Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 13 AKUREYRI Metþátttaka í Heilsu- hlaupinu í Grímsey Kærunefnd jafnréttismála um stöðu sviðsstjóra Ekki brotið gegn ákvæð- um laga um jafnan rétt METÞÁTTTAKA var í Heilsu- hlaupi Krabbameinsfélagsins sem þreytt var í Grímsey sl. mánudag. Alls tóku 46 eyjar- skeggar þátt í hlaupinu í blíð- skaparveðri en þar búa aðeins um 120 manns. Jónas Franklín, læknir og formaður Krabba- meinsfélags Akureyrar og ná- grennis, Halldóra Bjarnadótt- ir, framkvæmdastjóri félagsins og Kristinn Eyjólfsson, heilsu- gæslulæknir á Akureyri fóru til Grímseyjar í tilefni dagsins. Jónas Franklín fram- kvæmdi krabbaméinsskoðun á konum í Grímsey og naut við það aðstoðar Ilalldóru og hún aðstoðaði Kristinn við fram- kvæmd hlaupsins en hann sá m.a. um upphitun þátttak- enda. Á myndinni er hópurinn sem tók þátt í hlaupinu sl. mánudag. Ibúar Grýtubakkahrepps fjölmenntu einnig í Heilsu- hlaupið á Grenivík sl. sunnu- dag en alls mættu 90 manns til leiks. Laugardaginn 8. júní fer Heilsuhlaupið fram á Ak- ureyri og í Ólafsfirði og hefst kl. 12 á báðum stöðum. KÆRUNEFND jafnréttismála tel- ur að ráðning Valgerðar Magnús- dóttur í starf sviðsstjóra félags- og fræðslumála Akureyrarbæjar síðasta haust bijóti ekki gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Áskell Örn Kárason sálfræðing- ur fór þess á leit við kærunefndina að hún kannaði og tæki afstöðu til þess hvort ráðning í stöðu sviðs- stjóra bryti í bága við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Staða sviðsstjóra félags- og fræðslusviðs er ein af þremur stöðum sviðsstjóra hjá bænum en þær eru meðal æðstu embætta Akureyrarbæjar. Karlar hafa fram til þessa gegnt þessum stöðum. Tíu sóttu um þegar starf- ið losnaði á liðnu haust, þijár kon- ur og sjö karlar. Kærandi taldi sig hæfari til að gegna starfinu, þótt þau hafí sömu menntun sé starfsferill hans lengri og starfsreynsla víðtækari. Taldi hann ýmislegt benda til að umsókn hans hafi verið hafnað vegna kyn- ferðis, forsvarsmenn bæjarins hafi fremur viljað ráða konu til starf- ans. I greinargerð bæjarlögmanns Akureyrar er lögð á það áhersla að verði ekki fallist á það mat bæjarráðs að Valgerður teljist hæfari hljóti þau a.m.k. að vera jafnhæf og gefi það ráðningar- valdinu að vissu leyti fijálsari hendur við val á umsækjendum. Það sé yfirlýst stefna Akureyrar- bæjar að ráða fremur konu en karl þegar aðstæður eru með þeim hætti. Með því að ráða Valgerði í starfið hafi verið stigið ákveðið spor í jafnréttisátt þar sem veru- lega halli á konur í yfirstjórn bæj- arins. Hlutlægt og sanngjarnt mat Fram kemur í niðurstöðu kæru- nefndar að ein meginforsenda þess að jafnrétti náist með kynjunum á vinnumarkaði sé að ákvarðanir um ráðningar, stöðubreytingar og stöðuhækkanir séu teknar á grundvelli hlutlægs og sanngjarns mats á hæfni umsækjenda eða starfsmanna. Séu umsækjendur af báðum kynjum og taldir jafn- hæfir beri með vísan til jafnrétti- slaga að láta það kynið ganga fyrir sem er í minnihluta í viðkom- andi starfsgrein. Þessi forgangs- regla sé grundvallarskilyrði þess að þeim tilgangi laganna að jafna stöðu kvenna og karla verði náð. Kærunefnd lítur svo á að at- vinnurekendur hafi nokkurt svig- rúm til hlutlægs mats við ráðningu starfsmanna þegar lítill munur er á hæfni umsækjenda og munur milli Valgerðar og Áskels hafi verið innan þess. Þá beri einnig að líta til þeirrar stefnu bæjarins að jafna hlut karla og kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum. Færri karlar eru atvinnu- lausir ATVINNULEYSI er á undanhaldi hjá körlum en er enn til staðar hjá konum, samkvæmt tölum frá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Ak- ureyri. Um síðustu mánaðamót voru 335 manns á atvinnuleysis- skrá, 203 konur og 132 karlar. Um mánaðamótin apríl/ma: voru 374 á atvinnuleysisskrá, 20C konur og 174 karlar, þannig ac konum hefur ijölgað um þijár á skrá en körlum fækkað um 42. 1 lok maí í fyrra voru 507 manns á atvinnuleysisskránni, 264 konui og 243 karlar. Atvinnuleysisdagai í maímánuði á síðasta ári voru 10.083 á móti 7.099 í ár. STANDEX Alinnréttingar Hönnum og smíðurn eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. Við skiptum líka á Fordinum okkar og Baleno Þorgeir Logi Amason og Ingunn Ema Stefánsdóttir SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Komdu sjálfum þér oq fjölskyldu þinni á óvart. Prufukeyrðu Baleno í dag! iBALENO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.