Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 34

Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 34
34 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vanvirðing' Alþingis við þjóðina HRÁSKINNSLEIKUR Alþingis varðandi kaup og kjör alþingis- manns hefur sýnt landsmönnum að vinnureglur Aiþingis geta kallað á .stórslys. Sjálfum finnst mér ákvörð- unin um 40.000 króna kauphækkun alþingismanna ekki vera aðalmáiið, heldur hvernig staðið var að laga- setningunni sem leyfir forsætis- nefnd Alþingis að taka slíka ákvörð- un. Það sem almenningur hefur orð- ið vitni að er einkennin af meinsemd sem grafíð hefur um sig á Alþingi. Meinsemdin sjálf er vinnubrögð Al- þingis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einkennin birtast og þau eiga eftir gera það oftar, breyti Alþingi ekki vinnubrögðum sínum. Skoðum hvað átt er við: Lagt er fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað. Frumvarpið er þingtek- ið, keyrt í gegnum þrjár umræður á þingi, af- ■ greitt til þingnefndar þess á milli og að lokum fer fram atkvæða- greiðsla, þar sem breytingarnar eru sam- þýkktar. Allt er þetta gert á fjórum klst. (samkvæmt frétt í Morgunblaðinu). Á haustmánuðum ákveð- ur forsætisnefnd Al- þingis 40.000 kr. kaup- auka til þingmanna á grundvelli laganna. Þá fer allt í bál og brand. Við getum komið með alls konar yfírlýsingar um forkastanleg vinnu- brögð forsætisnefndar, að Alþingis- menn séu að læðupokast með laga- setningu um eigin kjor og sjálftöku Iauna langt fram yfir það sem aðrir hafa fengið. í sjálfu sér er þingfar- arkaup ekki hátt miðað við þá .ábyrgð sem þingmenn eiga að rísa undir, þó það sé umdeilanlegt. Það sem mér fínnst forkastanlegt eru starfshættir þingsins. Allt annað er afleiðing af þeim. Því miður viðhefur Alþingi of oft vinnubrögð, sem eru hvorki því né þjóðinni samboðin. Þar er ég að tala um þingfundi langt fram eftir „ nóttu í kapphlaupinu við að ljúka þingstörfum á eins stuttum tíma og <hægt er. Síðustu dagana fyrir jól og fyrir frestun þings á vorin er Sins og þingmenn séu í akkorði. Iarkmiðið virðist vera að komast sem fyrst heim til sín í frí! Afleiðing 'af þessum vinnubrögðum eru alls konar villur og mistök sem eiga sér stað við lagasetningu. (Nokkuð sem er ekki líðandi.) Það er eins og þing- menn hafí ekki tíma til að sinna starfi sínu. Meðal annarra orða, getur verið að það sé ekki fullt starf að vera alþingismaður? A.m.k. eru alltof mörg dæmi um það að þingmenn sinni öðrum störfum með þing- mennsku. Og sum störfin eru sko engin hlutastörf. Þingmenn hafa samhliða þingmennsku gegnt fram- kvæmdastjórn fyrirtækja, for- mennsku í launþegasamtökum, að ég tali ekki um að vera ráðherra. Hvert er vandamálið? Ofangreind dæmi eru angi af mun stærra vandamáli, sem snertir vinnubrögð Alþingis almennt. Áður , en hægt er að koma með lausnir Marinó G. Njálsson verður að skilgreina vandamálið nánar. Eftirtalin atriði hljóta að vera þar ofarlega: • Þingstörfum er hraðað eins og kostur er til að þingmenn komist heim til sín. Það er meðal annars gert með fundutn fram á morgun dag eftir dag. • Þingmenn eru í mörgum störfum og hafa ekki tíma til að sinna þingmennsku sem skyldi. • Lagabreytingum er hraðað í gegnum þing án þess að tryggð sé málefnaleg umræða. • Lög eru ekki nógu skýr og gefa framkvæmdavaldinu of frjálsar hendur um túlkun við útgáfu reglugerða. • Lögum, sem samþykkt eru á Alþingi að kvöldi, er ætlað að taka gildi að morgni. Oft er það óframkvæmanlegt eða illframkvæmanlegt af tæknilegum ástæðum. Hægt væri að halda áfram, en ætli þetta dugi ekki. Hvað er til ráða? Vissulega er af- mörkun sú, sem hér er sett fram, hvorki ná- kvæm né fullnægjandi og bera lausnimar þess vott. Auk þess hef ég ekki öll hugtök á hreinu og gæti því ruglað þeim saman, en ég vona að hugmyndir mínar komist í gegn. í fyrsta lagi þarf að afnema þessi auknu sumar- og jólafrí þingmanna. Það er fyllilega viðurkennt að þing- menn þurfa að eiga samskipti við kjósendur sína, en það má einnig gera með því að tryggja þingmönn- Vinnubrögð Alþingis, segir Marinó G. Njáls- son, eru hvorki því né þjóðinni samboðin. um hálfa til eina viku í mánuði til að sinna kjördæmum sínum. Það eru engin rök sem segja að þingmenn þurfí lengra jóla- eða sumarfrí en aðnr launþegar í landinu. í öðru lagi þarf að breyta reglum um þingsköp þannig að Alþingi sé gert skylt að hlíta lögum um hvíld- artíma. Settar verði hömlur á lengd þingfunda (t.d. fjórir tímar) og þar með taka fyrir næturfundi. Óheimilt verði að taka sama frumvarpið til fleiri en einnar umræðu á sama deg- inum nema brýna nauðsyn beri til (þröngt skilgreint). Það er nauðsyn- legt fyrir alþingismenn að hvíla sig á umræðuefni, t.d. til að fínna rök- villur í framsetningu, fínna ágrein- ingsefni sem nauðsynlegt er að taka á og kanna undirtektir almennings á umdeildum frumvarpstextum. í þriðja lagi verða þingmenn að sjá sóma sinn í því að láta allar ákvarðanir um starfskjör sín (laun, kostnaðargreiðslur, dagpeninga og fleira) í hendur kjaradóms eða ann- ars aðila utan þingsins. Með þessu eru þingmenn og Alþingi hafin yfir allan efa um eiginhagsmunarekstur. í fjórða lagi þarf að setja lög um það að lög sem breyta stórlega (skil- greina þarf hvað telst „stórlega") réttindum landsmanna/lögaðila geti ekki tekið gildi fyrr en einum til sex mánuðum eftir að forseti íslands hefur staðfest lögin. T.d. verði að afgreiða frumvarp til fjárlaga (og lagabreytingar sem þeim fylgja) í síðasta lagi 30. nóvember ár hvert. Þetta þarfnast að sjálfsögðu nánari útfærslu. Setja þarf ákvæði um neyðarrétt • (þröngt skilgreint) sem heimilar að lög taki gildi um leið og forseti hefur staðfest þau. í fímmta lagi þarf að gera þá sjálf- sögðu kröfu til þingmanna að þeir séu ekki í fullu starfí hjá öðrum aðila samhliða þingstörfum. Treysti þingmenn sér ekki til að hlíta slíku skilyrði þá glati þeir rétti sínum til þingsetu og varamaður taki sæti þeirra. Vissulega er þörf á því að þingmenn hafí góð tengsl við aðila utan Alþingis, en eftir að frambjóð- endur hafa verið kosnir inn á þing eru þeir í vinnu fyrir þjóðina en ekki hagsmunaaðila. Raunar tilgreina ákvæði stjómsýslulaga að einstakl- ingur geti ekki tekið þátt í ákvörðun- artöku sem tengjast hagsmunum hans of mikið. Slíkar reglur eiga, þar sem hægt er að koma því við, að gilda um þingmenn einnig. (Þetta þarf að skilgreina nánar.) Einnig má færa rök fyrir því að ef þing- mennska er ekki umfangsmeira starf en raun ber vitni, væri hægt að fækka þingmönnum og hafa þá í fullu starfí! í sjötta lagi þarf að tryggja að framkvæmdavaldið geti ekki snið- gengið vilja löggjafavaldsins við útgáfu reglugerða eða hindri fram- gang laga með því að draga úr hömlum að gefa út reglugerðir sem eru' nauðsynlegar til þess að lög geti í raun tekið gildi. I sjöunda lagi er nauðsynlegt að greina betur milli löggjafavalds og framkvæmdavalds. Eins og staða mála er í dag er vart hægt að tala um þrískiptingu valdsins. Löggjaf- arvaldið og framkvæmdavaldið eru að hluta til einn og sami aðilinn. Hægt er að draga í efa að hér sé í reynd þingræði. Nær væri að tala um flokksræði. Þingmenn eru með fáum undantekningum mjög hallir undir flokkinn sem stofnun. Ákvörð- un flokksins (oft flokksformannsins) er það sem gildir. Þess fyrir utan gegnir einn flokksformaður stöðu forsætisráðherra, þannig að þing- menn stjórnarflokka hlíta í raun framkvæmdavaldinu. Vissulega taka ýmis stefnumál ríkisstjórna breytingum í meðferðum þing- flokka, en aðskilnaður löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds verð- ur í sumum tilfellum óskýrari fyrir vikið. Þetta atriði kallar á grundvall- arbreytingu á stjórnskipan lýðveld- isins og þar með stjómarskrárbreyt- ingu. Framkvæma má þessa breyt- ingu í nokkrum skrefum og væri fyrsta skrefíð að varamenn taki sæti ráðherra á þingi. Þetta þarf ekki að kalla á aukin útgjöld, því samhliða þessu væri hægt að fækka þingmönnum um tíu. Höfundur er kennari og skipu- lagsstjóri við Iðnskólann í Reykja- vík. ISLENSKT MAL MIKILS virði er að fá vinsam- leg Og vönduð bréf, þar sem mál eru krufín til mergjar. Hér er eitt slíkt, frá Jónu Rúnu Kvaran, og leyfí ég mér að birta það nær allt orðrétt: „í pistli þínum 30. september síðastliðinn var orðið áhlaupa- sveit til umfjöllunar. Einhver hafði stungið uppá því að nota það orð í stað orðsins hraðsveit yfír hugtakið Rapid Deploy- ment Force. Guðmundur Hrafn Brynjólfsson gerði athugasemd við þessa niðurstöðu mála í 816. pistli þínum. Hann stakk uppá að mögulega mætti nota yfír fy’r- irbærið orðið viðlagasveit eða við- bragðssveit en honum þótti þau orð heldur stirð en þó heppilegri en hin. Mér aftur á móti datt í hug í kjölfar þessarar uppástungu hans orðið skyndisveit yfír sama fyrirbæri. Eins datt mér í hug orðið snöggsveit. Síðara orðið fylgir kannski ekki alveg hefð- bundnum málvenjum, en engu að síður þótti mér það koma til álita. Bæði þessi orð eru óneitan- lega undir nokkrum áhrifum af orðunum sem þegar hafa komið til greina fram að þessu. Eg bar bæði þessi orð undir BaldUr Jónsson, þann ágæta málsnilling og orðsmið, eins og ég geri iðulega ef ég óttast óná- kvæmni í orðsmíðum mínum varðandi hugsunina sem veldur því að orðið verður til. Honum þótti bæði orðin boðleg, en orðið skyndisveit álitlegra. Hann benti þó á að bæði orðin gætu gengið yfír áðurnefnt fyrirbæri ef að þannig vildi til. Baldur gerði betur en að benda mér á kosti og galla orðanna. í sam- tali okkar Baldurs datt honum umhugsunarlítið í hug orðið skjótsveit yfír sama fyrirbæri. Eg læt það fylgja með mínum orðum sökum þess að ég tel Baldur vera mér fremri í orð- smíðunum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 822. þáttur Til gamans má geta þess að okkur Baldri datt báðum í hug, yfir sama fyrirbæri, orðið fljót- sveit. Mér hafði dottið það í hug um leið og hin tvö en hafði hafn- að því. Baldri datt þetta sama orð í hug á meðan við töluðum saman útaf orðunum mínum snöggsveit og skyndisveit en lagði ekkert sérstakt mat á gildi þessa nýyrðis. Það sem gerist síðan í fram- haldi af því, að ég kveð Baldur, er að mér dettur í hug orðið bráðasveit sem mögulega er öllu heppilegra orð yfir Rapid Deployment Force en öll hin. Þetta orð er einfalt og gagn- sætt. Vinur minn einn, sem er framúrskarandi enskumaður og góður íslenskumaður, hefur staðfest þennan grun minn. Hann eins og ég álítur að með þessu orði séum við komin með öllu nákvæmara og gagnsærra orð, yfir þessa sérstöku sérsveit, en hin orðin eru þó frambærileg séu. Orðið bráðasveit er því það orð sem ég sting upp á að verði notað yfír þessa sveit á íslensku. Vonandi getur þetta innlegg komið að einhverjum notum. Ef að orðið bráðasVeit er heppilegt að þínu mati og lesenda yfir áðurnefnt hugtak, þá má nota hin orðin yfir einhver önnur fyr- irbæri. Hugsanlega skyld eða óskyld þar sem verið er að flokka sérstakar sérsveitir, úr öðrum tungumálum, eftir notagildi þeirra og markmiðum. Ég þakka þér fyrir frábæra þætti og vona að þeir haldi áfram að birtast í blaðinu um ókomna framtíð.“ Vilfríður vestan kvað: Winnie Santander hin velska vissi ekki hvað var að elska, uns í fjósið hún fór með Friðriki Þór; hann var fræðari af guðs náð, þessi elska. Sögnin að lykja er veik (2. flokkur, jð-beyging): lykja - lukti - lukt. Þessi sögn er helst notuð í námunda við um, og getum við sagt hvort heldur sem er: Fjöllin lykja um dalinn, eða: Dalurinn er umluktur fjöllum. Ég geri ráð fyrir að segja megi, að Island sé umlukt sæ. Ég vek athygli á þessari beyg- ingu sagnarinnar, því að margir virðast álíta hana sterka og segja þá að eitthvað sé „umluk- ið“ eða þess háttar. Reyndar ættu menn fremur að segja *um- lokið, ef þeir á annað borð vilja hafa sögnina sterka, en hún er það ekki. í alkunnum danslaga- texta, sem mér þykir að ýmsu ógóður, er þó sögnin rétt beygð og sagt umlukt, og fyrir það fær textahöfundur plús. Nú er hæg- urinn hjá að forðast skekkjur með því að fletta upp í Orðastað Jóns Hilmars. Þar er skýrum stöfum auðvitað tilfært rétt dæmi um notkun sagnarinnar. Þessu til frekari staðfestingar greini ég orð látins sveitunga míns sem stundum var bæði ýkinn og gamansamur, en skeik- aði ekki orðheppni. Hann sagði frá félaga sínum sem átti að hafa sprænt yfír Vallakirkju: „Hann lagði það lukt yfir mænir- inn.“ Sagan er betri með þeirri beygingu á orðinu mænir sem fram kom, en nú er andæft. Halldór Briem taldi þó í sinni málfræði ekkert athugavert við beyginguna með stofnlægu r-i. Og það hlýt ég að viðurkenna, að myndarlegri eru fleirtölu- myndirnar mænirar og drellir- ar en mænar og drellar. Hlymrekur handan kvað: Var þetta þá allt saman eintómt blöff? Var enginn í landinu nógu töff? Er allt farið á haus? Er fjandinn þá laus? Eða fundu þeir Joks Boris Goodenough? Byiting í haráthmm viá hnikkurnar! Melibiose Á augu: Eye Contour Á andlit: Light Texture og Enrich Texture. ÍITSÖLIISTAÐIR: Akranes Apótek. Akure>Tar Apótek, Apótek Austurbæjar. Apótek Austuriands. Árbæjar Apótek. Blönduós Apóték. Borgar Apótek. Borgames Apótek, Breiöliolts Apótek. Garöabæjar Apótek, Grafarvogs Apólek. Ilóaleltls Apótek. Hafnar Apótek Höfn. ilafnarflaröar Apótek. Heba Sigluflröl. Ilolts Apótek, llrauubergs Apólek, Húsavíkur Apótek, llygea Reykjavíkur Apótekl. löunnar Apótek. Ingólfs Apótek. ísafjaröar Apótek. Keflavíkur Apótek, Kópavogs Apótek. Laugamesapótek, Ifyfsala Hólmavíkur. Lyfsala Vopnafjaröar. I-yfsalan Stöövarfiröi. Mosfells Apótek, Nesapótek Eskifíröi. Nesapótek Neskaupstaö. Nes Apótek Seltjamam., Noröurbæjar Apótek, Ólafsvíkur Apótek. Sauöárkróks Apótek. Selfoss Apótek. Stykkíshólms Apótck, Vestmannaeyja Apótek. Vesturbæ|ar Apótck. RpC LACðMRKSOFNÞEMI ENCINILMEFNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.