Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 y tS-E-R-S*T*A*K-I -R -pi Hestaðagak Fimmtudag^"'\ Föstudag^^VLaugardag-^ Febrúar o. y. lu. Kynning á vöruvali, gæðum og verði. Sérstakt kynningarverð, verulegur afsláttur. MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 IÞROTTA- SKÓR Verð: 995r Tegund: Pro-indoor Stærðir: 36-45 Litir: Hv. m/grænu og svörtu Ath.: Einnig til fleiri teg. afinnanhúss íþróttaskóm Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hvaðan er komið örnefnið Reykjavík SlÐLA árs 1995 var opið hús í íslandsbanka á Kirkjusandi þar sem húsið var sýnt gestum. Þar lá frammi ' bæklingur með nokkrum orðum um sögu hússins á Kirkjusandi. Þar segir í upphaft máls: „Ör- nefnið Kirkjusandur á sér langa sögu, jafnvel Jengri en heitið Reykjavík. í mál- daga Víkur á Seltjamarnesi frá 1379 (síðar Reykjavík- ur) er þess getið að Jóns- kirkja í Vík eigi allan reka á Kirkjusandi." Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir þar sem hingað til hefur því verið haldið á lofti að Ingólfur Amarson hafi nefnt bæ sinn Reykjarvík eftir gufunni sem lagði frá heitum hveram í grennd- inni. Nú langar mig að leita í smiðju sagnfræðinga sem kunna að lesa þessar línur. Getur það í raun verið svo að ömefnið Kirkjusandur sé eldra en heitið Reykja(r)- vík? Hét bær Ingólfs fyrst Vík, en síðar Reykja(r)vík og þá ekki fyrr en seint á 14. öld? Er þetta eitthvað sem yngri sagnfræðingar hafa fundið út? Ef svo er, hvaða rök hafa menn fyrir því? Þeir sem þekkja hið rétta í þessu máli eru vin- samlega beðnir að senda nokkrar línur til Velvak- anda. Með fyrirfram þakk- læti. Birna Athugasemd til atvinnurekenda ÉG ER ein þeirra mörgu sem era í atvinnuleit í dag og er búin að senda inn ógrynnin öll af umsóknum sem svar við auglýsingum. Það er hins vegar hending ef þessir ágætu auglýsend- ur sjá ástæðu til að svara umsókninni og þaðan af síður senda þeir hana til baka og veit ég um íjölda fólks sem segir þetta sama. Við sendum umsóknir með umbeðnum upplýsing- um um einkalíf okkar, fyrri störf og ýmislegt fleira þannig að það hlýtur að vera hámark niðurlæging- arinnar að fá ekki einu sinni afsvar. Atvinnurekendur láta nafns fyrirtækisins iðu- lega ekki getið og því er fólki gert ómögulegt að sækja gögnin sín til baka ef það gefst upp á því að fá þau send. Barnagleraugu á Bókasafni Kópavogs BARNAGLERAUGU í gylltri kringlóttri umgjörð vora skilin eftir á Bóka- safni Kópavogs sl. laugar- dag. Upplýsingar um gler- augun eru gefnar á safn- inu eða í síma 554-1577. Svört dúnúlpa tapaðist SVÖRT dúnúlpa með hvít- um stöfum á vinstri fram- hlið „spiewak" var tekin úr fatahengi Menntaskól- ans í Hamrahlíð miðviku- Hvað er að þessu fólki, á það ekki tölvu, eða a.m.k. blað og penna, til að skrifa með? Kæru atvinnurekendur og auglýsendur, svarið fólki sem sendir ykkur umsóknir. Agnes Lára Magnúsdóttir, Rofabæ 27, Reykjavík. daginn 31. janúar sl. á milli kl. 9.50-12.45. Þeir sem geta gefið upplýsingar hringi í síma 561-4016. Prjónahúfa fannst DÖKKBLÁ pijónahúfa með ísaumuðum stafnum Ó fannst í Garðabænum fyrir skömmu. Eigandinn má vitja hennar í síma 565-6939. Gleraugu fundust KVENGLERAUGU fund- ust í námunda við Gerðar- safn í Kópavogi 23. janúar sl. Upplýsingar í síma 564-4678 eftir kl. 18. Tapað/fundið Með morgunkaffinu SKÁK Umsjón Margeir Pctursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á opna mótinu í Linares á Spáni í janúar. Búlgarski stór- meistarinn Kolev (2.500) var með hvítt og átti leik, en Spánverjinn Herraiz (2.260) hafði svart. Spurt er hvernig Kolev tryggði sér kolunnið tafl: 18. Bxh7+ (Oft stranda biskupsfórnir á h7 vegna þess að svartur hefur vald á g5 þar sem hvítur skákar með ridd- ara. Hér kemur þetta ekki að sök, því sterk staða hvíta hróksins á c3 gerir hvítu sóknina miklu hættulegri en ella: 18. Kxh7 19. Rg5+ Bxg5 20. Dh5+ Kg8 21. Bxg5 Dxc3 (Uppgjöf, en svartur sá fram á 21. Rxe5 22. Hh3 Rg6 23. Dh7+ Kf8 og mát með drottn- ingarfórninni 24. Dh8+) 22. bxc3 Rxe5 23. f4 og svartur gafst upp. Um helgina: Einstakl- ingskeppni í norrænni skólaskák, sú fjórtánda í röðinni, fer fram í Ham- mershöj í Danmörku. ís- lendingar senda tíu kepp- endur, tvo í hvern flokk. Ást er ... eilíf, hvemigsem viðrar. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rlghts rosorvod (c) 1996 Los Angetes Timos Syndicato EGAKVAÐaðgefa þér eitt tækifæri enn, en það verður í síð- asta sinn. iUXLLé, 1. flokki 1991 - 17. útdráttur 3. flokki 1991 - 14. útdráttur 1. flokki 1992 - 13. útdráttur 2. flokki 1992 - 12. útdráttur 1. flokki 1993 - 8. útdráttur 3. flokki 1993 - 6. útdráttur 1. flokki 1994 - 5. útdráttur 1. flokki 1995 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 9. febrúar. Uþþlýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðissknfstofunni á Akureyri, í bönkum, sþarisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSö HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 Víkveiji skrifar... ALÞINGI kom saman fyrir nokkrum dögum eftir mánað- arlangt jólaleyfi, sem mun vera hið lengsta sem nokkur starfsstétt nýt- ur. Eins og ætíð áður var þetta langa leyfi gagnrýnt og þingmenn andmæltu með sömu rökum og venjulega, þ.e. að þeir hefðu notað tímann til þess að ræða við umbjóð- endur sína. Svo virðist, samkvæmt upplýs- ingum Víkverja, að sumir þingmenn séu ekki ennþá komnir úr jólafríinu. Þannig upplýsir Helgarpósturinn í gær að hann hafi hringt linnulítið í Alþingi á miðvikudaginn í 15 þing- menn og fengið þau svör að viðkom- andi væri ekki í þinghúsinu. Þá er Víkverja kunnugt um að um það leyti sem þingfundi var að ljúka á mánudaginn hafi 6 þing- menn verið skráðir í þinghúsinu og þegar þingfundi var að ljúka á þriðjudaginn voru þeir 8 talsins. Það þætti víst léleg mæting á öllum öðrum vinnustöðum ef 10% starfs- manna væru mættir til starfa! Kannski var það skýring á áhugaleysinu, að þessa tvo daga voru nær eingöngu á dagskrá þingsályktunartillögur frá þing- mönnum, einkum þingmönnum stjórnarandstöðunnar, um hin og þessi mál sem ekki var líklegt að fjöimiðlar myndu fjalla mikið um. xxx UM ÁRAMÓTIN tók til starfa Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Ýmsum þykir þetta langt og óþjálft nafn en enn sem komið er hefur enginn komið með brúk- lega skammstöfun. Orðhagur mað- ur hafði samband við Víkveija og stakk upp á styttingunni Sjúrek og vísaði tif tóniistarhátíðarinnar Rú- rek í því sambandi. Hefur einhver betri hugmynd fram að færa? xxx EKKI byijar jandsliðsþjálfara- ferill Loga Ólafssonar gæfu- lega. Landsliðið tapar 1:7 fyrir Slóv- eníu. Þetta mun vera stærsta tap íslands í 23 ár, eða síðan íslending- ar töpuðu fyrir Holiendingum, 8-1. Hitt ber að hafa í huga að íslenzku landsliðsmennirnir hafa ekki spilað leik síðan í haust og eru því ekki í neinni leikæfingu. Víkveiji telur fullkomið álitamál að heyja lands- leiki við slíkar kringumstæður, sér- staklega gegn jafnsterkum þjóðum og taka þátt í æfingamótinu á Möltu. xxx HRAKFARIRNAR gegn Slóv- enum leiða hugann að að- stöðuleysi íslenzkra knattspyrnu- manna. Hér á landi er ekki hægt að leika knattspyrnu frá október og fram í marz. Ókkar menn munu ekki geta staðið jafnfætis landsliðs- mönnum annara þjóða fyrr en hér hefur verið reist knattspyrnuhöll. Slíka höll má reisa fyrir tiltölulega viðráðanlegt verð. Þetta hlýtur að verða næsta baráttumál knatt- spyrnuforystunnar í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.