Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5.JÚNÍ1996 31 AÐSEIMDAR GREIIMAR MINNINGAR Hægt á ferðinni til sósíalismans í BÓKARGREIN serh Þorsteinn Pálsson skrifaði árið 1979 sagði m.a.: „Sjálfstæðisflokk- urinn þarf að bjóða fólki skýra kosti. Þegar hann kemst til valda er ekki nóg að draga úr hrað- anum á leið þjóðarinnar til sósíalismans." Þegar Þorsteinn ritaði þessa kjarnyrtu málsgrein var Skattadagurinn í byrj- un maí en í ár er hann 7. júní. Á þessum 17 árum hefur hið opin- bera aukið hlut sinn í vinnutíma landsmanna um ríflega heilan mán- uð. Þegar þessi 17 ár eru skoðuð kemur í ljós að þegar Sjálfstæðis- fiokkurinn hefur verið í ríkisstjórn hefur Skattadagurinn lítið færst til. Ríkisstjórnir með þátttöku Sjálf- stæðisflokksins hafa því „hægt á ferð- inni til sósíalismans" en því miður ekki reynst okkur sá skýri kostur sem Þorsteinn Pálsson kallaði eftir fyrir 17 árum. Ríkisstjómir án þátttöku Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar tekið til sín æ stærri hluta af vinnu- tíma fólks. Það bera árin 1981 til 1983 með sér þegar skattadagurinn færðist frá 10. til 20. maí og einnig árin 1988 til 1991 þegar Skattadag- urinn stökk frá 21. maí til 7. júní. Skattadagurinn Skattadagurinn er reiknaður út frá hlutfalli útgjalda hins opinbera og iðgjalda lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu. Þannig fæst gróf mynd af því hversu stóran hluta árs- ins við erum að vinna fyrir þeim skyldugreiðslum sem ríki og sveit- arfélög leggja okkur á herðar. Þó eru ekki taldar með skyldugreiðslur afnotagjalds Ríkisútvarpsins og til verkalýðsfélaga svo dæmi séu tekin. Ekki er heldur tekið tillit til þess kostnaðar sem hið opinbera veldur fólki með innflutningshömlum, einkaleyfum öðmm samkeppnishindrunum. Forsendumar fyrir út- reikningi á Skattadeg- inum eru því alls ekki hafnar yfir alla gagn- rýni. Meginmálið er hins vegar að nota sömu að- ferð á hveiju ári og fá þannig raunhæfan sam- anburð á umsvifum hins opinbera milli ára. Háir og letjandi Þeir eru sennilega ekki margir sem telja skatta of lága. Þeir eru heldur ekki margir sem telja það æskilegt að hið opinbera safni skuldum. Engu að síður leggjast öflugir hagsmunahóp- ar gegn hverri viðleitni til sparnaðar hjá ríki og sveitarfélögum, sem er þó forsendan fyrir því að skattar og Aukin verðmætasköp- un, segir Glúmur Jón Björnsson, hefur fært skattadaginn fram um nokkra daga síðan í fyrra. skuldir geti lækkað. Þessir sömu hagsmunahópar hafa einnig þrýst á ríkisvaldið um að hækka jaðarskatta og nú er svo komið að jaðarskattur getur farið yfir 80%. Vissir þjóðfélags- hópar eru því króaðir af og gert mjög erfitt að auka ráðstöfunartekjur sín- ar. Ekki er líklegt að slík meðferð á þeim sem eru tilbúnir til að leggja á sig mikla vinnu auki áræði og frum- kvæði í atvinnulífinu. Þriggja daga frelsisaukning frá síðasta ári Skattadagurinn á síðasta ári var 10. júní eða þremur dögum síðar en í ár. Meginástæðan er aukin verð- mætasköpun en einnig hefur tekist að hemja ríkisútgjöldin. Óskandi er að þessi þróun haldi áfram. Höfundur er formaður Heimdallar. Giúmur Jón Björnsson Skattalækkun er besta vopnið gegn skattsvikum í ÁR vinna lands- menn 157 daga til þess eins að greiða skatta. Það má kannski fagna því að þetta er þremur dögum skemur en á síð- asta ári. Ætli flestir séu þó ekki sammála því að það er algjör óhæfa að fólk sé tæplega hálft árið að vinna fyrir skyldugreiðslum til hins opinbera. Samkvæmt skoðana- könnunum myndu 75% aðspurðra svíkja undan skatti ef þau hefðu þann möguleika. Með tilliti til þessa má álíta að skattbyrðin er einfaldlega orðin alltof mikil. Ýmsar tilgátur hafa komið fram varðandi umfang skatt- svika en í flestum tilfellum er verið að ræða um milljarða króna árlega. Flestir telja það ekki stórmál að svíkja undan skatti og nota tækifær- in óspart sem til þess bjóðast. Ríki og sveitarfélög hafa gengið svo hart fram í skattheimtu að al- menningur telur skattsvik nauðvörn. Virðisaukaskattur er til dæmis með því hæsta sem þekkist og er því freistandi að sleppa honum þegar færi gefst. Bent hefur verið á að ef virðisauka- skatturinn væri lækkað- ur úr 25% í 15% og allar undanþágur afnumdar mætti vænta þess að tekjur ríkissjóðs stæðu nánast í stað þar sem skil á skattinum bötnuðu verulega. Sjálfsagt á þetta við um fleiri skatta. Það skýtur því skökku við að stjóm- málamenn sem hneyksl- ast mest á skattsvikum eru einmitt þeir sem krefjast sífellt aukinna útgjalda hins opinbera. Þessi útgjaldaárátta stjórnmálamanna leiðir fyrr eða síðar til aukinna skatta og því aukast stöðugt ástæður til skattsvika. Besta vopnið gegn þess- ari þróun er lækkun skatta sem leið- ir til þess að vinnudögum fyrir hið opinbera fækkar. Höfundur er stjórnarmaður í Heimdnlli. Steinunn Þórðardóttir SIG URGRIMUR JONSSON UNNUR JÓNSDÓTTIR + Unnur Jónsdóttir var fædd 1. janúar 1895 að Ishóli, Bárðar- dal, og ólst upp á Jarlsstöðum í sömu sveit. Móðir Jóhanna Katrín Sig- ursturludóttir frá Vatnsenda, Ljósavatnshr., móðir Anna Sigurðardóttir systir Jóns Sig- urðss., Gaut- löndum. Faðir Jón Þorkelsson bóndi Ishóli og síðar Jarlsstöð- um, Bárðardal. Jón var frá Víði- keri, bróðir séra Jóhanns dóm- kirkjuprests. Alsystkin Unnar voru 6, hún var fjórða í röðinni. Sigurgrímur Jónsson var fæddur 5. júní 1896 að Holti, sonur Jóns Jónssonar, f. 13.9. 1849, Jórvík, Sandv.hr., bóndi í Oddagörðum og Holti frá 1888- 1921. Kona hans var Ingibjörg, f. 17.4.1853, frá Gljákoti, Gríms- dóttir b. Gljákoti Jónssonar og Guðfinnu Sigurðardóttur b. Gljákoti. Börn Jóns voru: Ingi- mundur bóndi og kaupmaður, Keflavík, Ingibjörg húsfreyja, Fjalli, Skeiðum, og Sigurgrímur yngstur. Börn Unnar og Sigur- gríms voru 9. 1) Jón, f. 7.5.1922. Giftur Jónu Ásmundsdóttur, f. 14.11. 1936, þau eiga sex börn. 2) Hörður, f. 29.6. 1924. Giftur Önnu Guðrúnu Bjarnardóttur, f. 14.4. 1933, þau eiga fimm börn. 3) Ingibjörg Þóra, f. 17.7. 1924. Gift Sveinbirni Guð- mundssyni, Stokkseyri, f. 23.11. 1922, þau eiga þrjá syni. 4) Áslaug, 30.7. 1927. Gift Guðjóni Ólafssyni, f. 24.10. 1936. Hún á eina dóttur. 5) Jóhann Vern- harður, f. 23.1. 1929. Giftur Gyðu Guðmundsdóttur, f. 19.12. 1932, þau eiga fimm börn. 6) Skúli Birgir, f. 11.4. 1931. Gift- ur Elínu Tómasdóttur, f. 12.9. 1935, þau eiga fimm börn. 7) Ragnheiður, f. 21.11. 1933, var gift Pétri Behrens, þau eiga tvö börn. 8) Grímur, f. 16.8. 1935. Giftur Elínu Frímannsdóttur, f. 26.11. 1935, þau eiga fjögur börn. 9) Hákon Gamalíel, f. 15.8.1937. Giftur Unni Stefáns- dóttur, f. 18.1. 1951, þau eiga þrjú börn. Um þessar mundir er öld liðin frá fæðingu þessara merku hjóna. Það er vel við hæfi að þeirra sé minnst á þessum tímamótum svo mjög sem þau settu svip á samtíð sína og nánasta umhverfi sitt til framfara. Þau bjuggu að Holti í Stokkseyrarhreppi í fulla hálfa öld og gerðu þar garðinn frægan, og Sigurgrímur var víðkunnur af for- ustu í félagsmálum á Suðurlandi. Sigurgrímur vann í æsku öll all- menn störf til lands og sjávar með þeirra tíma verklagi sótti þá m.a. sjó á opnum árabátum. Hann nam við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi 1915, var síðan um fá ár barnakennari í sveit sinni. Hann gekk til liðs við ungmennafé- lögin sem þá voru virk og mörgum ungum manni góður skóli og var m.a. formaður UMS Skarphéðins um skeið. Unnur Jónsdóttir átti æskuheim- ili sitt að Jarlsstöðum í Bárðardal. Hún nam við Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1914. Hún dvaldi þá langdvölum á heimili föðurbróður síns, sr. Jó- hanns Þorkelssonar dómkirkju- prests, og batt miklar tryggðir við heimili hans. Að námi loknu gerðist Unnur barnakennari um nokkur ár, fyrst á Siglufirði en síðar í Gaulveijabæ. Þar tókust kynni með henni og Sig- urgrími Jónssyni og gengu þau í hjónaband vorið 1921 og tóku þá við jörð og búi í Holti. Þetta reynd- ist þeim gæfuráð, þau voru sam- hent í ævistarfinu og höfðu mikið barnalán, eignuðust 9 börn sem öll báru foreldrum sínum gott vitni. Þau bjuggu góðu búi í Holti en tímarnir voru erfiðir, kreppa í land- inu og þurfti mikla forsjá að hafa fyrir svo stóru heimili. Þegar tækni- bylting hélt innreið sína í sveitum hófst stórbúskapur í Holti bæði í ræktun og byggingum og lagðar voru við jörðina nálægar eyðijarðir. Sigurgrímur var kvaddur til forystu fyrir landbúnaðinn, hann var um áratugi fulltrúi bænda í sveit sinni hjá flestum þeim samtökum sem þeir áttu aðild að og um leið í for- ystu fyrir búnaðarfélagi hreppsins. Sigurgrímur var um skeið fulltrúi á aðalfundum stéttarsambands bænda og Sambands ísl. samvinnu- félaga. Hann sat einnig Búnaðar: þing sem fulltrúi Sunnlendinga. í fasteignamatsnefnd Árnessýslu var hann tvisvar. Sigurgrímur Jónsson var einn af hvatamönnum að stofn- un Mjólkurbús Flóamanna og þar í stjórn í 43 ár og þar af form. í 7 ár. Hann var einnig lengi í stjórn Mjólkursamsölunnar og form. þar nokkur ár. Má hiklaust telja Sigur- grím einn af helstu forystumönnum við uppbyggingu nútíma mjólkur- iðnaðar hér á landi. Sem betur fór ritaði hann hjá sér minningar frá stofnun og fyrstu starfsárum Mjólk- urbúsins urðu þær siðar með fleiru stofninn að merku 60 ára afmælis- riti þess. Sigurgrímur Jónsson var í hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps í 30 ár og oddviti í 16 ár. Var þá ráðist í margar framkvæmdir sem kauptúnið býr, enn að, má þar nefna m.a. barnaskólahús og rafveitu. Auk þess sinnti hann fjölda annarra starfa fyrir sveitarfélagið og stofn- anir þess, kvað þar langmest að útgerðarmálum. Hann hafði forystu um félagslega útgerð á Stokkseyri bæði á fjórða og sjötta áratugnum og voru þá í tvígang keyptir nýir bátar frá Danmörku. Þá var Sigur- grímur í nærri tvo áratugi i stjórn Hraðfrystihúss Stokkseyrar, sem var þá stórfyrirtæki í útgerð og fiskverkun. Sigurgrimur Jónsson var einkar farsæll félagsmálamað- ur. Höfuðeinkenni skapgerðar hans voru eðlisgróin prúðmennska en um leið fastur vilji til þeirra málefna sem hann vildi láta fram ganga. Sigurgrímur var heiðraður fyrir störf sín með riddarakrossi fálka- orðunnar og kjörinn heiðursborgari Stokkseyrarhrepps. Það gefur augaleið að hlutur Unnar í ævi- starfi þeirra hjóna er stór þar sem bóndi hennar sinnti svo mörgu utan heimilis. Unnur og Sigurgrímur voru gæfusöm í lífinu. Þau fengu í vöggugjöf gott atgjörfi til líkama og sálar sem þeim entist langa ævi. Þau hlutu stuðning annarra til forystu í þeim málum sem þeim voru hugleikin og sáu í elli sinni' afkomendurna taka upp merkið. Nútíð og framtíð sækja næringu sína til fortíðar, því skal þeim sem braut- ina ruddu vottast virðing og þökk. Helgi ívarsson. HANNES ÞORIR HÁVARÐARSON + Hannes Þórir Hávarðarson var fæddur í Reykjavík 28. ágúst 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 25. maí síð- astliðinn og fór út- förin fram frá Foss- vogskapellu 3. júní. Mig langar í örfáum orðum til að minnast kærs vinar sem nú er látinn. Það er sárt að horfa á eftir góðum vini. Þrátt fyrir að læknar væru búnir að tilkynna Hannesi að hann ætti stutt eftir kom fregnin um andlát hans sem reiðarslag. Aðdragandinn að veikindum Hannesar var stuttur. Þessi vinur minn lifði hratt og háði stutt en erfitt dauða- stríð. Ég geymi margar skemmtilegar mintj- ingar um Hannes sem var hvers manns hug- ljúfi. Hann bjó yfir mikilli greind, var allt- af í góðu skapi og það var skemmtilegt að vera í návist hans. Húmorinn var hans aðaleinkenni. Þegar ég hitti Hannes í síðasta skipti var þessi lífsglaði maður kominn á hækj- ur og orðinn mjög veik- ur. Minningin um góðan dreng lifir. Elsku Hilmar Þór, Ragnar Þorkell, Dagbjört og aðrir ástvinir, við Frissi vottum ykkur okkar dýpstu samiífc? Hvíl í friði, kæri vinur. Guðrún Þórðardóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, HELGA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Æsufelli 4, Reykjavík, sem andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavikur 30. maí, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 6. júní kl. 15.00. Ólafur Ingibjörnsson, Lísa Ólafsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Anna G. Helgadóttir, Jón Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.