Morgunblaðið - 19.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 19.04.1996, Síða 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • 2IIor$MnMítfoÍi> Yfirtaka hús- bréfalána Greiðslumat í húsbréfakerfinu er skilyrði fyrir yfirtöku á húsbréfalánum, alveg á sama hátt og greiðslumat er nauð- synlegur undanfari nýrra lána, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. / 2 ► Endurnýjun glugga Gluggabreytingar hafa afar mikil áhrif á útlit húsa, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, þar sem hann fjallar m. a. um álglugga. Það verður að gæta samræmis við endur- nýjun. / 10 ► Ú T T E K T Vaxandi viðhalds- þörf MIKIL aukning hefur orðið í húsakosti fs- lendinga síðustu áratugi og er meðalaldur hús- næðis hér á landi því tiltöiu- lega lágur eða 29 ár. Nýbygg- ingar hafa verið mest áber- andi í byggingariðnaðinum hér, en nú mun viðhalds bygginga fara að gæta meira. I grein eftir verkfræðingana Björn Marteinsson og Bene- dikt Jónsson hér í blaðinu í dag segir, að árleg viðhalds- þörf allra bygginga Iands- manna nemi 15-75 milljörðum kr., ef tryggja á verðmæti þeirra. Er þetta mat byggt á ítarlegum upplýsingum og út- reikningum um viðhaldsþörf fasteigna, bæði héðan að heiman og erlendis frá. Þetta eru háar tölur og Ijóst, að gífúrleg verðmæti eru í húfi. Þetta á eftir að valda breytingum á bygging- ariðnaðinum sem atvinnu- grein og miklu máli skiptir líka, að húseigendur geri sér grein fyrir, hvernig viðhaldi húsanna verði bezt háttað og hversu mikil fjárþörf fylgir aðgerðunum. Nú er unnið að rannsóknar- verkefni, sem ber heitið „Ástand mannvirkja og við- haldsþörf", hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins. Hefur upplýsingum verið safnað með ástandskönnun 214 húsa á Reykjavíkursvæð- inu og þessar upplýsingar yf- irfærðar á allan húsakost landsmanna. / 20 ► Ávöxtunarkrafa hús bréfa fer iækkandi VEXTIR á veröbréfamarkaði hafa lækkað að undanfórnu og ávöxtun- arkrafa húsbréfa um leið. í byrjun þessa mánaðar var ávöxtunarkraf- an á húsbréfum til 25 ára 5,75%, en í gær var hún komin niður í 5,58% og líklegt talið, að hún fari enn lækk- andi á næstunni. Á húsbréfum til 15 ára hefur hún verið sú sama og á 25 ára bréfum, en á húsbréfum til 40 ára hefur hún verið þremur punkt- um lægri og var því komin í 5,55% í gær. Teikningin hér til hliðar sýnir þróun ávöxtunarkröfunnar frá því í byrjun september í fyrra. í október og nóvember lækkaði ávöxtunar- krafan talsvert og komst lægst í 5,57% hinn 17. nóvember. Þá var um tíma mikil eftirspurn eftir húsbréf- um, en lækkunin gekk fljótlega til baka, er meira jafnvægi komst á milli framboðs og eftirspurnar. Ávöxtunarkrafan fór því hækk- andi á ný og komst í 5,90% um miðj- an janúar. í febrúar lækkaði hún nokkuð, en hækkaði síðan að nýju. Frá síðustu mánaðamótum hefur ávöxtunarkrafan svo aftur farið ört lækkandi. Af þessu má sjá, að nokkrar sveiflur hafa verið á ávöxt- unarkröfunni í vetur. Ávöxtunarkrafan skiptir miklu máli, því að hún ræður afföllum af húsbréíúnum hverju sinni. Hækki ávöxtunarkrafan um aðeins einn punkt eins og kallað er eða 0,01%, hefur það t. d. í fór með sér um 1.000 kr. meiri afföll af hverri milljón kr. í húsbréfum til 25 ára. Afföllin hafa mikil áhrif á bygg- ingamarkaðinn. Með lækkandi af- fóllum má búast við, að eftirspurn eftir húsnæði geti aukizt vegna minni fjármagnskostnaðar að öðru óbreyttu. Líkur eru á, að þær vaxtalækk- anir, sem þegar eru orðnar á verð- bréfamarkaði, verði nokkuð varan- legar og að vextir geti jafnvel enn lækkað. Fari svo, á ávöxtunarkrafa húsbréfa enn eftir að haldast lág og afföllin um leið. (Heimild: Landsbréf) 5,58% ' ávöxtunarkrafa við kaup Ávöxtunarkrafa* húsbréfa sept. 1995 til 18. aprfl 1996 6,1 %------:--------- ASTEIGNALAN SK ANOI A o Sendu inn umsókn eða fáöu nánari upplýsingar hjá ritógjöjum Skandia Skandia Skandia býður þér sveigjanleg lánskjör ef þú þatft að skuldbreyta eða stcekka við þig Fyrir hverja ern Fasteignalán Þá sem eiga lítið veðsettar, Skandia? auðseljanlegar eignir, en vilja lán fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru til annarra fjárfestinga. að kaupa sér fasteign og: Kostir Fasteignalána Skandia Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki Lánstimi allt að 25 ár. nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Hagstæð vaxtakjör. Þá sem vilja breyta óhagstæðum Minni greiðslubyrði. eldri eða styttri lánum. Stuttur svartími á urnsókn. Dœmi um mánaðariegar ajhorganir af /.000.000 kr. Fasleignaláni Skandia* \foctir(v.) 10ár 15ár 25ár 7.0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað cr við jafn^péiðsldlán. *Auk vcrðbóta FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF.. LAUGAVEGI 170. 105 REYKJAVlK. SlMI 56 19 700. FAX 55 2B 177

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.