Morgunblaðið - 31.03.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 31.03.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 9 varð ég nú við nýjar aðstæður að gera upp á nýtt. Þetta er það sem við þurfum svo oft að takast á við eftir sjúkrahúslegu eða veru á endurhæfingarstofnunum og ger- um okkur ekki alltaf grein fyrir að þetta er raunin. Eitthvað sem við höfum alltaf gert á okkar hátt vefst fyrir okkur og við annaðhvort paufumst áfram í sama farinu eða við prufum okkur áfram og finnum nýja leið. Hverjir geta hjálpað Það vantar í heilbrigðiskerfi okk- ar viðurkenningu á þörf fyrir að- stoð eftir líkamlegu endurhæfíng- una, eftir að við erum komin heim. Það er helst að frjáls félagasamtök hafi reynt að fylla það tómarúm sem þarna skapast, íþróttafélögin og öryrkjafélög á borð við Sjálfs- björgu, félag fatlaðra. Þessi félög, hversu góð sem þau eru, geta eng- an veginn fylgt eftir öllum sem á þurfa að halda. Þau hafa ekki upp- lýsingar um þá sem þarfnast að- stoðarinnar eða fé til að greiða þeim fagmönnum sem þurfa að koma til. Má þar nefna félagsráð- gjafa, iðjuþjálfa og aðra þá sem geta aðstoðað fólk til að finna nýj- ar leiðir að gömlum markmiðum. Hér þarf að koma til samstarf endurhæfingastofnana og félaga- samtaka til að fólk lendi ekki í sjálf- heldu þegar heim er komið. Endur- hæfíngarstöðvarnar og sjúkrahúsin vita, eða eiga að vita, hver þarf á aðstoð að halda og síðan er best að ýmis félög fái styrk til að vinna með einstaklinginn eftir þörfum hvers og eins. Sjúkrastofnanirnar hafa nefninlega markvisst, þó ekki meðvitað, drepið niður allt frum- kvæði. Við sitjum því og bíðum eft- ir að buxurnar hysjist upp af sjálfu sér! Ég vil nú skora á þessar stofnan- ir að bretta upp ermarnar og gera eitthvað í málinu og er ég viss um að félögin eru öll af vilja gerð að koma til móts við þá sem vilja. En maður verður að vilja sjálfur, það hysjar enginn annar upp um þig buxurnar og frumkvæðið verður að koma frá þér. Ef þú ert reiðubú- inn að gera eitthvað sjálfur eru fjöl- mörg félög tilbúin að hjálpa þér áfram! vængjum hins frjálsa vilja. Spenni- treyjan lá tóm eftir á jörðu niðri og hann hefði getað sagt sér það sjálfur, ef gleðin hefði ekki fengið hann til að gleyma heiminum, að hann var auðvelt skotmark. Enda leið ekki langur tími uns ofríkið og ofstækið hitti hann, en að vísu ekki í hjartastað. Hann flaug vegna þess að hann bar sigurorð af fordómum sínum, og vegna trúnnar á að kærleikurinn gæti umborið allt. Hann ætlaði sér að flytja þær góðu fréttir að enginn gæti notið gæfunnar nema hann bryti af sér hlekki kreddunnar. Hann flaskaði hinsvegar á um- burðarleysi meðbræðra sinna. Þeir umbera nefnilega allt nema það sem þeim er ekki að skapi. Hann áttaði sig ekki á að umburðarlyndi þeirra gæti stöðvast, eins og umburðar- lyndi gyðingsins gagnvart islams- trúnni, kristins manns gagnvart gyðingdómi, og lúterskan stöðvast oft við kaþólskuna. Af einhverjum ástæðum er til- hneigingin til að steypa allt í sama mót, og áráttan að þröngva skoðun- um sínum að öðrum mönnum. En er manneskjan ekki rænd eign sinni ef henni er meinað að lýsa skoðun sinni og iðka trú sína? Hver er dóm- arinn í mannheimum þegar enga algilda vissu er hægt að öðlast? Sókrates og Jesús voru báðir teknir af lífi fyrir guðlast, samt trúðu þeir. En trú þeirra var á skjön við venjuna. Umburðarlyndi annarra nam staðar við þá, og ofríkið tók boðbera nýrra skoðana af lífi. Áhorfendur mannsins sem flaug um loftin blá gátu ekki sætt sig við flugið og öi-varnar þeirra hittu. Hann einn trúði á Paradís á jörðu, en hann var sem fugl á himni skot- veiðimanna eða sem dádýr innan um ljón og hélt í vitrun sinni að MANNLÍFSSRAUMAR ÞIÓÐLÍFSÞANKAR /Eru ódrukknir til vandræba? „Raunir bind- indismanmins * ‘ UM DAGINN fór ég á árshátíð og sat við hliðina á manni sem ekki neytir áfengra drykkja. Þegar hann sá að ég var með vatn í glas- inu mínu fór hann að tala um „raunir bindindismannsins" eins og hann kallaði það. Stjórnendur umræddrar árshátíðar höfðu boðið öllum upp á ókeypis borðvín, en þeir sem ekki vildu vín fengu ekki neitt nema vatn. „Af hveiju er okkur þá ekki að minnsta kosti boðið upp á ókeypis kókglas?“ sagði sessunautur minn. Ekki gat ég svarað því. Þeir sem neyta víns tala oft um það fjálglega hve þeir eigi undir högg að sækja í viðskiptum sínum við þá sem ekki vilja neyta víns. „Þetta bindindislið er alltaf að „móralisera“ yfír manni. Og þótt það segi ekki neitt þá er svipur- inn einhvern veg- inn þannig að maður verður að fá sér einn þre- faldan til þess að þola við,“ sagði n eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur góðkunningi minn eitt sinn við mig. Af því hann var orðinn nokk- uð vel við skál reyndi ég ekki einu sinni að segja honum frá hvernig tilveran í þessum efnum er fyrir þá sem ekki vilja til lengri eða skemmri tíma drekka áfengi. Fyrst er nú það að þeir sem komn- ir eru í glas eru hinir tortryggn- ustu ef einhver í hópnum vill ekki þiggja í glas líka. „Blessuð góða, fáðu þér einn, þú hefur bara gott af því, það er svo leiðinlegt að hafa þig hérna þurrbijósta," segja þeir og halda víni ákaft að viðkom- andi. Stundum gengur þessi ýtni svo langt að hún kallar á nauð- vörn. „Af hveiju gefur þú heldur ekki einhveijum sem endilega vill vín?“ gefst vel að segja við slíkar aðstæður, ekki síst ef sést til ein- hvers sem pukrast við að súpa á glösum þeirra sem grunlausir voru að dansa úti á gólfi. Það vill hinn „gjafmildi“ ekki heyra nefnt. Svona er óréttlæti heimsins, þeim sem vilja endilega vín er ekki boð- ið. Hins vegar eiga þeir sem sjald- an eða ekki vilja áfengi oft í megn- ustu vandræðum með að losna undan ágengni þeirra sem endi- lega vilja gefa þeim það. Eitt er það sem þeir sem veita vín virðast of sjaldan hugsa út í, það er að þeir sem ekki þiggja vín vilja oftast drekka eitthvað annað. Furðu oft kemur það fyrir að ekk- ert er til handa handa slíku fólki nema blátt vatnið úr krananum. Ef svo vel vill til að eitthvað ann- að er til þá má viðkomandi þakka kærlega fyrir ef hann fær almenni- legt glas til þess að drekka vatnið úr. Þeir sem þiggja vín fá gjarnan falleg glös til þess að bergja hinar gullnu veigar úr en vatnið er venjulega fram borið í hnausþykk- um óbijótandi glösum sem oftar en ekki eru orðin einsog sandblás- in af mörgum hringferðum í upp- þvottavél heimilisins. Ef heppnin er með og umrædd- ur aðili hefur sloppið við að hellt sé upp í hann víni og fær í staðinn fallegt glas með kók í þá halda auðvitað lesendur að nú geti hann andað léttara og notið lífsins og samkvæmisins. En reynslan sýnir að það borgar sig ekki að hrósa happi of snemma. Þegar svífa tek- ur á mannskapinn í samkvæminu þá má það merkilegt heita ef ein- hver viðstaddra telur sér ekki skylt að upplýsa hinn ódrukkna um að hann skuli hreint ekki halda að hann sé neitt betri en annað fólk þótt hann sé ekki undir áhrifum. Nei, því fari sko víðs fjarri að svo sé. „Svona helgislepja er eitur í mínurn beinum, fólk á ekki að vera að setja sig á háan hest,“ messar hinn tilknúni yfir viðmæl- anda sínum strangur á svip. En svo mildast hann, leggur hand- legginn yfir axlir hans og segir alveg upp í eyrað á honum: „Þú mátt ekki misskilja mig elskan mín, mér hefur alltaf þótt óskap- lega vænt um þig, þú ert einhver sú besta manneskja sem ég hef hitt, kannski sú allra besta, þær hafa nú heldur ekki allar verið góðar sem ég hef hitt.“ Að loknum slíkum formála koma svo kannski langar sögur af vafasamri fram- komu ættingja, vinnufélaga og jafnvel .maka gagnvart hinum ógæfusáma frásagnarmanni, sem nú er orðinn dapur til augnanna og þegar verst lætur farinn að tárfella yfir vonsku heimsins. En það birtir aftur til að og hann upphefur söng til þess að hressa sig við: Sigurður er sjómaður sannur vesturbæingur alltaf er hann upplagður úti’ að skemmta sér. Svo heldur samkvæmið áfram með alls konar útúrdúrum, söng, hlátri, köllum, hvíslingum og svp framvegis. Að veislu lokinni fær sá ódrukkni, sem síðari hluta sam- kvæmisins hefur verið eins og hver önnur ómerkileg aukaper- sóna, allt í einu aukið mikilvægi: „Heyrðu, þú ert edrú, ertu ekki á bíl? - Jú, einmitt. - Fínt, þá getur þú tekið fjóraj er það ekki? - Jú, einmitt. Síðan er haldið út í náttmyrkr- ið. Sá ódrukkni ekur hina glöðu og hreifu vini sína heim við mikinn fögnuð þeirra, flestra - ekki allra þó. Sá sem er í framsætinu vill oftar en ekki segja álit sitt á öku- hæfni bílstjórans. Satt best að segja er ökuhæfnin á stundum álitin fyrir neðan allt velsæmi. „Þú ættir ekki að hafa bílpróf, kanntu ekki að skipta almennilega niður, sérðu ekki gangstéttina, hvað er þetta manneskja, getur þú ekki gefið aðeins í?“ Þegar allir farþegarnir eru ham- ingjusamlega komnir heim staldr-. ar sá ódrukkni aðeins við og strýk- ur af sér svitann áður en hann ekur heim á leið og fer að sofa, í draumnum bregður fyrir þeim áleitna grun að næstu daga verði sumir veislugestir nokkuð undir- leitir þegar þeir hitti hann. Það er jú alltaf svolítið vandræðalegt að hafa einhvern edrú viðstaddan þegar verið er að skemmta sér. Til þess að afstýra öllu þessu er til að minnsta kosti eitt gott ráð - setja hálfa sítrónusneið út í vatn- ið sitt og syngja hæst af öllum. í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! -kjarni málsins! sannleikurinn myndi sigra: „Þá mun úlfurinn búa hjá lamb- inu og pardusdýrið liggja hjá kið- lingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra. Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum, og ljónið mun hey eta sem naut. Bijóstmylk- ingurinn mun leika sér við holudýr nöðrunnar, og barnið nývanið af bijósti stinga hendi sinni inn í bæli hornormsins." (Jes. 11.6-9.) í huga vængmannsins merkti þetta sátt milli hvítra manna, gulra og svartra, milli þjóða og trúar- bragða, eða að paradís á jörðu væri sátt milli manna og alls sem lifir; Friður og virðing. Sátt um að hugs- unin væri fijáls og göfug, og þess vegna dirfðist honum að fljúga. En hann var of einfaldur fyrir þennan heim. Ofríkinu og ofstækinu verður seint steypt af stóli. Það er út um allt: Klemmt við jörðina og gætir síns eigin í fasta- svefni ríkjandi skoðana. Það er hætt að hugleiða það sem enginn efast um lengur og er fullvíst um að það hafi rétt fyrir sér. Þarna er ormurinn óskeikull í sínum hálfa sannleika, fijáls frá ijölbreytni og hefur enga þörf fyrir nýjungar, fjötraður í eigin hlykkjum. Heimtu- frekur um að allir séu á sömu skoð- un og hann. Obilgjarn og ráðríkur hefur hann bogann á loft, miðar markviss á skotmarkið og lætur örvarnar fljúga. Yfirgangurinn sigrar og maðurinn sem stundarkorn flaug í gleði sinni vegna frelsi viljans fellur í valinn. Speki: Frelsið er í vilja unga fólksins undir svipu gömlu hefðarinnar. DYLAN MCDERMOT A | O D I E fOSTH fllM -HOME FORTftE TiOLIDÆS GERALDINE CHAPLIN HOLLY HUNTER CHARLES DURNING ANNE BANCROFT CYNTHIA STEVENSON PÁSKAMYND HÁSKÓLABÍÓS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.