Morgunblaðið - 12.04.1996, Side 2

Morgunblaðið - 12.04.1996, Side 2
2 D FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Selur húsið til að byggja listaskála í Hveragerði HJÁ Eignamiðluninni er nú til sðlu stórt hús að Vogaseli 1 í Reykjavík. Þetta er einbýlishús, 328 ferm. að stærð, en auk þess er í húsinu um 30 ferm. lagerrými. Eigandi er Einar Hákonarson list- málari. „Þetta er hús möguleikanna," segir Magnea Sverrisdóttir hjá Eignamiðluninni. „Um er að ræða íbúð auk aðstöðu sem gæti hentað fyrir listamann, iðnaðarmann, tón- listarmann, kennara, fyrir heilsu- rækt, trúfélag eða hvers konar fé- lagsstarfssemi. Þetta er steinsteypt hús byggt árið 1978. íbúðin sjálf er fimm til sex herbergja, á tveimur hæðum. Neðri hæðin skiptist í arinstofu, tvö svefnherbergi, eldhús, borðstofu, þvottahús, snyrtingu, hol og for- stofu. Úr borðstofu er gengið út á hellulagða verönd sem snýr í suður. Úr hoii iiggur vandaður tréstigi upp á efri hæðina, en þar er stór stofa með mikilli lofthæð, svefnher- bergi og baðherbergi. Parket er á öllum gólfum nema á snyrtingu. Vandaðar innréttingar eru í húsinu. Úr holi fyrstu hæðar er gengið í gegnum tengibyggingu og þaðan er hægt að ganga út í garð. Tengi- byggingin er sjálf einn stór, parket- lagður salur með mikilli lofthæð og stórum gluggum og býður því upp á ýmsa möguleika. Inn af þessum sal er svo vinnurými og innbyggður bílskúr, auk 30 ferm. lagerrýmis og þar er einnig snyrting. „Úr húsinu er glæsilegt útsýni og staðsetning þess afar góð, en það stendur innst í botnlanga á frið- sælum stað, sagði Magnea ennfrem- TÖLVUTEIKNING af listaskála þeim, sem Einar Hákonarson hyggst reisa í Hveragerði. Hann verður um 860 ferm., en hönnuður er Jón Róbert Karlsson arkitekt. Byggingarframkvæmdir eiga að hefjast í vor, en áformað er að opna listaskálann 1. maí á næsta ári. HÚS Einars Hákonarsonar listmálara stendur við Vogasel 1. Þetta er einbýlishús, 328 ferm. að stærð, en auk þess er í hús- inu um 30 ferm. lagerrými. Húsið er til sölu hjá Eignamiðlun- inni, en ásett verð er 19,9 millj. kr. Skipti á minni eign eru möguleg. ur. „Húsið hefur verið í eigu sama eiganda frá upphafi og mikið kapp lagt á að halda því vel við. Fallegur garður er í kringum húsið og hann er í góðri rækt.“ Ásett verð er 19,9 millj. kr. og skipti möguleg á minni eign. 860 ferm. menningarmiðstöð Einar Hákonarson listmálari, eig- andi Vogasels 1, kvaðst í viðtali við Morgunblaðið vera að selja hús sitt, vegna þess að hann ráðgerir að flytja senn búferlum tii Hveragerðis. „Hveragerði er gamall lista- mannabær og mér hefur alltaf fund- ist viss rómantík yfir þeim bæ. Ef nægilegt fjármagn fæst ætla ég að byggja þar 860 fermetra„menning- armiðstöð", eins konar fjölnota hús, undir nafninu Listaskálinn í Hvera- gerði,“ sagði Einar. „í því verður stór sýningarsalur, Gott hús á góðum stað í Kópavogi HÚSIÐ stendur við Víghólastíg 12 í Kópavogi. Það er til sölu hjá fasteignasölunni Valhöll og ásett verð er 14,5 millj. kr. TIL sölu er hjá fasteignasölunni Valhöll húseignin Víghólastígur 12 í Kópavogi. „Þetta er einbýlishús, hæð og ris og 180 ferm. að stærð," sagði Bárður Tryggvason hjá Val- höll. Húsinu fylgir bílskúr sem er annars vegar 25 ferm. nýstandsett einstaklingsíbúð og hins vegar hinn hluti skúrsins, sem nýttur er sem bílskúr og er einnig 25 ferm. að stærð. „Garðurinn er allur nýstandsett- ur,“ sagði Bárður ennfremur. „Bak við húsið er stór timburverönd með heitum potti og gosbrunni á móti suðri. Meginhluti íbúðarinnar er á aðalhæð. Þar er forstofa, nýstand- sett og flísalagt baðherbergi og enn- fremur parketlögð stofa og borð- stofa auk eldhúss með nýlegri eikar- innréttingu og rúmgóðs herbergis. í risi er sjónvarpshol og tvö stór svefnherbergi. I kjallara er eitt gott svefnherbergi, lítið flísalagt bað og þvottahús. Allar rafleiðslur og öll inntök eru ný og húsið er að öðru leyti í mjög góðu ástandi. Tvær hliðar hússins eru nýein- angraðar og verið að hrauna þær að nýju. Umhverfið er mjög mið- svæðis í Kópavogi, en þama er frið- sælt og gott að vera með börn, því að ekki er yfir neinar umferðargötur að fara í skóla. Ásett verð er 14,5 millj. kr., en skipti á ódýrari eign möguleg." HÚSIÐ stendur við Grettis- götu 22 í Reykjavík. Ásett verð er 10,9 millj. kr., en hús- ið er til sölu hjá fasteignasöl- unni Borgum. Endurnýjað timbur- hús við Grettisgötu TIL sölu er hjá fasteignasölunni Borgum einbýlishús við Grettisgötu 22 í Reykjavík. Að sögn Karls Gunnarssonar hjá Borgum er þetta bárujárnsklætt timburhús, sem er kjallari, hæð og ris. Húsið er byggt árið 1908 og er um 135 fermetrar að stærð. „Hús þetta er nýlega uppgert og hefur allt verið endurnýjað," sagði Karl. „Búið er m.a. að skipta út gleri og lögnum og ýmsu öðru en þó ekki „anda hússins". Þetta er eitt af hinum gömlu, góðu húsum í miðbæ Reykjavíkur. Innra skipulag hússins er þannig að á hæðinni er eldhús, stofur og snyrting. í kjallara er sjónvarps- stofa, þvottahús og geymslur. í risi eru þrjú til fjögur svefnherbergi. Vandað hefur verið vel til alls við endurnýjun hússins og er um- hverfið orðið allt hið snyrtilegasta. Ásett verð er 10,9 millj. kr. Fasteignalán Landsbréfa til allt að 25 ára Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%. Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum, kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda. Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar . lanpsbréfjjf SUDURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598 ráðstefnusalur, salur fyrir listiðnað og veitingastofa í tengslum við ráð- stefnu- og sýningarsalinn. Einnig verður þar listmunaverslun og loks mitt eigið málarastúdíó. Hönnuður hússins er Jón Róbert Karlsson arki- tekt, en verkfræðingur er Þorsteinn Magnússon. Rafhönnuður er Helgi Kr. Eiríksson og byggingarmeistari verður Guðmundur Hervinsson. Einar sagði þessa hugmynd hafa verið að fæðast með sér sl. fimm ár. „Fyrst leitaði ég hófanna í Reykjavík og þar bauðst mér aðstaða í Grafar- vogi, en fannst hún of afskekkt. Hveragerði er vaxandi bær og enginn bær á Islandi eins íjölsóttur og hann. Samkvæmt áreiðanlegum tölum koma til Hveragerðis um 500 þúsund manns á ári hveiju. Lóðin sem ég hef fengið er á mjög góðum stað, við aðal ferða- mannagötuna í Hveragerði, annað hús frá Eden í vesturátt. Áformað er að byija á byggingu þessa húss í lok maí nk. og að það opni form- lega 1. maí á næsta ári. Síðan er ráðgert að hafa þar sýningar, sem standa mánuð í senn, en þarna verð- ur aðstaða fyrir alls konar sýningar. Ný listpólitík nauðsynleg Einar kvað listpólitík Reykjavík- urborgar, sérstaklega hvað varðar sýningarhald myndlistarmanna, hafa verið með slíkum eindæmum hvað varðar þröngsýni í sýningar vali að ekki væri hægt að una við það Iengur. „í Hveragerði verður annað upp á teningnum og meira í samræmi við það, sem var á Kjar valsstöðum, áður en það listfræð- ingaafturhald kom til sögunnar sem nú ríkir á Kjarvalsstöðum," sagði Einar. „Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa sýnt þessu framtaki mínu mikinn áhuga og velvilja. Húsið verður létt bygging, stálgrindarhús og mjög hreyfanlegt innanstokks. Þetta verður mér vitanlega eina menn- ingarmiðstöðin í einkaeigu á Norð- urlöndum fyrir utan Luisiana-safnið í Hummelbæk í Danmörku." Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 7 Almenna fasteignas. bls. 24 Ás bls. 28 Ásbyrgi bls.24 Berg bls. 19 Bifröst bls. 8 Borgir bls. 25 Borgareign bls. 17 Brynjólfur Jónsson bls. 13 Eignamiðlun bls. 9-10 Eignasalan bls. 10 Fasteignamarkaður bls. 18 Fasteignamiðstöðin bls. 12 Fold bls. 5 Fjárfesting bls. 7 Framtíðin bls. 13 Gimli bls. 3 H-Gæði bls. 16 Hátún bls. 27 Hóll bis 14-15 Hraunhamar bls. 11 Húsakaup bls, 26 Húsvangur Bt bls. 6 Kjöreign ' bls 4 Laufás ■ bls. 28 Óðal bls. 20 Skeifan bls. 21 Stakfell bls. 24 Valhús bls. 7 Valhöll bls. 22 Þingholt bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.