Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 20
20 D FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR parket blotnar, er sett plast yfir skemmda svæðið og það afmarkað. Með sérstöku tæki er siðan dælt þurru lofti undir plastið, sem er gatað. Þá myndast hringrás. Loftið stígur upp rakamettað í gegnum götin og sama tæki sogar það i sig og dælir því út. STARFSMENN SM-verktaka, þeir Magnús Ingólfsson, Einar H. Einarsson og Steingrímur Steingrímsson fylgjast með framgangi þurrkunar á húsi við Óðins- götu, en þar varð mikið vatnstjón milli jóla og nýjárs, þegar hitavatnslögn gaf sig. Afleiðingar vatnstjóna geta verið skelfílegar. Hér ræðir Magnús Sigurðsson við forráða- menn S.M.-verktaka í Kópavogi, sem tekið hafa upp nýjar og árangursríkar aðferðir til þess að draga úr vatnsskaða. VATNSTJÓN valda miklum spjöllum hér á landi. Ár- lega greiða tryggingafé- lögin um 600 millj. kr. í tjónabætur vegna vatnsskemmda, en ætla má, að heildarskaðinn nemi yfir einum milljarði kr. Það þýðir, að einstaklingamir verða að bera um 400 millj. kr. af tjónunum sjálf- ir, því að aðeins um 60% húsa eru tryggð gegn slíkum tjónum. Þótt húsin séu tryggð, þá lenda tjónin samt alltaf á húseigendum, því að þeir standa að sjálfsögðu undir tjó- nagreiðslum tryggingarfélagana með iðgjöldum sínum. Fyrir utan beinan skaða valda vatnstjón í húsum líka oft mikilli röskun á högum þeirra fjölskyldna, sem verða fyrir. þeim. Sama máli gegnir um fyrirtæki. Starfsemi þeirra verður oft fyrir mikilli trufl- un. Það er því mikið í húfí fyrir alla, ef takast mætti að draga úr skaðleg- um afleiðingum vatnstjóna. Nú hefur fyrirtækið S.M.- verk- takar í Kópavogi í samvinnu við sænska fyrirtækið Munters tekið upp öflugri aðferðir til þess að draga úr afleiðingum vatnstjóna en hér hafa tíðkazt. — Þurrt loft er mikil- vægasta verkfæri okkar, segir Magnús Ingólfsson, ijármálastjóri hjá S. M.- verktökum. — Aðferðir okkar byggjast ekki á því að grípa hamar og sög og rífa umsvifalaust niður byggingarhluta, sem hafa orð- ið fyrir vatnsskemmdum og byggja þá síðan upp aftur. Miklu máli skipt- ir líka, að við leyfum notkun hús- næðisins án verulegrar röskunar, hvort heldur til búsetu, viðskipta eða framleiðslu, á meðan þurrkun stend- ur yfír. Með rakavarnaþjónustu okkar má oftast draga stórlega úr röskun á starfsemi eða daglegu lífi fólks á meðan unnið er að þurrkun á vatns- i skemmdum. Kostnaður við endur- ' bætur minnkar þar að auki allt frá 5-80% miðað við hefðbundnar að- ferðir. Bókalager bjargað — En allt á sér sinn aðdraganda, heldur Magnús Ingólfsson áfram. — Snemma á síðasta ári varð mikið vatnsflóð hjá bókaforlaginu Iðunni. Tryggingafélagið Skandia hér á landi fékk þá starfsmenn Munters í Nýjar aðferðir til að draga úr afleiðingum vatnsskaða í húsum ÞESSI mynd var tekin, er þurrkun á þakviðum í íþróttahúsi Bolungarvíkur fór fram í fyrrasumar. Svíþjóð, sem hafa mikla reynslu á þessu sviði ekki bara heima fyrir heldur út um allan heim. Voru Svíamir beðnir að koma hingað sem fljótast með tæki sín til þess að bjarga því sem bjarga mátti, en þessi tæki vom þá ekki til hér á landi. Jafnframt var byijað á því að flytja bækumár burt til þess að bjarga þeim. Öllum til undrunar hér báðu Svíamir um, að bækurnar yrðu flutt- ar strax aftur inn á flóðastaðinn. Síðan settu Svíarnir plast utan um bókalagerinn og tóku að dæla þurru lofti dælt þar inn. Jafnframt var plastið gatað til þes§ að raka loftið geti stigið upp og síðan var því dælt út. Þannig gekk þetta í þijár vikur, en þá var allt orðið þurrt nema það sem fór beinlínis undir vatn. Það var ónýtt. Á þennan hátt tókst samt að bjarga stærstum hluta af bóka- lagernum og það þótti með ólíkind- um. í kjölfar þessa fór Munters þess á leit við okkur hjá SM-verktökum að gerast umboðsmenn fyrir sig hér á landi. Við leigjum tækin af Munt- ers og rekum rakavamaþjónustu okkar undir nafni þess, Tækin eru um þijátíu og af mismandi gerð. Sum framleiða þurrt loft og önnur soga í sig rakt loft. Þau eru ekki eingöngu notuð við vatnsskaða held- ur einnig í byggingariðnaðinum, þegar markmiðið er að byggja sem hraðast og ljúka við húsin sem fyrst. Þá flýta þau fyrir því að steypan þorni. Við fengum m. a. það verkefni að þurrka 1300 ferm hús, sem ís- lenzkar sjávarafurðir byggðu í fyrra við Sigtún. Með þurrkuninni var flýtt fyrir framkvæmdum við bygging- una, þannig að hægt var að ganga miklu fyrr frá henni en ella og taka hana fyrr í notkun. Þessi tækni er samt ekki ný hér á landi. Parketið þurrkað Aðferðir SM-verktaka byggjast fyrst og fremst á meiri og betri möguleikum á að draga úr tjóni, sem verður við vatnsflóð í heimahúsum og í atvinnuhúsnæði. — Sem dæmi má nefna, að venjulegast hefur þurft að taka parket burt, þegar það blotn- ar í vatnstjónum, þar sem það bólgn- ar og erfítt að láta það líta þannig út á eftir, að ekkert sjái á því, segir Magnús Ingólfsson. — Með tækjum okkar má oft bjarga parketinu, þannig að ekki þarf að endurnýja það. Við byijum á því að setja plast yfír tjónsvæðið til þess að afmarka það. Með sérstöku tæki er síðan dælt þurru lofti undir plastið, sem er gatað. Þá myndast hringrás. Loft- ið stígur upp rakamettað í gegnum götin og sama tæki sogar loftið í sig og dælir þvl út. En hvemig lítur þá parketið út á eftir? — Það fer eftir því, hve alvar- legt flóðið er, segir Magnús. — í sumum tilfellum er lausnin sú að slípa parketið til þess að fá það til að líta út sem fullkomlega óskemmt. Þetta fer líka eftir því, hve gamalt parketið er. Umtalsverður árangur En árangurinn er samt umtals- verður. í mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir, að endurnýja þurfí parketið. Ef við tökum sem dæmi gólf, þar sem það myndi kosta um 350.000 kr. að endurnýja parket- ið, er kannski hægt að þurrka það fyrir 60.000- 80.000 kr. Þá er það engin spurning, að þetta er hag- kvæmari kostur en að endurnýja parketið og það jafnvel þó að það þurfi að slípa það á eftir. Ef vatnsflóðið er mikið, þannig að það flæði undir parketið, þarf að komast undir það líka. Þá þarf að ijúfa þröskulda og annað af því tagi til þess að komast undir parketið með sogdælu. Óhapp af þessu tagi átti sér í haust, en það tókst að bæta úr því með tiltölulega litlum kostnaði. Þar var um að ræða tjón á teppum, parketi og skjalageymslu og það tókst að þurrka allt það vel, að skemmdir voru ekki sjáanlegar á eftir. Að sögn Magnúsar hefur fóik brugðizt misjafnlega við þessari að- ferð. — Tækjunum fylgir að sjálf- sögðu einhver hávaði, en hann er þó alls ekki yfirþyrmandi, segir hann. — Það þarf kannski að setja plast yfír allt stofugólfíð og hús- gögnin eru þá flutt út á meðan. Síð- an eru þau sett inn aftur og fólk getur gengið á plastinu. Það er því hægt að nota stofuna, á meðan ver- ið er að þurrka gólfið. Röskunin er því minni en ella. Þetta getur tekið upp undir þijár vikur og auðvitað veldur það fólki einhveijum óþægindum og ónæði. En flestir sýna þessu skilning og gera sér grein fyrir, að með þessu er verið að bjarga verðmætum. Mörgum finnst þetta meira að segja mjög snjöll aðferð og segjast vilja gera allt til þess að bjarga parketinu í stað þess að þurfa að taka það burt með öllu því umstangi, sem því fylgir. Það er nefnilega ekki hægt að setja nýtt parket strax, ef skipta á um, heldur þarf að þurrka stein- gólfíð á eftir og það tekur sinn tíma. Snögg viðbrögð nauðsynleg Það er hins vegar ekki hægt að búa til nýja hluti með þessari tækni og stundum er kallað svo seint á aðstoð, að ekkert er hægt að gera. — Það skiptir miklu máli að komast sem allra fyrst á vettvang, einkum ef um parketgólf er að ræða, segir Magnús. — Það hefur samt komið fyrir okkur að vera kallaðir til átta dögum eftir að flóð varð. Engu að síður tókst samt þokkalega að bjarga því, sem bjarga mátti. En þar sem það skiptir svo miklu máli að komast sem fyrst á tjónstað- inn, erum við ávallt í viðbragðsstöðu og hrósum okkur af því að halda uppi þjónustu 24 tíma í sólarhring 365 daga á ári. Á þetta hefur reynt. Fyrsta verkið, sem við vorum kallað- ir til, var um kvöld. Fólk virðist hins vegar yfírleitt kjósa að bíða, þar til tryggingafélögin opna að morgni. Það eru fyrst og fremst trygg- ingafélög, sem sækjast eftir þessari þjónustu, enda eru það gjarnan þau, sem sitja uppi með tjónið, þegar vatnsskaði verður. — Auðvitað kost- ar þjónusta okkar sitt eins og ann- að, en sá kostnaður fer að sjálfsögðu eftir umfangi verksins, segir Magn- ús. — Kostnaðurinn er því mjög mismunandi eða allt frá 5-80%, miðað við það tjón, sem af hlýzt ef ekkert er gert til þess að draga úr því. Sparnaðurinn getur því verið mikill. Það er því mikil þörf fyrir þessa þjónustu hér á landi og það hefur komið fyrir, að öll tæki okkar hafa verið í notkun í einu. Með þessum aðferðum okkar má líka draga úr eða koma í veg fyrir rekstrarstöðvun hjá fyrirtækjum, ef vatnstjón verður 1 húsakynnum þeirra. Rekstrarstöðvun hjá fyrir- tækjum í fullum rekstri, hvort sem þau eru lítil eða stór, getur að sjálf- sögðu valdið þeim ómældu tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.