Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Er varasalvi vanabindandi? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning 1: Af hverju'stafar varaþurrkur og af hverju er sum- um hættara viö að fá hann en öðrum? Er til einhver fyrirbyggj- andi aðferð til að koma í veg fyrir að hann myndist, önnur en að nota varasalva? Ég hef nefnilega heyrt að varasalvi sé vanabind- andi fyrir varirnar, þ.e. að þær verði háðar honum, ef svo má að orði komast, þannig að alltaf þur- fi að bera meira og meira af hon- um á varimar til þess að hann virki? Svar: Fólk er misjaflega gert og gildir það um tilhneigingu til varaþurrks eins og allt annað. Varaþurrkur stafar oftast af þurru lofti. Þegar kalt er í veðri er útiloftið þurrt og hættara við þurm lofti í híbýlum manna en venjulega. Ástandið er oft verst í mars og apríl. Þurrt loft er ekki bara slæmt fyrir varirnar heldur þorna einnig slímhúðir í nefi, augum og munni en þá minnka vamir gegn sýklum og fólki er hættara við alls kyns pestum. Besta ráðið er að verða sér úti um rakamæli, fylgjast með raka- stiginu heima hjá sér eða á undir 20%. Ágætt er að grípa til varasalva eftir þörfum og ekkert bendir til að hann sé vanabind- andi. Spurning 2: Undanfarnar vikur hef ég verið slappur, fengið bein- verki þegar líða fer á daginn, án þess þó að hafa hita. Mér finnst ég alltaf vera þreyttur, jafnvel þegar ég vakna á morgnana, enda sef ég laust og illa. Mér finnst ég ekki yera stressaður, enda hef ég enga ástæðu til. Það er bara þetta þróttleysi, sem ég hef enga skýringu á? Getur þetta verið eitthvað í ætt viö þessa vei- ki „síþreytu“, sem talsvert hefur verið til umræðu að undanfömu. Hveraig lýsir hún sér? Svar: Lýsingin gæti að flestu leyti passað við síþreytu. Sí- þreyta lýsir sér venjulega sem stöðug þreyta, lítið úthald, vöðvaverkir, höfuðverkur, sjúk- lingurinn svitnar talsvert án þess að hafa sótthita og þarf að sofa mikið. Orsakir þessa ástands era lítt þekktar en í mörgum tilfell- um kemur þetta í kjölfar sýking- ar, venjulega veirasýkingar. Þessir sjúklingar ættu að stunda líkamsrækt, t.d. ganga og synda, og þeir ættu að reyna að sofa vel og eins lengi og þeir þurfa. Stundum hjálpar að gefa lyf við þunglyndi en oftast er það gagns- lítið. Rétt er að leita til læknis til að fá sjúkdómsgreiningu og ráð- leggingar. Flestir losna við þessi óþægindi á nokkram vikum, stundum tekur það fáeina mánuði en einstaka sinnum 1-2 ár. Spurning 3: Tímarnir breytast og mennirnir með og svo á einnig við um mataræði. Mikið pizzu- og pasta-æði hefur gengið yfir land- ið og nú er svo komið að það þýð- ir varla orðið að bjóða börnunum upp á venjulegan íslenskan mat. Þess vegna spyr ég: Hentar þet- ta mataræði okkur íslendingum, sem lifum í allt öðru loftslagi en suðrænar þjóðir, þar sem þessi pizzu- og pasta-matargerðarlist er upprunnin? Er ekki eðlilegt að við sækjum frekar fæðu okkar úr umhverfinu, til að mynda úr sjón- um? Svar: Það er erfitt að svara þessari spumingu í stuttu máli. Margar pizzur og pastaréttii- era alls ekki slæmur matur og sama Þurrar vinnustað og gera ráðstafanir ef Þjáist af gildir um hamborgara ef við varir það verður of lágt. Hæfilegt rakastig innanhúss er á bilinu 40- 60% og það ætti aldrei að fara þróttleysi sleppum frönsku kartöflunúm, hamborgarasósunni og kokk- teilsósunni. Það sem mestu varð- [1 Hættuleg pilla? ar er að þessir réttir innihalda oftast tiltölulega lítið af mettaðri fitu. Það er hins vegar rétt sem spyrjandi segir að við fáum varla hollari mat en sjávarrétti, eink- um ef við neytum þeirra með hæfilegu magni af góðu græn- meti og ávöxtum. Það er gamalt og nýtt vandamál að mörg böm og unglingar era lítið hrifin af fiskréttum en flestir vaxa þó upp úr þessu. Hin gullna regla er að borða sem fjölbreyttast fæði, ekki mikið af neinu einu en eitt- hvað af öllu. Spurning 4: Um daginn var greint frá því í fréttum að varaö hefði verið viö notkun nokkurra tegunda af getnaðarvamatöflum sem rannsóknir hefðu sýnt að •ykju líkumar á blóðtappa umfram aðrar. Vísað er á fjórar tegund- anna hérlendis, það er Marvelon, Mercilon, Minulet og Gynera. Hversu mikil ástæða er til þess að forðast þessar tegundir? Svar: Enn sem komið er er alls engin ástæða til að forðast þessar tegundir getnaðarvarnataflna. Tilefni fréttanna var það að lyfja- málayfirvöld í Bretlandi sendu nýlega út tilmæli til breski-a lækna að þéir skyldu takmarka notkun þessara taflna vegna hæt- tu á blóðtappa. Tilefni þessara til- mæla voru þrjár rannsóknir sem gáfu til kynna að þessi lyf væra hættulegri en önnur, en engri þessara rannsókna er að fullu lok- ið. Það er almennt viðurkennt að allar venjulegar getnaðarvarna- töflur auki hættu á blóðtappa, þó svo að þessi aukning sé mjög Htil. Þess vegna er ástæða til að fylgj- ast vel með aukaverkunum þess- ara lyfja og framkvæma rann- sóknir eins og þær sem nefndar vora. Ábyrgðarmenn þessara rannsókna hafa mótmælt við- brögðunum í Bretlandi og telja ekki tilefni til slíks, a.m.k. ekki ennþá. Flestir telja þessi við- brögð fljótfæmisleg, farsælla sé að bíða eftir endanlegum niður- stöðum rannsóknanna og taka þá afstöðu að vel athuguðu máli. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 12 í sím- um 5691224 og 5691229. NFATNAÐUR KLASSIS T/ennor GEGNT IÐNAÐARMANNAHUSINU Hvað áttu George II B.retakóngur og Elvis Presley rokkkóngur sameiginlegt? DAUÐINN er mikið alvörumál og sjálfsagt er mönnum ekki sama hvemig þeir enda jarðvist sína. Hér er listi yfir nafn- togaða menn sem áttu það sameiginlegt að deyja Drottni sínum í baðherberginu. HELIOGABALUS (204- 222). Keisari í Róm. Hann sat á valdastóli í fjögur ár. Vegna kynvillu hans, sérvisku og dýrk- unar á guðnum Baal snerust lífvarðasveitir hans gegn honum og er þær létu til skarar skrýða flúði hann inn í baðher bergi ásamt móður sinni. Þar voru þau bæði líflát in. ARIUS (256-336). Kristinn guðfræðingur og trúvillingur. Kvalinn í ristli fór hann á bað herbergið þar sem hann gaf upp öndina, líklega af völdum eitrunar. EDMUND II. (980-1016). Konungur Englands. Eftir því sem sögur herma var hann myrtur þar sem hann var að hlýða kaili náttúrunn- ar. JAMES I. (1394-1437). Kon- ungur Skotlands. Þegar launmorðingjar reyndu að brjótast inn í Perth Abbey leitaði konungur að felu- stað og endaði á litlu salerni fyrir konur. Með hon- um þar var Katharine Douglas og reyndi hún að villa um fyrir morðingjunum en án árangurs. James lést af völdum 16 svöðusára á brjósti. HENRY III. (1551-1589). Konungur Frakklands. Veginn af launmorðingja er hann var að ganga út af salerni. Sjálfur var morðinginn drepinn skömmu síðar og lík hans dregið fyrir rétt vegna laun- morðsins á konungi. ARTHUR CAPEL (1631-1683). Enskur stjórnmála- maður og jarl af Essex. Framdi sjálfsmorð í bað- herberginu í Lundúnaturni, þar sem hann var fan- gi- GEORGE II. (1683-1760). Konungur Stóra-Bret- lands og írlands. Eftir morgunverð fór hann inn í baðherbergi. Þýskur herbergisþjónn, sem beið fyrir utan, heyrði skell og kom að konungi sínum látnum á gólfinu. LENNY BRUCE (1925-1966). Bandarískur grin- leikari. Fannst látinn í baðherberginu eftir of stór- an skammt af heróíni. JIM MORRISON (1945-1969) Bandarískur rokktónlistarmaður. Fannst látinn í baðherberginu í íbúð sinni í París, eftir ofneyslu áfengis og lyfja. ELVIS PRESLEY (1935-1977). Bandarískur söngvari, oft nefndur konungur rokksins. Fannst látinn á baðherbergisgólfinu á setri sínu Graceland í Memphis. Elvis hafði átt við vanheilsu að stríða og tók inn sterk lyf samkvæmt læknisráði. Margt bend- ir til að hann hafi látist af völdum þeirra, þótt það hafi aldrei verið upplýst að fullu. Reyndar trúa margir aðdáendur því að rokkkóngurinn sé enn á lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.