Morgunblaðið - 31.03.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
á að þótt menn býsnist yfir vaxandi
atvinnuleysi, sem eigi meðal annars
rætur að rekja til tölvuvæðingar, sé
réttara að tölvan hefur leyst marga
frá einhæfum störfum til að mynda
í bönkum og frystihúsum,- tölvan og
vélþrællinn hafi frelsað fólk frá ein-
hæfum og slítandi störfum.
Háskólinn vel
með á nótunum
Háskóli íslands hefur verið vel
með á nótunum hvað varðar tölvu-
menntun íslendinga og Oddur segir
að hlutverk skólans sé einmitt að
mennta fólkið og leggja stund á rann-
sóknir. „Það þarf vitanlega iíka
stjórnendur og fólk með frumkvæði
en auðvitað er tæknifólk grunnþáttur
í þessari þróun. Upp geta komið mál
sem eru mjög stærð- eða verkfræði-
leg, til að mynda varðandi tölvunet,
eða grafík eða hljóðgreiningu. Þá
þarf trausta tæknikunnáttu til að
leysa úr rnálurn."
Oddur segir að reglubundin
kennsla í tölvufræðum, sem þá kall-
aðist reiknifræði, hafi hafist innan
stærðfræðiskorar fyrir tuttugu árum,
en fyrir tíu árum varð tölvunarfræð-
in sjálfstætt fag. Á þeim tíu árum
hafa útskrifast 330 manns og Oddur
segir að líklega vinni um 1.200
manns að hugbúnaðargerð. Námið í
Háskólanum hefur alltaf verið sam-
bland af tækninámi og hefðbundinni
tölvunarfræði og hugbúnaðarverk-
fræði og mikil eftirspurn eftir því
fólki sem útskrifast úr því, að sögn
Odds, er mjög mikil núna og fer
vaxandi. „Nokkuð er um að menn
fara til útlanda til að vinna vegna
betri kjara. Okkur hefur tekist að
hafa menntunina góða, byggt hana
upp sem vísindagrein, ekki síst til
þess að fólk geti farið í framhalds-
nám.
Rannsóknar- og þróunarvinna sem
við höfum tekið þátt í .styrkir líka
þessa heild. Eg held að nú sé brýnt
að setja upp ákveðið MS-nám í tölv-
unarfræði við Háskólann," segir
Oddur með áherslu. „Við höfum gert
tillögu um að slíku námi yrði komið
á fót til þess að þeir 2-300 manns
sem eru hér heima fái kost á því að
fara í framhaldsnám, en stór hluti
þeirra vill það gjarnan. Slíkt nám
gæti jafnframt verið mikil lyftistöng
fyrir fyrirtæki, sem fengju þá aukinn
rannsókna- og þróunarþátt inn í fyr-
irtækin, og yrði mun auðveldara að
sælga um styrki, þar á meðal evr-
ópska styrki, til að mynda fyrir viða-
miklar rannsóknir eða stærri ritgerð-
ir í tengslum við háskólann.
Það er ekki búið að finna flöt á
því hvernig á að ijármagna MS-nám-
ið í tölvunarfræði. Við höfum jafnvel
rætt að stofna sjóð sem gæti hjálpað
Háskólanum að ráða kennara og að
fyrirtæki gætu jafnvel hjálpað Há-
skólanum að koma þessu á laggirnar
því þegar verið er að skera niður
ijárveitingar til Háskólans, er erfitt
að koma á fót nýju námi.“
Verkefni af svipaðri
stærðargráðu og jarðgöng
undir Hvalfjörð
Það má halda því fram að eina
leiðin fyrir Islendinga að ná góðum
tökum á tölvumálum sé að færa
tölvumenntun neðar í skólakerfinu;
þ.e. jafnvel að hefja almenna tölvu-
kennslu í grunnskólum. Þar er mikið
verk framundan að sögn Odds, ekki
síst vegna þess að tölvukostur er
víða úreltur og það verði að vera til
góð forrit á íslensku fyrir börnin, sem
hafi mörg aðgang að öflugum tölvum
á heimilinu og líka fullkomnum er-
lendum forritum.
„Verkefnið er kostnaðarsamt og
þegar skorið er niður í skólunum
geta þeir ekki gert þetta sjálfir. Þa<’
þarf að kaupa tölvur og netbúnai
og síðan kenna kennurunum, en sa
kostnaður er oft vanmetinn. Kennar-
ar í grunnskólum eru 2 til 3.000 og
ef helmingurinn af þeim á að fá
nokkra fræðslu, segjum mánuð á
mann, þá eru það um hundrað árs-
verk sem kosta hundruð milljóna.
Vilji er fyrir hendi en þetta er gríðar-
legt verkefni; að tölvuvæða grunn-
skólana og netvæða er verkefni af
svipaðri stærðargráðu og jarðgöng
undir Hvalfjörð. Jarðgöng undir
Hvalfjörð eru hagkvæm en hitt er
miklu hagkvæmara þegar til lengri
tíma er litið. Gapið á milli þeirra sem
hafa næga tæknikunnáttu og hinna
sem enga hafa breikkar svo hratt
og það er dýrt fyrir þjóð að að lenda
mikið á eftir.“
SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 7
Dagbók frá Kairó
EGYPTAR eru miklir barnd-
arakallar og hlæja þá mest
og lengst ef brandarinn er nógu
fáránlegur. Margir brandarar
eru samdir um Múbarak forseta
og flestir ganga út á að hann
þykir ekki vaða í vitinu hvað svo
sem hann heldur marga alþjóð-
lega friðarfundi eða er hrósað
af útlendum leiðtogum.
Einn brandarinn um Múbarak
er á þessa leið: Einu sinni átti
Múbarak að halda ræðu á fundi.
Hann kallaði ræðuskrifarani) til
sín og sagði: Skrifaðu góða og
snjalla ræðu. En hafðu hana
ekki meira en þijár blaðsíður,
því annars fer öllum að leiðast.
Á tilsettum tíma mætti Múbarak
á fundinn og ræðuskrifarinn af-
henti honum ræðuna. Múbarak
las nú skörulega fyrstu 3 blaðsíð-
urnar en sá þá sér til ergelsis
að enn voru eftir fleiri blaðsíður
af ræðunni. Hann vildi ekki
hætta í miðjum klíðum og þuldi
því 4., 5., 6., 7., 8., og 9. blaðsíð-
una samviskusamlega. Þá voru
allir viðstaddir löngu sofnaðir.
Eftir fundinn kallaði Múbarak
ræðuskrifarann til sín og las yfir
hausamótunum á honum; hafði
hann ekki fyrirskipað að ræðan
yrði bara þijár blaðsíður en ekki
níu? Loksins þegar skrifarinn
komst að stamaði hann: Herra
forseti, ræðan var bara þijár
blaðsíður en ég Ijósritaði hana í
tveimur aukaeihtökum.
Yfir þessu og fleiru veltast
Múbarak
brandari og
40 febrúar-
dagar
Egyptar eru víst
brandarakallar eða
svo segir Jóhanna
Kristónsdóttir og
segir hér einn af leið-
toga landsins.
menn um af hlátri og alltaf bæt-
ast við fleiri og fleiri brandarar
um forsetann. En einnig eru
brandarar sem eru að mestu út
í bláinn og gera mikla lukku.
Eins og maðurinn sem varð svo
flinkur að keyra eftir að baðkar
hafði dottið á hausinn á honum
þegar hann var að labba úti í
eyðimörkinni... og skilji þeir
húmorinn sem geta.
Svo ég víki frá skopskyni
Egypta að skólanum, miðar okk-
ur krökkunum nokkuð á leið í
egypsku arabískunni og Mona
lætur okkur í þykjustunni fara í
búðir, á matsölustaði, hringja á
skrifstofur og fleira.
Það gengur brösulega að ná
því sem einkennir arabískan
framburð, þ.e. orðin renna í raun
saman en eru ekki aðskilin í
framburði. Segi maður t.d.
„Hann sagði við mig að konan
sín væri úti“ er það: hoa el-li-nni-
ssitti-barra, og borið fram í eini
bunu.
Og misvel gengur að muna
glósur og því detta upp úr okkur
hinar ágætustu vitleysur. Um
daginn vorum við að fara yfir
töluorð og mánuði og hvernig
afmælisdagar okkar væru á
arabísku. „Arbain febreijer,“
sagði ég. „Svo það hafa aldeilis
bæst við dagar í febrúar,“ sagði
Mona; ég hafði sagt að ég væri
fædd 40. febrúar og gat ekki á
þeirri stundu munað að 14. er
arbatassjar.
Samnemendur mínir eru
hresst lið. Annika sænska er
einna sprækust og henni er hjart-
anlega sama þó hún segi ekki
allt rétt. Hún býr hjá egypskri
fjölskyldu og segir að nú orðið
biðji hún þau að tala sem minnst
ensku við sig til að hún þjálfist
í arabískunni. Kuono frá Japan
er best undirbúinn og hann er
sá eini okkar sem hefur náð tök-
um á framburði stafsins/hljóðs-
ins ÆIN, Patricia ítalska þarf
oftast að gá í glósur, Gani frá
Nígeríu ruglar alltaf saman þú-
inta-í kk, og þú-inti- í kvk. þegar
hann er að ávarpa okkur. Ric-
ardo og Javier frá Spáni sem
báðir vinna í sendiráðinu hér
hafa misst dálítið úr en eru
skemmtilega snaggaralegir.
Michael frá Bandaríkjunum
segist ekki hafa eyra fyrir málinu
en samt er hann flinkastur okkar
að impróvísera þegar hann rekur
í vörðurnar. Heather er einnig
bandarísk og fer ótrúlega mikið
í taugarnar á henni að ekki allt
í arabísku skuli eiga sér hlið-
stæðu í ensku. Mohammed frá
Indónesíu og ég höfum bæði
verið sl. mánuði samhliða í tím-
um í klassískri arabísku og okk-
ur hættir til að rugla saman eða
nota orð sem eru ekki notað í
daglegri arabísku. „Hlustið ekki
á Mohammed og Jóhönnu, þau
tala „fussha“,“ segir Mona og
skellihlær.
I lok smáleiðrétting. í einni
dagbókinni sagði ég frá míní-
orðabókinni sem ég er að búa
til. En þar var smávilla: Ég
sagðist hafa viðað að mér 3.000
orðum. í blaðinu voru þau 50
þúsund! Þó ég sé snjöll næli ég
ekki í 50 þúsund orð á einum
vetri...
ÍSLAND
GETUR LEITT
HEIMINNINN
í NÝJA ÖLD
segir Vestur-íslendingurinn
Steve Thorlaksson, með því að virða
Lög Móses sem LÖG LANDSINS
ORIENT
\
Grétar Helgason,
úrsmiður,
Laugavegi 35,
s.552 4025.
Vönduð
fermingarúr
Verð
kr. 11.900.
Kramhúsiö er rétti
staðurinn..
Músikleikfimi:V^
FlafO6
V.eiKRin\
tyrir Ka^
Harpa
Vertu með! Þú munt aldrei
sjá eftir því.
Sími: 551 5103
Vornámskeiðin
hefjast 10. apríl!