Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 14

Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Gaman Forsetar Bandaríkjanna. Slett úr klaufunum SEATTLE-borg í Banda- ríkjunum er einna þekktust fyrir þunglyndar vælu- skjóður og hefur þann vafa- sama heiður að heil tón- listarstefna heitir eftir borginni. Er nema von að menn hafi sperrt eyrun þeg- ar heyrðist í Seattle-sveit sem byggir allt sitt á villtri skemmtun. ví afkáralega nafni The Presidents of the Un- ited States of America heit- ir hljómsveitin sem um er rætt, tríó reyndar, og kem- ur frá Seattle eins og áður er getið. Þremenningarnir hafa notið hylli undanfarið fyrir græskulaust gaman, léttgeggjaða texta og gríp- andi rokk á fyrstu breið- skífu sinni. Hljómur sveitarinnar þykir um margt sérkenni- legur, ekki síst fyrir það að þó trommurnar séu að mestu venjulegar eru raf- strengjahljóðfærin óvana- leg, einskonar blanda af rafbassa og rafgítar. Sumir gera því skóna að það sé vegna þess að leiðtogi for- setanna lék áður með stjóra hljómsveitarinnar góðkunnu Morphine, en eins og allir vita er aðal- hljóðfæri þeirrar sveitar tveggja strengja rafbassi. Fyrsta breiðskífa forset- anna hefur selst í bílförm- um víða um heim, náði meðal annars tveggja millj- óna eintaka sölu í heima- landinu, og liðsmenn sveit- arinnar segja að það sanni að fólk vilji fyrst og fremst skemma sér; „það verða allir leiðir á þunglyndisvæl- inu fyrr eða síðar og rokkið er í eðli sínu skemmtitónl- ist; varð til vegna þess að ungmenni vildu hrista fram af sér beislið og sletta úr klaufunum.“ Ryms- ávextir RYMUR er orðin all umsvifa- mikil útgáfa og sendi frá sér nokkrar breiðskífur á síðasta ári. Svoná eins og til að undir- strika það kom út á dögunum safnplatan Ávextir, sem ætl- að er að kynna útgáfuna enn frekar. Aávöxtum er margt laga, nítján alls, með grúa flytjenda. Lög eiga Páll Osk- ar Hjálmtýsson, sem á sóló- lag, lag með Unun og lag með Milljónamæringunum. Emiliana- Torrini kemUr við sögu í einu lagi, með Fjall- konunni, og á eitt lag af sóló- skífu sinni. Botnleðja á tvö lög og Sixties tvö. Eitt lag hver sveit eiga Súkkat, Sól- strandagæjarnir, Tvist & bast, Orri Harðarson, Kristín Eysteinsdóttir, Halli Reynis, Reggáe on Ice, Flower Power og Urmull. Pönkari SEINT á síðasta ári vakti athygli sérkennileg söngkona með sérkennilega tónlist. Hún kallaði sig Ruby, en glöggir tóku eftir að þar fór forðum pönksöngkona af hörðustu gerð. ► uby heitir í raun Lesley l/ Rankine og söng áður eða öskraði með pönk- Sveitinni Silverfish. Sem Ruby er hún öllu settlegri í söngnum og fyrr vikið sterkari og áhrifa- meiri. Ólíkt því sem áður var er tónlistin einskonar blanda af industrial triphoppi með þungum rokkinnskotum eins og til að mynda í laginu vin- sæla Paraffin. Á plötunni, sem heitir Salt Peter, eru og önnur lög sem ekki eru síður líkleg til vin- sælda, en Ruby hefur ekki síst verið vel tekið vestan hafs, þar sem söngkonur eiga jafnan létt undir fæti. Umskipti Lesley Ruby Rankine. Skipulögð óreiða FLESTIR SEM hlusta mikið á tónlist kynnast því fyrr eða síðar að eyrað þreytist; þeir verða þreyttir á að heyra sífellt fyrirsjáanleg popplög, síendurtekna rokkfrasa, staðlaðan jass eða steingerðan blús. Þá ergott að hvíla sig með aðstoð tónlistar sem er á stundum á mörkum þess að kallast tónlist, tónlist sem hrærir upp í vitund- inni, hvort sem það er geldingasöngur, síberískur tvísöng- ur eða tilraunamennska á við þá sem breski dansdúettinn Spaceheads hyggst bjóða íslenskum tónlistaráhugamönn- um 12. apríl næstkomandi. Spaceheads er samvinnu- verkefni þeirra Andys Diagrams og Richards Harrisons, sem leikið hafa með ótölulegum grúa hljóm- sveita og lista- manna, allt • fra Nico til neðanjar- sveita eftir Matthíosson ýmissa undan- förnum árum. Tónlist þeirra félaga dregur nokkuð dám af starfi þeirra í gegnum árin; upp full með hug- myndum úr öllum áttum sem hrært er saman í rytmahugmyndasúpu þar sem öllu ægir saman, jass, fönki, rappi, rokki og miklu af óskilgreindum hávaða og hamagangi. Þrátt fyrir þessa upptalningu er tónlist þeirra félaga grípandi vel og danskennd; einskonar skipulögð óreiða. Þeir Diagram og Harri- son eru Manchester-búar, en hafa starfað saman síð- ustu þtjú ár í Spaceheads og mikið verið á ferðinni í Póllandi og Hollandi, hit uðu meðal annars upp fyrir poppsveitina bresku James, en Andy Diagram var um tíma umboðsmaður þeirrar sveitar. Hljóðfæraskipan Spaceheads er ekki síður sérkennileg en tónlistin, því Diagram leikur a trompet og leiðir allt í gegnum allskyns rafeinda- tól samtímis því sem Harri- son leikur á slagverk ólíkr- Tilraunatónlist Andy Diagram og Richard Harrison ar gerðar; allt frá rafeinda- taktgjöfum í þvottavéla- hluta. Ágætt dæmi um tón- list þeirra félaga er lagið Bones á nýlegum disk sveitarinnar samnefndum henni. Þar taka þeir til handargagns vinnublús sem tekinn var upp í An- gola-fangelsinu 1959, nýta laglínuna sem einskonar viðmiðun og hlaða ofan á hana klifunarkenndum dáleiðslutakti, rafeinda- hljóðum og fjölbreyttum hrynhugmyndum. Fleiri sérkennileg lög er að finna á disknum, iðulega grípandi og taktföst, en það er aldrei markmið tón- listarinnar að vera skemmtileg, þar er frekar að hún verður skemmtileg vegna þess að hún er ögrandi. Richard Harrison segist hafa eytt mörgum árum í að leika tónlist sem honum þótti ekki skemmtileg til þess að hafa í sig og á „Það gekk ekkert sérstaklega vel og mér fannst ekki mikil ástæða til að halda áfram á þeirri braut. I dag hef ég ekkert upp úr tónlistinni frekar en þá, en er þó að leika þá tónlist sem mig langar til að leika.“ Eins og áður segir heldur Spaceheads tónleika hér á landi 12. apríl næstkom- andi. Tónleikarnir verða í Norðurkjallara MH og til upphitunar verður Kvartett Ó. Jónsson og Gijóni. Morgunblaðið/Sverrir „Paranojupopp" Sóldögg Týndi stíllinn HLJÓMSVEITIN Sóldögg er iðu- Iega nefnd á nafn og virðist bera æ meira á henni eftir því sem tíminn líður. Þrátt fyrir það hefur sveitin ekki enn sent frá sér breiðskífu, en gerir bragarbót á á næstu vikum, því hún hefur hljóðritað nokkur lög sem koma út snemmsumars. Sóldögg er hálfs annars árs göm- ul og hefur haldið sig við dansi- böllin þann tíma við góðar undir- tektir. Liðsmenn sveitarinnar segj- ast hafa leikið lög eftir aðra fram að því að þeim bauðst að spila á balli og fá hljóðverstíma að launum. „Við fórum inn,“ segja þeir, „klár- uðum tímana og gátum ekki hætt. Upphaflega ætluðum við að taka upp ljögurra laga plötu, en enduð- um í sex lögum, sem koma út um miðjan maí.“ Þeir félagar segja lögin nýju ólík innbyrðis, þar ægi öllu saman, frá rappi, léttu poppi, rokki í „paranoju- popp“. „Við erum farnir að leika eitt lagið á böllum, lag sem nokkuð hefur heyrst í útvarpinu, og bæt- um hinum við þegar platan er- komin út,“ segja þeir og leggja áherslu á að það sé óhægt fyrir ballsveit að leika mikið af tónlist sem á.heyrendur þekkja ekki. „Við vildum gefa eitthvað út til að eiga eitthvað áþreifanlegt," segja þeir, „þetta er fyrsta platan og þó hún sé ekki fullkomin þá er hún skref í þá áttu að finna okkar eigin stíl. Það gekk hálf stirt að semja á plötuna til að byrja með, en svo rann allt ljúflega þegar menn voru komnir í gang.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.