Morgunblaðið - 19.04.1996, Side 10

Morgunblaðið - 19.04.1996, Side 10
10 D FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Álgluggar Smiðjan Ef endumýja þarf glugga í gömlu húsi eða kaupa glugga í nýtt hús, er nauðsynlejgt að * þekkja fleiri en einn kost, segir Bjami Olafs- son. Það þarf að bera saman verð og gæði. ÉG HRINGDI í fyrirtæki sem nefnist „Plast og álgluggar" til þess að forvitnast um hvort þar munu vera framleiddir gluggar úr plastefni. Mér var svarað á þann veg að þar væru framleiddir gluggar úr áli sem húðað væri með tveggja millimetra þykkri plasthúð. Sennilegt þykir mér að fleiri fýsi að vita eitthvað um slíka glugga og ég skrifa þess vegna um þá hér. Þegar komið er að því að end- umýja þurfi glugga í gömlU húsi, eða að kaupa glugga í nýtt hús, er nauðsynlegt að þekkja fleiri en einn kost og bera saman verð og gæði. Fyrirtækið Plast og ál- gluggar framleiðir ýmislegt fleira en glugga sem forvitnilegt er að vita um. Grannir rammar í þessa glugga eru notaðir nokkuð margbrotnir „prófíl“-listar úr áli og eru þeir klæddir bæði á úthlið og innhlið með tveggja mm þykku PVC-plasti. Þessi plast- klæðning málmsins dregur mikið úr kuldaleiðni glugganna. Þarna er boðið upp á fasta álglugga- karma og auk þess er hægt að. fá gluggana með opnanlegum römm- um og póstum eftir því sem hver og einn óskar. Þetta fer auðvitað eftir glugga- teikningu hússins. Þar sem ætlun- in er að taka burtu gamla fúna tréglugga er hægt að fá álglugga með lóðréttum eða láréttum póst- um, til samræmis við hina gömlu glugga. Loftræsting og litir Plastklæðningin sem er yfir ál- prófílnum, bæði utanverðum og að innanverðu, fæst í mismunandi litum. Það á því að vera óþarfi að mála svona glugga og er viðhald þeirra því lítið. Fyrirtækið hefur einnig á boðstólum sérstaka út- loftsventla sem hægt er að setja ofan við rúður, hvort heldur sem er í trékarma eða álkarma. Slíkur búnaður, útloftsventill, er með ein- angraða kuldabrú og gefur trekk- lausa loftræstingu. Auk þess er hægt/ að setja á þennan ventil hljóðdeyfi, sem er nauðsyn við. sumar götur. Þessa loftventla er hættulaust að hafa opna jafnvel allan sólarhringinn og engin hætta er á að óboðnir gestir komist í gegnum slíka loftopnun. Opnanlegir gluggar, svaladyr í sambandi við þá glugga sem ég hefi verið að segja frá hér að framan er hægt að velja á milli mismunandi opnunarmöguleika. Á síðari árum hefur færst í vöxt að notaðir séu svokallaðir tregðu- sleðar. Þeir tíðkast bæði á tré- körmum og álgluggum. Virðast þessi járn, tregðusleðar, vera ör- ugg til opnunar á tiltölulega stór- um opum. Þá er einnig boðið upp á svo- nefnda punktaopnun. Með slíkum búnaði er hægt að opna gluggann bæði til hliðar og/eða að neðan og ofan. Mikil þægindi geta fylgt opnanlegum gluggum af þeirri gerð, einkum ef þeir eru í háu húsi á annarri, þriðju hæð eða ofar, þar sem annars er erfitt að hreinsa rúðurnar að utan, eða ef skipta þarf um rúður. Fyrirtækið hefur einnig framleitt allmargar svalahurðir úr áli sem þykja hent- ugar og reynast vel. Sólstofur Margir hafa komið sér upp sól- stofu við íbúð sína og sumir eiga sér draum um slíka sólstofu. Þar má rækta blóm og jurtir sem ekki geta vaxið utandyra og þar er hægt að sitja úti án þess að vind- ur næði og kuldi veki hroll. Álprófílar eru töluvert mikið notaðir til þess að byggja úr þeim sólstofur við hús og einnig lítil gróðurhús í görðum. Efnið er sterkt og þolir veðrun vel. Auk þess er plastklæðning prófílanna beggja vegna til mikilla bóta, til einangrunar og hlífðar og sparar málun á málminn. Margar gler- stofur hafa verið byggðar víðsveg- ar, bæði hérlendis og erlendis, með álgrind. Þær hafa gefíð góða raun hvað styrkleika snertir og end- ingu. Fleiri fyrirtæki eru til sem hafa sérhæft sig í notkun á álpróf- ílum. Ekki kjósa allir að byggja stofu úr sama efni og margar sólstofur og garðhús hafa verið byggð með yfir rúðu. timburgrind sem einnig þykir prýði að. Samþykki þarf til Hvort sem um er að ræða end- urnýjun á gluggum eða byggingu sólstofu þá þarf að leita samþykk- is byggingafulltrúa til þeirrar framkvæmdar áður en hafíst er handa við verkið. Það er of seint að sækja um heimild eftir á. Þetta er líka mikilvægt til þess að vel fari og hin nýja framkvæmd þarf að verða til prýði fyrir húsið en ekki til óprýði vegna smekkleysu og ósamræmis. Gluggabreyting hefur afar mik- il áhrif á útlit húsa og getur burt- felling pósta og sprossa haft nei- kvæð áhrif á stíl og útlit húss. Svipuðu máli gegnir um sólstofu við hús hvort sem hún rís á jörðu niðri eða á svölum. Nauðsynlegt er að teikna gerð sólstofunnar upp og leita síðan eftir heimild til bygg- ingar hennar. Margar ástæður geta valdið því að synjað er leyfis til sólstofubyggingar. Það kemur einnig til álits hjá eldvarnareftir- liti, fremur þó á efri hæðum en á jarðhæð. * <«• * » 4 * * áh , LAUF/ Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 S1mi5331111 Fax 5331115 Opið virka daga frá kl. 9 - 18 HELGARSÍMI: 5 689 689 Símatími iaugard. og sunnud. frá kl. 11 -13. 2ja herbergja ENGIHJALLI NÝTT 54 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérsuðurlóð. Smekkleg ibúð. Parket og flísar. Áhvílandi 2,5 millj. Auk þessara eigna höfum við fjölda annarra á söluskrá okkar. Hringið og fáið upplýsingar. SAMTENGD SÖLUSKRÁ LAÍJFÁS ÁSBYRGI J.H-1111 Jtt-lllS REYKAS NYTT 2ja herbergja ibúð ca 70 fm á jarðhæð í 6 íbúða húsi. Parket og flisar. Mjög björt íbúð með miklu útsýni. LauS strax. Verð 6,2 millj. Áhvílandi 3,3 millj. byggingar- sjóðslán. NJÁLSGATA V. 5,7 M. Vönduð og glæsilega hönnuð 2ja herbeigja íbúð á jarðhæð í nýuppgerðu tvíbýlishúsi. Vandaðar flísar og massrft parket. Glæsileg innrétting í eldhúsí. Sérinngangur. Sérlóð. Áhvílandi ca 3,2 millj. hagstæð lán. Skipti á bíl koma vel til greina. SKEIÐARVOGUR NÝTT 2ja herbergja ca 55 fm ibúð í kjallara i tví- býlishúsi. Rúmgóð og björt herbergi. Sér- inngangur. Verð 5 millj. SKÓGARÁS V. 5,6 M. 65 fm 2ja herbergja íbúð með verönd fram- an við stofu. Ibúðin er öll nýmáluð. Allar vistarverur rúmgóðar. Sérhiti. Áhvilandi 2,7 millj. í hagstæðum lánum. Laus strax. SKÚLAGATA V. 4,1 M. Ca 60 fm 2ja herbergja íbúð í nýlega við- gerðu fjölbýlishúsi. Parket og flisar á gólf- um. Nýtt rafmagn. Áhvilandi ca 2,4 millj. í hagstæðum lánum. Skipti möguleg á stærri eign á Akureyri. 3ja herbergja ÁLRÁMÝRI V. 6,4 M. Erum með i einkasölu í þessu eftirsótta hver- fi 3ja herb. rúmgóða 75 fm ibúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Suðursvalir. Góð sameign. Húsið nýlega viðgert að utan. Laus strax. LOKASTIGUR NYTT BALDURSGATA NYTT 3ja herbergja 69 fm risíbúð í 6-ibúða stein- húsi sem hefur verið endurnýjuð að hluta, m. a. nýtt gler og gluggar. Verð 5,7 millj'. HRAUNTEIGUR V. 5,4 M. Ca 75 fm 3ja herbergja íbúð í kjallara í þrí- býlishúsi. Sérhiti. Sérinngangur. Nýtt gler og gluggar. Húsið er nýlega viðgert að utan. Áhvilandi ca 1.700 þús. hagstæð lán. HRÍSRIMI V. 7,2 M. Ca 75 fm falleg 2ja-3ja herbergja íbúð á 2. hæð I fjölbýlishúsi. Glæsi- legar viðarinnréttingar. Parket. Mikið útsýni. Stæði í vel útbúnu bílskýli. Skipti á ódýrari eign koma til gróina. 4ra herbergja og stærri ÁLFHEIMAR V. 6,8 M. Ca 90 fm mikið endurnýjuð íbúð á 4. hæð í nýviðgerðu fjölbýlishúsi. 3 svefnherbergi og stofa, flísalagt baðherbergi. Áhvílandi ca 1,7 millj. í góðum lifeyrissjóðslánum. ÁLFTAHÓLAR V. 7,4 M. Mjög smekkleg ibúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Ljóst parket á öllum gólfum nema bað- herbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Lökkuð innrétting í eldhúsi. Suðursvalir. Áhvilandi 4,5 millj. hagstætt lán. HJALLABRAUT V. 9,4 M. Glæsileg vönduð 140 fm ibúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Parket og flísar. Vönduð eikarinnrétting í eldhúsi. Þvotta- hús og búr f ibúð. Stórar svalir í vestur. Möguleiki á sólstofu. 4 svefnherbergi og 2 stofur. Áhvílandi ca 5 millj. hagstæð lán. MAKASKIPTAMIÐLARINN Við leitum að: í skiptum fyrir: 2ja herb. fb. f Rvlk. Verð 4,5-5,0 m. 75 fm fb. v. Hrísrima m.bflskýli. 2ja herb. Ib. 1 Rvfk. V. 4,9-5,5 m. 100 fm raðh. í Mosfellsb. V. 8,7m 2ja-3ja herb. ib. Parhús f Hveragerði. V. 5,6 m. 3ja herb. fb. í Háaleitishverfi. Sérhæð með bflsk. í Safamýri. 3ja herb. 70 fm fb. V. 6,5-7 m. 120 fm fb. v. Hrísrima m/bilsk. V.9,8 4ra herb. fb. innan Etliðaáa. 3ja herb. íb. i Múlahverfi. Sérhæð i Hlíðunum 4ra herb. 1. hæð v/Barmahlíð m/bflskúr. Sérhæð i Heimunum 4ra herb. fb. á 1. hæð v/Álfheima. 4ra herbergja 133 fm efri sérhæð i tveggja íbúða fallegu steinhúsi. Parket, flisar og teppi. Húsið hefur verið mikið endumýjað, m.a. nýtt þak, nýtt gler og nýir gluggar. Verð 10,8 millj. mávaHlíð nýtt Björt og rúmgóð 4ra herbergja ca 100 fm íbúð á 1. hæð. Nýtt gler. Ný eldhúsinnrétt- ing. Laus strax. Verð 8.450 þúsund. MIÐTÚN NÝTT 4ra herbergja íbúð á 1. hæð (aðalhæð) i steyptu þribýlishúsi. Parket. Nýjar hurðir. Nýtt bað. Bilskúr fylgir. Verð 7,6 millj. Áhvílandi 3,6 millj. byggingarsjóðslán. REYNIMELUR V. 7,3 M. 82 fm ibúð á 2. hæð í stórglæsilegu húsi á einum besta stað í vesturbænum. Góð lofthæð. Eldri stíll með listum i lofti og massífum hurðum. Stórar stofur. Áhv. 4,3 millj. hagstæð lán. Nýbyggingar SMÁRARIMI NÝTT " Rúmlega fokhelt, og tilbúið að utan, ca 160 fm glæsilegt einbýlishús á einni hæð ásamt tvö- földum bílskúr, á frábærum útsýnisstað. Hús- ið er til afhendinga' strax. Verð 9,0 millj. Áhví- landi 6,0 millj. i húsbréfum. Einbýli LANGHOLTSVEGUR NÝTT Lítið forskalað timburhús á einni hæð ca 80 fm. Húsið stendur á stórri lóð. Áhv. 3,9 millj. Verð 6,9 millj. SELVOGSGRUNN V. 29,0 M. Mjög vandað og glæsilegt einbýlishús með tveimur íbúðum. Húsið er mikið end- urnýjað. Fallegur byggingarstill, SOGAVEGUR NÝT Erum með í einkasölu fallegt og gott hús á tveimur hæðum og kjallara, samtals 6 herbergi. Húsið hefur nýlega verið mjög vel endurnýjað að öllu leyti að innan. Fal- lega ræktaður garður. Áhvilandi 5,4 millj. byggingarsjóðslán. Fyrirtæki TÆKIFÆRI FYRIR JÁRN- SMIÐ EÐA LAGINN MANN Járnsmiðja i eigin húsnæði i Súðarvogi til sölu. Góður tækjabúnaður, m.a. renni- bekkur, fræsari, snittvél, plasmaskurðar- vél, fjölklippa, bandsög, suðuvélar o.fl. Möguleiki er að selja fyrirtækið og gera leigusamning um húsnæðið. Byggingalóð FELLSÁS NYTT Eignarlóð á fallegum útsýnisstað við Fellsás í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.