Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Árangurslítil
umræða um þjóðmál
— Hvers vegna?
í MORGUNBLAÐ-
INU 20. des. sl. birtist
grein eftir Guðmund
Gunnarsson, formann
Rafiðnaðarsambands-
ins undir fyrirsögninni:
„Með leyfí, er ekki
hægt að lyfta umræð-
unni á hærra plan.“
Þessi grein, sem fjallar
um kjaramál, vakti
ekki síst athygli mína
vegna þeirra viðhorfa
til umræðu almennt
sem fram koma hjá
höfundi og mynda eins
konar viðlag við efnis-
legan málflutning hans
sem annars er ekki ætlunin að fjalla
um í þessum pistli. Guðmundur vís-
ar í þessu samhengi mjög réttilega
til Halldórs Laxness. Dirfska Hall-
dórs og þrautseigja að taka þátt í
almennri umræðu síns tíma var
hreint undraverð og hefur varla enn
verið metin að verðleikum. - Ég
vona að Guðmundur taki það ekki
illa upp fyrir mér þótt ég noti þetta
tema í grein hans til að bæta nokkr-
um orðum við um opinbera þjóð-
málaumræðu á íslandi.
Mér hefur lengi verið orðræða,
tjáning og miðlun (communication)
áhugaefni og ef mér leyfist að segja
svo, fagieg^ viðfangsefni sem sál-
fræðings og kennara. Ég hefi einnig
fylgst talsvert með pólitískri um-
ræðu á íslandi frá því ég var ungl-
ingur og var reyndar blaðamaður í
ígripum á yngri árum. Og skoðun
mín hefur lengi verið sú, réttilega
eða ranglega, að opinber umræða á
íslandi væri ómarkviss og árangurs-
lítil, einkum væri þetta áberandi á
sviði félagsmála, uppeldis- og
menntamála. Sama má reyndar
segja um Qármál og atvinnumál
þótt á þeim vettvangi megi vissulega
merkja síðustu árin breytingu til
batnaðar.
Staðhæfíng mín að framan kann
að þykja vafasöm; of mikil einföld-
un, jafnvel rangfærsla. Við búum
að ríkulegum arfí bókmennta, bóka-
og blaðaútgáfa hlutfallslega mikil,
læsi í góðu lagi og bóklestur hingað
til nokkuð almennur. Tímaritum
hefur fjölgað verulega, þar á meðal
vönduðum fagtímaritum. Stofnanir
og félagasamtök gefa út fréttabréf,
mörg efnismikil og vel úr garði gerð.
Dagblöðum hefur að vísu fækkað
en á þeim vettvangi hafa þó orðið
ýmsar jákvæðar breytingar. Má þar
nefna sérblöð um tiltekna mála-
flokka eins og t.d. „Úr verinu" sem
fylgir Morgunblaðinu reglulega.
Bókmenntir og listir fá ítarlega
umfjöllun í flestum íjölmiðlum og
pappír er ekki sparaður þegar
keppnisíþróttir eiga í hlut.
Ljósvakamiðlar, útvarp og sjón-
varp, hafa líka tekið breytingum á
síðustu árum; a.m.k hefur þeim
fjölgað og sú afþreying og fræðsla
sem er í boði sögð betur
sniðin en áður að ólík-
um áhugaefnum og
þörfum fólks. Ríkisút-
varpið rekur sérstaka
rás þar sem dægurmál
eru rædd á óformlegan
hátt og með talmáls-
sniði. Og fréttatengdir
umræðuþættir RÚV
eru oft prýðilegir og
talsvert til þeirra vand-
að. Sem sé breytingar
í takt við tíðarandann
og margt til bóta. -
Og því má spyrja: Er
ekki ástand íslenskra
fjölmiðla á hröðum
batavegi og því aðeins niðurdrep-
andi nöldur og ósanngirni að kvarta
um að opinber umræða sé óburðug
um þessar mundir?
Samt finn ég mig knúinn að taka
undir við Guðmund Gunnarsson:
Umræðan um þjóðmál á íslandi er
á „lágu plani“ og steingeld á mörg-
um sviðum, ekki beinlínis bitlaus
málfarslega, jafnvel ekki efnislega,
en samt hörmulega árangurslaus
Er ekki ástand íslenskra
ffölmiðla, spyr Jónas
Pálsson, á hröðum
batavegi?
varðandi marktækar breytingar á
ýmsum sviðum þjóðlífsins sem um-
ræðan beinist að hveiju sinni. Mest
er þetta áberandi í félagsmálum,
uppeldismálum, skóla- og mennta-
málum. - Sjálf stjórnmálaumræðan
og árangur hennar fyrir þjóðlífíð er
kapítuli út af fyrir sig sem ekki er
blaðrými í þessum pistli að ræða. -
Astand opinberrar umræðu virðist
síst koma að sök á sviði tækni og
innan starfsemi sem henni tengist
(tölvur og sérfræðileg tækniþekk-
ing). Skýringin er e.t.v. sú að
stefnumótun og ákvarðanir um fjár-
mögnun á þessum vettvangi fari að
mestu fram í starfs- og sérfræðihóp-
um, að nokkru til hliðar við almenna
menntakerfið og opinbera umræðu.
En fræðilega umræðan á íslandi
er samt ört vaxandi og reyndar oft
með lofsverðum myndarbrag. Ráð-
stefna Félagsvísindadeildar Háskóla
íslands fyrir nokkrum misserum er
dæmi um þetta en þar kynntu kenn-
arar ýmissa deilda rannsóknir sínar.
Kennarar í Félagsvísindadeild hafa
á síðustú árum verið mikilvirkir að
semja og gefa út fræðibækur um
ýmsar hliðar íslensks samfélags,
þróun stjórnmálafiokka og stofnana
innan íslenska stjórnkerfisins á síð-
ustu öldum og áratugum. Mætti
nefna t.d. „Frá flokksræði til per-
sónustjómmála" eftir Svan Krist-
jánsson (1994) og ritgerðasafnið
„íslensk þjóðfélagsþróun 1880 -
1990“ (1993), ritstj. Guðm. Hálf-
danarson og Svanur Kristjánsson.
Frá sagnfræðingum hafa líka komið
fræðibækur á síðustu árum um
marga þætti íslenskrar sögu. Vönd-
uðum kennslubókum bæði í mann-
kynssögu og íslandssögu fjölgar ár
frá ári. En einmitt af þessum sökum
undrast ég meir og meir hve þekk-
ingar og viðhorfa frá þessum og
öðrum sambærilegum verkum sér
lítinn stað í opinberri umræðu á
íslandi; umræðum um félags- og
menntamál, atvinnu- og fjármál en
þó einkum á vettvangi stjórnmála
almennt. Hvers vegna eru fagleg
og fræðileg gögn ekki dregin mark-
vissar og ákveðnar inn í umræður
um stefnumótun til framtíðar á hin-
um ýmsu sviðum þjóðlífsins? Hafa
ijölmiðlarnir ekki bolmagn til að
flytja þekkinguna inn á vettvang
almennrar umræðu? Hvað skortir,
fármagn, mannafla, starfsaðstöðu,
sérfræðikunnáttu? Eða skortir raun-
verulegan vilja forystumanna á
fjölmiðlunum að efna til, skipulegga
og útfæra, skv. réttum leikreglum
um hlutlægni, umræðu sem standi
undir kröfum um virkjun þekkingar
af þessu tagi í aimanna þágu? Og
þessar spurningar snúa ekki síður
að stofnunum íslensks samfélags,
og þá sérstaklega á vettvangi
fræðslu- og menningarmála. Skylt
er að geta þes að það vottar nú síð-
ustu misseri fyrir breytingum í þessa
veru; sbr. hvemig sumir fjölmiðlar
vinna úr skýrslum Ríkisendurskoð-
unar og ábendingum frá Umboðs-
manni Alþingis og fleiri stofnunum.
- En betur má ef duga skal.
Um þetta efni mætti rita langt
mál og þyrfti að rökstyðja ítarlega
en plássið leyfir það ekki enda verða
áhrifameiri menn en undirritaður
að koma hér við sögu eigi að vera
von úrbóta á næstunni. Ég enda
þennan pistil með því að vitna í
grein eftir Jón Sigurðsson, forstjóra
Jámblendifélagsins, sem hann ritaði
í Vísbendingu nýlega og Morg-
unblaðið birti glefsur úr, 22.12.
1995, í Staksteinum undir heitinu
„Framtíðarsýn". Ég vona að höf-
undur virði á betra veg þótt ég taki
þessar setningar traustataki og geri
skoðun þá sem þar kemur fram að
minni:
„Þjóðmálaumræðan þarf að
vakna til lífsins í sameiginlegri leit
að framtíðarsýn fyrir samfélagið
innan þeirra þröngu ramma, sem
aðstæður setja. Slík sýn verður ekki
mótuð nema undir virkri og fram-
sýnni forystu. Þá forystu ætti
stjórnmálastarfsemin í landinu að
veita með þátttöku fjölmiðla. For-
ystan þarf að ná að veita hinum
mikla krafti áhrifaafla samfélagsins
í sameiginlega farvegi í stað sí-
felldra átaka þeirra um skammtíma-
hagsmuni"
I þessum setningum er, að ég
held, komið að kjarna málsins svo
að notuð séu orð úr auglýsingu
Morgunblaðsins. En þá er líka kom-
ið að íslensku stjórnmálaflokkunum.
Getur það verið að flokkarnir, sjálf
flokksskipanin í landinu og vinnu-
brögð forystumanna þeirra, eigi
einna mestan þátt í því hvernig
háttað er marklítilli umræðu um
þjóðmál á þessu landi?
Höfundur er sálfræðingur
og fyrrv. rektor KHÍ.
Rosenthal - pcgnrInl
í vc\ur gjöf
Brúðkaupsgjafir
• Tímamótagjafir sy\ \xy/\ f\
• Verö við allra hæfi
Hönmin Oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244.
Jónas Pálsson
Island sextánda
í röðinni
FYRIR nokkrum
árum var fullyrt að ís-
land ræki dýrustu heil-
brigðisþjónustu í Evr-
ópu. Þessi ranga fullyrð-
ing hefur því miður
reynst lífsseig.
Fullyrðingum var ein-
arðlega mótmælt í
mörgum blaðagreinum
(meðal annars Ólafur
ðlafsson: „Blikur á lofti
velferðar", Jóhann Rún-
ar Björgvinsson og
Magnús Skúlason).
Gagnrökin voru þau
að þessi fullyrðing stæð-
ist ekki samkvæmt ís-
lenskum hagfræðiút-
reikningum. í öðru lagi þurfti ekki
mikla hagfræði til að skilja að vegna
þess að Island er láglaunaland og
laun vega þyngst í heilbrigðisþjón-
ustunni, gat þessi fullyrðing ekki
staðist.
Hafandi í heiðri að hafa skal það
er sannara reynist, leituðu stjórn-
völd, er vakið höfðu framangreinda
sögusögn, til hagfræðinga OECD
um nánari athugun. Hagfræðingar
OECD svöruðu kalli, komu hingað
til lands árið 1993 og gerðu ræki-
lega úttekt á þessum málum. í bók
er birtist í ritröð OECD (Economic
Surveys, París 1993) var niðurstöð-
Forsendur niðurskurðar
í heilbrigðiskerfinu eru
rangar, að mati Olafs
Olafssonar, sem segir
ísland í sextánda sæti
OECD-ríkja í heilbrigð-
iskostnaði.
um þessarar rannsóknar gerð góð
skil. Fram kom meðal annars að:
1. Hér störfuðu hlutfallslega
færri við lækningar og hjúkrun,
fjöldi bráðarúma var svipaður en
meðallegutími mun styttri á íslandi
en flestum OECD-ríkjum.
2. Út frá þeim forsendum sem
gefnar voru var ísland 10. til 13. í
röð OECD-ríkja varðandi kostnað
við heilbrigðisþjónustu.
Nánari athugun leiddi í ljós að ef
tekið var tilliti til:
Rauntekna á íbúa.
Hlutfalls 15 ára og yngri ásamt
65 ára og eldri voru útgjöld ís-
lendinga reiknuð sem PPP-verð-
gildi (lækningakarfa heimil-
anna). 4,2% neðan við væntigildi
heilbrigðisútgjalda OECD-ríkja.
Fram kom að ýmsir umönnunar-
þættir s.s. hjúkrunarþættir á elli-
og hjúkrunarheimilum voru flokk-
aðir undir heilbrigðismál líkt og t.d.
í Þýskalandi, en yfirleitt flokka
OECD-ríki þessa þjónustu undir fé-
lagsmál. Ef sama flokkun væri notuð
hér væri kostnaður á íslandi í raun
lægri.
Nú hafa hagfræðingar OECD
bætt um og samræmt betur forsend-
ur útreikninga vegna heilbrigð-
isþjónustunnar í OECD-ríkjum
(OECD Health Systems. Health
Policy, Vol I-II, 1993- 1994). Á ís-
landi og í Kanada voru útgjöld vegna
elli- og hjúkrunarheimila, þar sem
kostnaður vegna læknisþjónustu
nemur minna en helmings útgjalda
vegna umönnunar, færð frá heil-
brigðisgeiranum til félagsmála líkt
og tíðkast meðal OECD-ríkja.
Útgjöldin eru reikn-
uð sem hlutfall þjóðar-
útgjalda (opinberar
greiðslur og einka-
greiðslur) (Total Ex-
penditure on Health in
Total Domestic Ex-
penditure % = TDE).
Að áliti OECD er þetta
nákvæmari mælikvarði
en hlutfall landsfram-
leiðslu (GNP) og vergr-
ar þjóðarframleiðslu
(GDP) sem oft hefur
verið notaður. Hjá öðr-
um þjóðum má reikna
með vissum leiðrétting-
um og þá aðallega
vegna vantalinna
greiðslna vegna stjórnunar, einka-
reksturs (Bandaríkin), umönnunar-
kostnaðar (Þýskaland). Þetta eru
minni háttar upphæðir að Þýska-
landi undanskildu. Niðurstöður má
lesa úr töflu I.
Tafla I
Heildarútgjöld OECD-ríkja sem
hlutfall af öllum þjóðarútgjöldum
TDE 1991
1. Bandaríkin ........... 13,3 ?
2. Kanada .................. 9,3
(var 9,9 ef miðað er við hlut-
fall af vergri þjóðarframleiðslu).
3. Frakkland ............... 9,1
4. Þýskaland ............. 9,1 ?
5. Finnland ................ 8,9
6. Holland ................. 8,7
7. Ástralía ................ 8,6
8. Austurríki .............. 8,5
9. Noregur ................. 8,4
10. Ítalía .................. 8,3
11. Svíþjóð ................. 8,3
(var 8,8).
12. Belgía .................. 8,2
13. Sviss ................... 8,0
14. írland .................. 8,0
15. Nýja-Sjáland ............ 7,7
16. ísland .................. 7,5
(var 8,3 ef miðað er við hlut-
fall af vergri þjóðarframleiðslu).
17. Danmörk ................. 7,0
18. Japan ................... 6,8
19. Lúxemborg ............... 6,6
20. Bretland ................ 6,6
21. Spánn ................... 6,5
22. Portúgal ................ 6,2
23. Grikkland ............... 4,8
24. Tyrkland ................ 4,1
Samkvæmt þessum útreikningum
er ísland því það 16. í röð OECD-
ríkja.
I leiðara Morgunblaðsins 27. jan-
úar sl., þar sem fjallað er um heimil-
ið Bjarg, sem fellur undir umönnun-
arstofnun, er talið að flutningar út-
gjalda af þessum toga milli sam-
félagsþátta komi út á eitt, því að hið
opinbera greiði reikninginn! Bókhald-
arar geta vart verið sammála leiðara-
höfundi, auk þess sem rangar fullyrð-
ingar um meintan hámarkskostnað
heilbrigðisútgjalda virðist vera mörg-
um kært umræðuefni og beinlínis
hvatning til óraunhæfs niðurskurðar
í heilbrigðismálum.
Lagt er til að við færum útgjöld
til heilbrigðismála og félagsmála í
eðlilegt horf á næstu fjárlögum.
Hvers vegna er Landlæknisemb-
ættið að blanda sér í „hápólitíska“
umræðu um fjármál? Ástæðan er sú
að ég tel forsendur niðurskurðar í
heilbrigðisþjónustu vera rangar, þ.e.
að við rekum hér dýrt heilbrigðiskerfi.
Niðurstöður koma illa niður á fólki
er þarfnast bráðaþjónustu og ekki
síður á fólki sem ekki getur séð sér
farborða vegna líkamlegrar og and-
legrar veiklunar.
Höfundur er Inndlæknir.
Ólafur Ólafsson
HAFNFIRÐINGAR útsaianheldurAfram
OG NAGRANNAR!
adidas
athÍ^ztíc Miðbæ, Hafnarfirði.