Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ , Morgunblaðiö/ÞorkeU LEIKARINN - Eg er ánægður með eftiið og stílinn... Ehhi aíitaf staltur:.. HANN beið mín í „stofunni" í veit- ingahúsinu Við Tjörnina, karl- mannlegur á velli, og manni verður ósjálfrátt hugsað til Fernandos Krapp á sviði Þjóðleikhússins í Sannur karlmaður. Sumar konur fullyrða að hann sé mesti sjarmör sinnar kynslóðar. Hann kveðst ekki hafa fundið fyrir því eða orðið íyrir átroðningi af völdum kvenna. í stofunni er þægilegt andrúms- loft, „eins og í sjötugsafmæli hjá fjarskyldum ættingja þar sem maður þekkir engan,“ svo notuð séu orð leikarans. Ingvar E. Sig- urðsson virðist vera á réttri hillu í lífinu. Að minnsta kosti hafa gagn- rýnendur farið um hann mildum höndum. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma lesið um hann neikvæðan dóm. Samt er hann ekki alveg sáttur við allt sem gagnrýnendur skrifa um íslenskt leikhús. „Ég er ekki alltaf stoltur af því að fá góða dóma, þótt það hljómi kannski þversagnakennt. Auðvit- að fmnst mér gott að fá hrós eins og öðrum. Mér finnst bara gagn- rýnendur skorta viðsýni í leiklist. Stundum gera þeir lítinn greinar- mun á leikverki og leiksýningu, sem í sumum tilvikum geta verið tveir óskyldir hlutir. Ég fer oft í leik'hús og hef mis- jafnar skoðanir eins og aðrir. Svo les maður gagnrýni í blöðunum og spyr sjálfan sig: Hver er viðmiðun gagnrýnandans? Leik- húsgagnrýni er ábyrgðarhlutverk og fæstir íslenskir leik- húsgagnrýendur eru starfi sínu vaxnir, að mínu mati. Leiklistar- gagnrýnandi verður að hafa snefil af virð- ingu gagnvart list- greininni, viða að sér erlendu og innlendu leiklistarlesefni og sjá sýningar, ekki bara “““— hér heima heldur einnig erlendis. Leikhúsgagm'ýni á að vera fullt starf en ekki eitthvert dudd í hjá- verkum. Og það er ekki fyrr en gagnrýnandinn hefur öðlast nauð- synlega víðsýni og þekkingu, sem hann getur farið að hakka í sig sýningar og tala niðrandi, eða vel, um leikhús. Gagnrýnendur hafa meðal ann- arsúialdið því fram, að Sannur karlmaður sé ekki gott leikrit. Ég er þeim algerlega ósammála og við öll serp stöndum að þessari sýn- ingu, enda engin tilviljun að þetta leikrit hefur farið sigurför um Evrópu. Gagnrýnandi Morgun- blaðsins sagði til dæmis að sýning- in hefði verið unnin með hangandi hendi og þessu hafí verið slumpað svona einhvern veginn fram. Þessi ummæli fóru rosalega í taugarnar á mér því við unnum þessa sýn- Kokkurinn góöur, en gagnrýnendur slæmir. Sveinn Guöjónsson dregur þá ályktun eftir samtal við sannan karlmann og verðandi Don Carlos á veitinga- húsinu Við Tjörnina. KJÖTSOD, PÚRTVfN, GRÁÐOSTUR, PIQANTO (GRÆN- METISSALT) EÐA SALT, FERSKT TIMI- AN, RIFSBER- JAHLAUP OG SVAR- TUR PIPAR, ALLT SOÐIÐ SAMAN. SÍDAN ER RJÓMA BÆTT ÚT í. ingu mjög ná- kvæmlega og með langiá yfirlegu. Ég hef lesið þetta verk niður í kjöl- inn og það þarf enginn að segja mér að þetta sé lélegt íeikrit. Höfundurinn brýtur að visu upp þetta hefð- bundna form og gerir það af mikilli snilld að mínu mati. Eg er ánægö- ur með efnið og stílinn, sjálfan mig og mitt fólk. Eg er ekki vanur að hæla því opinberlega sem ég er að gera en í þessu tilviki get ég með góðri samvisku hvatt alla til að sjá þessa sýningu." Sharfur ag skötusElur „Maturinn er til,“ segir þjónn- inn og við satjumst til borðs. Ingv- ar hafði pantað sér hunangssteikt- ar skarfabringur með gráðosti og portvíni en ég fékk smjörsteiktar skötuselskinnar með humri og púrtvínssósu. Með skarfabringun- um fær hann sér rauðvín, Monte Cillo Crianza frá Rioja á Spáni, ár- gerð 1990. Með skötuselskinnun- um er borið fram hvítvín, þurrt Poully Fnussie frá Bourgogne í Frakklandi, árgerð 1994. „Ég hef aldrei verið sérfræðing- ur í mat eða vínum. Læt yfirleitt aðra um að panta vín,“ segir hann. „Ég hef heldur aldrei borðað skarf áður. Fór reyndar einu sinni á svart- fuglsskyttirí með vin- um mínum og við fengum tvo skarfa. En ég tók ekki sjens á að borða hann þá og hef alltaf séð eftir því. Þess vegna ætla ég að skella mér á hann núna.“ Við borðhaldið seg- ir hann mér frá hlut- verkinu sem hann er að æfa í Don Juan, sem frumsýnt verður á annan í jólum. „Ég leik Don Car- los, sem á að bjarga heiðri fjölskyldunnar eftir að Don Juan svíkur systur hans. Carlos virðist við fyrsta lestur vera hetja og stríðsmaður, en við höfum velt því fyrir okkur hvort það sé nokk- uð varið í að leika hann svoleiðis ... — Hvemig bragöast skarfar- inn? „Það er nefnilega oft freistandi að gera aumingja úr hetjum og hetjur úr aumingjum á leiksviði. Ég er heldur ekkert viss um að höf- undurinn, Moliére, hafi ætlast til þess að leikritið yi-ði leikið eins og það er skrifað. En það eru komnir elskulegir menn frá Litháen til að pæla í þessu með okkur. Þeir eru stórkostlegh', þeir heita..." — En hvað með skarfinn ... ? „Hann er mjög góður, alveg afbragð, vínið ljúffengt ogpassar vel við og sósan frábær. Ég ætla að fá uppskriftina að henni.“ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 25 Leikur nr. 44 í Lengjunni: Ungverjaland - ísland verður í beinni útsendingu á RÚV í dag! lfkurnar! ö <73 Mestar líkur (lægsti stuðullinn) eru taldar á að landslið Ungverjalands vinni leikinn. En þú getur valið að tippa á ólíklegri úrslit og þannig hækkað upphæð vinningsins sem þú færð ef spá þín reynist rétt! STUÐLAR AHIAM ÍSLAND! 43 Lau. 11/11 14:30 Sunderland - Tranmere 1,75 2,80 3,15 Knatt. 44 Lau. 11/11 15:30 Ungverjaland - ísland 1,40 3,20 4,50 Knatt. 45 Lau. 11/11 16:30 KA - Kosíce ^ "“Hand.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.