Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBBR 1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Baráttan fyrir
nýrri hugsun
ÞEGAR hugmyndir eru kynntar í
fyrsta skipti einhvers staðar í heimin-
um þá fylgja viðbrögð viðtakenda
yfirleitt hefðbundnu mynstri.
Sumir taka hugmyndunum vel en
aðrir illa. Sumir sýna þeim skeyting-
arleysi en aðrir hrífast. Ymsir jafn-
vel úr hófi fram. Enn aðrir reynast
þeim hliðhollir. Síðasta skal teija aft-
urhaldsmennina sem beijast gegn
nánast öllu því sem nýtt er. Viðbrögð
þeirra eru að sjálfsögðu óskyld öllu
sem kalla má gagnrýna og raunsæja
hugsun. Samt er oft reynt að hengja
slíka merkimiða raunsæis á sjálfvirkt
og óupplýst andóf gegn nýjungum.
Viðbrögðin eru sem sé fjölþætt.
Það sem nýtt er á yfirleitt er á bratt-
ann að sækja. Mikið þarf að hafa
fyrir því að gróðursetja nýjungar í
framandi umhverfí.
Baktal í staðinn fyrir brennur
A miðöldum var fólk sem viðraði
nýjar hugmyndir gjarnan brennt á
báli. Nú á tímum hafa menn tekið
upp „betri“ siði. Baktal, háð og tor-
tryggni hefur tekið við af brennun-
um. Séu andmælendurnir vissir í
sinni sök og nægilega upplitsdjarfir
þá mótmæla þeir opinberlega. Mann-
dómur til slíks er þó oft fátíður.
Hefðbundin viðbrögð einkennast því
af baktali fólks sem þefur það litla
trú á eigin dómgreind að það er hrætt
við að standa opinberlega fyrir skoð-
Þeir sem beijast fyrir
nýrri hugsun, segir
Jón Erlendsson,
verða ávallt að taka
á sig mótlæti.
unum sínum. Vantraust þess á vits-
munalegum burðum sínum verður
því til þess að það bíður þess að
geta stuðst við „aðkeypta dóm-
greind“ annars fólks. Bíður tvístíg-
andi á meðan eftir því að hið nýja
sé rakkað niður eða hafíð til skýj-
anna hægt og bítandi að tjaldabaki.
Að fenginni niðurstöðu úr vinsælda-
könnunum tjaldabaksins taka þessir
hikandi liðsmenn síðan upp þá skoð-
unina sem virðist hafa orðið ofan á.
Rétt eins og fótboltaaðdáandi sem
bíður með stuðning við tiltekið lið
þar það hefur sigrað.
Eðli viðbragðanna er því hið sama
nú sem fyrr. Fáfræði.ótti og öfund
eru enn mjög ríkur þáttur í þeim þó
menn telji sig nú á tímum bæði sið-
aða og menntaða og hafi lagt af
brennur á „villutrúarfólki“ sem að-
ferð til að andæfa gegn framförum
og breytingum.
Doðinn er verstur
Nú á tímum er þó bein eða óbein
andstaða ótrúlega oft smávægilegt
vandamál þegar á heildina er litið.
Miklu algengara og hugsanlega al-
varlegra er almennur doði og skeyt-
ingarleysi fólks sem lifir í umhverfi
sem er ofmettað af ytri áreitum og
þar sem sæmileg velmegun hefur
slævt baráttuvilja manna um langan
tíma. Við slíkar aðstæður eru hvorki
til andstæðingar eða stuðningsmenn
sem duga til að knýja fram einhvers-
konar afstöðu til nýrra mála.
Að kunna að taka mótlæti
Þeir sem beijast fyrir nýi-ri hugsun
eða öðrum nýjungum verða ávallt
að taka á sig mótlæti. Sumir mikið
en aðrir lítið. Séu menn ekki tilbúnir
í slíka baráttu þá er eins víst. að
þeir gefist upp um leið og á móti
blæs. Uppgjöf manna sem viðra nýj-
ungar er alltof algeng hér á landi.
Fæstir eru gæddir þeirri seiglu og
þijósku að geta þolað minnsta vott
af félagslegu mótlæti. Þörfin fyrir
að „falla í kramið" er svo yfirþyrm-
andi hjá flestum að þeir óttast ekk-
ert meir en að hafa í frammi skoðan-
ir sem ekki hafa hlotið margfalda
viðurkenningu og stirhpla hefða og
hópa. Og ekki herðir skólakerfið
menn til slíks í neinum mæli eins og
eðlilegt væri að gera kröfu tii að það
gerði.
Að herða menn gegn mótlæti
Eitt af því sem skiptir miklu í að
efla nýsköpun er því að herða fólk
til baráttu af þessu tagi. Þó það sé
ekki algild regla að nýjungar mæti
mótbyr þá er það að sönnu ótækt
að góðar hugmyndir fari forgörðum
af þeirri ástæðu einni að eiga daufa
óg óharðnaða talsmenn sem bogna
og brotna eins og strá í vindi við
minnsta andbyr. Ellegar lyppast nið-
ur þegar þeir mæta skeytingarleysi.
Sá sem gerir ráð fyrir því frá upp-
hafi að nýjar hugmyndir geti mætt
andbyr og það stundum verulegum
er strax betur búinn til væntanlegrar
baráttu af þessari ástæðu einni. Hann
veit hvers er að vænta. Hann er líkur
manninum sem tekur með sér
regnkápu í ferðalag þegar hann veit
að rigningar er von. Þarf því ekki að
hrökklast til baka þegar það fer að
rigna. Segja má því að sá sem hefur
búið sig undir mótlæti hafi komið sér
upp andlegum regnfrakka. Hann tek-
ur því sem sjálfsögðum og óhjá-
kvæmilegum hlut og eykur því sigur-
líkur sínar til mikilla muna.
Alltaf á brattann að sækja
Það sem hér hefur verið sagt á
við um nánast alla kynningu á hug-
myndum sem eru nýjar fyrir þeim
hópum þar sem þær eru bomar fram
í fyrsta sinni. Andbyrinn er oft sá
sami hvort sem um er að ræða alger-
lega nýja hugsun eða hugmyndir sem
eru þaulprófaðar og alkunnar annars
staðar og hafa því einungis verið
fluttar milli staða, til að mynda úr
einu landi í annað. Margir átta sig
ekki á þessu og skilja ekki grund-
völl andstöðunnar. Oftar en ekki er
hann einber fáfræði og sá ótti sem
af henni sprettur. Ekki endilega
hagsmunir, samsæri eða rökstudd
og skotheld andmæli eins og margir
halda ósjálfrátt. Meginatriði er að
skilja þetta því að baráttan fyrir því
nýja er gerólík ef fengist er við fá-
fræði og ótta en ekki hagsmuni eða
rökrétt andmæli.
Fáfræði í felubúningi
Fáfræði leynir oft ótrúlega vel á
sér. Sá fáfróði vísar að sjálfsögðu
ekki til þess að hann sé óupplýstur
þegar hann heldur uppi andmælum
gegn því sem nýtt er eins og gefur
að skilja. Oft og kannski oftast gerir
hann sér sjálfur enga grein fyrir
skammsýni sinni og fákunnáttu.
Hann þyrlar því upp ryki sýndarand-
mæla sem oft reynast haldlítrll hé-
gómi þegar á hólminn er komið þótt
þau hafi allt yfirbragð raunsæis fyr-
ir mörgum meðan þau eru ekki ann-
að en stafir á prenti eða hjal að
tjaldabaki.
Nauðsyn á bættum árangri
Vilji íslendingar ná tökum á þeim
miklu þjóðfélagsbreytingum sem eru
að dynja á um þessar mundir verður
að herða mjög mikinn fjölda fólks
til að ná árangri í að beijast fyrir
nýjungum og koma þeim í fram-
kvæmd. Enn sem komið er eru þeir
sem fylla þennan hóp alltof fáir.
Engan skyldi furða á þessu því nán-
ast ekkert hefur verið gert markvisst
í því að koma viðeigandi boðskap og
þjálfun til skila.
Höfundur er yfirverkfræðingur
hjá Upplýsingaþjónustu Háskól-
ans.
R-listinn og Reykja-
víkurflugvöllur
ÓTRÚLEGA
óraunsæjar og fljót-
fæmislegar yfirlýs-
ingar af hálfu forystu-
manna R-listans varð-
andi mikilvæg málefni
hafa birst í’fjölmiðlum
að undanfömu.
Borgarstjóri vill selja
hlut okkar Reykvík-
inga í Landsvirkjun
og afhenda ríkisvald-
inu öll yfírráð á þeim
vettvangi og formað-
ur skipulagsnefndar,
Guðrún Ágústsdóttir
borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í R-
listanum, vill leggja
Reykjavíkurflugvöll niður og flytja
innanlandsflugið til Keflavíkur.
Afstaða Alþýðubandalagsins og
Kvennalistans til Reykjavíkurflug-
vallar hefur löngum verið kunn.
Borgarfulltrúar þessara flokka hafa
ávallt verið þeirrar skoðunar að
leggja eigi Reykjavíkurflugvöll nið-
ur, byggja nýjan flugvöll eða flytja
innanlandsflugið frá Reykjavík til
Keflavíkur. Þrír staðir komu á sínum
tíma til greina fyrir flugvöll í stað
Reykjavíkurflugvallar, þ. e. Álfta-
nes, Garðahraun og Kapelluhraun.
Enginn þessara staða kemur lengur
til greina, ýmist af skipulags- eða
veðurfarslegum ástæðum.
Innanlandsflugið
áfram í Reykjavík
Svo til allir sem um flugmál fjalla
eru sammála um það, að ekki komi
til greina að flytja innanlandsflugið
til Keflavíkur. Áuk þess gæti slfk
ákvörðun haft alvarleg áhrif á þá
miklu uppbyggingu sem orðið hefur
í fluginu á undanförnum áratugum
og er afar mikilvægur þáttur í sam-
göngum um landið.
Augljósir annmarkar eru á því
að starfrækja innan-
landsflugið frá Keflavík.
Samgöngur við höfuð-
borgina versnuðu veru-
lega og ferðatími frá og
til hinna ýmsu staða á
landinu lengdust í flest-
um tilvikum um helming.
Ferðalagið yrði óörugg-
ara og verra. Umferð á
Keflavíkurveginum ykist
mjög mikið en á veturna
er oft hættuástand á
veginum vegna hálku og
hvassviðris.
Ströngustu
öryggisreglum fylgt
Röksemdum gegn
starfrækslu Reykjavíkurflugvallar
eru aðallega þær að staðsetning
flugvallarins skapi hættu gagnvart
næsta umhverfi. Færustu sérfræð-
ingar hafa verið kallaðir til svo
Það eru verulegir hags-
munir fyrir Reykjavík,
segir Yilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, að flug-
völlur fyrir innanlands-
flug verði þar áfram.
hægt væri að meta þessa hættu en
engir staðlar eru til að meta hana.
Hinsvegar er Ijóst, að við skipulagn-
ingu á flugvellinum hefur í megin-
atriðum verið fylgt ströngustu ör-
yggisreglum, sem Alþjóðaflugmála-
stofnunin (ICAO) hefur sett fram
um gerð flugvalla fyrir mismunandi
gerðir flugvéla.
Á þeim u.þ.b. 55 árum, sem
Reykjavíkurflugvöllur hefur verið
starfræktur, hafa orðið fá slys við -
flugvöllinn, en engar skýrslur eru
til um að slys hafi orðið á fólki fyr- -
ir utan flugvallarsvæðið frá árinu
1946 vegna flugumferðar á Reykja-
víkui-flugvelli, en þá var flugvöllur-
inn ásamt mannvirkjum afhentur
íslendingum til eignar og fullra
umráða. Sannleikurinn er ennfrem-
ur sá, að Reykjavíkurflugvöllur er
betur settur en flestir flugvellir við
aðrar höfuðborgir vegna þess að við
flugtak og lendingar er aðeins ör-
stutt flug yfír byggð. Víða annars-
staðar þurfa flugvélar að fljúga
langa leið yfir byggð svæði við lend-
ingar og eftir flugtak.
Verulegir hagsmunir
fyrir Reykjavík
Ljóst er, að það eru verulegir
hagsmunir fyrir Reykjavík að flug-
völlur fyrir innanlandsflug verði
áfram í Reykjavík og reyndar engu
síðri hagsmunir fyrir íbúa utan höf-
uðborgarinnar, sem þurfa að treysta
á flugið sem helsta samgöngumát-
ann. Mörg hundruð manns vinna
við rekstur flugvallarins, flugrekst-
ur og flugþjónustu og fjölmörg önn-
ur störf tengjast beint eða óbeint
starfrækslu flugvallarins. Árlega
nota nímlega 300 þús. manns flug-
ferðir, er byija eða enda á Reykja-
víkurflugvelli.
Það hefði vafalaust afdrifaríkar
afleiðingar fyrir atvinnulífið í
Reykjavík, ef flugvöllurinn yrði ekki
áfram í borginni. Því má heldur
ekki gleyma, að Reykjavík gegnir
því hlutverki að vera miðstöð sam-
gangna landsins og aðalvettvangur
stjómsýslu og margs konar þjón-
ustu. Staðsetning flugvallar, sem
þjónar innanlandsflugi, hefur í þessu
sambandi mikla þýðingu fyrir höf-
uðborgina.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
OPNUM ( DAG!
OPNUM I DAG!
nýjung við Suðurlandsbraut 12
Við bjóðwn upp á spennandi nýjan matseðil með
ekta thailenskum mat.
Opnunartilboð:
Réttur að eigin vali 390 kr.
Suðurlandsbraut 12 s. 586 7045 Laugavegi 64 s. 552 7045