Morgunblaðið - 12.12.1995, Síða 1
Lífshlaup fyrirsætunnar María og lngólfur/2 Evrópumaóurinn Ólafur helgi Lars Roar Langslet 2/3
_______Sendiboó úr djúpunum Egill Egilsson /5 Ljóó til aó ganga inn i Bragi Ólafsson/6_
Fegursta kirkgan Jón Ögmundur Þormóðsson 6/7 Brautryóiandinn q Hvanneyri /12
MENIMING
LISTIR
B
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
BLAÐ
I lamandi
losti
Hvað hefur veríð efst á baugi í sagnagerð
þessa árs og þeirra síðustu? Þröstur Helga-
son leitar nýgræðinga og skoðar form og
efni sagnagerðar undanfarínna ára.
Teikning/Flóki
HÖFUNDAR virðast ekki vita hvernig þeir eiga að bregðast við
þessu ástandi; sumir gera græskulaust grín í einhvers konar
endurmati á „stríðstímunum“, aðrir hverfa inn í sig og skella í lás.
KANNSKI er erfitt fyrir
unga og nýja höfunda að
fá birt verk eftir sig. Við
lauslega skoðun virðist hlutur
þeirra að minnsta kosti hafa verið
fremur rýr í íslenskri bókaútgáfu
undanfarin ár. A þetta einkum við
um sagnageirann þar sem fáir
nýir höfundar af yngri kynslóðinni
hafa kvatt sér hljóðs - og það þótt
sú kynslóð sé teygð nokkuð fram
á aldur. Fleiri ný ljóðskáld hafa
komið fram á sjónarsviðið,_svo sem
Gerður Kristný, Didda og Ágústína
Jónsdóttir sem er að gefa út sína
aðra ljóðabók og fyrstu sagnabók
um þessi jól; nýlega komu svo út
fyrstu ljóðabækur tveggja pilta
sem báðir eru 22 ára, Andra Snæs
Magnasonar og Björgvins ívars.
Hvað varðar sagnagerðina er ef
til vill að verða einhver breyting
því fyrir þessi jól koma út nokkrar
bækur, skáldsögur og smásögur,
eftir nýja höfunda sem vakið hafa
athygli. Sem dæmi nægir að nefna
Mávahlátur eftir Kristínu Maiju
Baldursdóttur, Vetrareld eftir Frið-
rik Érlingsson og bækur eftir yngri
höfunda eins og Ágúst Borgþór
Sverrisson og Þórarin Torfason.
Örverk
En hvort sem það er vegna þess
að fáir athyglisverðir nýgræðingar
hafa komið fram á sjónarsviðið eða
ekki þá hafa ekki orðið mjög ör-
lagaþrungnar hræringar í íslensk-
um bókmenntum síðustu ár. Á síð-
asta áratug var vinsælt að tala um
að „sagan“ væri komin aftur í
sagnagerð landsmanna en væri
ekki réttara að segja að hún hafi
aldrei farið, nema kannski í skott-
úra með höfundum sem oftast
hafa siglt henni í höfn heilu og
höldnu aftur. Sagan virðist til að
mynda vera allsráðandi í skáldsög-
um og smásögum sem komið hafa
út á þessu ári.
Ef geta ætti einhverrar megin-
breytingar á formi undanfarin ár
felst hún í örverkunum svokölluðu,
örsögum og örleikritum. Fjöldi
slíkra verka hefur aukist mjög á
síðustu fimm árum, eða svo, en
meðal höfunda þeirra má nefna
Kristínu Ómarsdóttur (Einu sinni
sögur, 1991), Þorvald Þorsteinsson
(Engiíl meðaí áhorfenda, 1992) og
Elísabetu Jökulsdóttur (Galdrabók
Ellu Stínu, 1993). Eins og heitið
örsaga bendir til eru þetta stutt
verk; hnitmiðaðar frásagnir,
stundum ljóðrænar, stundum
fyndnar, stundum bara ein stutt-
mynd úr lífinu. Vafalaust hafa
mestu umbrotin átt sér stað á þess-
ari grein bókmenntanna hérlendis
síðustu ár, bæði í stíl og efni. í
grein um örsögur í nýjasta hefti
Skírnis segir Arni Ibsen að ef til
vill megi álykta sem svo að „ör-
verk bókmenntanna séu til vitnis
um frelsisþörf allrar listsköpunar“
en þau einkennist meðal annars
af leik, hugarflugi og sakleysi sem
hafi verið „mikilvægur hvati ný-
sköpunar í ritlist heimsins undan-
farin ár.“ (519)
En Árni bendir einnig á að ein-
hver deyfð hafi verið yfir örsögu-
smiðum síðustu misseri, þannig
hafi ekkert örverk komið út á síð-
asta ári og svo virðist sem lítið
muni bera á þeim á því sem nú
er að líða, þó má nefna bók eins
og Speglabúð í bænum eftir Sigfús
Bjartmarsson, tímaritið Andblæ og
tvö smáprent frá Orlaginu með
örleikritunum Álit og Pont du Ciel
eftir Kjartan Árnason.
Langt og breitt
Andstæð örsögunni er tilhneig-
ing skáldsagnahöfunda að undan-
förnu til að hafa sögur sínar lang-
ar og breiðar. Á tímabili var eins
og höfundar einbeittu sér meir að
nóvelluforminu og út kom fjöldinn
allur af stuttum skáldsögum, svo
sem Ástin fiskanna eftir Steinunni
Sigurðardóttur (1993), Ljósin
blakta eftir Hannes Sigfússon
(1993), Sniglaveislan eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson (1994) og Vest-
urfarinn eftir Pál Pálsson (1994).
í ár eru skáldsögur hins vegar
undantekningarlítið langar og
efnismiklar, að þessu leyti eru
umskiptin ef til vill mest hjá Stein-
unni Sigurðardóttur sem sendir
nú frá sér skáldsöguna Hjartastad
sem slagar hátt í 400 blaðsíður.
Þær eru heldur ekki smáar í
sniðum sögulegu (eða heimilda-)
skáldsögumar sem hafa verið höf-
undum hugleiknar upp á síðkastið.
Það væri verðugt rannsóknarefni
að skoða hvað það er sem hefur
komið þessari bylgju sögulegra
verka af stað en hún rís hátt í ár.
Þrjár skáldsögur sem sækja efnivið
aftur í aldir hafa komið á jólamark-
aðinn; Bjöm Th. Bjömsson sendir
frá sér þriðju bók sína af þessum
toga, Hraunfólkið sem gerist á
helgasta stað þjóðarinnar, Þingvöll-
um, á síðustu öld, Böðvar Guð-
mundsson skrifar sögu sem fjallar
öðmm þræði um vesturferðimar á
síðustu öld og fyrstu áratugum
þessarar og Helgi Ingólfsson hefur
ritað Letrað í vindinn II: Þúsund
kossar sem er sjálfstætt framhald
verðlaunasögu hans frá síðasta ári,
Letrað í vindinn: Samsærið, en báð-
ar gerast þær í Rómaborg til forna.
Milli lífs og dauða
Annars er erfitt að sjá skýrar
þematískar línur í sagnagerð síð-
ustu ára. Nokkuð hafa menn dval-
ist við mörk lífs og dauða, eða
vöku og draums, veruleika og
ímyndunar. Vinsælt hefur verið
að tengja þessa heima á einhvern
hátt, láta þá skarast. Meðal höf-
unda sem hafa skrifað í þessum
dúr eru Gyrðir Elíasson, sem sendi
nýlega frá sér Kvöld í ljósturnin-
um, safn sagna um sérstakt fólk
sem er ýmist í heiminum eða hand-
an hans, og Vigdís Grímsdóttir
SJÁ BLS. 2
Bönnuð
skáld-
saga
• ÚT er komin skáldsagan
Mefistó eftir þýska rithöfund-
inn Klaus Mann (1906-1949).
Þessi saga, sem segir frá
starfsferli listamanns, er lík-
lega frægasta verk hans. Hún
hefur ásamt fleiri verkum
hans verið
endurútgefín
í stórum upp-
lögum bæði í
Þýskalandi
og víða ann-
ars staðar.
Mefístó,
sem skrifuð
var þegar
Klaus Mann
var í útlegð,
kom út í Amsterdam 1936 og
olli strax miklum úlfaþyt.
Menn hneigðust til að túlka
bókina sem „lykilróman" og
líta svo á að í lýsingu aðal-
söguhetjunnar hefði Klaus
Mann haft að fyrirmynd einn
frægasta leikara Þjóðveija á
fyrri hluta aldarinnar (Gustav
Griindgens, d. 1963), og
leiddu ákafar deilur um bók-
ina til þess að hún var um
tíma bönnuð í heimalandi höf-
undar.
Vegur skáldsögunnar Mef-
istó hefur einnig aukist á síð-
ustu áratugum vegna þess að
hún hefur orðið öðrum lista-
mönnum innblástur. Nefna
má kvikmynd ungverska leik-
stjórans Szabos sem gerð var
eftir verkinu (með Klaus Mar-
ia Brandauer í aðalhlutverki)
en hún vakti heimsathygli og
var sýnd hér á íslandi fyrir
fáeinum árum.
Bríet Héðinsdóttir íslensk-
aði bókina og rítar einnig ítar-
legan eftirmála þar sem hún
gerir grein fyrir höfundinum,
bókinni og sérkennilegum
feríi hennar. Mefistó er 304
blaðsíður. Umbrot og útlits-
hönnun annaðist Einn, tveir
og þrír. Prentþjónustan hf. sá
um fúmu- ogplötuvinnslu.
Bókin erprentuð hjá G. Ben.
Eddu prentstofu hf. Útgef-
andi er Ormstunga.
Klaus
Mann