Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 21 Fjárvöntun Háskóla Islands í GREIN í minni í Mbl. 9. janúar sl. var sýnt fram á að fjárveitingar til Háskóla Islands eru orðnar svo lágar, að þær hafa slitnað úr öllu rökrænu samhengi við verkefni háskólans. Sú niðurstaða sem kom höfundi sjálfum mest á óvart er að kennslukostnaður á nemanda er kominn niður fyrir ódýrustu menntaskólana. Hver er eðlilegur kostnaður við kennslu háskóla- nema? Auðvitað eru til ágætar sam- anburðartölur erlendis frá, þar eru margir háskólar komnir á fjárveit- ingar sem nema fastri upphæð á nemenda á ári. Upphæðirnar eru mismunandi eftir námsbrautum, en sé kostnaður við kennsluna í HÍ borinn saman við þessar tölur reyn- ist hann tvisvar til þrisvar sinnum lægri. Þessi samanburður sýnir því ekkert nema hvað laun háskóla- kennara eru miklu lægri hér á landi en annars staðar og er því ónothæf- ur til að sýna hvað er eðlilegur kostnaður við kennslu háskólanema hér á landi miðað við ástand þjóð- mála eins og það er. Það eina sem í raun er hægt að gera er að miða við framhaldsskól- ana og áætla hversu miklu meira eigi að veija til háskólakennslu en framhaldsskólakennslu. Það er skoðun undirritaðs að það sé eðli- legt að kosta 50% meiru að meðal- tali til háskólanáms en náms á framhaldsskólastigi. Miðað við þetta er fjárvöntun HÍ 85.000 kr. á ári á nemenda vegna kennslunnar eða um 480 milljón kr. á ári. Sem eðlilegt er, þá er þetta dálítið hærri upphæð en sú sem yfirstjórn háskól- ans áætlar sem algert lágmark. Fjárvöntun til rannsókna Þýðingarmesti hluti háskóla- rannsókna eru rannsóknir nemenda í meistaranámi og doktorsnámi. í flestum þróuðum ríkjum, nema hér á landi, fá hæfustu nemendurnir styrki til þessa náms, sem við hér- lendar aðstæður má telja eðlilegt að væru 800.000 til 1.000.000 kr. á nemenda á ári. Sú tala innifelur tækjakostnað og laun til þessara nema. Þess má geta, að margir ís- lendingar í hliðstæðu námi við er- lenda skóla eru á slíkum styrkjum frá viðkomandi landi. T.d. eru flest- ir nemendur verkfræðideildar, sem eru í framhaldsnámi í Bandaríkjun- um, á svokölluðum R/A eða R/D styrkjum frá sínum skólum sem nema um 1.000 bandaríkjadölum á mánuði. í háskóla af þeirri stærð sem HÍ er væri eðlilegt að til væru pláss fyrir 200 meistaranema og 100 doktorsnema. Þetta svarar til þess að HÍ útskrifaði um 100 meistara og 25 doktora á ári og gæti þá tekið tilsvarandi §ölda nýnema í nám á þessum lærdómsstigum. Kostnaður af þessu yrði um 260 milljónir króna á ári. Um helmingur þessa fjár ætti að koma úr ríkis- sjóði og hinn helmingurinn, 130 milljónir á ári, frá atvinnulífinu. Atvinnulífið greiðir margfalda þessa upphæð til HÍ fyrir rannsókn- ir nú þegar, svo þeirra megin er um tiltölulega litla aukningu að ræða sem væntanlega yrði auðvelt að fá ef ríkið sýnir einhveija við- leitni sín megin. Til viðbóta þessu þyrftu að koma um 100 milljónir sem skiptist á milli Rannsóknasjóðs háskólans og Vinnumatssjóðs. Allt í allt yrðu þetta um 360 milljóna framlag til rannsókna við HÍ sem ætla má að sé sú upphæð sem vantar til að koma rannsóknum í eðlilegt horf. Ýmis viðbrögð við fyrri grein Þórir Olafsson, rektor KHI, ritar ágæta grein í Mbl. 18. þ.m. Hann telur að kostnað við nám í Kennara- háskóla íslands þurfi að reikna bet- ur en þær tölur sem ég nota í fyrri grein. Þetta má rétt vera, en ég nota Verkefnavísi fjármálaráðu- neytisins til að reikna út kennslu- kostnað á nemanda á ári, en for- mála þeirrar bókar ritar íjármála- ráðherra sjálfur og segir þar orð- rétt. „Áhersla er lögð á einfalt form en þess jafnframt gætt að verkefna- vísirinn gefi raunhæfa mynd af starfseminni." Eg treysti mér ekki til að nota aðrar tölur að öllu óbreyttu og til þess liggja tvær ástæður. í fyrsta lagi má búast Við að kostnaður við kennslu á nem- anda verði grundvöllur íjárlaga- gerðar í framtíðinni, en slíkt verður æ algengara hjá nágrannaþjóðun- Það er eðlilegt að kosta 50% meiru til háskóla- náms, segir Jónas El- íasson, en náms á fram- haldsskólastigi. um. í öðru lagi er útilokað annað en nota tölur sem koma frá viðkom- andi skólum sjálfum, en tölurnar í Verkefnavísi fjármálaráðuneytisins eru einmitt frá skólunum sjálfum. Þess vegna þurfa þær ekki að vera algerlega smanburðarhæfar. En ég held það vera verðugt verkefni fyr- ir 13 háskóla samstarfsnefndina, sem Þórir getur um, að leggja lín- urnar fyrir skólana um hvernig eigi að ganga frá tölum í Verkefnavísinn þannig að þær gefi réttari mynd af kostnaði á nemanda en Þórir telur þær gera nú. Þeir skólar sem telja sig á háskólastigi eru að vísu mun fleiri en 13, en niðurstaða sam- starfsnefndarinnar mun samt sem áður vega þungt fyrir þá sem standa utan við nefndina. Þar vil ég koma með eina tillögu, en hún er sú að töiurnar um nemendafjölda í Verk- efnavísinum verði látn- ar passa við tölur Hag- stofu íslands, en það gera þær ekki í dag. Samt sem áður hef ég notað Verkefnavísinn og mun gera það áfram, einfaldlega til að halda samræminu og samanburðar- grundvellinum óbrengluðum. Guðbrandur Stein- þórsson ritar grein í Morgunblaðið 1. febr- úar sl. og er stóryrtur. Hann telur líka að töl- urnar gefi ekki rétta mynd af kostnaðinum, svo hann þarf líka að athuga hvaða tölum hann er að skila í Verkefna- vísinn. Að miða kennslukostnað ein- göngu við útskrifaða nemendur, eins og hann leggur til, gengur að sjálfsögðu ekki upp og er hvergi gert. í HÍ er verið að gera tilraunir með að áætla tölu „virkra" nem- enda, en tíminn á eftir að leiða í Ijós hvort það gefi betri raun en að nota heildarfjöldann. Fullyrðing- ar hans um að meðalkostnaður há- skólanáms segi ekki neitt vegna þess að innanum séu „ódýrar“ deild- ir eins og húmanískar greinar eru í meira lagi undarlegar. Hinar húm- anísku greinar heimspekideildar HÍ hafa það mikilvæga verkefni að mennta framhaldsskólakennara. Er Guðbrandur að halda því fram að það sé fyllilega eðlilegt að menntun framhaldsskólakennara kosti ekki nema brot af menntun grunnskóla- kennara og sé ennþá ódýrari en menntun væntanlegra nemenda þessara manna í framhaldsskólun- um? Þá telur rektorinn það „út í hött“ að skólar á háskólastigi hafi það hlutverk að búa nemendur sína undir nám í einhveijum af deildunr HÍ. Auðvitað eiga skólar á háskóla- stigi að undirbúa nemendur sína þartnig, að þeim standi framhalds- nám við HI opið ef það á annað borð er til. Það hefur hingað til verið keppikefli allra slíkra skóla að nemendur þeirra uppfylli inn- tökuskilyrði sem allra flestra há- skóla sem bjóða framhaldsmenntun á þeirra sviði. Rektor Háskólans á Akureyri skrifar grein í Mbl. 16. þ.m., en í grein hans er efnislega ekkert. Er mér því nokkur vandi á höndum að svara grein hans og .verður það ekki gert að þessu sinni. Að lokum Ef farið yrði eftir þessum tillögum sem hér eru settar fram um aukið fjármagn til kennslu og rannsókna við HÍ mundi heildar- kostnaður á nemanda verða um 440 þúsund krónur á nemanda á ári. Þetta er svipuð upphæð og látin er til Kennaraháskóla ís- lands og Háskólans á Akureyri nú þegar. Þetta er ekki há upphæð, hér er langt frá því um óraunhæfan reksturskostnað að ræða. Til upp- lýsingar má geta þess, að þeir skól- ar „háskólastigsins" sem dýrastir eru kosta meira en þrefalda þá upphæð sem hér er verið að ræða um, eða um eina og hálfa milljón króna á nemanda á ári. Þar er um stofnanir að ræða sem hafa hvergi nærri þá þýðingu fyrir íslenskt þjóð- líf sem Háskóli íslands hefur, hvorki í menningarlegu né atvinnulegu til- liti. Það er skoðun þess sem hér ritar, að gera þurfi rækilega tiltekt á háskólastiginu. Taka saman litlu skólana í stærri stofnanir. Staðsetja skólana þar sem nemendurnir og rekstraraðstaðan er. Búa til nýtt líkan fyrir framhaldsskóla — há- skólastig, þar sem stúdentsprófið er fært niður um eitt aldursár og háskólastiginu markað rúm milli stúdentsprófs og BA- og BSc-prófs þannig að tryggt verði að nemendur eigi beina leið áfram í framhalds- námi í háskóla. Þessi menntun á háskólastigi yrði rekin fyrst og fremst í tengslum við þá framhalds- skóla sem til þess eru hæfir. Síðast en ekki síst kostnaðargát þar sem sett er þak á nemandakostnað og rekstri þeirra skóla þar sem kostn- aður er upp úr öllu valdi og mennt- unin tiltölulega lítils virði verði hætt í núverandi mynd. Þetta myndi spara fé í menntakerfinu sem hundruðum milljóna nemur. Höfundur er prófessor í verk■ fræðideild HÍ. Jónas Elíasson Obærilegur ójöfnuður SUMIR hópar þjóð- félagsins standa hall- ara fæti en aðrir í lífs- baráttunni. Ýmsir þessara þjóðfélagshópa hafa bundist samtök- um vegna þess að það hefur sýnt sig að sam- tök geta fremur þving- að fram réttarbætur en barátta hvers og eins út af fyrir sig. Einn er sá hópur, sem á enga málsvara og mætir litlum skiln- ingi í vandræðum sín- um, en það er hópur fólks, sem lendir í því að þurfa að sækja bæt- ur vegna líkamstjóns til trygginga- félaganna. Samt hefur svo vel tek- ist til að lögmenn, sem fara með slík mál og verða öðrum betur áskynja þess ójafnaðar, sem falinn er í skaðabótalögunum nr. 50/1993 og vita að þetta fólk á sér enga málsvara, hafa gengið fram fyrir skjöldu til þess að fá réttan liiut þess og gera það í samræmi við lögmannsköllun sína. Án þess að ætlun mín sé að móðga neinn, þá hefur hæstaréttar- lögmaðurinn Jón Steinar Gunn- laugsson verið ósérhlífnari í þessu efni en aðrir. Það er blessun hveiju þjóðfélagi að eiga slíka menn, sem eru óhræddir við að gagnrýna það sem miður fer í þjóðfélaginu. Gagn- rýni hans leiddi til þess, að lög- mannafélagið fékk þá hina mætustu lögfræðinga, hæsta- réttarlögmennina Gest Jónsson, fyrrv. for- mann lögmannafélags- ins, og Gunnlaug Cla- essen, núverandi hæstaréttardómara, til þess að semja tillögur um breytingar á lögun- um til þess að sníða af helstu vankantana á þeim. Það er staðreynd, að eins og lögin eru í dag eru með þjóðinni tvennskonar tjónþolar, sem er gert herfilega og óskiljanlega mis- jafnt undir höfði eins og ofangreindir lögfræðingar og aðrir liafa bent á, en verður ekki endurtekið hér. Tillögur þeirra tvímenninganna, sem miða að því að stemma stigu við slíkum ójöfnuði, eru tvímæla- lausar réttarbætur. Hið háa Alþingi óskaði eftir að fá tillögurnar, vænt- anlega í þeim tilgangi að unnt væri að lögfesta þær. Á hinu háa Alþingi hafa þær hins vegar ekki mætt þeim skilningi þingmanna, sem vænta mátti og málið situr fast. Heyrst hafa getgátur um að annarleg og voldug undirheimaöfl hafi róið í þingmönnum og þar liggi hundurinn grafinn. Svo merkilega hefur tekist til að á þriðja hundrað lögmanna hafa skorað á Alþingi með undirritunum sínum að afgreiða réttarbæturnar. Heyrst hafa getgátur um, segir Gunnlaugur Þórðarson, að annarleg og voldug undirheimaöfl hafí róið í þingmönnum. Það er einstakt að svo stór hópur lögmanna sé sammála. Af „princip-ástæðum" var mér ómögulegt að skrifa undir skjalið, þar sem ég vil ekki skrifa undir mótmælaplagg, sem fleiri en 5 standa að. Allt kemur fyrir ekki og þrátt fyrir mikilvægi slíkrar undirskrifta- söfnunar situr málið sem fyrr segir fast hjá þingi, sem mörgum virðist dugminna en áður. Og þá ber svo við að einn löglærður maður, sem aldrei hefur fengist við lögmennsku, lætur þau orð falla í fjölmiðlum að þessir lögfræðingar séu að þessu í þeirri von að fá auknar tekjur. Því- lík aðdróttun kemur upp um skort á rökum og lágkúrulegan hugsun- arhátt og sýnir að sá maður hefur ekki skynjað þá köllun sem í lög- mennsku felst, enda reiðubúinn að sverta kollega sína. Þjónkunarlund- in er oftast söm við sig. Vonandi reka þingmenn af sér slyðruorðið. Höfundur er hæstaréttarlögnmd- ur. Gunnlaugur Þórðarson Jeep Cherokee Limited, árgerð 1991. Litur hvítur. Ekinn 100.000 km. Sjálfskipting. Vökva- og veltistýri. A.B.S. bremsukerfí. . Leðurklæðning. Rafdrifnar rúður, rafdr. sepglar. rafdr. stólar fr., samlæsing með fjarstýringu, útvarp og segulband. Vetrardekk á álfelgum, sumardekk á álfelgum. Bifreiðin er í toppástandi. Einneigandi. „ .. . „ , , . ,, „ Opið a laugardag fra kl. 12-16 Báðir bílarnir eru til sýnis hjá Brimborg hf., Faxafeni 8, sími 515-7010. Toyota 4Runner Executive, árg. 1992. Vél 3.0 lítra, 6 cyl, 150 hö, bensín, ekinn 55.000 km. Litur dökkblár. Sjálfskipting, vökva- og veltistýri, sjálfvirkar framdrifslokur, upphækkun frá Toyota, 36' ný dekk og pro 18" álfelgur, grind framan á bíl, toppgrind, dráttarkúla, vindskeið að aftan, útvarp og geislaspilari. Loftlæsing, Downey fjöðrunarkerfi. Einn eigandi. Bifreiðin í toppástandi Góð kjör. Sk. á ódýrari fólksbifreið æskileg. Góð kjör. Ódýrari bíll óskast í skiptum. Til sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.