Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 9 FRÉTTIR NÝ SENDING FRÁ Skeljungur hf. styrkir skóg- rækt um 10 milljónir króna KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs hf, og Jón Loftsson skógræktarstjóri undirrita nýjan samning um Skógrækt. JÓN Loftsson, skógræktarstjóri, og Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs hf., hafa undirritað samkomu- lag um áframhaldandi samstarf Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. undir kjörorðinu „Skógrækt með Skeljungi". Samkvæmt samningnum mun Skeljungur hf. leggja 10 milljón- ir króna til verkefna á sviði skóg- ræktar á þessu ári. Frá því samstarf þessara aðila hófst á miðju ári 1993 hefur Skelj- ungur hf. styrkt skógrækt í iandinu um samtals 27 milljónir króna. Fé- lagasamtök og einstaklingar hafa fengið skógræktarstyrki, ræktaðar hafa verið skógarplöntur og skóg- lendi opnuð almenningi með bættu aðgengi og áningarstöðum. Meginmarkmið samstarfs Skelj- ungs og Skógræktarinnar hefur ver- ið að efla almennan áhuga á skóg- rækt og skógræktarstarfið í landinu í þeim tilgangi að stækka skóglendi Islands. Vísasta leiðin til að glæða skógræktaráhuga íslendinga er að fá þá til að heimsækja þá fjölmörgu skógarreiti sem til eru í landinu. Slík heimsókn lætur engan ósnortinn. Því hefur í þessu samstarfi verið gert sérstakt átak í að opna skógana. Skóglendi Skógræktar ríkisins hafa verið gerð aðgengilegri til al- mennrar notkunar með grisjun, göngustígagerð, merkingum og bættri áningaraðstöðu. í því sam- bandi má nefna Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg, Grundarreitinn í Eyja- firði, Reykjarhólsskóg í Varmahlíð í Skagafirði, Jafnaskarðsskóg við Rannsókn stendur yfir í Ziirich ZUrich. Morgunblaðið. YFIRHEYRSLUR vegna morðsins á Vivan Öttarsdóttur í Genf í fyrra standa enn. Roland Niklaus, lög- fræðingur og aðalræðismaður Is- lands í Genf, sagðist ekki eiga von á að málið yrði tekið fyrir dómstól- ana fyrr en í haust. „Morðinginn situr inni og það er ljóst að hann fær langan fangelsisdóm," sagði hann. „Þess vegna liggur ekki svo mjög á að koma málinu í gegnum dómskerfið. Önnur brýnni mál eru látin ganga fyrir.“ Vivan var myrt á heimili sínu eftir að hún hafði verið úti að skemmta sér um nóttina. Niklaus þarf að tilkynna fyrir miðjan mán- uðinn hvaða vitni hann hyggst kalla. Fimmtán ára dóttir Vivan hefur þegar verið yfirheyrð, svo og kunningjar sem hittu Vivan um kvöldið áður en hún lést og rann- sóknarlæknirinn. Niklaus býst við að rannsókninni ljúki með vorinu. „Það getur verið að málið verði tek- ið fyrir dóm í júní en mér finnst líklegra að það verði í haust eftir sumarfríin," sagði Niklaus. ------■■ Framkvæmda- stjóri NATO í heimsókn Framkvæmda- stjóri Atlantshafs- bandalagsins, Javier Solana, kemur í opinbera heimsókn að kvöldi 14. febrúar 1996 og stendur heimsóknin yfir til eftirmiðdagsins 15. febrúar. Framkvæmdastjórinn mun eiga fundi með forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og utan- ríkismálanefnd. Hreðavatn, Stálpastaðaskóg í Skorradal, skóglendið í Esjuhlíðum við Mógilsá, Haukadalsskóg í Bisk- upstungum og Tumastaði í Fljóts- hlíð. Samanlögð lengd skógarstíga sem unnt hefur verið að leggja vegna framlagsins frá Skeljungi nemur tug- um kílómetra og á enn eftir að auk- ast. Sérstakir skógardagar, sem efnt hefur verið til í tengslum við opnun skóganna, hafa verið mjög fjölsóttir. Reynslan hefur sýnt að landsmenn kunna vel að meta þetta framtak enda hefur öll umferð um skóglendin aukist til muna í kjölfarið. Með samningnum sem nú hefur verið undirritaður er tryggt áfram- OPIÐ hús verður í Stóðhestastöðinni Gunnarsholti frá kl. 14 nk. sunnu- dag. Verður áhugamönnum um hrossarækt gefinn kostur á að skoða hesta og húsakost stöðvarinnar, ræða við starfsrrienn, þ.á m. Þorkel Bjarnason, ráðunaut stöðvarinnar. Að sögn Haraldar Sveinssonar sem situr í stjórn stöðvarinnar verð- ur lagt á einhvetja af eldri hestunum á stöðinni ef veður leyfir. Um þessar mundir eru hestar á stöðinni vel á íjórða tuginn og fyrirliggjandi sjö til átta pantanir. Sagði Haraldur að starfsemin hefði gengið prýðilega, aðsókn góð og viðskiptavinir ánægð- ir með að fá stöðumat eftir tveggja hald á því ánægjulega samstarfi sem verið hefur milli Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. undanfarin ár. Framtíðarverkefnin eru mörg. Fjöldi skóglendis bíður grisjunar og bætts aðgengis, en ákveðið hefur verið að leggja áherslu á göngustígagerð í Þórsmörk, á Þingvöllum og í Eiða- skógi á Héraði. Fljótlega verða aug- lýstir Skeljungsstyrkir þar sem fé- lagasamtök og einstaklingar geta sótt um fjárstuðning til gróðursetn- ingarverkefna. Lögð verður áhersla á að veita færri en myndarlegri styrki en áður. Með haustinu er síðan stefnt að fræsöfnunarátaki með þátttöku almennings. mánaða þjálfun. Eftir slíkt mat hafa sumir hestanna verið sendir heim, ekki taldir vænlegir til undaneldis, og tveir geltir. Nokkrir yngri folanna hafa verið sendir heim til hvíldar en munu koma aftur til framhaldsþjálf- unar síðar. Meðal þeirra sem eru nýkomnir á stöðina má nefna stóð- hestinn Gust frá Grund sem efstur stóð í flokki 5 vetra hesta á Fjórð- ungsmóti Norðlendinga 1993. Þá sagði Haraldur að til stæði að ráða þriðja tamningamanninn til starfa en fyrir eru sem kunnugt er Páll Bjarki Pálsson og Sigurður Vignir Matthíasson. LIST Gallerí £ Listhúsinu í Laugardal 5 Gjafavörur co í SÉRFLOKKI CCJ w Myndlist, Leirlist Glerlist, Smíðajárn Listspeglar, Vindhörpur Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlœkkun Opið laugardag. kl. 10.30—14.00. Hverfisgötu 78, sími 552-8980. Kynning á Stóðhesta- stöðinni Gunnarsholti DANIELD. 17 jÖ fö NEÐST VIÐ DUNHAGA * UA ^ SÍMI 562 2230 cLlco. 20 G/VGL 20% afmælisafsláttur af Guerlain vörum 9. og 10. febrúar Michel Colas, förðunarmeistari frá Guerlain í Frakklandi, 'og Helga Sigurbjörnsdóttir, snyrtisérfræðingur í Guerlain á fslandi, kynna vor- og sumarlitina „Pacific Line“ og veita ráðleggingar um allt er lýtur að meðferð húðarinnar, förðun og litavali. w Gueriain Snyrtivöruverslunin Kringlunni • Simi 568 9033 Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 122 milljónir Vikuna 1. til 7. febrúar voru samtals 121.703.273 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. I.feb. Háspenna, Laugavegi..... 103.589 1. feb. Háspenna, Laugavegi..... 244.857 2. feb. Háspenna, Hafnarstræti.. 79.657 2. feb. Háspenna, Hafnarstræti.. 57.956 2. feb. Háspenna, Hafnarstræti.. 142.361 2. feb. Gúlliver viö Lækjartorg.... 166.269 3. feb. Gúlliver viö Lækjartorg. 70.967 3. feb. Háspenna, Laugavegi..... 162.740 5. feb. Háspenna, Hafnarstræti.. 289.400 5. feb. Mónakó...................... 183.520 7. feb. Mónakó.................. 291.371 7. feb. Háspenna, Laugavegi..... 80.174 7. feb. Háspenna, Laugavegi..... 79.312 Staöa Gullpottsins 8. febrúar, kl. 11.00 var 2.010.662 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. YDDA F53.164/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.