Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 2

Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 2
2 D FIMMTJJDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þessi mynd er af húsi í byggingu við Bröttukinn í Hafnarfirði, sem byggingafyr- í verksmiðju Byggingafélagsins Borgar i Borgarnesi voru sýndar irtækið Fagtak sýndi á Byggingadögum um síðustu helgi. innréttingar af öllu tagi. Góð aðsókn að Byggingadögum GÓÐ aðsókn var að Bygginga- dögum, sem Samtök iðnaðarins gengust fyrir um síðustu helgi, en mörg þúsund manns heim- sóttu þátttökufyrirtækin. Bygg- ingadagar voru að þessu sinni haldnir undir kjörorðinu „Fé og framkvæmdir" og áherzla lögð á að fræða gesti um fjármögnun framkvæmda. Fyrirtækin, sem þátt tóku í Byggingadögum, voru á fjórða tug og frá sjö bæjarfélögum, en auk fyrirtælqa á höfuðborgar- svæðinu tóku þátt í þeim fyrir- tæki á Akureyri, í Borgarnesi og í Vestmannaeyjum. íslandsbanki og Sparisjóður Hafnarfjarðar veittu gestum fjármálaráðgjöf og kynntu framkvæmdalán til Iangs tíma. — Ég tel, að Byggingadagar hafa tekizt mjög vel að þessu sinni, sagði Haraldur Sumarliða- son, formaður Samtaka iðnaðar- ins. — Hugmyndin með þeim er að sýna fólki, hvað byggingariðn- aðurinn hefur gert og hvers hann er megnugur. Að þessu sinni vildum við byggingamenn Ieggja um leið áherzlu á fjármögnun fram- Ármannsfell sýndi permaformhús í smíðum við Lækjarsmára í Kópavogi. kvæmda. í samvinnu við verka- lýðsfélög og lánastofnanir erum við að kanna, hvort hægt væri að byggja upp lánakerfi, sem hentaði fólki betur en það lána- kerfi, sem nú er við lýði. í okkar hópi hafa komi fram þær skoðan- ir, að kerfið sé of flókið og komi ekki nægilega til móts við að- stæður fólks, sem eru auðvitað misjafnar. — Verkefnastaða byggingar- iðnaðarins er að færast í betra horf, sagði Haraldur Sumarliða- son ennfremur. — Það er ekki bara að þakka árstíminum, held- ur sjáum við ýmsar breytingar til hins betra frá því í fyrra. En það hefur tekið byggingariðnað- inn lengri tíma en flestar aðrar atvinnugreinar að ná sér upp úr þeirri lægð, sem ríkt hefur í þjóð- félaginu og það er í rauninni ekkert nýtt. Samskipti kaupenda og seljenda Markaðurinn Breyttar samskiptareglur kaupenda og selj- enda með tilkomu húsbréfakerfsins hafa haft jákvæð áhríf, segir Grétar J. Guð- mundsson, rekstrarstjórí Húsnæðisstofnun- ar ríkisins. Seljendur eru ömggarí með greiðslur og kaupendur njóta þess í hagstæðara verði. Fasteignaviðskipti eru viðskipti milli tveggja aðila, kaupenda og seljenda. I umræðum um hús- næðismál gleymist þetta oft. Um- ræðan beinist oftar en ekki að öðrum aðilanum, þ.e. kaupandan- um. Þetta er á vissan hátt eðli- legt, því það hefur áhrif á þjóðfé- lagið í heild hve auðveld eða erfíð íbúðakaup eru á hveijum tíma. Ef þau eru erfið, þá kemur það fram í aukinni þörf fyrir félagslega aðstoð hins opinbera af ýmsu tagi. Þegar íbúðakaup eru hins vegar auðveld, dregur alla jafna úr þörf fyrir slíka aðstoð. En þrátt fyrir að aðstæður á fasteigna- og lána- markaði séu mikilvægar fyrir kaupendur, þá eru þær ekki síður mikilvægar fyrir seljendur. Þeirra hagur skiptir ekki minna máli í þessu sambandi. Það verður að horfa á þessa hluti í heild. Mikilvæg viðskipti Fasteignaviðskipti eru fijáls og óháð og ráðast af framboði og eftirspum. Það er undir kaupend- um sjálfum komið hvenær þeir festa kaup á íbúðarhúsnæði og það er jafnframt undir þeim komið hvort þeir sætta sig við þau kjör sem í boði eru. Á sama hátt ráða seljendur alla jafna hvort þeir sætta sig við tilboð sem þeir fá í íbúð sem þeir vilja selja, þó undan- tekningar séu þar á, sérstaklega þegar íbúðaeigendur lenda í erfíð- leikum. Fyrir flesta eru íbúðakaup stærstu og mikilvægustu viðskipti viðkomandi á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að þessi viðskipti séu eins örugg og frekast er unnt og að ekki sé rasað um ráð fram. Hagstætt að kaupa Fasteignaverð hefur farið lækk- andi á undanfömum misserum. Verð á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu er lægra nú en það hefur verið áður á þessum áratug. Það er vitaskuld gott út frá sjónarmiðum kaupenda. Breytt samskipti Með tilkomu húsbréfakerfísins á árinu 1989 urðu miklar breyting- ar á samskiptum kaupenda og seljenda á fasteignamarkaðnum. Algengt var áður, að seljendur lánuðu kaupendum ákveðinn hluta kaupverðs íbúðar til fjögurra eða fímm ára með svokölluðum eftir- stöðvaskuldabréfum. Kaupendur og seljendur voru því í viðskiptum í nokkur ár. í húsbréfakerfínu taka þessi viðskipti hins vegar oftast mun skemmri tíma. Algengt er að þeim sé lokið innan árs frá undirskrift kauptilboðs, en það er í raun sá tímapunktur þar sem kaupa og sala hafa átt sér stað. Verkgangur íbúðakaup samkvæmt hús- bréfakerfínu ganga þannig fyrir sig, að fyrst sækir væntanlegur kaupandi um greiðslumat hjá við- urkenndri fjármálastofnun, t.d. banka, sparisjóði eða verðbréfa- fyrirtæki. Þar er lagt mat á greiðslugetu umsækjandans. Til- gangurinn er að fínna út hugsan- legt hámarksverð íbúðar, sem við- komandi er talinn eiga möguleika á að festa kaup á. Það er hins vegar alls ekki það verð íbúðar, sem viðkomandi á að festa kaup á, eins og stundum er haldið fram. Næsta skref umsækjandans er að skoða sig um á fasteignamarkaði. Þegar heppileg íbúð er fundin ger- ir hann kauptilboð. Ef kaupandinn ætlar að notfæra sér húsbréfakerf- ið, þá gerir hann tilboð á þar til gerð eyðublöð frá Húsnæðisstofn- uninni. Ef íbúðareigandinn sam- þykkir tilboðið, er í raun kominn bindandi samningur milli kaup- anda og seljanda. Það sem þá er eftir, er, að Húsnæðisstofnunin samþykki kaupin. Það er grundvöllur þess að seljandi geti skipt fasteignaveð- bréfi, sem kaupandi gefur út, fyr- ir húsbréf. Eiginlegur kaupsamn- ingur er síðan undirritaður eftir að stofnunin hefur samþykkt kaupin. Með undirritun kaupsamn- ings eru kaupin endanlega orðin bindandi og fyrirvarinn um sam- þykki stofnunarinnar fyrir kaupunum niður fallinn. Fyrsti vaxtadagur Þetta er nefnt hér vegna þeirrar umræðu sem verið hefur að undan- förnu um svokallaðan fyrsta vaxtadag í húsbréfakerfinu, en hann miðast við undirritun kaupt- ilboðs. Ástæður þess eru einkum tvær. í fyrsta lagi verður fyrsti vaxtadagur að liggja fyrir, til að Húsnæðisstofnunin geti gengið frá fasteignaveðbréfi, sem kaupandi gefur út. í öðru lagi er það auðsjá- anlega hagur seljanda að ljóst sé hvaða verð hann fær við sölu íbúð- ar. Væri fyrsti vaxtadagur á reiki, má búast við að það hefði í för með sér óvissu fyrir seljendur íbúða. Það gæti haft áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Það er með öðrum orðum jafnt hagur seljenda og kaupenda, að fyrsti vaxtadagur sé skýr og þannig, að seljendur eiga auðvelt með að meta hvað þeir eru raunverulega að fá greitt við sölu íbúðar. Það er ekki vafamál, að breyttar samskiptareglur kaupenda og selj- enda á fasteignamarkaði með til- komu húsbréfakerfisins, hafa haft jákvæð áhrif. Seljendur eru örugg- ari með greiðslur og þar með njóta kaupendur þess í hagstæðara verði. Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 3 Almenna fasteignas. bls. 15 Ás bls. 24 Berg bls. 10 Bifröst bls. 20 Borgir bls. 28 Borgareign bls. 16 Brynjólfur Jónsson bls. 17 Eignamiðlun bls. 18-19 Eignasalan bls. 15 Fasteignamarkaður bls. 21 Fasteignamiðstöðin bls. 6 Fasteignasala Reykjav. bls. 25 Fold bls. 5 FranTtfðin bls. 11 Frón bls. 26 Gimli bls. 22 H-Gæði bls. 25 Hátún bls. 8 Hóll bis. 14-15 Hraunhamar bls. 23 Húsakaup bls. 4 Húsvangur bls. 12 Kjöreign bls. 13 Laufás bið. 28 Óðal bls. 7 Skeifan bls. 3 Valhöll bls. 9 Þingholt bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.