Morgunblaðið - 12.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 12.01.1996, Side 1
• MARKAÐURINN * SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR OG GARÐAR HÝBÝL1 * FRÉTTIR JflorjjtmiWafeib Prerttsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 12 . janúar 1996 Blað D Lenging lánstímans í þættinum Markaðurinn fjall- ar Grétar J. Guðmundsson m. a. um breytingarnar á hús- bréfakerfinu, en með þeim verður hámarks lánstími hús- bréfa 40 ár. Tilgangurinn er að auka möguleika fólks á að kaupa íbúðarhúsnæði. / 2 ► Korkur í hólf og gólf Korkur er mjög nytsamlegur. í þætti sínum Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson um korklæðn- ingar. Þær eru slitsterkar á veggi, þar sem mikið mæðir á þeim. Korkurinn er einnig hentugur á gólf t. d. sem und- irlag undir viðarparket. / 4 ^ Ú T T E K T Dregið úr afleiðingum vatnsskaða VATNSSKAÐAR í hús- úm hafa verið tíðir hér á landi á undanförnum árum og áætiað tjón af völd- um þeirra nemi hvorki meira né minna en einum milljarði kr. á hveiju ári. Nú hefur fyrirtækið S.M.- verktakar í Kópavogi tekið upp virkari aðferðir til þess að draga úr afleiðingum vatnstjóna en hér hafa tíðk- azt. I viðtali við forráðamenn fyrirtækisins hér í blaðinu í dag er (jallað um þessar að- ferðir. — Þurrt loft er mikilvæg- asta verkfæri okkar, segir Magnús Ingólfsson, hjá S. M.- verktökum. — Aðferðir okkar byggjast ekki á því að grípa hamar og sög og rífa um- svifalaust niður byggingar- hluta, sem hafa orðið fyrir vatnsskemmdum og byggja þá síðan upp aftur. Við leyfum líka notkun húsnæðisins án verulegrar röskunar, á meðan þurrkun stendur yfir. Venjulega hefur þurft að taka parket burt, þegar það blotnar í vatnstjónum. Nú má oft bjarga parketinu. S. M. verktakar reka rakavarnaþjónustu sína undir nafni sænska fyrirtækisins Muntera, sem hefur mikla reynslu á þessu sviði og leigja af því tæki til starfseminnar. En starfsemi S.M.- verktaka er ekki bundin við vatnstjón í húsum. Fyrirtækið hefur lengi verið umsvifamikið í húsaviðgerðum./ 20 ► Mun færri lóðum út hlutað í Reykjavík í fyrra en 1994 MUN færri lóðum var úthlutað í Reykjavík á síðasta ári en árið þar á undan eða aðeins 151 lóð á móti 661 lóö árið 1994. Úthlutanir áttu sér fyr.st og fremst stað í Borgahverfí og Víkurhverfí, en einnig var út- hlutað þeim lóðum, sem eftir voru í Rimahverfi og Engjahverfi. Þegar lóðaúthlutanir á síðasta ári eru bornar saman við árið á undan er munurinn sláandi. Þannig var að- eins úthlutað 6 lóðum fyrir einbýlis- hús í fyrra en 44 lóðum 1994. í fyrra var ennfremur úthlutað 11 lóðum fyrir rað- og parhús, en 1994 voru þær 107 og í fyrra var aðeins úthlut- að lóðum fyrir 134 íbúðir í fjölbýli en fyrir 510 íbúðir 1994. Þá er það greinilegt, að lóðir, sem úthlutað var en síðan skilað aftur, voru hlut- fallslega miklu fleiri í fyrra en árið þar á undan. Ein skýringin áþví, hve fáum lóð- um var úthlutað á nýliðnu ári, felst í því, að lóðaúthlutun í síðasta hluta Borgahverfis flytzt yfir á þetta ár. Búið er að skipuleggja þessar lóðir og hafði verið reiknað með að þeim yrði úthlutað á síöasta ári. Mikil lóðaúthlutun átti sér þó stað í Borgahverfi í desember, en þá var Húsnæðisnefnd Reykjavíkur út- hlutað þar lóðum fyrir 102 íbúðir í fjölbýli. Á þessu ári verður lóðum úthlut- að fyrst og fremst í Borgahverfi, en líklegt að einnig verði byrjað að út- hluta lóðum síðari hluta ársins í svo- nefndu Staðahverfi í grennd við Korpúlfsstaði. Annað stórt nýbygg- ingasvæði er á mótum Kringlumýr- arbrautar 'og Borgartúns. Gert er ráð fyrir, að á næstu árum rísi þar um 400 íbúðir fyrir 1200-1500 íbúa. Við samanburð á lóðaúthlutunum 1994 og 1995 er vert að hafa í huga, að fyrra árið var lóðaúthlutun í Reykjavík tiltölulega mikil og mun meiri en 1993, en það ár var úthlut- að samtals 346 lóðum. Úthlutun lóða í Reykjavík 1993-95 1993 511 165 346 1994 Úthlutaðar lóðir 804 Lóðum skilað 143 Úthiutun umfram skil 661 1995 304 153 151 Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstœð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. » Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánaðarlcgar ajborganir af1.000.000 kr. Fasteignaiáni Skandia* \v\tirc.) 10 ár 15 ár 25 ár 6,75 11.500 8.800 6.900 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk vcrðbóta Sendu inn umsökn eóafáðu nánari upplýsingar bjá ráðgjöfum Skandia. Skandia FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ SKANDIA HF. . LAUGAVEGI 170 105 REYKJAVlK, SlMI 56 19 700, FAX 55 26 177 Skandia býður þér sveigjanleg lánskjör efþú þarft að skuld- breyta eða stœkka viö þig Fyrír Itverja eru Fasteignalán Skandia? íasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór- Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: # Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán i húsbréfakernnu. • Þásemviljabreytaóhagstæðum eldri eða styttri lánum. • Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra Qárfestinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.