Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 D 17
svonefnda, en þar er búið að byggja
mikið af glæsilegu verslunar-og
skrifstofuhúsnæði. Þegar byggðin
þenst út, flytja iðnfyrirtækin sig
meira út í útjaðrana.
— Annars er mikil breidd í iðnað-
arhúsnæði, hvað leiguverð snertir,
enda er þetta húsnæði fjölbreyttara
að allri gerð en annað atvinnuhús-
næði, bæði að því er varðar stærð
og gæði, sgir Ólafur. — Mér finnst
samt eins og nú megi merkja ein-
hvetjar breytingar til hækkunar á
leigu á iðnaðarhúsnæði á vissum
svæðum eins og t. d. í kringum
Kringluna.
Skrifstofuhúsnæði er yfirleitt á
efri hæðum í byggingunum og leigu-
verð þar því ódýrara heldur en á
verzlunarhúsnæði. En mér sýnist
sem leiga fyrir skrifstofuhúsnæði sé
sízt að lækka en fari fremur hækk-
byggja. — Slíkar vangaveltur koma
ekki svo mjög inn á borð til okkar,
en út frá auknum áhuga á könnun-
inni hljótum við að álykta sem svo,
að margir eru farnir að íhuga þennan
möguleika í mun ríkari mæli en áð-
ur, segir Ólafur. — Að fenginni
reynslu undanfarinna ára, þar sem
sumir hafa farið flatt á því að binda
íjármagn í húsnæði, kann samt vel
að vera, að margir kjósi frekar þann
sveigjanleika í rekstri, sem felst í því
að leigja.
Að mati Ólafs er mun meiri þrótt-
ur í atvinnulífinu en var. — Fólk
hefur meiri Ijárráð nú, sem kemur
fram í meiri eftirspurn eftir vörum
og þjónustu, segit' hann. — Með
auknum umsvifum í verzlun og þjón-
ustu vex um leið eftirspurn eftir at-
vinnuhúsnæði, bæði verzlunar- og
iðnaðarhúsnæði. Það hefur þvi dreg-
Morgunblaðið/RAX
í Hálsahverfinu svonefnda hefur risið glæsilegt verzlunar- og þjónustuhverfi. Iðnfyrirtækin hafa
gjarnan fært sig í önnur hverfi.
IÐNFYRIRTÆKIN hafa hopað burt úr Skeifunni vegna ásóknar
verzlunar- og þjónustufyrirtækja þangað, sem geta borgað hærri
leigu. Mikill uppgangur hefur verið þar í verzlun og þjónustu.
andi, ef nokkuð er þrátt fyrir mikið
| framboð.
í miðborg Reykjavíkur hefur átt
sér stað sú þróun, að veitingastaðir
hafa haslað sér völl á mörgum stöð-
um, þar sem verzlanir voru áður.
En með þessu dregur miðborgin til
sín mikið mannlíf, bæði um miðjan
dag og á kvöldin, sem er að sjálf-
sögðu undirstaða verzlunar. Húsa-
leiga er líka orðin mun hagstæðari
' í miðborginni en eitt sinn var. Þetta
I hefur leitt til þess, að eftirspurn eft-
I ir verzlunarhúsnæði 5 miðborginni
hefur aukizt á ný.
Betra að kaupa
en að leigja?
Ekki er nema stutt síðan, að nokkur
verðbréfafyrirtæki tóku að veita
langatímalán til kaupa á atvinnuhús-
næði. Áður var yfirleitt ekki hægt
að kaupa slíkt húsnæði nema með
' lánum til tiltölulega skamms tíma.
| Greiðslubyrðin var þá gjarnan það
I há, að mörg fyrirtæki treystu sér
ekki til að kaupa en kusu heldur að
leigja. Kosturinn við að kaupa er
auðvitað sá, að þá eru fyrirtækin að
eignast það húsnæði, sem þau nota.
Á móti kemur minni sveigjanleiki.
Fyrirtæki eru þá bundnari af hús-
næðinu, sem þau eru í og eiga þá
erfiðara með að flytja sig eða minnka
við sig húsnæði, ef aðstæður breytast.
< Með betri lánamöguleikum kemur
( sú spurning strax upp, hvort forráða-
menn fyrirtækja í leiguhúsnæði séu
' í auknum mæli farnir að velta fyrir
sér kaupum á húsnæði eða þá að
ið mjög úr offramboði á atvinnuhús-
næði.
Um leið má búast við, að eigendur
húsnæðis taki að endurskoða leigu-
samninga, þegar þeir renna út, á
grundvelli þess að eftirspurn er jafn-
vel orðin meiri en framboðið og þá
með hækkun í huga. En breytingar
á húsaleigu á atvinnuhúsnæði gerast
hægt, því að leigusamningar eru yfir-
leitt gerðir til nokkurra ára og leigu-
grunnurinn breytist ekki á meðan.
Leigusamningar til 4-5 ára eru
algengir, en oft eru þeir til mun
lengri tíma, jafnvel til um og yfir tíu
ára. Þetta ræðst svolítið af því,
hversu há leigan eru, en samningar
með lágri leigu eru frekari til lengri
tíma. Eg hef t. d. séð leigusamn-
inga, sem ná vel inn á næstu öld.
Leigusalar eru að sjálfsögðu bundnir
af slíkum samningum og geta ekkj
hækkað leigugrunninn á meðan. I
slíkum samningum hækkar leigan
einungis í samræmi við verðbólgu.
Ný viðhorf
— En ef verðbólgan fer á skrið
og eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði
eykst til muna vegna aukinna um-
svifa í atvinnulífinu, má gera ráð
fyrir, að leigugrunnurinn sjálfur
breytist til hækkunar og að húsaleiga
verði þannig hlutfallslega hærri en
hún var, segir Ólafur Þ. Gylfason
að lokum. — Vegna hækkunar á vísi-
tölugrunninum, sem allar breytingar
á húsaleigu byggjast á, er óhætt að
fullyrða, að ný viðhorf séu að skap-
ast við leigu á atvinnuhúsnæði.
BRYNJOLFUR JONSSON
Fasteignasala ehf, Barónsstig 5,101 Rvk.
Jón Ól. Þórðarson, hdl., lögg. fasteignasali
Fax 552-6726
SÍMI511-1555
Opið kl. 9-12.30 og 14-18.
Laugardaga kl. 10-14.
Opið v.d. kl. 9-12.30, 14-18
og laugard. kl. 10-14.
HLÍÐARBYGGÐ - GBÆ
Fallegt og vel staðs. 210 fm
endaraðh. m. innb. bílsk. á besta
stað í Gbæ.
RAUÐALÆKUR - 2 ÍB.
Kaupendur athugið
180 fm parh. ásamt bílsk. 5 svefnh.
Skipti á minna.
Höfum fjölda góðra
eigna á söluskrá sem
ekki eru auglýstar
Einbýli - raðhús
VÍKURBAKKI
Gott raðhús með bílskúr ca 180
fm + ca 40 fm í kj. 5 svefnh.
Verð 12,2 millj.
GRETTISGATA
Ca 110 fm einbhús á einni hæð.
Húsið er t mjög góðu ástandi. Verð
9,9 millj. Áhv. 3,4 millj. byggsj.
Hæðir
NÖKKVAVOGUR
TVÆR ÍBÚÐIR
78,2 fm hæö ásamt 53 fm I ki.
Verð 8,8 millj. Áhv. 4,7 millj.
LAUGARNESVEGUR
Sérlega falleg og mikið endurn. 130
fm efri sérhæð ásamt 50 fm bílsk.
HOLTAGERÐI - KÓP.
Sem ný glæsil. ca 160 fm sérh. í
tvíb. Bílskréttur. Stór sérgarður.
Eign í sérfl.
AKURGERÐI
Mjög falleg hæð/parh. Nýtt eldh.
Bílskréttur. Skipti á minni eign í
sama hverfi.
Morgunblaðið/Þorkell.
BREIÐÁS - GBÆ
Mjög góð ca 120 fm neðri sérh. í
tvíb. Góður bílsk. m. gryfju. Áhv.
5,8 millj.
VÍÐIHVAMMUR - KÓP.
Mjög góð efri sérh. í tvíb. 4 svefnh.
Góður bílsk. 70 fm svalir. Verð 10,9
millj. Áhv. 5,3 millj. Ákv. sala.
4ra herb. og stærri
EYJABAKKI
Góð 4ra herb. útsýnisíb. Parket
á stofu og gangi. Verð 6,2 millj.
Áhv. byggsj. 2,3 millj.
VESTURBÆR
Var að fá vestast í vesturbænum ca
175 fm nýja útsýnisíb. á tveimur
hæðum. Hagst. lán áhv. 5,5 millj.
Verð 10,9 millj.
HVASSALEITI
Mjög góð 100 fm íb. ásamt bílsk.
Skipti æskil.
VIÐ BARÓNSSTÍG
Falleg algjörl. endurb. ca 77 fm
risíb. Gott útsýni. Verð 6,2 millj.
Áhv. 3,0 millj.