Morgunblaðið - 31.03.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 19
ATVIN N WBAUGL YSINGAR
Heilsugæslan í
Reykjavík
Laus er til umsóknar 50% til 100% staða
Ijósmóður við mæðradeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur. Staðan er þegar laus.
Óskum einnig eftir Ijósmóður til sumarafleys-
inga við mæðradeildina.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra,
Barónsstíg 47, 101 Reykjavík á sérstökum
umsóknareyðublöðum, sem þar fást.
Nánari upplýsingar um störfin gefur hjúkrunar-
framkvæmdastjóri mæðradeildar
í síma 552 2400.
Heilsugæslan íReykjavík,
stjórnsýsla.
Hveragerðisbær
auglýsir hér með eftir umsóknum í starf garð-
yrkjustjóra. Starfið felur m.a. í sér umsjón
með öllum opnum svæðum í bænum, skrúð-
garði, hveragarði, stofnanalóðum og skóg-
rækt. Umsjón með öllum framkvæmdum fyrr-
nefndra svæða. Umsjón með sumarskóla,
skólagörðum o.fl.
Leitað er að starfsmanni með menntun frá
Garðyrkjuskóla ríkisins. Æskilegt er að við-
komandi sé útskrifaður af skrúðgarðyrkju-
braut.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun
maímánaðar nk.
Umsóknum, sem innihalda upplýsingar um
menntun, fyrri störf og annað, sem umsækj-
andi vill að fram komi, sendist fyrir 12. apríl
nk. til undirritaðs.
Nánari upplýsingar veita skrifstofustjóri og
undirritaður.
Bæjarstjórinn í Hveragerði,
Einar Mathiesen.
G>
KENNARA-
HÁSKÓU
ÍSLANDS
Lausar stöður
Við Kennaraháskóla íslands eru eftirtaldar
stöður lausar til umsóknar:
1. Staða fastráðins stundakennara í upp-
eldis- og kennslufræði.
Helstu viðfangsefni eru undirbúningur,
framkvæmd og mat á skólastarfi, námi
og kennslu. Auk fullgilds háskólaprófs
skal umsækjandi hafa viðurkennd
kennsluréttindi eða hafa að öðru leyti
nægilegan kennslufræðilegan undirbún-
ing. Reynsla af kennslu og skólastarfi er
nauðsynleg. Umsókn fylgi ítarleg skýrsla
um vísindastörf, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og upplýsingar um námsferil og önn-
ur störf.
2. Staða verkefnisstjóra vettvangsnáms.
Verkefnisstjórinn skipuleggur og hefur
umsjón með vettvangsnámi kennara-
nema. Verkefnisstjórinn skal hafa kenn-
aramenntun og víðtæka þekkingu og
reynslu af skólastarfi. Umsókn skal fylgja
greinargerð um menntun og fyrri störf.
Staða þessi er veitt til fjögurra ára í senn.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík-
isins.
Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar
frá 1. ágúst 1996.
Umsóknir berist Kennaraháskóla íslands
v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík, fyrir 20. apríl nk.
Rektor
Matreiðslumaður
óskast
Sumarhótel úti á landsbyggðinni óskar eftir
að ráða faglærðan matreiðslumann til starfa
í sumar.
Umsóknum, með upplýsingum um fyrri störf,
skal skilað til afgreiðslu Mbl., merktum:
„M - 538“, fyrir 3. apríl nk.
„Au pair“ - USA
íslensk fjölskylda, með tveggja ára strák,
óskar eftir reglusamri og barngóðri „au pair“
frá og með júní nk.
Verður að hafa bílpróf og má ekki reykja.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
12. apríl, merkt: „Au pair í lowa City - 15599“.
Markaðs- og
rekstrarráðgjafi
Laus er til umsóknar staða ráðgjafa hjá Atvinnu-
þróunarfélagi Austurlands. Starfið er að veru-
legu leyti fólgið í ráðgjöf og verkefnum sem
tengjast útflutningi og markaðssetningu erlend-
is, en felur einnig í sér almenna rekstrarráðgjöf
og vinnu að atvinnuþróunarmálum.
Leitað er eftir einstaklingi, sem öðlast hefur
reynslu í atvinnulífinu, getur haft frumkvæði að
verkefnum og hefur góða samskiptahæfileika.
Gerð er krafa um að viðkomandi hafi menntun
á háskólastigi í viðskiptagreinum og markaðs-
fræði, hafi gott vald á talaðri og ritaðri íslensku
og ensku auk eins Norðurlandamáls.
Skrifleg umsókn, með greinargóðum upplýs-
ingum um umsækjanda, þarf að berast á
skrifstofu Atvinnuþróunarfélagsins í síðasta
lagi 15. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
félagsins í síma 472 1287.
Atvinnuþróunarfélag Austurlands,
Ránargötu 6,
710 Seyðisfirði.
VEÐURSTOFA
ÍSLANDS
Jarðeðlisfræðingur
- tæknifræðingur
Vegna alþjóðlegra rannsóknaverkefna eru
eftirfarandi stöður á jarðeðlissviði Veður-
stofu íslands lausar til umsóknar. Um er að
ræða stöður til eins og hálfs til tveggja ára.
Framlenging er hugsanleg.
Staða jarðeðlingsfræðings/jarðskjálftafræð-
ings frá 15. maí nk.
Gert er ráð fyrir B.S.-prófi eða sambæri-
legri menntun í jarðeðlisfræði, ásamt tölvu-
reynslu. Starfið gæti tengst framhaldsnámi
til Ph.D. prófs.
Staða tæknifræðings frá 15. maí nk.
Gert er ráð fyrir menntun og reynslu á sviði
rafeindatæknifræði ásamt tölvureynslu.
Starfið erfjölbreytilegt og krefst frumkvæðis.
Staða jarðeðlisfræðings/jarðskjálftafræðings
frá 1. september nk.
Gert er ráð fyrir Ph.D. prófi eða sambæri-
legri menntun og mikilli reynslu í gagna-
vinnslu og tölvunotkun.
Umsóknir þurfa að berast til Veðurstofu
íslands í síðasta lagi 15. apríl nk.
Starfsmenn Jarðeðlissviðs Veðurstofu
íslands gefa nánari upplýsingar.
Veðurstofa Islands,
Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík.
Sími 560 0600.
Skattstofa Vestur-
landsumdæmis
Laust er til umsóknar skrifstofustarf á Skatt-
stofu Vesturlandsumdæmis. Starfið felst í
álagningu, eftirliti og annarri framkvæmd við
virðisaukaskatt. Æskilegt er að umsækjend-
ur hafi lögfræði- eða viðskiptafræðimenntun
eða a.m.k. reynslu og kunnáttu á sviði skatta-
framkvæmdar. Laun eru skv. launakerfi opin-
berra starfsmanna.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri
störf, þurfa að hafa borist skattstjóra 15.
apríl 1996.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi,
Stillholti 16-18,
300 Akranesi.
Barnaverndarstofa
í samvinnu við félagasamtökin
Barnaheill auglýsa
eftir aðila til að annast rekstur meðferðar-
heimilis fyrir börn að Geldingalæk á Rangár-
völlum. Um er að ræða einkarekið fjölskyldu-
meðferðarheimili fyrir 6 börn á grunnskóla-
aldri sem eru í þörf fyrir sérhæfða meðferð
og umönnun. Heimilið er rekið skv. sérstök-
um þjónustusamningi, gert er ráð fyrir fjórum
starfsmönnum og að þeir búi á staðnum.
Æskilegt er að meðferðaraðilar séu hjón
þótt ekki sé það skilyrði.
Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla-
menntun á sviði uppeldis- eða sálarfræði eða
aðra sambærilega menntun. Undirstöðugóð
þekking og reynsla af vinnu með börn er
skilyrði.
Nánari upplýsingar veitir forstjóri Barna-
verndarstofu í síma 552 4100.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og starfsferil, ber að skila til Barnaverndar-
stofu, Suðurgötu 22, eigi síðar en 22. apríl.
Örtölvutækni ehf.
umboðið á íslandi
auglýsir eftir
tæknimönnum
f þjónustudeild
Sóst er eftir tæknimönnum með menntun
og reynslu á einu eða fleiri af eftirfarandi
sviðum:
• Open VMS
• UNIX
• Windows NT
• Cisco netbúnaði
• Internet prótókólum og þjónustu.
• Novell
í boði eru spennandi störf fyrir metnaðar-
fullt fagfólk. Starfsþjálfun fer fram bæði inn-
anlands og utan.
Skriflegar umsóknir, merktar STARFS-
UMSÓKN, sendist til Örtölvutækni ehf.,
Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Farið verður
með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 10. apríi nk.
pA-VHtv
Örtölvutækni ehf. er framsækið fyrirtæki með trausta eiginfjár-
stöðu. Félagið er m.a. umboðsaðili fyrir Digital Equipment Corp-
oration og Cisco Systems sem eru leiðandi fyrirtæki hvort á
sínu sviði.