Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hafrannsóknastofnun leggur til aukningu á þorskkvóta GHuMO' i i ÉG er raeð smá gjöf til þín sem Jakob fann í sjónum . . . Vörugjaldi og virð- isaukaskatti breytt LÖGUM um vörugjald hefur verið breytt og einnig lögum um virðis- aukaskatt, þannig að einungis verða endurgreidd 60% af virðis- aukaskatti vegna vinnu við íbúðar- húsnæði. Þetta er gert til að fjármagna breytingar á vörugjöldum sem gerð- ar eru vegna athugasemda Eftirlits- stofnunar EFTA. Breytingarnar miða að því að samræma gjaldfrest og gjaldstofn innfluttra og inn- lendra vara. Einnig eru vörugjöld felld niður á ýmsum byggingavör- um, svo sem málningu, einangrun- arefni og lagnaefni. Alþingi samþykkti breytingar á þessum lögum á mánudagskvöld. Þingmenn Alþýðuflokks og Kristín Halldórsdóttir Kvennalista sam- þykktu breytingar á vörugjaldalög- unum ásamt þingmönnum stjórnar- flokkanna en aðrir stjórnarand- stæðingar sátu hjá. Stjórnarand- staðan sat hins vegar öll hjá við breytingar á virðisaukaskattslögun- um. Alþingi samþykkti ýmis fleiri lög á mánudagskvöld, svo sem breyt- ingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir heimild til að semja um meðlags- skuldir einstaklinga. Um 10.700 meðlagsgreiðendur skulda nú með- lag, alls um 5,5 milljarða króna eða rúma hálfa milljón að meðaltali á mann. Eitt þingmannafrumvarp varð að lögum á mánudagskvöld. Það var frá Margréti Frímannsdóttur og gerir ráð fyrir því að nota megi þann hluta af áfengisgjaldi, sem notaður er til forvarna gegn áfeng- isneyslu, einnig til forvarna gegn annarri fíkniefnaneyslu. Margvíslegt efni afgreiddra þingsályktunartillagna Iþróttir kvenna og steinsteypa á vegum FJÖLDI þingsályktunartillagna frá þingmönnum var afgreiddur á Al- þingi á mánudagskvöld. Flestum var vísað til ríkisstjórnarinnar en nokkr- ar voru samþykktar með breyting- um. Eina tiliagan sem samþykkt var óbreytt var frá Bryndísi Hlöðvers- dóttur Alþýðubandalagi og fleiri þingmönnum um að stofnuð verði nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna, og eflingu slíkra íþrótta í samráði við Iþróttasam- band íslands og Ungmennasamband íslands. Samþykkt var lítillega breytt til- laga frá Tómasi Inga Olrich Sjálf- stæðisflokki og fleiri þingmönnum um að gripið verði til ráðstafana til að efla rannsóknir í ferðaþjónustu, tryggja grundvöll stefnumótunar og langtímaáætlana í atvinnugreininni pg stuðla að jafnvægi í fjárfestingu. í því skyni verði stofnuð staða rann- sóknarfulltrúa við skrifstofu Ferða- málaráðs íslands á Akureyri. Samþykkt var tillaga frá Guð- mundi Hallvarðssyni og Guðjóni Guðmundssyni Sjálfstæðisflokki um að breyta merkingum þilfarsskipa þannig að slík skip verði merkt með kallmerki skipsins til viðbótar öðrum merkingum. Tillaga frá Margréti Frímannsdóttur Alþýðubandalagi og fleiri þingmönnum um að skipa nefnd til að kanna á hvern hátt fatlaðir geti notið sumarleyfa, tóm- stunda, lista og menningarlífs á sama hátt og aðrir var samþykkt með þeirri breytingu að félagsmála- ráðherra verði falið að annast þessa könnun. Loks var samþykkt, nokkuð breytt, tillaga frá Gísla S. Einars- syni Alþýðuflokki og fleiri þing- mönnum um notkun steinsteypu við slitlagsgerð. Samþykkt var að fela samgönguráðherra að Iáta kanna möguleika á aukinni notkun stein- steypu til slitlagsgerðar á vegum þar sem álagsumferð er mikil og við flugvallagerð. Trúnaðarsamband Vísað var til ríkisstjórnarinnar tillögu frá Astu R. Jóhannesdóttur Þjóðvaka, og fleiri þingmönnum um að endurskoðuð verði lagaákvæði um vernd trúnaðarsambands ijöl- miðlamanna og heimildarmanna þeirra, einkum ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála. Vísað var til þess að dómsmálaráðherra hafi þegar falið réttarfarsnefnd að fram- kvæma heildarendurskoðun á lög- um um meðferð opinberra mála og var lagt til að þetta mál verði tekið til sérstakrar skoðunar í því sam- bandi. Einnig var vísað til ríkisstjórnar tillögu frá Ástu R. um að sam- gönguráðherra verði falið að skipa nefnd til að fella áherslu á græna ferðamennsku inn í stefnumótun í ferðamálum. island - rafrænasta greiðslukortalandið 95% kortavið- skipta hér á landi rafræn ISLAND á góða mögu- leika á því að verða fyrsta seðlalausa þjóð- félagið en í dag fara um 70% allra smásöluviðskípta fram rneð greiðslukortum. Þá er ísland jafnframt kom- ið lengst á veg með að koma greiðslukortaviðskiptum sínum á rafrænt form, en um 95% allra greiðslukorta- viðskipta hér á landi fara nú fram með þessum hætti. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA ísland, segir að nú sé verið að skoða möguleikann á útgáfu sérstaks myntkorts hér á landi. Kort þetta er með innbyggðan örgjörva sem hýsir upplýsingar um hve innistæða kortsins sé há hveiju sinni. Kortið er fyrst og fremst hugsað til að greiða ýmsar smærri upphæðir vegna smávarnings t.d. í söluturn- um ofl. Einar segir að útgáfa slíks korts myndi loka hringnum í þeirri við- leitni að gera Island að seðlalausu þjóðfélagi, enda velti viðskipti af þessu tagi um 20-30 milljörðum króna árlega hér á landi. „Þetta er hins vegar spurning um hvern- ig viðskiptalífið og almenningur myndi taka þessum myntkortum. Við ætlum að prófa viðbrögð í því sambandi með því að láta alla sem fara á Olympíuleikana í Atl- anta, sem eru um 30 keppendur og fararstjórar, og alla þá sem fara á Ólympíuleika fatlaðra og um 20 lögregluþjóna sem fara til Atlanta til öryggisgæslu fá svona myntkort með 50 dollara hleðslu, sem þeir geta þá notað til þess að greiða fyrir ýmislegt smáræði, til þess að sjá hvernig þessi kort mælast fyrir. Síðan erum við einnig að skoða rekstrargrundvöllinn fyrir slík kort. Annars staðar þar sem þessi kort hafa verið markaðssett hefur verið farið eins að og með hefð- bundin greiðslukort. Reiknað er með því að korthafi greiði ákveðið árgjald ef um endurhlaðanleg kort er að ræða og að auki greiði sölu- aðilarnir þjónustugjald, enda fylg- ir því mikið hagræði fyrir verslan- ir og kaupmenn." — Hversu útbreidd eru rafræn viðskipti orðin hér á iandi í sam- anburði við önnur lönd. „í dag eru um 6.500 afgreiðslu- staðir hér á landi þar sem greiða má með rafrænum hætti,“ segir Einar. „Þetta samsvarar um 2.400 sölustöðum á hverja 100 _________ þúsund íbúa en land á borð við Frakkland er með 400 rafræna sölu- staði á hverja 100 þús- und íbúa. Til viðbótar þessu eru önnur rafræn viðskipti hjá okkur í dag sem eru boð- greiðslur og raðgreiðslur." — Hvenær mun íslendingum verða boðið upp á myntkort? „Ég ímynda mér að það geti orðið innan tveggja ára en við erum að skoða möguleikann á útgáfu þessara korta nú og ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um útgáfu þeirra hér á landi. Það eru hins vegar fleiri möguleikar en bara myntkortin því sú þróun er einnig framundan að það komi örgjörvi í öll greiðslukort. Það verður hins vegar dýr breyting sem kallar á öðru vísi búnað en er Einar S. Einarsson ► Einar S. Einarsson er fram- kvæmdasljóri VISA Islands - Greiðslumiðlunar hf. Hann er fæddur á ísafirði árið 1938. Hann lauk Samvinnuskólaprófi árið 1958 og stundaði að því loknu framhaldsnám í Bret- landi. Hann var aðalbókari Samvinnubankans frá 1963- 1983 er hann tók við núverandi starfi. Þá hefur hann einnig gegnt stöðu forseta Skáksam- bands íslánds auk fleiri félags- starfa og er hann nú svæðisfor- seti FIDE á Norðurlöndum. Einar er kvæntur Svölu S. Jónsdóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn. Útgáfa mynt- korta könnuð hérá landi í verslunum um allan heim í dag. Segulröndin verður því áfram í greiðslukortum um sinn. Þá býður örgjörvinn einnig upp á þann möguleika að hægt verði að nota eitt og sama kortið sem kreditkort, debetkort og myntkort og þarf notandinn því aðeins að tilgreina hvaða greiðsluform hann kjósi,“ segir Einar. — Hvernig líður kortaviðskipt- um á alnetinu? „Þar er enn verið að kljást við ýmis öryggisatriði en það er út- breiddur misskilningur að því fylgi engin áhætta að setja greiðslu- kortanúmer sitt inn á alnetið. Eg vil enn vara menn við því að gera það enda fara þau í gegnum ótal miðlara á leiðinni og þetta er því eins og að rétta kort sitt í gegnum hendur 10 manna sem allir geta _________ nálgast númerið." Hann segir að VISA og Mastercard vinni nú að gerð staðla um þessi viðskipti og þar eigi enn eftir að hnýta ýmsa hnúta. Þessari vinnu ætti þó að vera lokið innan 9 mánaða. Þá hafi VISA ísland vottað öryggi- skerfi tveggja fyrirtækja hér á landi, Netkaupa og Heimakringl- unnar, enda séu kortanúmerin rugluð í flutningi þar. Einar segir að kortafyrirtækin sjái fram á mikla blómatíma þegar að þau viðskipti verða komin í gang, enda séu allir sammála um það að greiðslukortin verði greiðslumiðill alnetsins. Þá geti myntkortin gefið nýja möguleika í viðskiptum á netinu, enda sé oft verið að kaupa þar fyrir lágar upphæðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.