Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR * Hvemig em vinnuaðstæður þínar við tölvuna? Hulda Olafsdóttir úr faghópi um vinnuvemd skrifar um vinnu við tölvur. Sjúkra- þjálfarinn segir . . . Vinna við tölvur UNDANFARNAR þijár vikur hafa birst í blaðinu greinar um vinnuvernd skrifaðar af sjúkra- þjálfurum í faghópi um vinnu- vemd. Þessi grein, sem er sú síðasta í þessum flokki, Qallar um vinnu við tölvu. Áhrif vinnuaðstöðu á líðan Það er allt of algengt að á vinnustöð- um, sem hafa fullkominn tölvubúnað og bestu fáanleg forrit, gleymist að huga að vinnuaðstæðum starfsmanna. Hvar eru skjárinn, hnappaborðið, músin og vinnuskjölin staðsett? Er hægt að sitja í þægilegri vinnustellingu við tölvuna? Vinnuaðstaðan er víða ófullnægjandi þar sem rými við tölvuna er of lítið eða illa nýtt. Algeng uppsetning á tölvu er að hnappaborðið er fellt niður í borðplötuna á skrifborði eða sett á útdraganlega plötu undir borðinu. Það gleymist hins vegar oft að hugsa fyrir staðsetningu músarinn- ar og lendir hún því oft fyrir ofan/aftan Slæm vinnustelling veldur þreytu. Staðsetjið skjáinn þannig að ekki glampi á hann. hnappaborðið eða til hliðar í töluverðri fjarlægð frá starfs- manninum. Þetta veldur stöð- ugri vöðvaspennu í öxlum starfsmannsins sem með tím- anum getur orsakað óþægindi frá öxlum, olnbogum og/eða úlnliðum vegna ofálags. Þessi óþægindi eru stundum nefnd „músaveiki" og virðist vera vaxandi vandamál víða í heiminum. Til þess að fyrir- byggja slík óþægindi þarf að athuga bæði vinnuaðstæður og vinnuskipulag. Reglur Hulda Ólafsdóttir Reglur um skjávinnu voru samþykktar af félagsmálaráðherra í sept- ember 1994. Þar er fjallað um hvaða lág- markskröfur eru gerðar til vinnustaða þar sem unnið er við tölvur að staðaldri. í viðauka reglnanna kemur fram hvaða kröfur eru gerðar til búnaðar, umhverfis og aðlögunar starfsmanns og búnaðar. I nýjum bæklingi Vinnueftirlits ríkisins, Vinna við tölvu, er fjallað um ýmis atriði sem hafa áhrif á starfs- umhverfið þar sem unnið er við tölvur og bent á lausnir til úrbóta. Góð vinnuaðstaða Við erum öll ólík, með mis- munandi líkamsbyggingu og því ólíkar þarfir til vinnuað- stöðu eins og fjallað var um í fyrstu greininni í þessum greinaflokki, þann 21. okt. sl.: „Hönnun starfsumhverf- is.“ Þar sem hægt er að að- laga búnað og starfsumhverfi að starfs- fólki er vinnuaðstaða góð. Við skipulag vinnuaðstöðu við tölvu þarf að huga að eftirfarandi atriðum; hæð skjásins, stað- setningu hnappaborðs og músar, lýsingu, rými fyrir vinnuskjöl, og vinnustól, svo eitthvað sé nefnt. Hæð skjásins þarf að vera þannig að hægt sé að horfa á hann án þess að lúta höfði svo einhveiju nemi. Hnappaborð á að vera hægt að nota með slakar axlir. Músin á að vera staðsett við hlið hnappa- borðs. Gott er að hafa músina vinstra megin, óháð því hvort starfsmaður er rétt- hentur eða ekki. Ef músin er hægra meg- in er hún fjær starsfmanni vegna tölu- stafa og annarra hnappa sem staðsettir eru á hægri hluta hnattaborðsins. Borð- rými fýrir hnappaborð og mús skal vera það mikið að hægt sé að hvíla hendur á borðplötunni fyrir framan eða á sérstökum púðum sem hægt er að setja fyrir framan hnappaborð og mús til stuðnings fyrir hendur. Einnig skal vera nægt iými fyrir vinnuskjöl sem best er að hafa á þar til gerðum skjalahöldurum. Lýsingu þarf að vanda þegar vinnusvæði er skipulagt. Lýsing eða birta frá gluggum má ekki endurkastast í skjánum. I sumum tilfellum þarf sérlýsingu til lesturs vinnuskjala. Það er nauðsynlegt að sitja á góðum vinnustól þar sem hægt er að stilla hæð og halla setu og baks. Þeir sem þurfa eiga rétt á fótskemlum við vinnu við tölvu. Skjásíur eru ekki nefndar í umræddum reglum en það getur verið kostur að nota þær ef þær auðvelda aflestur á skjánum og draga úr glampa. Þær geta einnig dregið úr raf- sviði ef þær eru jarðtengdar. Vinnuskipulag - fjölbreytni Það er mikils um vert að hafa sem mesta fjölbreytni í starfi þannig að ekki sé setið við tölvuna allan daginn. Með góðum vilja er oftast hægt að skipuleggja störfin þannig að sami starfsmaður hafi ólík verkefni. Aukin fjölbreytni er líkleg til að draga úr álagseinkennum starfs- manna. Vinnuvernd borgar sig Starfsmenn og atvinnurekendur ættu að taka höndum saman um að efla vinnu- vernd innan fyrirtækjanna og vinna saman að markvissum úrbótum þar sem þess gerist þörf. Þar sem starfsmönnum líður vel minnka fjarvistir og afköst áukast. Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Vinnueftir- liti ríkisins NYJAR LUXUSIBUÐIR A NONHÆÐ KOPAVOGS Sölusýning laugardag og sunnudag - Opið milli kl. 14 og 16 Arnarsmóri 20 Allar íbúðir meb óvenju íburóarmiklum og vönduóum mahóni-innréttingum. 6 íbúöa hús IBUÐIR AFHENDAST . FULLBUNAR EN ÁN GÓLFEFNA IBaðherbergi með fallegum flísum. Sérþvottaherbergi. Stórar svalir eða sólverönd. Húsin eru fullfrógengin að utan. Fullfrógengnar lóðir ásamt malbikuðum bílastæðum. BYGGINGAFELAG GYLFA & GUNNABS BORGARTÚNI 31, SÍMI 562 2991 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA < Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250. Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl. Dagur harmonikunn- ar á morgun HARMONIKUFÉLAG íslands stendur fyrir ijölskylduskemmtun í Danshúsinu í Glæsibæ við Álfheima nk. sunnudag 12. nóvember kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýms- um áttum og flytjendur eru á öllum aldri. Fram koma m.a. Oddur Þ. Jóakimsson, 9 ára, Marinó Sigurðs- son, tríóið Bláu augun, tríó GG, kvintett SS, Léttsveit Harmoniku- félags Reykjavíkur o.fl. Eftir kaffihlé gefst gestum kost- ur á að stíga léttan dans undir harmonikutónlist Léttsveitar LR og fleiri spilara. Fjölskylduskemmtun Harmon- ikufélags Reykjavíkur verður síðan haldin í Danshúsinu í Glæsibæ ann- an hvern sunnudag á sama tíma fram til 10. desember. ♦ ♦ ♦ ■ FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Djúpið á Isafirði á sex ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verð- ur haldið hátíðarhóf laugardaginn 11. nóvember. Tekið verður á móti gestum milli kl. 13 og 16. Blab allra landsmanna! -kjarnimálsins! AHir velkomnir í ööruvísi skóla Lýðskóli er Ifkilllnn í Norræna húsinu um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.