Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 40

Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 40
. 4Í) LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t GESTUR STURLUSON + Gestur Sturlu- son fæddist á Fljótshólum í Gaul- verjabæjarhreppi í Arnessýslu 14. júlí 1922. Hann andað- ist á Borgarspíta- lanum 1. nóvember siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin á Fljótshól- um, Sturla Jónsson t frá Jarlsstöðum í Bárðardal, f. 1888, d. 14.2. 1953, og Sigriður Einars- dóttir frá Hæli í Gnúpveijahreppi, f. 9.1. 1892, d. 7.5. 1966. Þau eignuðust átta börn: 1) Einar, f. 1917, söng- kennari í Reykjavík. 2) Jó- hanna, f. 1918, d. 11.3. 1994, húsmóðir á Selfossi. 3) Stein- unn, f. 1920, d. 11.8. 1987, hús- móðir í Reykjavík. 4) Gestur, sem nú er kvaddur, f. 1922. 5) Jón, f. 1925, áður bóndi á Fljóts- hólum. 6) Kristín, f. 1928, hús- móðir í Reykjavík. 7) Guðrún Jóna, f. 1932, húsmóðir í Reykjavík. 8) Þormóður, f. 1935, bóndi á Fljótshólum. Gestur var kvæntur og barn- laus. Utför hans fer fram frá Gaul- verjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. LÁTINN er hér í Reykjavík mágur minn, Gestur Sturluson frá Fljóts- hólum, á 74. aldursári. Okkur sem þekktum hann kom andlát hans á óvart og okkur fannst hann fara fljótt, því hann átti svo margt eftir ógert. Móðir hans hafði komið hart niður er hann fæddist þannig að Gestur lamaðist í fótum og þekkti ekki annað. Var hann því bundinn hjólastól alla tíð. Þótt lík- amlega væri hann illa settur var hann því betur á sig kominn and- lega til að takast á við grimm ör- lög. En honum var gefinn sálar- styrkur og jafnaðargeð meira en gengur og gerist og aldrei heyrðist hann kvarta eða barma sér þótt ástæða væri til. Hann ólst upp á Fljótshólum hjá foreldrum sínum og stórum systkinahópi. Hann fylgdist vel með öllu og hafði vakandi áhuga á sveitabúskapnum og málefnum héraðsins. Undanfarna áratugi bjó Gestur á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hér í Reykjavík og undi hag sínum þar vel. Fyrir hönd systk- ina hans leyfi ég mér hér með að færa starfs- fólkinu á Grund alúðar- þakkir fyrir mjög góða umönnun og góðvild, sem það sýndi honum alla tíð. Hann kunni vel að meta hversu vel var þar að hon- um búið. Aðdáunarvert var hversu systkini hans, bæði hér í borginni og austan íjalls, voru samtaka um að fá Gest til sín í heimsókn og var þá jafnan hátíð í bæ og Gestur miðpunktur samkomunnar, því hann var ræðinn og fólk kom ekki að tómum kofun- um þar sem hann var. Gestur lét fötlun sína ekki aftra sér frá að fara í kvikmynda- og leikhús og einu sinni á ári hafði hann fyrir reglu að fara í danshús því hann vildi m.a. kynnast lífinu í marg- breytileika sínum - og fór þá jafn- an einn. Á sama hátt fór hann jafn- an einn út að borða á betri veitinga- staði einu sinni á ári og kynntist þá ýmsu fólki, því það var eins og fólk laðaðist að honum og vildi ræða við þennan mann í hjólastól, enda Gestur viðræðugóður og naut sín í margmenni. Hann las mikið og fylgdist mikið með fjölmiðlum og mál efst á baugi í þjóðlífmu lét hann ekki fram hjá sér fara. Lét hann iðulega til sín heyra í dægurmálaþáttum útvarps- ins og skrifaði alloft í dagblöðin og lýsti skoðunum sínum á málefnum líðandi stundar. Hann var duglegur að ferðast og hafði farið nokkrum sinnum til útlanda með Ferðaþjón- ustu fatlaðra svo og í ferðir hér innanlands. Hann ferðaðist einnig oft með skyldfólki sínu og var það jafnan öllum til ánægju, því hann var fróður og eftirtektarsamur. Gestur reykti um árabil, einkum pípu, sem kannski er ekki í frásög- ur færandi. Fyrir tveimur til þremur t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, 1ÓNS G. K. JÓNSSONAR, Fifuseli 8. Halldóra Guðmundsdóttir, Atli Gunnar Jónsson, Anna María Jónsdóttir, Guðlaugur Sigurðsson, Kristjón Jónsson, Anna María Gunnarsdóttir, Valgeir Örn Kristjónsson, Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Guðrún Helga Guðlaugsdóttir. t Alúðarþakkir öllum þeim, sem sýndu . okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, MARGRÉTAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sigurður Jónsson, Björgvin Sigurðsson, Aðalheiður Einarsdóttir, Grétar Þorleifsson, v Margrét Vilbergsdóttir, Sigurður Már Sigurðsson, Hrönn Sigurjónsdóttir, Sigurlín Sigurðardóttir, Björgvin Högnason, Þorleifur Sigurðsson, Lillý Jónsson, Auður Adolfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, Guðmundur Þorleifsson, Kristín Þorleifsdóttir, Sigrún Þorleifsdóttir. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 7-A, Borgarspítala. árum sagði minn maður stopp og þar með var hans reykingum iokið. Til þess þurfti hann ekki neina utan- aðkomandi aðstoð. Gestur lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og tók þátt í því, sem var að gerast í þjóðlífinu eftir því sem hann gat. Langar mig að geta þess, að hjá honum fannst ávísun, útgefin tveim dögum fyrir andlát hans, framlag til styrktar uppbygg- ingu á Flateyri. Systkini hans og venslafólk, veit ég, munu sakna hans, svo og vinir og kunningjar - því enga átti hann óvildarmenn. Minningin um vammlausan og eftir- minnilegan mann mun lifa með okkur, sem eftir stöndum. Blessuð sé minning hans. Gunnar Svanberg. Mig langar að minnast Gests Sturlusonar örfáum orðum, þess ógleymanlega manns. Fáir held ég að hafi tekið örlögum sínum með meira æðruleysi en hann, þótt blíð- ari hafí hlotið. Hann varð fyrir því að skaddast í fæðingu, þannig að hann átti þess aldrei kost að stíga í fæturna, en aldrei heyrðist til hans æðruorð. Hann átti þvílíka sálarró og jafnaðargeð að hinir „heilbrigðu" gátu sótt styrk til hans, þó að ekki væru notuð mörg orð. Ef hann hefði verið ungur nú á dögum, þegar augu þjóðfélagsins hafa opnast ofurlítið fyrir þörfum fatlaðra, hefði hann ef til vill kom- ist í skóla og getað náð langt, því að hann var skarpgreindur. Hann bætti sér það upp með því að lesa allt, sem hann náði í, af góðum bókum og aflaði sér þannig víð- tækrar þekkingar á málefnum þjóð- félagsins og varð víðlesinn og alls staðar vel heima og ígrundaði margt, og nú í tæknibyltingunni var hann farinn á námskeið m.a. til að læra á tölvu á gamals aldri. Gestur var fjórða barn foreldra sinna og ólst upp í foreldrahúsum ásamt sjö systkinum við mikið ástríki foreldra sinna og systkina, sem öll voru boðin og búin að veita honum hjálparhönd, enda gaf hann mikið af sér til baka. Á Fljótshólum átti ég þess kost að kynnast honum og vera honum samtíða, þar eð ég var gift bróður hans og bjó þar um árabil, og hélst okkar vinátta alla tíð síðan. Um miðjan aldur fluttist hann til Reykjavíkur og fékk þá inni á Elli- heimilinu Grund í skjóli Einars bróð- ur síns, sem vann þar. Þar komst hann í félagsstarf fatlaðra og var m.a. í stjórn þeirra samtaka um nokkurt skeið. Hann var mikill hvatamaður þess að hús Sjálfs- bjargar að Hátúni 12 var byggt, og var einn af þeim fyrstu sem fluttu þar inn, en undi sér þar ekki og reyndi þá að leigja sér íbúð og búa með systur sinni um nokkurt skeið, en fluttist síðan aftur að Grund. Þar hafði hann nóg af fólki til að eiga andlegt samneyti við og meðal annars hafði hann um tíma það hlutverk að lesa upp á kvöld- vökum heimilisins. Hann hafði mjög gaman af að ferðast bæði innan lands, ef einhver tók hann með í bílferð, og á seinni árum fór hann margar ferðir tii útlanda með samtökum fatlaðra og naut þess í ríkum mæli. Á seinni árum varð hann eins konar sameiningartákn og fastur punktur fjölskyldunnar og öllum, m.a. systkinabörnum hans, þótti mjög vænt um hann og dáðu hann, og það gerðu yfirleitt allir sem hon- um kynntust. Mann setur hljóðan og áttar sig varla á því, að skyndi- lega er hann ekki meir til staðar. Ég vil að leiðarlokum þakka Gesti fyrir öll okkar kynni, þau voru öll mér til ábata og uppbyggingar. Þóra Þorvaldsdóttir. Nú hverfa þau á braut eitt af öðru, fólkið sem var til staðar þeg- ar við vorum börn, fólkið sem við vildum að yrði alltaf til staðar og héldum að hefði alltaf verið til. Röðin er nú komin að Gesti móður- bróður okkar sem er sá þriðji í röð- inni af sjö móðursystkinum okkar sem deyr. Sem börn kölluðum við hann „stóra Gest“ þar sem eitt í okkar hópi ber nafn hans. Nú voru börnin okkar farin að kalla hann „gamla Gest“ til aðgreiningar frá yngri frændum sínum. Gestur var ánægð- ur með þá nafnbót og fannst hún vel við hæfí þar sem hann var nú kominn yfír miðjan aldur og elstur Gestanna í okkar fjölskyldu. Þótt Gestur hafi verið bundinn við hjólastól alla sína tíð kunni hann að njóta þess sem Iífíð háfði að bjóða honum. Hann las alla tíð mjög mik- ið og var fastur viðskiptavinur á bókasöfnúm borgarinnar eftir að hann flutti til Reykjavíkur, en með- an hann bjó á Fljótshólum las hann nánast allt sem hann gat komist yfír. Dostojevski gafst hann þó upp á að lesa, hann tímdi ekki að eyða ævinni í slíkt torf því það væri svo margt annað sem hann þyrfti að lesa áður. Gestur hafði einnig mjög gaman að ferðalögum og þrátt fyr- ir fötlun sína hafði hann náð að ferðast mikið um ævina bæði innan- lands sem utan. Nú í sumar fór hann til írlands með Sjálfsbjörg og einnig ferðaðist hann heilmikið inn- anlands með frændum sínum og bræðrum. Hann hafði gaman af að fara út að borða og þá helst einsam- all, því þá kynntist hann fleira fólki, en það var hans stóra ánægja, að hitta fólk og spjalla og heyra hvað aðrir hefðu til málanna að leggja. Hann fór einnig í leikhús og á dansstaði. Þó var ballferðunum eitU. hvað farið að fækka í seinni tíð enda maðurinn kominn á áttræðis- aldur. Gestur hafði mjög sérstakan og góðan húmor. Sem dæmi um það sagði hann frá því að mæður ungra barna yrðu svo vandræðalegar þeg- ar börnin spyrðu hann af hveiju hann væri í hjólastól. Og bætti við að það væri eins og mæðurnar héldu að hann vissi ekki af því. Gestur og systkini hans voru ein- staklega samrýnd og má segja að hann hafi verið ötull í því að halda hópnum saman með allt að því dag- legu símasambandi við hin systkin- in. Gestur hélt líka sambandi við systkinin og systkinabörnin með heimsóknum sínum sem urðu oftar en ekki tilefni þess að kalla í fleira frændfólk til samfunda og þjappaði þannig frændgarðinum enn meira saman, en það er orðið sjaldgæft nú á tímum hraða og mikillar vinnu. Þar sem faðir okkar er sjómaður var það oft svo að hann var að heiman um jól og páska og þótti þá móður okkar fengur að hafa Gest bróður sinn hjá sér um hátíð- irnar sér til skemmtunar, og ekki fannst okkur síður skemmtilegt að hitta hann þar sem hann var með fróðari mönnum og einstaklega við- ræðugóður og skemmtilegur mað- ur. Það var ekki meiningin með þessu pári að gera úttekt á ævi Gests eða sérstakri skaphöfn hans enda er það ekki á okkar færi og honum líklega ekki að skapi. En við viljum þakka honum sérstaklega ánægjulega samfylgd sem hefur verið einstaklega gefandi og skemmtileg. Við vitum að það verð- ur vel tekið á móti Gesti þangað sem hann er farinn eins og alls stað- ar þar sem hann hefur komið, og biðjum við honum Guðs blessunar um alla eilífð. Við vottum systkinunum samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau á erfiðri stundu. Jóhanna, Steinþór, Guðrún, Gestur og Hlynur Hreins- börn og fjölskyldur. Gestur frændi er látinn. í huga mínum blandast sorg, tómleiki og ljúfar minningar. Gestur frændi vár alla tíð hluti af tilveru minni eins og okkar allra í fjölskyldunni. Fram að fertugu bjó hann í heimahúsum hjá móður sinni og bróður á Fljóts- hólum í Gaulverjabæjarhreppi en þá fluttist hann á Elliheimilið Grund. Við systkinin dvöldum lang- dvölum hjá ömmu og kynntumst því Gesti mjög náið þegar í bernsku. Gestur var lamaður frá fæðingu og bundinn við hjólastól alla ævi. Hann var einn af þeim æðrulausu ein- staklingum sem aldrei heyrast kvarta eða kveina. Oft dáðist ég að honum fyrir æðruleysið og glað- værðina þótt hann þyrfti ætíð á hjálp annarra að halda við flest það, sem okkur hinum finnst svo sjálfsagt, svo sem að klæðast, sækja sér mat eða hagræða sér í hjóla- stólnum. Við frænkur hans vorum ekki gamlar þegar það kom í okkar hlut að aðstoða Gest. Teljum við okkur ríkari af þeirri reynslu og er sjálfsagt fátt eins þroskandi fyrir ungt fólk og að umgangast fólk eins og Gest frærida minn, sem bar byrðamar, sem lífið lagði honum á herðar, af einskæru æðruleysi. Hann bjó á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í yfír þijátíu ár og var ánægður með að búa þar. Ég man að eitt sinn sagði hann mér að hann teldi að fólk færi of gam- alt á elliheimili, því ef það kæmi þangað yngra myndi það njóta fé- lagsskaparins mun betur. Hann tók mikinn þátt í félagslífí á Grund, skrifaði m.a. í Heimilispóstinn og sá um að halda skrá yfír alla við- burði sem þar áttu sér stað. Einnig las hann oft upp fyrir vistmenn enda var hann víðlesinn og var alla ævi sílesandi og hlustaði mikið á útvarp. Gestur var svo Iánsamur að bróðir hans Einar vann á Grund og þeir hittust nær daglega. For- stöðumenn og starfsfólk Grundar var honum alla tíð vinveitt og alúð- legt og veit ég að ég tala fyrir munn fjölskyldunnar þegar ég leyfí mér að flytja þeim innilegustu þakkir fyrir það. Gestur ræktaði vel vináttu og ijölskyldu sína. Hann var vanur að koma einu sinni til tvisvar á ári í heimsókn og hringdi þess á milli til að leita frétta og segja fréttir, m.a. af ferðum sínum. Hann var mikill unnandi náttúrunnar og sól- dýrkandi. Með samtökum fatlaðra ferðaðist hann talsvert, bæði innan lands og utan og auk þess voru frændur hans og frænkur (systkina- börnin) ötul að fara með honum í lengri og skemmri ferðir. Gestur var ómissandi í öllum fjölskyldus- amkvæmum og má segja að hann hafi verið eins konar sameiningar- tákn fjölskyldunnar, en hann var einn af átta samheldnum systkin- um. Á ég margar og ljúfar minningar um Gest frænda minn, m.a. þegar hann kom í heimsókn tii okkar í Kópavoginn og vildi helst sitja úti í garði og njóta gróðurs og sólar. Ég þakka guði fyrir að hafa feng- ið að eiga Gest að frænda. Og við samfögnum honum núna þegar hann getur loks staðið á fætur og gengið fijáls sem fuglinn í garði Föður vors. Sú vissa og trú léttir okkur söknuðinn. Guð blessi minn- inguna um góðan dreng og hug- rakkan. Anna Sigríður Einars- dóttir og fjölskylda. Faðir hans varð þjóðkunnur fyrir að ganga þvert úr heimkynnum sín- um í Bárðardal suður í Hreppa, áður en snjóa leysti á fjöllum. Sjálf- ur gat hann aldrei um þvert gólf gengið, fæddist lamaður fyrir neðan mitti. Hryggurinn var sem steyptur veggur og hendurnar krepptar. Samt gat hann matast og ritað og var í haust á námskeiði í ritgerða- smíð á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu (MFA) og þótti mikið til kunnáttu leiðbeinand- ans koma. Fólk hans ól önn fyrir honum, fjölmennt heimili á Fljóts- hólum og mikill frændgarður hæfi- leikafólks. Þegar hann var fimm ára að aldri, dvaldist amma hans með hann alllengi í Reykjavík til lækninga og hélt til hjá Ragnhildi á Háteigi, vinkonu Sigríðar móður hans. Dóttir Ragnhildar jafn gömul átti þá lengi við eftirköst brunasárs á fæti að stríða og varð því að skríða á gólfinu eins og hann. Þar eignað- ist hann leikfélaga, sem ekki gat hlaupið frá honum, og má vera, að það hafi verið sælustu bernskuleikir hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.