Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 39

Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 39 . manns var um margt óvenjulegt. Hann vann við iðn sína framan af í almennu múrverki og var eftirsótt- ur til vinnu ásamt Guðlaugi bróður sínum. Á seinni stríðsárunum fór Marteinn að húða hús með skel, íslensku kvarsi og hrafntinnu sem var algengt um þær mundir. Eftir stríðið þegar opnaðist fyrir innflutn- ing flytur hann efni inn frá Noregi og Ítalíu sem hann notaði í utanhús- setningu, og var með menn í vinnu við þau verk. Þá fór Marteinn til Danmerkur og kynnti sér þar ter- rasso-lagnir. Fékk hann danskan múrara sem var hér um tíma til að hjálpa sér við fyrrnefndar lagn- ir. Síðan en ekki síst fluttist hingað ítölsk fjölskylda fyrir hans atbeina og settist hér að til að vinna við terrasso-lagnir. Walter Jónsson sem er afkomandi þessarar fjölskyldu var í miklu uppáhaldi hjá Marteini. Má um Martein segja, að hann hafi verið á undan sinni samtíð hvað snertir utanhússetningu og terrasso-lagnir. Snemma fékk Marteinn áhuga á að vinna úr steinum og grjóti. List-’ rænir hæfileikar hans sem þroskuð- ust með tímanum nutu sín sannar- lega við þessa vinnu. Hann vann steina eins og trésmiður vinnur við, hann gat sagað steina í örþunnar flísar sem hann notaði til dæmis í ljósker. Mig langar að vitna í orð séra Sigurðar Pálssonar við kistu- lagningu Marteins, en þar nefnir hann að úr þessu harða og erfiða efni hafi hann búið til fegurð og mjúkar línur og þar með skapað hlýju. Fór svo þegar árin liðu að hann helgaði sig eingöngu þessu hugðarefni sínu. Var hann mjög eftirsóttur til að hlaða steinveggi innanhúss sem utan og arna, sem hann er ef til vill þekktastur fyrir. Sjá má verk hans víða um land, hjá dætrum hans, á Þingvöllum og við Geysi í Haukadal og er þá fátt upptalið. Síðustu árin, þegar þrekið fór að dvína, fékkst hann við að skapa ýmis „minni“ listaverk úr gijóti. Bera þar hæst steinborð af ýmsu tagi, lítil og stór. I tengslum við alla þessa vinnu þurfti auðvitað mikið af allskonar efni. Því fylgdu mikil ferðalög víðs- vegar um landið. Með honum í þess- um ferðum var gjarnan dóttursonur hans, Marteinn Sveinsson, sem var honum til mikillar hjálpar. Að öðr- um ólöstuðum var Gísli bóndi Sigur- bergsson frá Svínafelli í Nesjum honum mest innan handar við gijót- öflun. Það var einmitt í einum þess- ara gijótleiðangra, sem Marteinn lést, en þá var hann að leita að steinum til að prýða enn nýlegt verk hans við Geysi í Haukadal. Fyrir verk sín sæmdi forseti ís- lands Martein Fálkaorðunni 17. júní árið 1991. Þau hjónin bjuggu lengst af á Kambsvegi 1, en fyrir 12 árum reistu þau veglegt hús í Neðstaleiti 26 og verður það að teljast talsvert afrek. Þetta hús má segja að hafí verið síðan miðstöð fjölskyldunnar með Martein og hans ágætu konu í broddi fylkingar. Eins og prestur- inn sagði þá minnti hann á hið harða efni sem hann vann úr, var svipað eðlis og kletturinn sem fjöl- skyldan sameinaðist um. Marteinn var um margt óvenju- legur maður. Hann skar sig úr fjöld- anum og var ekki neinn meðalmað- ur. Það var tekið eftir honum hvar sem hann fór. Fólk laðaðist að hon- um og ekki síst börn, en hann var einstaklega barngóður. Þá var hann mjög músíkalskur og hafa dætur hans og barnabörn erft þá gáfu frá honum. Fimleikamaður góður var hann á yngri árum, skákmaður var hann seigur og kom mörgum á óvart í þeirri íþrótt. Aldrei lagði hann til nokkurs manns, en væri honum misboðið af mönnum sem hann treysti og taldi vini sína gat hann ekki leynt þeim vonbrigðum til dauðadags. Þegar ég kynntist þessari fjöl- skyldu fyrir um það bil tuttugu árum var það mér mikils virði hversu vel var á móti mér tekið og er ég ævinlega þakklátur fyrir. Vin- arbönd okkar treystust smám sam- MIIMNINGAR an og nokkrar ferðir voru farnar bæði innanlands og utan með fjöl- skyldum okkar. Marteinn var óska- ferðafélagi, alltaf til í tuskið, alltaf í góðu skapi og skemmtilegur. Mr. Deividsson, eins og við kölluðum hann á góðri stundu, brást aldrei. Nú hefur Marteinn teflt sína síð- ustu skák, þá skák sem við erum öll dæmd til að tapa. Að leiðarlokum er honum þökkuð samfylgdin af mér og minni fjölskyldu. Þú kvadd- ir með sæmd eins og þér var líkt, og haf þökk fyrir allt og allt. Megi góður Guð geyma þig. Genginn er góður drengur. Hörður Sævaldsson. Elskulegur eiginmaður Sigríðar, föðursystur minnar, er horfinn af sjónarsviðinu. Eftir er skarð sem ekki verður fyllt. Þau hjónin Sigríður og Marteinn áttu yndislegt, ástríkt og vinsælt heimili, fyrst á Kambsvegi og síð- ustu árin í Neðstaleiti. Eg var svo lánsöm að vera heima- gangur á heimili þeirra á uppvaxt- arárunum og reyndar enn í dag. Hjá Siggu og Marteini hafa allir alltaf verið velkomnir, jafnt ættingj- ar, vinir og aðrir gestkomandi og alltaf hefur verið nóg pláss fyrir aila. Það var ekki síst hlýlegt, glettið og vingjarnlegt viðmót húsbóndans sem réð því hve öllum leið vel í húsum þeirra hjóna. Margar æsku- minningar eru tengdar heimilinu á Kambsvegi 1. Þar bjuggu Sigga frænka og Marteinn ásamt dætrum sínum fjórum, og það var sem mitt annað heimili á æskuárunum. Það fór ekki hjá því að oft væri mikið fjör á bænum þegar allar frænkurnar voru samankomnar. Marteini var margt til lista lagt. Það var ekki einungis snilli hans við að setja saman steina, ógleym- anlegt er hvernig hann skreytti jóla- tréð á heimilirtu með hjálp stelpn- anna. Það var svona óvenjulegt jóla- skraut. Á hvítri bómullinni í kring- um jólatréð skapaðist lítil jóla- sveinaveröld. Skemmtilegust voru gamlárskvöldin. Þá söfnuðust oft saman hjá fjölskyldunni á Kambs- veginum pabbi, mamma, við syst- umar og Alma, Jói og Davíð. Þá var óskaplega gaman að vera krakki. Mér er minnisstætt þegar ég kom einu sinni inn í helgidóm Marteins sem var herbergi í kjallar- anum. Þar geymdi hann sýnishorn af steinum, útskorna listmuni eftir föður sinn og allskyns verkfæri sem hann notaði við vinnu sína. Ég gleymi aldrei hve allt var þar firna fágað og í stökustu röð og reglu. Það sama gilti reyndar líka um vinnustofu hans á Korpúlfs- stöðum. Marteinn hafði afar skemmtilega kímnigáfu og notaði þá gjarnan sinn eigin orðaforða þegar hann var að glettast. Hann gat átt það til að spyija mann, „er nokkuð „hildis" í þér“ og svo gat honum orðið tíð- rætt um „hildiskvíguna". Þetta skildu náttúrulega bara þeir sem voru kunnugir. Marteinn var mikið náttúmbarn og naut þess að safna steinum úti í náttúrunni. í slíkar ferðir fór hann gjarnan með dóttur- syni sínum Marteini Sveinssyni en þeir voru sérstaklega nánir vinir. Einnig naut hann þess að ferðast með konu sinni, dætrum og tengda- sonum. Þau hjónin voru reyndar nýkomin úr skemmtiferð frá Dyflinni með tveimur dætrum sín- um og barnabörnum þegar Mar- teinn féll frá. Marteinn var skemmtilegur fé- lagi. Ég minnist ferðar sem við fór- um eitt sinn á gömlu öskuhaugana þegar ég var unglingsstelpa. Þá bað hann mig að koma með sér að henda drasli. Á heimleiðinni bauð hann upp á hressingu í gamla Nesti við Suðurlandsbraut. Við lúguna hugs- aði hann sig um stundarkorn, leit svo á mig sposkur á svip og sagði: „Banani og kók, er það ekki sterk- ur leikur". Jú, ég hélt það nú og svo gæddum við okkur bæði á ban- ana og kók. Já, honum Marteini gat dottið margt óvenjulegt í hug. Ég þakka alla gestrisnina á liðnum árum. Ég bið Guð að styrkja Siggu frænku mína, dæturnar og öll barnabömin. Við Kjartan sendum Siggu minni samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Marteins Davíðs- sonar. Rós Ingadóttir. Foreldrar - námskeið - samræmd próf Hvað þrufa krakkarnir að kunna fyrir samræmdu prófin? Námskeið fyrir foreldra nemenda í 9. og 10. bekk hefjast nk. mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Danska: 13. og 20. nóv. kl. 20.30-22.30. Stærðfræði: 14., 21. og 28. nóv. kl. 20.30-22.30. Islenska: 15., 22. og 29. nóv. kl. 20.30-22.30. Kennt verður í húsakynnum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur á Hallveigarstöðum.Túngötu 14. Þátttökugjald á hvert námskeið er kr. 1.500. Innritun hjá Fræðsluskrifstofu í síma 562 1550. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur og SAMFOK. Grafarvogur Sýnum í dag, laugardag, frá 13.00 til 16.00 nýjar og bjartar íbúðir í Vallengi. Allar íbúðir afhendast fullbúnar með öllum innréttingum, hreinlætistækjum, gólfefnum, sérinngangi, þvottahúsi í íbúð og fullfrágenginni lóð. 2ja herb GG m Kaupverð 5.780.000 Undirritun samnings 200.000 Húsbróf 70% 4.046.000 Lán seljanda* 1.000.000 Við afhendingu 534.000 Meðal greiðslubyrði á mán. ** 31.776; 4ra hcrh 96 m Kaupverð 7.180.000 Undirritun samnings 200.000 Húsbréf 70% 5.026.000 Lán seljanda* 1.000.000 Við afhendingu 954.000 Meðal greiðslubyrði á mán .** 37.656 4ra hcrb 1 OS m * Kaupverð 7.780.000 Undirritun samnings 200.000 Húsbréf 70% 5.446.000 Lán seljanda* 1.000.000 Við afhendingu 1.134.000 j Meðal greiðstubyrði á mán .** 40.176 i 3j« herb 86 rr* Kaupverð 6.780.000 Undirritun samnings 200.000 Húsbréf 70% 4.746.000 Lán seljanda* 1.000.000 Við afhendingu 834.000 Meðal greiðslubyrði á mán.** 35.976 ; Teikníngar og nánari upplýsingar á staðnum Ármannsfell hf. Funahöföa 19 • slmi 587 3599

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.