Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 16
MORGUNBLAPID 16 MtÐVlkubAGbR 5. Júííí;i996 VIÐSKIPTI ERLENT Smáþjóðir sam- keppnis hæfari en stóru ríkin Bandaríkjamenn hóta að setja viðskiptabann á Serba Kosningum í Bosníu verði ekki frestað Genf. Reuter. HAGKVÆMAST er að stunda erlend viðskipti í þremur smáríkj- um — Singapore, Hong Kong og Nýja Sjálandi — og þau eru að verða samkeppnishæfari en stór- þjóðirnar samkvæmt úttekt stofn- unar í Genf, World Economic For- um. Bandaríkin eru fjórða sam- keppnishæfasta ríki heims, Japan er í 13 sæti og ESB risarnir Þýzka- land og Frakkland eru ennþá neð- ar á blaði. Og þótt Bandaríkin, Japan, Þýzkaland og Kína muni eiga mesta hlutdeild í hagvexti heims- ins til loka næsta áratugar er kom- izt að þeirri niðurstöðu í skýrsl- unni að hagvöxtur verði örastur hjá smáþjóðunum. Hagkerfi fímm af sex sam- keppnishæfustu ríkjanna eru lítil og opin, ríkisbáknið er tiltölulega lítið og skattar lágir, segir í skýrsl- unni. Lúxemborg og Sviss koma rétt á eftir Bandaríkjanum á listanum, sem nær til 49 landa. Önnur stofnun í Sviss, IMD í Lausanne, hafði sent frá sér skýrslu um samkeppnishæfni þjóða nokkrum dögum áður. Sam- kvæmt henni voru Bandaríkin í fyrsta sæti, en Singapore og Hong Kong fylgdu fast á eftir. Mælikvarði Forum-stofnunar- innar í Genf á samkeppnishæfni var „hæfni þjóða til að ná varan- legum vexti.“ Stofnunin telur ríki samkeppnishæft á alþjóðamæli- kvarða ef stefna stofnana þess og stjórnvalda stuðla að þessu mark- miði. ESB að dragast aftur úr Auk þess sem smáríki í Asíu og við Kyrrahaf koma vel út úr könnuninni segir Forum niðurstöð- urnar sýna að aðildarlönd ESB séu að dragast aftur úr vegna þess að velferðarkerfi þeirra séu að reynast of þung byrði, jafnvel þeg- ar ríkar þjóðir eigi í hlut. Bent er á að Þjóðverjar falli í 22. sæti á Iista, þar sem þeir voru eitt sinn meðal fímm efstu, á sama tíma og svokallaðir aðilar vinnu- markaðarins ræði leiðir til að sníða þýzka velferðarkerfinu stakk eftir vexti. Bretland er í 19. sæti á lista IMD og talsvert á eftir þjóðveijum. Á Forum-listanum er Bretland í 15. sæti og einu ESB löndin sem koma betur út eru Luxemborg og Dan- mörk. Danir eru í 11. sæti, Finnar í 16. og Hollendingar í 17. sæti. í sérflokki Velgengni Singapore, Hong Kong, Lúxemborgar og Sviss er talin sérstök og er bent á að um sé að ræða lítil og opin þjóðfélög sem séu sérhæfð í að veita um- heiminum viðskipta- og fjármála- þjónustu. Góð útkoma Nýja Sjálands er skýrð með því að þar hafi átt sér stað endurskipulagning og um- skipti í heilan áratug. Hagkerfið hafi verð opnað og ríkisútgjöld skorin niður, einkavæðing farið fram og fitjað upp á nýjungum á hinum ýmsum sviðum frá §ár- málastefnu til bankamála. Þótt Bandaríkin séu talin sam- keppnishæfari en önnúr stórsniðin hagkerfi segir að þau hafi dregizt aftur úr vegna tiltölulega hárra ríkisútgjalda og skatta, tiltölulega lítils sparnaðar og „bullandi óánægju með dómskerfið." Japan, sem var í efsta sæti á sameiginlegum lista Forum og IMD í nokkur ár til 1993, hafnaði nú í 13. sæti, aðallega vegna þess að landið er fremur lokað fyrir alþjóðaviðskiptum og fjármálum og á við stöðug fjárhagsvandamál að stríða. Spilling sögð mest íNígeríu, enminnst á Nýja Sjálandi Bonn. Reuter. SPILLING er mest í Nígeríu, Pa- kistan og Kenýa samkvæmt reynslu kaupsýslumanna af viðskiptum við 54 lönd í heiminum að því er fram kemur í úttekt stofnunar í Berlín, sem berst gegn spillingu, Transpar- ency Intemational (TI). Höfundar skýrslunar taka fram að margþjóða fyrirtæki stuðli oft að ólöglegum viðskiptaháttum í þróunarlöndum og að lög í iðnríkj- um hvað þetta varðar séu ekki nógu ströng. Bandaríkin eru eina Iandið, þar ströng viðurlög eru við alþjóðlegum mútum, sagði formaður TÍ og fyrr- verandi bankastjóri Aiþjóðabank- ans; Peter Eigen. Uttektin er byggð á upplýsingum úr 10 skýrslum um mat starfs- manna margþjóðafyrirtækja og stofnana á spillingu í löndum sem þeir starfa í Nígería 0,69, Nýja-Sjáland 9,43 Gerspillt lönd fá einkunnina 0, en lönd sem er algerlega laus við spillingu fá 10. Nígería fékk 0,69, Pakistan 1,00 og Kenýa 2,21. Á hinn bóginn fékkNýja-Sjáland beztu einkunn fyrir heiðarleika af 54 löndum, sem athugunin náði til, 9,43. Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Kanada og Noregur fylgdu fast á eftir. Kínveijar stóðu sig verst af stór- þjóðunum og höfnuðu i 50. sæti. Rússár lentu í 47. sæti og Indveijar í 46. sæti. TI benti á að athyglinni hefði verið beint að mútuþegum í inn- flutningslöndum, en ekki þeim sem byðu mútur. TI segir athyglisvert að traust kaupsýslumanna á Portúgal, sem er í 22. sæti, og Indónesíu, sem er í 45. sæti, hafí aukizt á undanföm- um 15 árum, en sagt er að spilling fari vaxandi í Argentínu, Kína og Rússlandi. Singapore lækkar Borgríkið Singapore stóð sig bezt af Asíuríkjum og er í sjöunda sæti, en einkunn þess hefur lækkað í 8,80 úr 9,26 í fyrra þegar það var í fimmta sæti. Af sjö helztu 'iðnríkjum heims öðrum en Kanada lenti Bretland í 12. sæti, Þýzkaland í því 13., Bandaríkin í 15., Japan 17., Frakk- land 19. og Ítalía í 34. sæti. Berlín, Genf. Reuter. EMBÆTTISMENN Bandaríkj- anna, Rússlands og helstu Evrópu- ríkja sögðu í gær að standa yrði við áætlanir um kosningar í Bos- níu i september, þrátt fyrir út- breiddar efasemdir um hversu sanngjarnar kosningarnar geti orðið. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í yfirlýsingu að loknum fundi utanríkisráðherra ríkja tengslahópsins, svonefnda, að áhersla væri lögð á að leiðtogar Bosníu-Serba skyldu láta áf völd- um og skyldu dregnir fyrir dóm- stóla, svo sem kveðið væri á um í friðarsamningnum sem undirritað- ur var í Dayton í Bandaríkjunum. Nauðsynlegt væri að kosningar yrðu haldnar, þrátt fyrir vand- kvæði vegna skerts ferða- og fjölmiðiafrelsis, heimflutnings flóttafólks og þaulsætni Radovans Karadzics, leiðtoga Bosniu-Serba. „Tengslahópurinn samþykkti að allt skyldi gert til að skapa ákjósanlegar aðstæður fyrir kosn- ingar,“ sagði einnig í yfirlýsingu Kinkels. Vestræn ríki telja mikilvægt að kosningarnar fari fram á'tilsettum tíma. Það sé eina leiðin til að koma á eðlilegri samfélagsskipan, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Enn fremur séu kosingar nauðsynlegar til að hægt verði að flytja 60.000 friðar- gæsluliða frá Bosníu í desember. Oryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu tekur síðar í mánuðinum af- stöðu til þess hvort kosningarnar eigi að fara fram í september. Christopher hótar viðskiptabanni Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á sunnudag að viðskiptabann kynni að verða sett að nýju á Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svart- fjallalands, ef Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, tryggði ekki að tveir af leiðtogum Bosníu-Serba færu frá og yrðu framseldir til stríðs- glæpadómstólsins í Genf. Christopher sagði á blaða- mannafundi eftir að hafa rætt við Milosevic í Genf að serbneski for- setinn hefði ekki gert nóg til að tryggja að Radovan Karadzic, „for- seti“ Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu- Serba, létu af embættum sínum eins og kveðið er á um í Dayton- samningunum. Á fundi þeirra vísaði Milosevic til fyrri loforða sinna um að Karadzic færi frá en Christopher kvaðst hafa sagt honum að það dygði ekki. „Við viljum sjá raun- verulegar aðgerðir," sagði hann. Christopher sagði að ef alþjóð- legir milligöngumenn kæmust að þeirri niðurstöðu að Serbar hefðu ekki staðið við Dayton-samning- ana myndi viðskiptabannið á Serb- íu öðlast gildi að nýju „nánast sjálf- krafa“. Vilja kosningar í september Christopher átti fund með Mil- osevic, Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, og Franjo Tudjman, for- seta Króatíu, í Genf á sunnudag til að ræða horfurnar á því að stað- ið yrði að fullu við Dayton-samn- ingana, einkum ákvæðið um kosn- ingar í allri Bosníu í september. Stjórnarerindrekar sögðu að sam- þykkt hefði verið á fundinum að kosningarnar yrðu á tilsettum tíma þótt aðstæðurnar væru ekki full- komnar. Áður hafði Izetbegovic sagt að skilyrðum fyrir fijálsum kosningum hefði ekki enn verið fullnægt. Vopnahlés- viðræður hafnar RÚSSNESKIR embættismenn hófu í gær viðræður við fulltrúa tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna um framkvæmd vopnahléssamn- ingsins, sem tók gildi á föstu- dagskvöld, og fangaskipti sem eiga að hefjast innan tveggja vikna. Viðræðunum var frestað vegna átaka sem blossuðu upp í Tsjetsjníju daginn eftir að samn- ingurinn tók gildi. Vjatsjeslav Míkhailov, sem fer með málefni þjóðarbrota í rússnesku stjórn- inni, kvaðst telja að það ætti að ráðast í dag hvort hægt yrði að binda enda á stríðið í Tsjetsjníju. Á myndinni heilsar tsjetsjenskur skæruliði einum af foringjum tsjetsjensku aðskilnaðar- sinnanna, Sharvani Basajev, þeg- ar hann kom til viðræðnanna í rússneska bænum Nazran í gær. Reuter Bretar ósáttir þrátt fyrir nokkurn sigur Lúxemborg. Reuter. BRETAR héldu í gær áfram þrá- tefli sínu við Evrópusambandið (ESB), þrátt fyrir að hafa haft nokkurn sigur þar eð að líkindum verður slakað á banni við útflutn- ingi á breskum nautgripaafurðum. Á mánudagskvöld greiddu níu landbúnaðarráðherrar ESB at- kvæði með því að aflétt yrði banni við gelatíni, fitu og sæði, en sex greiddu atkvæði á móti. Úrslit atkvæðagreiðslunnar dugðu ekki til að banninu yrði aflétt, en Franz Fischler, landbúnaðarstjóri ESB, sagði að allar líkur vera á því að banninu yrði aflétt í dag. *★★★* . EVRÓPA^ Bretar voru ekki ánægðir með þennan árangur. „Þetta er skref í rétta átt, en það þarf að taka fleiri skref í þessa sömu átt, þann- ig að viðhorf mitt er enn hið sama,“ sagði Michael Howard, innanríkisráðherra Bretlands við fréttamenn í Lúxemborg í gær. Bann var lagt við útflutningi nautakjöts frá Bretlandi í mars vegna gruns um að neytendum kynni að stafa hætta af kjöti af nautgripum sýktum af kúariðu. Undanfarinn hálfan mánuð hafa breskir embættismenn hamlað starfsemi ESB til þess að mót- mæla því hversu seint sambandinu sækist að fá banninu aflétt. Bretar sögðu í gær að þeir myndu koma í veg fyrir að teknar yrðu nokkrar ákvarðanir á fundi dóms- og innanríkisráðherra sem haldinn var í Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.