Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 37 Guðmundur Pétur Haukdal Jónsson var fæddur 15. janúar 1919 í Höll í Haukadal í Dýrafirði. Hann lést í Landspítalan- um 2. febrúar sl. Foreldrar hans voru hjónin í Höll, Ásti-íður Jónína Eggertsdóttir Andréssonar skip- stjóra frá Skálará og Þórdísar Jóns- dóttur konu hans, fædd 18. júní 1888, dáin 22. mars 1969, og Jón Guðmundur Guðmundsson bóndi og trésmiður Eggerts- sonar bónda í Höll og Elínborg- ar Jónsdóttur konu hans, fædd- ur 19. ágúst 1886, dáinn 17. desember 1950. Börn þeirra hjóna voru, talin í aldursröð: ÞAÐ ER alltaf erfitt og sárt að sjá á bak góðum dreng, sem manni þykir vænt um. Svo er með mig á þessari stundu, er ég með örfáum orðum kveð gamlan æskuvin og frænda, Guðmund Pétur Haukdal Jónsson eða Gumma Pé, eins og við í daglegu tali nefndum hann. Þegar mér barst sú sorgarfregn, að frændi minn Guðmundur Pétur frá Höll væri dáinn, hrönnuðust minningarnar upp. Mér fannst þetta nær ótrúlegt, en það var veru- leiki. Það voru bara nokkrir dagar frá því að ég talaði við hann í síma og þá var hann hress og ræðinn að vanda, þótt maður vissi, að heils- an væri ekki alltaf upp á það besta, þá bar hann sig vel. Á seinni árum hafði Elli kerling strokið hann frekar ómjúkum hönd- um og á sjúkrahús hafði hann nokkrum sinnum farið, en allt þetta hristi Gummi Pé af sér, en alltaf þyngdist heldur fyrir fæti, og eins og fyrr segir, lést hann á Landspít- alanum 2. febrúar sl., 77 ára að aldri. Eggert Haukdal Jónsson, f. 17. maí 1913, d. 14. október 1984, Elínborg Haukdal Jónsdóttir, f. 19. september 1916, d. 8. mars 1991, Guðmundur Pétur Haukdal Jónsson, f. 15. jan- úar 1919, d. 2. febr- úar 1996, Magnús Þorberg Haukdal Jónsson, f. 20. nóv- ember 1920, Gunn- ar Agnar Ilaukdal Jónsson, f. 1. des- ember 1922, Hákon Haukdal Jónsson, f. 29. janúar 1925, Sig- ríður Guðmunda Haukdal Jóns- dóttir, f. 23. júní 1931. Útför Guðmundar Péturs Haukdal Jónssonar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Öll sín bernsku- og unglingsár átti Gummi Pé heima í Höll í Haukadal. Snemma þótti hann iið- tækur til allra starfa og vann heim- ili sínu strax allt er hann gat og mátti. Hann naut góðrar tilsagnar í litla barnaskólanum, farskólanum, i Haukadal en fór siðan í tvo vetur á Núpsskóla. Þessi lærdómur skil- aði honum vel í gegnum lífið. Guð- mundur Pétur var smiður góður. Má segja lipur við hvaðeina. Er árin færðust yfir leitaði hann burt í atvinnu eins og fleiri. Stundaði hann þá allt er gafst, bæði til sjós og lands, þó mest sjóinn, bæði fyr- ir vestan og sunnan, allt frá smá- bátum upp í togara. Þótti það skip- rúm vel setið, er hann sat. Gummi Pé var fínn náungi. Hann var vænn maður og drengur góð- ur. Þéttur á velli og þéttur í lund og sómdi sér vel. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum og hélt þeim fram af festu og rökum og þeim varð lítt hnikað. Það var oft gaman að ræða við Gumma Pé, því bæði gat maðurinn verið hnyttinn í tilsvörum og svo hitt að hann var minnugur vel og fróður um svo margt, ekki hvað síst, er snéri að gömlum atburðum í tíma og rúmi. Árið 1950 lést bóndinn í Höll, Jón G. Guðmundsson, og 12 árum seinna flytur svo fjölskyldan í Höll suður og flytur í íbúð á Rauðalæk 20 í Reykjavík. Þarna búa systkin- in, Eggert, Guðmundur Pétur, Gunnar og Sigríður áfram nieð móður sinni Ástríði en hún lést 1969. Nokkrum árum seinna flytja Hallarsystkinin í Bogahlíð 10, þar sem þau hafa átt heima síðan. Marga ferðina hef ég átt til frænd- fólksins, enda gott að koma þang- að. Hér syðra komust þau systkini fljótlega í vinnu í landi. Guðmundur Pétur vann lengst af í Kassagerðini meðan kraftar og heilsa leyfðu. Hann var ákaflega traustur starfs- maður, trúr og samviskusamur. Gummi Pé var mikill Haukdæl- ingur og hafði mikla ást á dalnum sínum vestra og hann heimsótti æskustöðvarnar eins oft og hann gat. Nú síðast í sumar lagði hann leið sína vestur, þótt óhægt væri um vik að hreyfa sig mikið með staf í hendi, en tryggðin við dalinn var alltaf órofin. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínum, Guðmundi Pétri, fyrir sam- fylgdina gegnum árin, bæði í leik og starfi heima í sveitinni okkar, og hin síðari ár ógleymanlegar rabbstundir heima og heiman. Á þessari hinstu kveðjustund, sendi ég og fjölskylda mín systkin- unum frá Höll og þeirra ástvinum öllum, samúðarkveðjur. Farðu vel, frændi og vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jón Þ. Eggertsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnsiu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐMUNDUR PETUR HA UKDAL JÓNSSON t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSMUNDUR HÁLFDÁN MAGNÚSSON, Eyrarstíg 1, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðar- kirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Helga Kristjánsdóttir, Halldóra Ásmundsdóttir, Steindór Björnsson, Jóhanna Ásmundsdóttir, Jón Kr. Ólafsson, Ásmundur Ásmundsson, Sigurbjörg Hjaltadóttir, Kristján Ásmundsson, Magnús Ásmundsson og barnabörn. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem auð- sýnduð okkur vinsemd og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU SIGURGEIRSDÓTTUR, Melgötu 3, Grenivík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunardeildinni Seli. Guð blessi ykkur. Örn Árnason, Sveina Sigurjónsdóttir, Guðjón Ágúst Árnason, Kristín Jónasdóttir, Guðný Árnadóttir, Törolv Noreng, Gísli Arnason, Sofffa Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐRÚNAR ÞORKELSDÓTTUR, Vallargötu 18, Vestmannaeyjum. Sigurjón Sigurðsson, Viktor Sigurjónsson, Þorkell Sigurjónsson, Elísabet Ólafsdóttir, Karl Björnsson, Ásta Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. RADAUGi YSINGAR Frá Gunnskólanum í Hveragerði Vegna veikindaforfalla vantar kennara við skólann nú þegar. Upplýsingar gefa Guðjón Sigurðsson, skóla- stjóri, í símum 483 4195 og 483 4950 og Pálína Snorradóttir, yfirkennari, í símum 483 4195 og 483 4635. Skólastjórnendur. Héraðsdómur Reykjavíkur óskar eftir því að ráða starfskraft tímabund- ið til bókavörslu og prófarkalesturs. Um er að ræða hálft starf. Laun verða samkvæmt kjarasamningi opin- berra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk. Umsóknir skal senda Jóni Finnbjörnssyni skrifstofustjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar í síma 562 8546. Dómstjórinn í Reykjavík, Friðgeir Björnsson. JKIPUI A G R í K I S I N S Hágöngumiðlun Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif- um fyrirhugaðrar 385 Gl miðlunar í Köldu- kvísl við Hágöngur. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. febrúar til 18. mars 1996 hjá Skipulagi ríkisins, Lauga- vegi 166, í Þjóðarbókhlöðunni við Melatorg í Reykjavík og í þjónustumiðstöðinni Hlíðar- enda, Austurvegi 3, Hvolsvelli. Einnig hjá oddvitum Ásahrepps og Djúpárhrepps, eftir samkomulagi. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 18. mars 1996 til Skipulags ríkisins, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG Aðalfundur Hins íslenska Biblíufélags verður haldinn ísafnaðarheimili Háteigskirkju sunnudaginn 11. febrúar kl. 15.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Eitt blab fyrir alla! fRðranniilbibtb - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.