Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ1996 B 5 EG var á síðustu stundu að sækja um skóla- vist, mamma benti mér á grein í gömlu Morgunblaði, klukkan var þá þrjú og það átti að loka klukkan fjögur. Ég hljóp af stað og rétt náði að leggja inn umsókn," segir Gunnar Bjarni. Hann hefur þegar f arið út til Liver- pool, þar sem skólinn starfar, og kynnt sér þar aðstæður. Ejörn Jörundur kveðst hins vegar hafa látið nægja að hitta annan stofn- anda skólans og skólastjóra Mark Featherstone Witty, sem kom hingað til þess að kynna skólann. „Hann fer yfirleitt ekki í slíkar kynningar, hann er með fólk í vinnu við það. Á kynningunni var hann með videomynd um skólann, þar var allt mjög glæsilegt, Gunn- ar Bjarni hefur skoðað skólann og segir að hann sé meiri háttar." Námið veitir BA gráðu „Ég fór út í lok mars og fékk þá áheyrnarpróf. Ég var spurður spjörunum úr og ég leyfði þeim að heyra upptökur af sólóplötu sem ég er að byrja á," segir Gunnar. „Eg var búinn að syngja og spila inn tvö lög og lét þá einnig heyra plötur Jet Black Joe. Ég mun stunda nám í tónlistardeild. Ég er aðallega lagasmiður og mun halda áfram að semja, einnig læri ég söng, útsetningar, sitt hvað um upptökur og fleira. Það er allt þarna. Ég er ekki beint að setjast á skólabekk, ég er meira að fara í starfsnám, ég ætlast til að það komi eitthvað út úr þessu, ég ætla að vinna þarna að lagasmíðum og jafnvel gefa út plötu, ég lít á þetta sem stökkpall en ekki nám fyrir poppara sem lýkur svo með próf- gráðu, þótt vissulega fái ég BA- gráðu að námi loknu," segir Gunn- ar. „Það sem var svona heillandi við þennan skóla fyrir mig var að þarna get ég lært leiklist og út- skrifast sem leikari en verið jafn- framt með leiklistarnáminu að læra ýmislegt í sambandi við tón- list, upptökur, plötugerð og stjórn- un í skemmtanaiðnaði, en við þetta er ég búinn að starfa að undan- förnu," segir Björn Jörundur. „Færi ég í leiklistarnám hérna þá yrði ég nánast lokaður inni við það í fjögur ár, en þarna fæ ég leikara- réttindi sem ég þarf tll þess að vera löglegur sem slíkur á íslandi en get líka stundað draumanámið, sem tengist popplagasmíðum. Það hefur verið mitt aðalviðfangsefni gegnum árin." Ahrifamenn í poppheiminum kenna Björn kveðst hafa verið talsvert í Bretlandi vegna „tónlistarbrölts- ins á okkur í hljómsveitinni Ný- dönsk," eins og hann orðar það. „Við spiluðum þar oft líka, við ætluðum að reyna að koma ár okkar fyrir borð þar, en það gekk því miður ekki af ýmsum ástæð- um, þetta var dýrt og menn voru með fjölskyldur. í gegnum þennan skóla í Liverpool kemst maður hugsanlega í góð sambönd og það er kannski einna mikilvægast. Ef maður sýnir og sannar í skólanum að maður geti eitthvað þá opnar það ábyggilega margar dyr. Það er langur listi af áhrifamönnum í poppheiminum sem kemur að kennslu við þennan skóla." Húsnæði kveðst Björn ekkert vera farinn að hugsa fyrir en Gunnar Bjarni er þegar búinn að koma sér fyrir. „Ætli ég verði ekki í einskonar verbúð á vegum skólans til að byrja með. Svo fer bara eftir því hvernig gengur hvert framhaldið verður. Það er ótrúlega mikið lagt í aðstöðuna þarna ytra hvað námið snertir. Þarna er allt Lít á þétta sem stökk- pall en ekki nám fyrir poppara sem lýkur svo með prófgráðu F.V. Gunnar Bjarni Ragnarsson og BjÖrn Jörundur Friðbjörnsson. Morgunblaðið/Kristinn HUUASMKPMI? Þrír ungir Islendingar ætla að stunda nám við skóla Pauls McCartn- ey næsta vetur. Paul stofnaði þennan skóla, LIPA, í félagi við Mark Featherstone Witty og er ætlunin að veita þar staðgóða menntun í ýmsu sem lýtur að tónlist, leiklist, dansi og fleiru, ekki síst hinni tæknilegu hlið þessara greina. í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur ræða þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir fyrirhugað nám _________________sitt og framtíðaráform._________________ á staðnum, allur nýjasti tæknibún- aður, músikbúð er í skólahúsinu, hljómleikasalur þar sem hægt er að halda tónleika, allt er þarna eins og Paul McCartney hefði lík- lega viljað hafa það þegar hann var að byrja. Skólinn er staðsettur í miðborg Liverpool. Sjálfur mun Paul ekki kenna að staðaldri en hann mun halda fyrirlestra. Skól- inn er styrktur af stórfyrirtækinu EMI og fleiri aðilum. pa.ð verður haft auga á því sem við gerum, ég lít á þetta sem stórt tækifæri." Námið gefur góð sambönd Heiðrún Anna Björnsdóttir hefur sungið með hljómsveitinni Ciga- rette, hún ætlar að stunda nám við Liverpool School of Performing Arts næsta vetur. Hún fór þó aðra leið en þeir Björn og Gunnar. „Ég missti af kynningunni sem haldinn var hérna heima," segir Heiðrún. „Mig langaði hins vegar mikið að fara út til að læra svo ég tók mér ferð á hendur til þess að athuga málið. Ég fékk upplýsingar um alls konar skóla og leist best á LIPA. Ég útbjó umsókn og safnaði nauð- synlegum upplýsingum um sjálfa mig og sendi til skólans ýmislegt efni sem ég hafði gert, bæði geisla- diska, bíómynd og fleira. Síðan hringdi ég út og fékk að sækja um þótt á síðustu stundu væri, og nú er ég búin að fá já- kvætt svar, það barst mér fyrir skömmu. Ég á að fara til náms í september. Ég fer í tónlistardeild en tek leiklist með. Ég er í því núna að útvega peninga fyrir skólagjöldunum, þau er mjög há. Ef einhver vill styrkja mig þá er það vel þegið." HEIÐRÚN Anna Björnsdóttir Heiðrún Anna er í sambúð með Einari Tönsberg tónlistarmanni. „Það er óákveðið hvort Einar kemur með mér, vonandi getur hann það. Ég er mjög ánægð með að fá þetta tækifæri. Ég vil fá það út úr þessu námi að læra al- mennilega söng, að spila betur á gítar og píanó en ég geri í dag og síðast en ekki síst að komast í góð sambönd. Loks er það gott upp á framtíðina að hafa BA- próf." Skólagjöldin eru há Björn Jörundur segir að inn í leiklistardeild þessa skóla séu aðeins teknir 18 nemendur á ári. „Þeir eru með kynningarmið- stöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum og þeir fara víða um lönd til þess að leita að heppi- legu fólki, ég held að ég verði að vera nokkuð ánægður með að komast inn," segir Björn. Hvað fjárhagshliðina varðar segist Björn ekki enn vita hvernig það mál leysist. „Ég ætla að verða mér úti um styrki en ég hef ekki hugmynd um hvernig, ég reyni allt sem ég get." En ætlar hann að starfa hér á landi að námi loknu? „Ég er búinn að vera það lengi í skemmtanabransanum á íslandi að ég væri mjög feginn að skipta um starfsumhverfi og fara að vinna fyrir aðeins fleira fólk. Það er dálítið súrt í broti að búa \ svona litlu málsamfélagi eins og ísland er. Það er svo dýrt að gefa út fyrir svona lítinn mark- að. Ég hef hins vegar verið svo heppinn að lenda annað veifið í spennandi verkefnum hér, svo sem þegar ég lék í Sódómu, þá hafði ég aldrei leikið fyrr, og þótti það nokkuð gaman. Einnig átti hljóm- sveitin Nýdönsk skemmtileg tíma- bil. Við spiluðum í kvikmynd sem tekin var upp í Laugardalshöll, við spiluðum á stórtónleikum með Megasi, í verki í Þjóðleikhúsinu sem við sömdum tónlist við, svo eitthvað sé nefnt. Ég ætlaði að gefa út plötu fyrir jólin núna en ég hætti við það af því að ég er að fara í skólann. Kannski get ég unnið að þessari plötu úti og kom- ið henni á markað það. Nú vita menn að það er samin tónlist á íslandi, Björk hefur opnað dyrnar, það breytir miklu." Hæfileika er krafist Gunnar Bjarni hefur samið tón- list frá því hann var þrettán ára. Mest allt það sem Jet Black Joe gaf út er eftir hann. „Pabbi kenndi mér nokkur grip á gítarinn og svo fór ég að gera lög," segir Gunnar. Ragnar Gíslason, faðir Gunnars, var á sínum tíma í hljómsveit. „Ég dýrkaði Elvis Presley þegar ég var lítill," heldur Gunnar áfram. „Ég var hins vegar ekki mjög hrifinn af Bítlunum, pabbi hlustaði mikið á þá og ég nennti ekki að hlusta á það sama og hann. í seinni tíð er ég farinn að hlusta á þá, einkum á tónlist frá síðara tímabili þeirra. Það er ótrúlegt hvað þetta er gott hjá þeim á öllum sviðum. Þeir hafa sérstakt „sánd" sem enginn annar hefur náð." Gunnar segir að segulbandið hafi að sumu leyti leyst nótnaskrift- ina af hólmi. „Ég hef frá upphafi tekið lögin mín upp á band þegar ég er að semja. Fyrst var þetta ósköp frumstætt, eitthvert saman- safn af gripum sem ég sló inn á band og fékk einhvern til þess að „gelta" með. Svo gerði ég hlé á lagasmíðinni, en hófst handa fyrir alvöru um tvítugt. Það er ekki kraf- ist neinnar sérstakrar tónlistar- menntunar til þess að komast inn í McCartneyskólann, að því leyti er hann öðruvísi en aðrir tónlistar- skólar. Þess er hins vegar krafist að fólk hafi hæfileika."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.