Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 35

Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 35 AÐSENDAR GREINAR Athugasemdir við fullyrðing- ar Þórarins V. Þórarinssonar Gunnlaugur Kr. Gunnlaugsson UM FATT hefur verið meira rætt und- anfarið en launamál æðstu embættis- manna ríkisins, þing- manna og ráðherra, skattfrfðindi þeirra og hlunnindi, og sýnist sitt hverjum. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdarstjóri VSÍ, hefur ekki legið á skoðunum sínum frek- ar en venjulega og stutt niðurstöður kjaradóms fullum fet- um. Það, að Þórarinn styðji launahækkanir þingmanna, kemur mér ekkert á óvart heldur þau rök sem hann notar máli sínu til stuðn- ings. Ekki einu sinni heldur oft mið- ar Þórarinn laun þingmanna við laun flugfreyja og flugþjóna sem sam- kvæmt orðum Þórarins knúðu fram 80% launahækkun með verkfallsað- gerðum í síðustu kjarasamningum og hafa mun hærri laun en þing- menn (DV 16.10. 1995). í umræðu- þættinum Almannrómi á Stöð 2 (5. 10.1995) skammaði Þórarinn verka- lýðshreyfinguna fyrir að hafa staðið með flugfreyjum og flugþjónum í aðgerðum þeirra og stutt launakröf- ur upp á 60%. Þarna munar nú ekki nema 20% í málflutningi Þórarins — en hveiju skiptir það ef tilgangurinn helgar meðalið! En hver er tilgangur- inn? Fyrir leikmann eins og mig er hann augljós. Að gera verkalýðs- hreyfinguna tortiyggilega í augum almennings og ekki síður að fá al- menning til að trúa því að flugfreyjur og flugþjónar séu hálaunastétt sem beri að virða að vettugi og síst af öllu að semja við enda stóðu samn- ingaviðræður milli Flugfreyjufélags íslands (FFÍ) og VSÍ yfir í rúm tvö ár. Stuðningur verkalýðsfélaga Hið sanna er að verkalýðsfélögin, þ.e. ASÍ, VR, Dagsbrún o.fl., studdu aldrei launakröfur flugfreyja og flugþjóna og kynntu sér aldrei þær kröfur og það veit Þórarinn mæta vel. Verkalýðsfélögin studdu hins vegar við bakið á litlu stéttarfélagi, þ.e. FFÍ, sem VSÍ ætlaði að ganga af dauðu. Það voru aðferðir VSÍ sem kölluðu fram hörð viðbrögð flestra stéttarfélaga á íslandi enda sögðu þrautreyndir samningamenn að þeir hefðu ekki séð slíkar aðfarir í ára- tugi. Það fóru fleiri stéttarfélög í löglega boðuð verkföll en hvergi var þeim mætt af öðrum eins hroka og verkfalli flugfreyja og flugþjóna. Það að láta ófélagsbundna „yfirmenn" Flugleiða ganga í störf flugfreyja og flugþjóna á meðan verkfallið stóð var ekki „fullkomnlega löglegt“ þótt Þórarinn segi svo. Þar voru lögfræð- ingar ASÍ á öðru máli og þess vegna studdu þeir okkur. Stuðningur verkalýðsfélaganna sýndi sig einnig þegar VSÍ reyndi með öllum ráðum að stöðva verk- fallsvörslu FFÍ á Reykja- víkurflugvelli. Þar var öllum brögðum beitt. Lögfræðingar VSÍ gengu um flugstöðina, fóru mikinn og reyndu árangurslaust að fá far- þega til að kæra FFÍ. Loftferðaeftirlitinu var sigað á verkfallsverði og að síðustu lögreglunni en eins og vitað er má lögreglan ekki hafa af- skipti af löglegri verk- fallsvörslu. Rétt er að taka fram að samskipti lögreglu og verkfallsvarða voru í alla staði vin- samleg. Fullyrðingar Þórarins í fyrr- nefndum umræðuþætti á Stöð tvö eru því rangar og honum ber að leið- rétta þær. Hafa skal það er sannara reynist Hvað varðar fullyrðingar Þórarins um 80% kauphækkunarkröfur flug- freyja og flugþjóna er rétt að eftir- farandi komi fram. Eins og fyrr _seg- ir stóðu samningaviðræður FFf og VSÍ yfir í rúm tvö ár. Viðræður fyrra árið snerust fýrst og fremst um óraunhæfan niðurskurð á launum flugfreyja og flugþjóna. Þegar samningur ASÍ og VSÍ lá fyrir var hann samþykktur af hálfu FFÍ. Eft- ir voru þá sérkröfur um aukið vaktaálag, tilfærslur á frídögum og hið margumrædda eftirlaunamál. Öllum sérkröfum FFÍ var hafnað sem endranær en loks náðist sam- komulag um eftirlaunamálið. Flug- freyjur og flugþjónar tóku á sig aukna vinnu á jörðu niðri og með því náðist fram sparnaður fyrir Flug- leiðir. Þessum spamaði var skipt bróðurlega og fer hlutur flugfreyja og flugþjóna inn á eftirlaunareikn- inga. Þetta kallast hlutdeild í spam- aði. Einnig var samið um breytt fyr- irkomulag á hlutastörfum og þau gerð opnari. Hvernig Þórarni tekst að fá út úr þessu 60-80% launa- hækkun skil ég ekki og er ekki einn um það! Til fróðleiks má geta þess Allir velkomnir í oöruvisi skólu Alllr eru elnstaklr! í Norræna húsinu um helgina. að hjá ríkissáttasemjara var farið fram á það við VSÍ að reiknings- meistarar beggja aðila færu yfir útreikinga á kröfum en VSÍ hafnaði þeirri beiðni. Hvað er verið að bera saman? Laun flugfreyja og flugþjóna eru ekki í líkingu við laun þingmanna — svo mikið veit ég. Ég tel óraunhæft að bera saman á þennan hátt laun ríkisstarfsmanna sem þiggja laun frá skattgreiðendum og laun starfs- manna hjá einkafyrirtæki sem er í blómlegum rekstri. Hagnaður einka- fyrirtækis á í sem mestum mæli að skila sér til starfsmanna og þannig áfram inn í samneyslu þjóðfélagsins með sköttum þeirra. Flugfreyjur og flugþjónar skila vinnuveitanda sín- Hagnaður einkafyrir- tækis, segir Gunn- laugnr Kr. Gunn- laugsson, á í sem mestum mæli að skila sér til starfsmanna. um um 200 klst. á mánuði allt árið og á öllum tímum sólarhringsins og ættu að þiggja laun samkvæmt því. Að lokum Að lokum er rétt að það komi fram að verkfall FFÍ var ekki ein- göngu boðað til að þrýsta á um kröf- ur heldur ejnnig til að ná samninga- nefnd VSÍ að samningaborðinu. Samninganefnd FFÍ var orðin lang- þreytt á sumarleyfum, páskafríum, jólafríum, helgarfríum og kvöldfr- íum samningamanna VSI. Flugfreyjur og flugþjónar eru ein af mörgum harðduglegum starfs- stéttum sem vinná að ferðamálum á íslandi og eiga á engan hátt skilið þá ömurlegu umræðu sem á sér stað þegar samningaviðræður standa yfír og löngu eftir að þeim lýkur. Allar starfsstéttir verða að vinna ötullega að sínum málum og þegar þokast í rétta átt ætti það að verða öðrum gleðiefni og til fyrirmyndar en ekki öfundar og illsku. Ef til vill ná flug- freyjur og flugþjónar því einhvern tímann að verða hálaunastétt og væri það hið besta mál! Undirskrift Þórarins prýðir síðasta samning FFÍ og hann samþykkti samninginn fyrir hönd VSÍ. Það eru því vinsamleg tilmæli til Þórarins að hann vandi betur málflutning sinn og rökstyðji fullyrðingar sínar eins og manni í hans stöðu sæmir. Flugfreyjur og flugþjónar óska eftir því að hann haldi sig við staðreyndir varðandi kjaramál þeirra í fjölmiðlum. Höfundur er flugþjónn. CKotce cr|j Ckamplonó® loose fit“ hettupeysur LITIR: Dökkblátt Vínrautt Grátt Dökkgrænt Þykk og mjúk bómull kr. 2.990 Ckotce ol, CkomptonA* joggingbuxur kr. 2.690 Hamraborg 20A, sími 564 1000 = j • i s • • n á eldhúsið á stofiina áliaðheiiieigið áinnréttíngaroghúsgögn ískraut á panel á glugga og hurðir HÚSASMIÐJAN sem þúsimd litatóna auðveld í notkun áferðarfalleg slitþolin og auðþrifin akrflmálning og lakk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.