Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 10
 MORGUNBLAÐIÐ - 10 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 CCO licncco 1Q7n LflRUSt>.VALOIMARSSON,FRAMKVÆMDASTJÓRI IIUL I luU'UUL lll/U ÞDRBURH.SUEINSSONHDL.LOGGILTUBFflSTEIGNflSflLI Nýkomin til sölu meðal annarra eigna: Á móti suðri og sól - gott verð Skammt frá Árbaejarskóla einbýlishús, ein hæð, um 165 fm auk bíl- skúrs, 25 fm. Sólríkar stofur viðarklæddar. 4 svefnherb. með innb. skápum. Ræktuð lóð 735 fm með fallegum trjágróðri. Eignaskipti mögu- leg. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Sólrík efsta hæð með útsýni Landsþekktur aflamaður óskar eftir sérhæð, helst við Safamýri, Hjálm- holt, nágr. • • • Góð húseign með tveimur íbúðum _____________________________________ óskast í borginni. HU6IVE6I1I 5. 552 1158-5521371 ALMEMMA FflSTEIGNASALAM Stakfell Lögfræðingur Pórhildur Sandholt Fasteignasala Sudurlanasbrau! 6 568-7633 if Sölumenn Gísli Sigurbjörnsson Sigurbjörn Þorbergsson Breiðagerði Fallegt og vandað einbýlishús ásamt bílskúr á góðum stað í Smáíbúðarhverfinu. Húsið er steinsteypt og með fallegum garði. Laust strax. Höfum til sölu þetta stóra og glæsilega hús sem hentar margháttuöum atvinnurekstri. Húsið er: A: Jarðhæð með mikilli lofthæð og góðu athafnarými utandyra. B: Götuhæð, sem getur hvortheldur vill verið gott skrifstofu- eða verslunarhúsnæði. C: Efri hæð, mjög góðar skrifstofur. Húsið er falt í einu lagi eða í smærri einingum. Laust. GARÐUR S. 562-1280 562-1201 Skipholti 5 FASTEIGNASALA - Armúla 21 - Reykjavlk S: 533-4040 - Fa* 688-8366 Traust og Ki-ukk þjónusta - kjarni málsins! FRÉTTIR Eftirlaunaréttur forseta Alþingis aukinn sam- kvæmt frumvarpi varaforseta þingsins Greitt af heildarlaun- um í alþingismannasjóð MÆLT var á Alþingi fyrir frum- varpi um eftirlaunarétt alþingis- manna aðfaranótt þriðjudags, en samkvæmt því verður eftirlauna- réttur forseta Alþingis samræmd- ur við eftirlaunarétt ráðherra. Einnig verður makalífeyrir þing- manna og varaþingmanna skertur. Þeir þingmenn sem tóku til máls studdu ákvörðunina um að skerða makalífeyrinn en gagn- rýndu þann hátt sem frumvarpið gerir ráð fyrir að verði hafður á eftirlaunagreiðslum til forseta Al- þingis. Ætlunin er að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok í dag. Frumvarpið var lagt fram af varaforsetum Alþingis, þeim Ragnari Arnalds, Sturlu Böðvars- syni, Guðna Ágústssyni og Guð- mundi Árna Stefánssyni. Ragnar mælti fyrir frumvarpinu og sagði að þegar lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað var breytt sl. vor hafi verið stefnt að því að for- seti Alþingis nyti sömu launa og starfskjara og ráðherrar. Þar væri einnig átt við eftirlaunarétt. Eftirlaunum ráðherra væri skip- að með lögum, og væri eftirlauna- sjóður ráðherra sérstök deild í Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins. Ekki þætti eðlilegt að forseti Al- þingis greiddi í ráðherradeildina og því væri með nýja frumvarpinu lagt til að hann greiddi af öllum launum sínum fyrir forsetastarfíð í eftirlaunadeild alþingismanna og öðlaðist þannig viðbótarrétt sem væri hliðstæður eftirlaunarétti ráðherra. Sá réttur er 6% af ráð- herralaunum fyrir hvert ár í ráð- herrastarfi, þó aldrei meira en 50% af ráðherralaunum sem eru um- fram þingfararkaup. Ragnar sagði að útgjaldaauki alþingismannadeildar Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins vegna aukinna lífeyrisréttinda forseta Alþingis væri smár miðað við sparnaðinn vegna þrengri réttar til makalífeyris og alls myndi sjóð- urinn spara á fjórða hundrað millj- ónir króna. Samkvæmt frumvarpinu eiga makar varaþingmanna ekki rétt á hærri lífeyri en varaþingmennirnir sjálfír, en eins og lög eru túlkuð nú getur lífeyrisréttur maka vara- þingmanna verið margfaldur á við rétt varaþingmannanna sjálfra. Ljót lagasetning Frumvarpinu var nokkuð misvel tekið af þingmönnum. Pétur Blöndal Sjálfstæðisflokki sagði að við fyrstu sýn virtist um ótrúlega ljóta lagasetningu að ræða þar sem blandað væri saman mörgum hlutum í einu frumvarpi. Mun ein- faldara hefði verið að láta forseta Alþingis greiða í ráðherradeild líf- eyrissjóðsins í stað þess að vísa í frumvarpinu í lög um eftirlaun ráðherra. Pétur sagði að eftir sem áður væru makalífeyrisréttindi ráð- herra óleyst; ráðherra sem starfað hefði í 1 ár fengi 6% af ráðherra- launum, en ef hann félli frá fengi maki hans 23%. Og eftir 4 ára ráðherrasetu fengi ráðherra 24% af ráðherralaunum í lífeyri en makinn 32%. Ragnar sagði að vel gæti þurft síðar að endurskoða fleira í um- ræddum lögum en ákvæði um eftirlaunarétt þingmanna og maka þeirra. En Pétur sagði að nær hefði verið að samþykkja frumvarp sem hann flutti um afnám þeirra lífeyrisréttinda sem þingmenn nytu umfram flesta aðra þjóðfé- lagsþegna. Jóhanna Sigurðardóttir Þjóð- vaka sagði að þingmenn flokksins hefðu á sínum tíma ýmist greitt atkvæði gegn eða setið hjá þegar atkvæði voru greidd um breytingu á þingfararkaupslögunum sl. vor. M.a. hefðu þeir setið hjá þegar greidd voru atkvæði um að forseti Alþingis nyti sömu starfskjara og ráðherra og því myndu þeir ekki styðja breytingu á eftirlaunarétt- inum. Ósamræmi Ögmundur Jónasson Alþýðu- bandalagi vakti athygli á að um sumt væru lífeyrisréttindi þing- manna og ráðherra svipuð og gerðist hjá opinberum starfs- mönnum; þeir greiddu í lífeyris- sjóð af föstum launum, þ.e. dag- vinnulaunum og vaktaálagi en ekki yfirvinnu. Ágreiningur hefði verið um hvað gera skyldi með laun embættismanna sem greidd væru í einu lagi, og kjaradómur hefði fetað sig inn á þá braut að sundurgreina föst laun og yfir- vinnu þannig að samræmi væri á milli embættismanna og opin- berra starfsmanna. Því skyti skökku við, að fjölga í þeim hópi sem nyti lífeyrisréttinda af heildarlaunum. Morgunblaðið/Sverrir Kjörtímabilið hálfnað GUÐRÚN Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og Pétur Jónsson, borgarfull- trúi Reykjavíkurlistans, af- KOMIÐ verður á fót embætti ríkis- lögreglustjóra sem fer með yfír- stjórn lögreglu í landinu samkvæmt nýjum lögreglulögum sem Alþingi samþykkti á mánudagskvöld. Jafnframt er gert ráð fyrir að embætti Rannsóknarlögreglu ríkis- ins verði lagt niður í núverandi mynd en flest rannsóknarverkefni færð til lögreglustjóra í héraði. Markmið laganna er að stíga skref í þá átt að styrkja stjórnsýslu lögreglunnar, auka samræmingu hentu bækling á Café París um helgina, sem gefinn er út í til- efni þess að kjörtímabil meiri- hluta Reykjavíkurlistans er hálfnað. og eftirlit og efla fagleg vinnu- brögð. Ráðgert er að færa rannsókn meginþorra brotamála til einstakra lögreglustjóra og tengja þannig betur saman almenna löggæslu og rannsóknir. Samhliða lögreglulögunum var lögum um meðferð opinberra mála breytt þannig að vinna við rann- sóknir algengustu brotamála, út- gáfa ákæru og saksókn fari fram hjá sama embætti. Lög sam- þykktum staðfesta samvist TVEIMUR einstaklingum af sama kyni verður heimilt að stofna til staðfestrar samvistar samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti á mánudagskvöld. Gert er ráð fyrir að einstaklingar í staðfestri samvist njóti sömu eða svipaðra réttinda og á þeim hvíli sömu skyldur og á einstaklingum í hjúskap. Þessir einstaklingar geta þó ekki ættleitt bom og þeim er ekki heimilt að fá tæknifrjóvgun. Ekki er gert ráð fyrir kirkju- vígslu heldur sjái sýslumenn og dómarar um að staðfesta samvist. Á sama hátt eru prestar undan- þegnir sáttaskyldu sem þeim er lögboðin í vissum tilvikum í hjú- skaparlögum, en þess í stað leita sýslumenn og dómarar sátta. Margir þingmenn fögnuðu laga- setningunni og sögðu hana marka tímamót í mannréttindabaráttu hér á landi. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu, atkvæði Árna Johnsen Sjálfstæðisflokki, en hann gagn- rýndi frumvarpið við fyrri umræðu á Alþingi m.a. á þeirri forsendu að það veitti samkynhneigðum for- réttindi umfram aðra þjóðfélags- þegna. Lögin taka gildi 27. júní, sem er alþjóðlegur mannréttindabar- áttudagur samkynhneigðra. Ný lögreglulög samþykkt RLR lögð niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.