Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 49

Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Uppogniður Syfjaða barnið Sivjar Frá Jóni Lárussyni: ÞEGAR komið er að manni sem ótt og títt lemur höfði sínu við stein, þá hjálpar það að setja eitthvað mjúkt á milli hans og steinsins. Þetta er lausn, en ekki góð lausn. Betra væri að ræða við manninn og komast að því hvað veldur þess- ari athöfn hans. Nú hefur mikið borið á umræðu um að gera Hverfisgötuna að tvístefnugötu og standa nokkrir kaupmenn þar fremstir í flokki. Hafa þeir lagt fram þau rök að hér áður fyrr hafi Hverf- isgatan verði blómleg verslunargata og að breytingin muni_ draga nýtt líf í verslun á svæðinu. í mínu minni hefur Hverfisgatan aldrei verið tví- stefnugata og tel ég akstursstefnu á götunni ekkí skipta neinu máli varðandi aðsókn í verslanir. Lauga- vegurinn hefur verið einstefnugata nú í langa tíð en samt er hann meiri verslunargata en Hverfisgat- an. í Kaupmannahöfn eru nokkrar götur sem ganga undir nafninu Strikið, en þær eru helstu verslunar- götur þar í borg. Ekki eru þær tví- stefnugötur, ekki heldur einstefnu- götur, þær eru göngugötur. Göngugötuhugmyndin var líka reynd hér i borg og varð Austur- stræti þeirrar ánægju aðnjótandi. Þetta fyrirkomulag hélt í nokkuð langan tíma, eða þar til kaupmenn fóru að beija sér á bijóst og kvarta undan lélegri aðsóknar að verslun- um sínum. Töldu þeir að ef umferð yrði hleypt á götuna, gætu þeir aft- ur haldið gleðileg jól. Meðal annars sögðu þeir að með akandi umferð myndi aukast að fólk „stykki“ úr bifreiðum og inn í verslanir. Kaupmenn í Austurstræti fengu sínu framgengt, en ég get ekki séð að það hafí breytt neinu, alla veg- ana hef ég ekki séð fólk „skjótast" úr bílum í tíma og ótíma, nema þá helst á rúntinum rétt áður en lög- reglan lokar strætinu fyrir umferð á helgarnóttum. Það er með þessa lausn og hugmyndir Hverfisgötu- kaupmanna, eins og lausnina að vandamáli mannsins sem minnst var á í upphafí, að hún er heldur rýr. Verslun í miðbænum fór ekki að dvína vegna breyttrar aksturs- stefnu, heldur með breyttum við- skiptaháttum. Kringlan opnaði, en þar gat fólk verslað innandyra sem er nokkuð sem vel hentar hér á landi og vörumarkaðir með ódýra vöru opnuðu víða í nágrenni Reykjavík- ur. Þess ber einnig að geta að mið- bær Reykjavíkur er frábrugðinn mörgum öðrum miðbæjum að því leyti að hann er ekki miðsvæðis. Þetta allt gerir það að verkum að fólk fer minna niður í miðbæ en ella. Þetta mun ekki breytast með tvístefnu á Hverfisgötu né öðrum „púða“-lausnum, heldur þurfa menn að setjast niður og ryna að finna heilsteyptari lausn. Þeir gætu jafn- vel þurft að sætta sig við að tími stórverslana utan Laugavegar er lið- in tíð, liðin eins og tíð hverfakaup- manna sem ekkert minnir nú á fyr- ir utan auð verslunarhúsnæði víða um borg. Er ekki tími skammtímalausna liðinn og tími raunhæfra lausna og viðurkenningar á staðreyndum runninn upp? JÓN LÁRUSSON, Mímisvegi 4, Reykjavík. Frá Valdimar Jóhannessyni: FLESTIR sem láta sig barnavernd- armál varða fyllast furðu þegar þingkona gengur fram fyrir skjöldu til að varpa rýrð á lög samfélagsins um útivistartíma barna og ungl- inga. Siv Frið- leifsdóttir alþing- iskona lýsti því yfír opinberlega að hún hafi lög um vernd barna og ungmenna að engu. Athyglivert er þegar þingkona leyfir sér að brjóta lögin í stað þess að freista þess að breyta þeim í samræmi við réttlætis- kennd sína. Þingmenn eru beinlínis kosnir til setja þjóðinni lög. Hvaða fleiri iög hefur þingkonan hugsað sér að hunsa, - áfengislögin, skatta- lögin, lög um ávana- og fíkniefni, umferðarlögin? Ætlast þingkonan til þess að almenningur beri virðingu fyrir lögunum og Alþingi ef hún sjálf virðir hvorugt? Þingkonan lýsti því yfir að 10 ára barn hennar mætti vera úti til kl. 22 á kvöldin, enda ætti útivistartími að vera samkomulag milli foreldra og barna. Samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna má þetta barn ekki vera úti eftir kl 20 nema við sérstakar aðstæður. Þjóðfélagið á ekki að vera að skipta sér að börn- um því þau eru einkamál foreldra, segir þingkonan. Hún á þann kost einan að beita sér fyrir afnámi laga um vernd barna og ungmenna frá 1992. Ella samsvarar yfirlýsing hennar því að almenningur eigi að- eins að hlíta þeim lögum sem hann sættir sig við. Áður en Siv snýr sér að því að auðvelda börnun næturlífið og hjálp- ar foreldrum sem ekki treysta sér til að hafa aðhald að börnum sínum með aga og reglum til þess að finna afsakanir fyrir að hlaupast undan skyldum sínum, er rétt að skoða hver ávinningur barna er af reglurn um útivistartíma. Hugum að svefnþörf 10 ára barnsins hennar Sivjar. Börn á aldr- inum 9-12 ára eru talinn þurfa 10-11 klukkustunda svefn á nóttu. Ef 10 ára barnið hennar Sivjar kemur inn kl 22 er það sofnað kl 22.30 til 23. Ef það á að fá nægan svefn getur það fyrst mætt í skólann kl. 10-11 að morgni, ef því er ætlaður hæfileg- ur tími til að vakna, hafa sig til og snæða áður en það fer í skólann. Reglur um útivistartíma barna eru einnig hugsaðar til að vernda þau fyrir ýmsum hættum sem þeim eru búnar eftir að skyggja fer og ýmis öfl fara á kreik. Við vitum t.d. að börn sem hefja drykkju gera það helst þegar þau eru eftirlitslaus úti við um kvöld og nætur. Lög Alþing- is um vernd barna og ungmenna bera það með sér að það er ekki einkamál foreldra hvernig þau sinna börnum sínum. Foreldrar eru ekki taldir „eiga“ bömin sín.-Foreldra- hlutverkinu fylgir sú skylda að ann- ast um börnin af kostgæfni, gæta þess að þau líði ekki skort á verald- legum hlutum, fái nauðsynlega að- hlynningu auk þess sem tilfinninga- legum þörfum þeirra sé fullnægt. Tilfinningalegar þarfír barna, sem góðir foreldrar gæta sérstaklega að, eru: • þörfin fyrir ást og blíðu • þörfin fyrir umhyggju • þörfin fyrir aðhald og reglur • þörfin fyrir aga • þörfin fyrir hvatningu • þörfin fyrir lof og hrós • þörfin fyrir fyrirmyndir Eins og öll önnur börn þarf barn- ið hennar Sivjar að njóta aðhalds og aga. Það þarf að læra að bera virðingu fyrir lögum þjóðfélagsins og þroska með sér sjálfsaga til þess að öðlast frelsi. Börn sem búa við eðlilegan aga læra sjálfsaga sem er hveijum manni nauðsynlegur til þess að ná árangri í lífinu. Þeir sem hafa heilbrigðan sjálfsaga eru fijálsir. Hinir eru einatt leiksoppar skyndiá- kvarðana og kunna ekki að láta á móti sér, jafnvel þó að það hafi slæmar afleiðingar. VALDIMAR JÓHANNESSON, framkvæmdastjóri átaksins Stöðvum unglingadrykkju. Jón Lárussoit Valdimar Jóhannesson Kristinn gull- og silfur- smíðamcistari Tímadjásn er 17 ára í dag. Ný og betri verslun á sama stað og þú færð afmælisgjöfina, 17% afslátt! í tilefni afmælisins höfum við stækkað við okkur og flutt starfsemina 10 metra frá gamla staðnum á neðri hæðinni í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ. Tímadjásn er gullsmíðastofa sem hefur lagt áherslu á vöruval og hagstætt verð í 17 ár. Það vita viðskiptavinir okkar, því án þeirra værum við ekki til. A nýja staðnum er meira úrval en nokkru sinni fyrr. Skartgripir úr gulli, silfri, hvítágulli og ýmsum listrænum efnablöndum, einnig úr og klukkur í mörgum verðflokkum. Skírnargjafir okkar hafa fyrir löngu náð vinsæidum, enda á hagstæðu verði. Við gerum við skartgripi, úr og klukkur af fagmennsku og öryggi. Einnig smíðum skartgripi eftir hugmyndum eða teikningum viðskiptavina. Afinælisgjöfina ætlum við að veita viðskiptavinum okkar, en það er 17% afsláttur af öllum vörum í 7 daga. Líttu við og gerðu góð kaup, afinælisveislan byrjar í dag! Gtinna gullsmiður Friða verslunarstjóri Amór guUsmiðanfmi m Helgi gullsmíðanemi Tímadiásn Efitalandi 26, Grímsbæ í Fossvogi, 108 Rvík, sími 553-9260. Gullsmíðastofa Kristins Sigurðssonar stofnsett 11. nóvember 1978, gull- ogsilfurskartgripir, fylgihlutir, skírnargjafir, úrogklukkur, viðgerðarþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.