Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 8

Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR HVER er útþensluhraði alheimsins? VÍSINDlÆr rétturHubblefasti fundinn? ___ Aldur alheimsins ÞAR TIL í byrjun þessarar aldar ■gerðu vísindamenn ráð fyrir því að fastastjörnur og þyrpingar þeirra hefðu fasta og óbreytanlega afstöðu sín á milli. Það kom því sem reiðar- slag fyrir marga þegar bandaríski stjarnvísindamaðurinn Hubble komst að þeirri niðurstöðu árið 1929 að alheimurinn er stöðugt að þenjast út. Hann dró þessa ályktun 1 af athugunum sem hann gerði á hliðrun í bylgjulengd ljóss (rauð- viki) frá fjarlægum vetrarbrautum. t Hubble fann einnig að útþenslu- hraði vetrarbrautanna var í réttu hlutfalli við ijarlægð þeirra frá at- hugunarstað, þ.e. jörðinni. Hlut- fallsfastinn á milli hraðans ogflar- lægðarinnar nefnist nú Hubble fasti og hefur æ síðan verið ákaft um- ræðuefni stjarnfræðinga. Giidi Hubble fastans hefur mikil- vægar afleiðingar fyrir áætl- . aðan aldur alheimsins. Því minna sem gildi fastans er því hægari er útþensla alheimsins sem þar af leið- andi hefur þurft lengri tíma tíl að ná þeirri stærð sem hann hefur í dag. Hátt gildi fyr- ir fastann hins vegar hefur í för með sér tiltölulega ungan alheim, sem hefur þanist til núverandi stærðar á tiitölulega skömmum tíma. Til þess að áætla Hubble fastann þurfa stjarnfræð- ingar að gera mjög erfiðar mæling- ar á sambandinu á milli rauðviks og fjarlægðar vetrarbrauta. Til þess nota þeir nær eingöngu mælingar á því ljósmagni vetrarbrautar sem nær að ferðast alla leið til jarðarinn- ar. Greint ljósmagn er síðan borið saman við áætlaðan innri ljósstyrk vetrarbrautarinnar. Vandamálið er að innri ljósstyrkurinn er venjulega óþekkt stærð. Mældur ljósstyrkur stjörnu dofn- ar í réttu hlutfalli við annað veldi þeirrar fjarlægðar sem ljósið hefur ferðast. Þetta lögmál mundi gefa áreiðaniega vísbendingu um fjar- lægð stjarna ef þær hefðu jafnan, eða a.m.k. þekktan ljósstyrk. Við- leitni vísindamannanna hefur því beinst að því að finna stjörnur eða stjörnukerfi sem hafa mismunandi staðsetningu innan alheimsins og þekktan ljósstyrk. A þriðja áratugn- um fundu tveir stjarnfræðingar, Henrietta S. Leavitt og Harlow Shapley, stjörnugerð sem að nokkru leyti uppfyllir þessi skilyrði. Vanda- málið er einungis að þessar stjörn- ■ ur, s.k. Cepheid stjörnur, eru of ljós- eftir Sverri Ólafsson litlar til að greinast í fjarlægum vetrarbrautum. Á undanfönum árum hafa fram- farir í mælitækni auðveldað leitina að stöðluðum ljósgjöfum sem nota má til nákvæmari lengdarmælinga. Margir fræðimenn eru nú þeirrar skoðunar að nota megi sprengi- stjörnur af gerðinni 1A sem viðmið- unarljósgjafa. Kosturinn við þessar sprengistjörnur er að ljósstyrkur þeirra er milljón sinnum meiri en ljósstyrkur Cepheid stjarna og því greinast þær í langtum meiri ijar- lægð. Vandamálið er hins vegar að þangað til nýlega var hlutfallið á milli innri ljósstyrks Cepheid stjarna og 1A sprengistjarna óþekkt. Vitn- eskja um þetta hlutfall er hins veg- ar forsenda þess að nota megi stjörnur til nákvæmra fjarlægðar- mælinga. Mögulegt er að rannsókn- ir á undanförnum árum ásamt þróun nýrrar mælitækni geti leyst úr þessu vandamáli. Rannsóknir sem hófust árið 1992 á vetrarbrautinni NGC 4639 bentu til þess að þar væri að finna 1A sprengistjörnu. Vísindamenn mældu ljósstyrk stjörnunnar eins og hann greindist á jörðinni. Það sem kom vísindamönnum mest á óvart var að þeim tókst einnig að greina 20 Cepþeid stjörnur innan vetrarbraut- arinnar. Þar sem styrkur Cepheid stjama er þekktur gátu vísinda- mennirnir reiknað fjarlægðina til NGC 4639 sem reyndist 82 milljón- ir ljósára. Út frá þessu gátu þeir síðan áætlað innri ljósstyrk sprengi- stjörnunnar. Ef ailar sprengistjörn- ur af gerðinni 1A hafa svipaðan ljós- styrk veita þær stjarnvísindamönn- um því áreiðanlegt verkfæri til fjar- lægðarmælinga og þar af leiðandi til áætlunar Hubble fastans. Þessar niðurstöður benda til þess að Hubble fastinn sé u.þ.b. 57 km/s á hveija megaparsek. Með öðrum orðum, útþensluhraði alheimsins eykst um 57 km á sekúndu fyrir hveija flariægðaraukningu sem nemur 3,26 milljónum ljósára. Ef þessar niðurstöður eru réttar þá er alheimurinn um það bil 17xl09 ára gamall. Nokkrir fræðimenn hallast frekar að því að Hubble fastinn sé af stærðargráðunni 80 sem mundi gera alheiminn 12xl09 ára gamlan. Þó enn sé ágreiningur um tölugildi Hubble fastans eru flestir vísinda- menn sammála um að miklar framf- arir í mælitækni muni leiða til end- anlegrar lausnar þessa vandamáls innan örfárra ára. Sem stendur er aðal ágreiningurinn um það hvort allar 1A sprengistjörnur hafa jafnan ljósstyrk. Það væri mikilvægt skref í rétta átt ef úr því fengist skorið. ÁN fRÖSmSLDA/Mannlegir þröskuldar Að fara öðruvísi íbuxumar eftir Guðmund Magnússon ÞAÐ finnast þröskuldar af ýmsu tagi, þröskuldar í dyrum eru þeir sem við fyrst hugsum um, en við tölum líka um þröskulda í óeig- inlegri merkingu. Þegar okkur _______ finnst eitthvað vera á rhóti okkur segjum við, að það sé verulegur þröskuldur í veginum. Þetta á við hvort heldur sem okkur finnst eitthvað erfitt í framkvæmd eða hugsun, jafnvel ef eitthvað er erfitt tilfinningalega. Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir að einhver þröskuldur er i veginum, heldur látum sem ekkert sé og berumst sofandi að feigðarósi. Þegar maður verður fyrir slysi eða veikist og missir hluta af fyrri færni er endurhæfing nauðsynleg. í samfelagi okkar fær líkamleg endurhæfing algjöran forgang, því við teljum mikilvægt að koma við- komandi sem fyrst í það horf að hægt sé að senda hann/hana heim og vonandi aftur út í atvinnulífið. Sjúkrahús og endurhæfingar- stofnanir eru undantekningarlítið þannig úr garði gerð að vegna undirmönnunar og til að „skila sem mestum árangri" verður öll starf- semin að fara eftir klukku og heist allir að gera það sama á sama tíma, eða í þeirri röð sem hentar starfs- fólkinu en ekki endilega „viðskipta- vininum". Maður er vakinn á viss- um tíma, þvær sér, borðar og fer á klósettið þegar starfsfólkið hefur tíma til að sinna manni, en ekki bara þegar við viljum. Hér er ekki við starfsfólkið að sakast, það ger- ir sitt besta, en einstaklingurinn og þarfir hans og þrár verða svo auðveldlega útundan. Þessi kerfisbundna tilhögun verður til þess að þegar maður kemur heim opnar maður munninn og bíður þess að maturinn komi fljúgandi upp í mann! - Allt frum- kvæði er gjörsamlega gufað upp, en það er einmitt svo mikilvægt þegar kemur að alvöru lífsins, með öllu því óréttlæti sem okkur finnst við mæta þar, að við höldum þeim krafti sem dregur okkur áfram. Er þá hægt að gera eitthvað? Þarf ekki að breyta stofnunum og þá hvernig? - Það er alveg víst að þetta kallar á fleira starfsfólk, meiri tíma fyrir hvern og einn, en ekki hvað síst aðstoð eftir að kom- ið er heim. Og þar með er ég kom- inn að kjarna þessa máls: Getur það verið að við sjálf séum þrö- skuldurinn í vegi okkar sjálfra? Reynslusaga Þegar ég var á Grensásdeild Borgarspítalans í endurhæfingu eftir slysið mitt, lamaður upp að mitti, varð ég að læra að klæða mig. Fyrst lærði ég að klæða mig liggjandi út af í rúminu og fannst mér ég ekki þurfa að gera það á neinn annan hátt, því þetta gekk svo ljómandi vel. Svo fór ég að fara í sund og þá kárnaði nú gam- anið, því ekki gat maður bara lagst út af hvar sem var! Fyrstu skiptin urðu til þess að maður kom fram með buxurnar á hælunum og fékk þá aðstoð sem þurfti, en svo var ég eitt sinn aleinn. Nú var að duga eða drepast og ég ætla ekki að lýsa því hvað ég var stoltur þegar ég þrítugur maðurinn gat klætt mig hjálparlaust í buxurnar. Hér hafði mér tekist að gera hlutina á nýjan hátt. Eitthvað sem ég hafði alltaf gert á minn hátt SIÐFRÆÐI///‘L>t?/z^r verður ofríkinu steypt afstóli? Ftjáls hugsun skotin niður Óvænt flýgur maður á heiðskírum himni, fagur á að líta, sæll og glað- ur og sólin glampar í augum hans. Hamingjusamur yfir hæfileikum sínum og nýuppgötvuðum rétti til að fara eigin leiðir um loftin blá. Fólkið á jörðinni gapir andartak furðu lostið, en hugsar sig ekki tvisvar um: Tekur bogann af öxl- inni og skýtur manninn niður. GLÆPUR hans var augljós og án viðlagðra refsinga greip meirihlutinn til sinna ráða. Maður- inn var svo ósvífinn að beita fijálsri hugsun til að taka ákvörðun. Hann hugsaði á eigin spýtur og komst að niðurstöðu sem var á skjön við vanahugsun sam- ferðarmanna hans. Hann upp- götvaði að viljinn er ekki nauðsyn- lega bundinn held- eftir Gunnar Hersvein ur fijáls og að hann bæri ábyrgð á eigin ákvörðunum. Honum fannst sem hann byggi í fijálsu samfélagi manna sem fæli í sér skoðana- og trúfrelsi, og merkti óskorað frelsi til aiira gerða sem varðaði hann sjálfan einan. Og allt í einu hófst hann á loft BUNDINN við mistök, e. Brauce Nauman. og flaug á hraða hugsunarinnar. Gleðin streymdi um hann. Honum tókst að taka sjálfstæða ákvörðun þrátt fyrir uppeldið og skólagöng- una, en gallinn var bara sá að hún var ekki í samræmi við vana ná- granna hans, sem treystu á eigin reglugerðir og siðvenjur. Hann var of einfaldur til að vara sig á þeim, en það sem hann upplifði var meira en alla hina gat dreymt um. Hann flaug berskjaldaður á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.