Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 B 21 ATVINNUA! / YSINGAR & Fjölskyldufræðingar - fulltrúi Ráðgert er að hefja starfsemi fjölskylduráð- gjafar á vegum Mosfellsbæjar og Reykjavík- urborgar á næstunni. Leitað er að reyndum meðferðaraðilum, s.s. félagsráðgjöfum og sálfræðingum með mennt- un og þjálfun í fjölskyldumeðferð. Fjölskylduráðgjöfin er tilraunaverkefni til tveggja ára á vegum sveitarfélaganna. Einnig er óskað eftir fulltrúa til að annast skrifstofustörf, símavörslu o.fl. \ Þekking á bókhaldi æskileg. Nánari upplýsingar veitir Rannveig Guðmunds- dóttir, forstöðumaður, í síma 562 1266 milli kl. 9 og 10 virka morgna og í síma 564 2356 á kvöldin. Umsóknarfrestur er til 4. júní nk. Garðabær Leikskólar Garðabæjar Óskum eftir að ráða matráð í leikskólann Kirkjuból v/Kirkjulund frá og með 15. júní nk. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 565 6322 og 565 6533 eða leikskólafull- trúi í síma 565 6622. Leikskólafulltrúi. Lausar kennarastöður við Reykholtsskóla Biskupstungnahreppur auglýsir lausar kennarastöður við Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla (yngri börn), danska, íþróttir, raungreinar, handmennt (smíðar) og safnvarsla/leiðsögn við bókasafn skólans (hlutastaða). Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn M. Bárðarson, í síma 486 8830 (486 8708 hs.). Reykholtsskóli er einsetinn grunnskóli með um 90 nemendur í 1.-10. bekk, góða vinnuaðstöðu og gott bókasafn. Kennaraíbúðir eru í boði. í Biskupstungum eru tveir þóttbýliskjarnar, Laugarás og Reykholt (fjar- lægð u.þ.b. 100 km frá Reykjavík). í Reykholti er sundlaug, félagsheimili, leikskóli og banki. í Laugarási er heilsugæslustöð. Skólanefnd Biskupstungnahrepps. Lyfjakynnir - lyfjafræðingur Vegna aukinna umsvifa innan lyfjadeildar fyrirtækis okkar óskum við eftir lyfjafræðingi til starfa. Um er að ræða sjálfstætt starf sem felst í kynningum á lyfjum frá erlendum lyfja- framleiðanda auk annarra lyfjafræðistarfa. Upplýsingar veitir Valur Ragnarsson í síma 562 8411. Skriflegar umsóknir, merktar „Starfsum- sókn“, óskast sendar Austurbakka hf., fyrir 4. júní. Austurbakki hf., sem var stofnað 1967, er umboðs- og heildverslun. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 30, þar af tveir lyfjafræöingar. At /lusturbakki hf. P.O. Box 909 — Reykjavík, Iceland Snyrtifræðingur óskast í Hagkaup Kringlu Snyrtifræðingur óskast í snyrtivörudeild Hag- kaups í Kringlu sérvöru til sumarafleysinga og aðra hvora helgi. Upplýsingar veittar hjá verslunarstjóra 28. maí milli kl. 14 og 17. HAGKAUP Tónlistarskóli Dalvíkur auglýsir eftir píanókennara í fulla stöðu næsta haust. Við skólann starfa 8 kennarar og nemendur eru um 130 á Dalvík, Árskógsströnd, og í Svarfaðardal. Ef þú stundar útivist, þá er þetta staðurinn fyrir þig. Ef þú vilt taka þátt í menningar- starfi þá, er þetta staðurinn fyrir þig. Hringdu í síma 466 1863 eða 466 1493 (Hlín) og kynntu þér málin. Skólastjóri. Nautastöð Bændasamtaka íslands á Hvanneyri Bændasamtök íslands óska að ráða for- stöðumann að Nautastöð samtakanna á Hvanneyri. Umsækjendur þurfa að vera þúfræðikandi- datar eða dýralæknar. Umsóknir sendist Bændasamtökum íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík, fyrir 10. júní. Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Þorgeirs- son í síma 563 0300. Bændasamtök íslands. Krefjandi og spennandi starf Fyrirtæki í Reykjavík, er annast milligöngu um ýmis verkefni fyrir önnur fyrirtæki, hefur falið mér að leita að einstaklingi til starfa við vandasamt og spennandi verkefni, er krefst mikillar atorkusemi og dugnaðar. í boði er krefjandi starf er innifelur mikil mannleg samskipti, áræði og þess að ná ásættanlegum niðurstöðum í samningum. Leitað er að aðila, er hefur haldgóða mennt- un, góða og hagnýta starfsreynslu af við- skiptum, gott vald á enskri tungu, metnað, vilja og getu til að takast á við flókin og oft erfið verkefni, þar sem reynir á festu og þrautseigju. í þoði er starf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki, er vinnur, starfar og keppir á sig- kvikum markaði þar sem samkeppnin er mikil. Þá eru í boði góð laun fyrir réttan aðila. Væntanlegur starfsmaður þarf að geta hafið störf mjög fljótlega. Umsóknir, ertilgreini allar persónulegar upp- lýsingar, menntun og fyrri störf, ásamt mynd, óskast mér sendar fyrir 2. júní nk. Allar nánari upplýsingar um starf þetta veiti ég á skrifstofu minni á venjulegum skrifstofutíma. Teitur Lárusson, atvinnuráðgjöf - starfsmannastjórnun, Austurstræti 12-14, (4. hæð), sími 562 4550, 101 Reykjavík. Lausar kennarastöður við Vopnafjarðarskóla næsta skólaár. Vopnafjarðarskóli er einsetinn með 135 nem- endur frá 1. til 10. bekk. Samkennsla er í 3.-4. bekk og 5.-6. bekk. Okkur vantar kennara í eftirtaldar greinar: Sérkennsla, raungreinar, mynd- og hand- mennt, tungumál og almenn kennsla. Flutningsstyrkur og húsnæðishlunnindi. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 473 1256 og 473 1108 (heima) og aðstoðar- skólastjóri í síma 473 1556 og 473 1345 (heima). Matreiðslumaður Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellsdal óskar eftir matreiðslumanni í 3 mánuði í sumar. Unnið er á vöktum. Upplýsingar í síma 568 2278 á milli kl. 10.00 og 12.00 þriðjudag og miðvikudag. Sigrún Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri. Kennari Við Grunnskólann í Þykkvabæ vantar kenn- ara fyrir næsta skólaár. í skólanum eru 23 nemendur. Upplýsingar veitir Una Sölvadóttir skólastjóri í síma 487 5669 eða 487 5656. Leikskólastjóri Okkur vantar leikskólastjóra í Leikskólann í Þykkvabæ. í skólanum eru 16 börn. Ráðningartími er frá 1. ágúst nk. Upplýsingar veitir formaður skólanefndar, Sigríður Ágústsdóttir, í síma 487 5630. Greiddur er flutningsstyrkur og í boði er ódýrt húsnæði. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Þykkvibær er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík, bundið slitlag alla leið! Grunnskóli og leikskóli samnýta nýtt og fallegt skólahús. Sölustörf - verslunarstörf 1. Heildverslun í Reykjavík. Sala á matvör- um til verslana. Um er að ræða nýja vöru- tegund. Leitað er að kappsömum og dríf- andi sölumanni, sem getur axlað ábyrgð. Áhugavert og spennandi framtíðarstarf. Verður að geta byrjað strax. 2. Byggingavöruverslun í Reykjavík. Af- greiðsla, sala og þjónusta við viðskipta- vini í lagnadeild. Leitað er að pípulagn- ingamanni. Vinnutími kl. 8/9-18.00. Ráðning fljótlega. 3. Varahlutaverslun í Reykjavík. Sala og þjónusta í verslun. Skilyrði er að viðkom- andi sé bifvélavirki. Framtíðarstarf hjá traustu og gamalgrónu fyrirtæki. Vinnu- tími kl. 8-18. 4. Gleraugnaverslun miðsvæðis í Reykja- vík. Afgreiðslu- og þjónustustarf í gíæsi- legri verslun. Viðkomandi verður að vera smekklegur og þjónustulipur. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími kl. 9-18 (ekki unn- ið á laugardögum). Umsóknarf restur er til og með 31. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Lidsauki Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.