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hyggst reyna að blása nýju lífi í viðræðurnar með því að heimsækja N-írland í lok mán- aðarins. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, myndin var tekin fyrr á árinu. Óljóst hver er í náðinni hjá Jeltsín Kremlarfræð- ingar rýna í gestalistann Moskvu. Reuter. KREMLARFRÆÐINGAR, sem fylgdust áður með því hveijir stæðu næstir leiðtoga sovéska kommúnista- flokksins á hersýningum á Rauða torginu, gaumgæfa nú hveijir fái áheyrn hjá Borís Jeltsín forseta. á sjúkrahúsinu í Moskvu. Þannig draga þeir ályktanir um hveijir séu í náð- inni hjá forsetanum. Tvær vikur eru liðnar frá því for- setinn var fluttur á sjúkrahúsið vegna vægs hjartaáfalls og embætt- ismönnum hans hefur ekki tekist að sannfæra Kremlarfræðingana um að Jeltsi'n sé enn fær um að stjórna land- inu. Þeir velta því einkum fyrir sér hver taki við af Jeltsín eða hver kunni að stjórna bak við tjöldin í Kreml í fjarveru hans. Embættismenn hafa takmarkað upplýsingastreymið frá Kreml og það hefur kynt undir vangaveltum Kremlarfræðinganna, sem ýmsir töldu að myndu heyra sögunni til eftir hrun kommúnismans. „Fjölmiðlarnir reyna að komast að eins miklu og þeir geta en embætt- ismennirnir segja aðeins það sem þeir þurfa,“ sagði rússneska dagblað- ið Kommersant í gær. „Þetta er ein- faldlega einokun á upplýsingum - þegar fundum Jeltsíns fækkar snarminnkar upplýsingaflæðið." Lífvörðurinn fyrstur Kremlarfræðingarnir nota svipað- ar aðferðir og tíðkuðust þegar fylgst var með röðun forystumannanna sov- ésku á Rauða torginu. Nú draga þeir ályktanir sínar af því hvaða embættismenn fái áheyrn hjá'Jeltsín og í hvaða röð. Þeir rýna einnig í orðalag fréttatilkynninga um líðan forsetans og hinar ýmsu tilskipanir sem hann gefur út frá sjúkrahúsinu. Alexander Korzhakov, yfirmaður li'fvarðasveitar forsetans, varð fyrst- ur til að ræða við Jeltsín, fyrir utan skyldrhenni og lækna. Korzhakov virðist hafa góðan aðgang að Jeltsín vegna starfsins og vangaveltur eru um að hann sé í miklum metum hjá forsetanum og sé einn af áhrifa- mestu mönnunum í Kreml. Aðeins einn annar embættismaður hefur rætt reglulega við Jeltsín á sjúkrahúsinu og það er helsti ráð- gjafi hans, Viktor Iljúshín. Tíðir fundir forsetans með þessum mönn- um, á sama tíma og fijálslyndir ráð- gjafar hans hafa aldrei rætt við hann, hafa kynt undir vangaveltum um að þeir kynnu að notfæra sér fjarveru hans til að framfylgja eigin stefnu fyrir þingkosningarnar í desember. Umbótasinni sniðgenginn Viktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra ræddi ekki við Jeltsín fyrr en á föstudag í vikunni sem leið. Eftir fundinn sagðist hann taka við yfir- stjórn varnarmála-, innanríkis- og utanríkisráðuneytanna. Embættis- menn í Kreml voru fljótir að neita því að þetta merkti að forsetinn hefði afsalað sér völdum. Talið er að þessi atburður verði ekki til þess að bæta samskipti Tsjernomyrdíns og Jelts- íns, en þau þykja hafa einkennst af tortryggni þar sem forsætisráðherr- ann er líklegur til að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum. Andrej Kozyrev utanríkisráðherra, sem hefur sætt gagnrýni Jeltsíns, var á meðal fyrstu ráðherranna sem ræddu við forsetann, en fundur þeirra var ekki fyrr en í gær, tveim- ur vikum eftir að Jeltsín var fluttur á sjúkrahúsið. Akveðið var á fund- inum að Kozyrev fengi nýjan aðstoð- arutanríkisráðherra. Jeltsín tók á móti öðrum aðstoðar- forsætisráðherranum, Oleg Sosko- vets, á mánudag og fundur þeirra var tvöfalt lengri en sá sem forsetinn átti með Tsjernomyrdín. Jeltsín hefur hins vegar ekki rætt við hinn aðstoð- arforsætisráðaherrann, Anatolíj Tsjúbajs, sem er fijálslyndur um- bótasinni. Tatsmenn forsetans hafa ennfrem- ur skýrt frá því að Jeltsín hafi veitt Anatolíj Kúlíkov innanríkisráðherra og Míkhaíl Barsúkov, yfmnanni leyniþjónustunnar, hershöfðingja- tign. 1 Frekari skattalækkun íhuguð í Bretlandi? London. Reuter. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, liefur til athug- unar að skera opinber útgjöld nið- ur um fimm milljarða punda til að unnt verði að lækka skatta á meðal- og lágtekjufólki, að sögn The Daily Telegraph í gær. Þessi lækkun kæmi til viðbótar þeim sem hugsanlega verða boðaðar í fjárlagafrumvarpinu en Clarke leggur það fram 28. nóv- ember. Búist hafði verið við, að stjórnin gripi til aðgerða af þessu tagi til að auka vinsældir sínar en samkvæmt síðustu könnunum hefur Verkamannaflokkurinn 17 prósentustig umfram Iháldsflokk- inn. Apple-umboðið hf Skipholti 21 • 105 Reykjavík Sími: 511 5111 • Fax: 511 5115 Heimasíða: http://www. apple. is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.