Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Myndhögg
og leikur
MYNPLIST
Listhús Óícigs
HÖGGMYNDIR -
LÁGMYNDIR
John Rud. Opið niánud. föstud. frá
10-18. Laugardaga 10-16. Lokað
sunnudaga. Til 9. júní.
Aðgangur ókeypis.
DANSKI myndhöggvarinn
John Rud er ekki einasta mikill
íslandsvinur heldur er hann
kvæntur íslenzkri konu og góð-
kunningi og vinur margra ís-
lenzkra myndlistármanna á að-
skiljanlegasta aldri.
Hér heima er hann þekktastur
fyrir sýningu í sölum Norræna
hússins og framan við það á Lista-
hátíð 1982, sem er mér enn í
fersku minni fyrir formræna
fágun í ætt við hið besta í norræn-
um módernisma.
Undanfarið og fram að næstu
helgi hefur hann verið með sýn-
ingu í Listhúsi Ófeigs að Skóla-
vörðustíg 5, og í hið takmarkaða
rými og bakgarðinn hefur hann
komið fyrir hvorki meira né minna
en 94 myndverkum. Gjörningur-
inn yhefur svip af listrænu fjöl-
leikahúsi, þar sem öllum lögmál-
um um sýningahald er gefið langt
nef og myndverkum troðið í hólf
og gólf.
A sýningunni eru háalvarlegir
skúlptúrar, en einnig aðrir þar
'sem græskulaust flipp ræður
ferðinni, sem á stundum hefur
sterkan svip af súrrealisma. En
það er einkum í lágmyndum efnis-
legrar dýptar, er listamaðurinn
raðar upp alls kyns fundnum og
tilbúnum hlutum að þessi undur-
furðulegi danski húmor ríður hús-
um. Þar gengur dæmið helst upp
að mínu mati í verkunum „Við
ætlum að skiljast að“ (55) og
„Þessi hlið upp“ (69), þar sem
niðurröðunin veðrur að markvissri
heild. Húmorinn er fjarrænni, fín-
legri og margræðari í aflöngum
myndheildum, þar sem fiskroð er
uppistaða og grunnur hins list-
ræna ferlis, eins og í myndunum
með samheitið „Flagð undir fögru
skinni“ (70-80). Hins vegar verð-
ur hann næsta gróteskur í ýmsum
myndum niðurröðunar fundinna
hluta og furðulegra uppsetninga
með vísun til íslenzkrar sögu, eins
og t.d. „Ur fórum Egils Skalla-
grímssonar“, einnig þegar hann
býr til greiður og tannbursta úr
beinum sem hann rekur nagla-
pinna í gegnum. Þá er
hann orðinn að bernskum
leik þar sem hinar ýmsu
hugdettur eru virkjaðar,
en taka um leið völdin og
ráða ferðinni fremur en
formræn yfirvegun.
Tvær höggmyndir úr
granít, er bera einfaldlega
nafnið „Granít“ I og II,
hafa yfir sér sterkan
formrænan þokka, en svo
eru það ýmsar tilhoggnar
bækur þar sem gaman og
alvara haldast í hendur
og erfitt er að greina
hvort hefur vinninginn.
A stundum geta þessi
vinnubrögð minnt á Henri
Heerup, ef ekki vinnu-
mátinn þá hve alþýðlegt
vinnsluferlið er. En það
er alveg víst að John Rud
hefur sinn sérstaka tón,
sem skín í gegn í hans
bestu verkum, en það veitist
mörgum erfitt að fanga hann í
öllu þessu kraðaki.
Þó er drjúgur fengur að sýning-
unni, sem helst hefði átt heima í
Norræna húsinu og svo hefði
grisjun ekki skaðað og tel ég að
lsitamanninn hefði komið jafnvel
frá sýningunni með einungis 20
prósent verkanna.
En sem innsetning og gjörning-
ur er framkvæmdin fullgild.
Bragi Asgeirsson
Hreifst af verkum Óskars og Sölva
Vill sýna íslenska
listamenn
í New York
LUISE Ross gallerí-
eigandi var stödd hér
á landi fyrir skömmu
til að skoða verk eftir
„einfara í íslenskri
myndlist", eða sjálf-
lærða listamenn, sem
hún er sérhæfð í. Hún
sagði í samtali við
Morgunblaðið að
heimsóknin hefði
gengið framar vonum
og hún hefði séð
margt sem vakti
áhuga hennar. Hún
ætlar í framhaldi af
ferðinni að vinna að
því að koma á fót sýn-
ingu á íslenskum einförum, ann-
aðhvort í eigin galleríi eða í safni.
Einnig festi hún kaup á fjórum
verkum eftir Óskar Jónsson og
öðrum fjórum eftir Eggert Magn-
ússon.
„Eg hef hitt marga safnara og
listamenn í ferðinni og hverri
mínútu hefur verið
vel varið,“ sagði Lou-
ise. Hún hefur tvisvar
auglýst eftir verkum
í Morgunblaðinu og
fengið góð viðbrögð.
I heimsókn sinni hitti
hún alla þá sem höfðu
samband við hana og
leit á myndir hjá
þeim. Hún heimsótti
einnig meðal annars
vinnustofur Sæ-
mundar Valdimars-
sonar og Eggerts
Magnússonar. „Einn
listamaðurinn sem ég
hitti var Óskar Jóns-
son og ég hreifst af hans mynd-
um.“ Hún sagði að allir sem hún
talaði við hefðu verið mjög
spenntir yfir hugmynd hennar um
að halda samsýningu í New York
þó ekki hafi allir verið mjög
spenntir fyrir því að selja verkin
úr landi. „Fólk lítur á það eins
LUISE Ross
VERK eftir Eggert Magnússon.
og verið sé að selja arfleifðina og
glata mikilvægum þjóðarverð-
mætum. Ég lít öðruvísi á þetta
því þessir listamenn eru ekki að
höfða til fjöldans heldur eru þeir
að þessu aðallega fyrir sjálfa sig.“
Vill verða
fyrst til
Luise segist setja upp þrjár ein-
fara sýningar á ári að meðaltali
en sýnir samtímalist þess á milli.
Hún einbeitir sér einkum að afrísk
- amerískum listamönnum frá
suður- og austurríkjum Banda-
ríkjanna.
Hún heimsótti Listasafn ís-
lands og varð hugfangin af verk-
um Karls Dunganon sem þar eru.
Hún heimsótti líka Þjóðminjasafn
íslands og sá þar safn verka Sölva
Helgasonar og segir mörg verka
hans vera þau áhrifamestu sem
hún sá í ferð sinni. Að hennar
mati eru áhrif náttúrunnar mjög
sterk hjá listamönnum hér og sjálf
segist hún aldrei hafa séð eins
stórfenglega náttúru.
„Mig langar að vera fyrst til
að setja upp sýningu á íslenskum
einförum í Bandaríkjunum,“ sagði
Loise að lokum og væntir hún
þess að sýningin, ef af verður,
geti orðið á næsta ári.
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 21
Skómirfyrir
sumaríríið
áalla
fjölskylduna
Verð frá
1
Stígvél. St. 30-46
Verð
Klossar. St. 36-47
Litur: Svartur, hvítur
Verð
Strigaskór m. frönskum
St. 41-46
Strigaskór reimaðir
St. 36-46
Sendum í póstkröfu
RR SKÓR
Skemmuvesur 32 1, sími 557 5777
Miðar á opnunarleikinn *| I
á Wembley
8. júní Sviss - England !
Hópferð 15. - 20. Júní
15. júní Skotland - England
18. júní Holland - England
19. júní Italía - Þýskaland
Miðarnir á Evrópukeppnina
fást hjá okkur!
Miðar á leik. í ^ mTiiWililifB|
Manchester 23. júní
8 liða úrslit
Hópferðir á undanúrslit
25. - 28. júní
f Manchester og á Wembley 26. júní
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010
Hótel Sögu viö Hagatorg • S. 562 2277
^ Hafnarfjörður: S. 565 1155
W Keflavík: S. 421 3400 Akranes: S. 431 3386
Akureyri: S. 462 7200 Vestmannaeyjar: S. 481 1271
Einnig umboðsmenn um land allt
Cí A l. ii/Vp ATLAS-ávísunin veitir
EUROCARD 4.000 kr. afslátt