Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 17
MQltGUi),'B4AÐ}Ð ERLENT MIDVIKUDAGUR 5.,4ÚNÍ 1996 17 Eiginkona Abiola skotin KUDIRAT Abiola, eiginkona Moshood Abiola, sem margir telja réttkjörinn forseta Níger- íu, var skotin til bana í höfuð- borginni, Lagos, í gær. Skutu ókunnir menn á bíl hennar og lést hún skömmu síðar á sjúkrahúsi. Að sögn lögregl- unnar voru einhverjir ótíndir glæpamenn að verki en í Lag- os er mikill orðrómur um, að Kudirat hafi verið ráðin af dögum. Maður hennar bar sig- ur úr býtum í forsetakosning- unum í Nígeríu 1993 en herinn ógilti kosningarnar og hefur hann nú í haldi. Barðist Kudir- at fyrir því, að hann yrði leyst- ur úr haldi. Flugvélar- flakið fundið LEIFAR farþegarflugvélar- innar, sem hrapaði tii jarðar í fenjasvæðum Flórída fyrir rúmum þremur vikum, eru fundnar ásamt líkamsleifum flestra farþeganna. 110 manns fórust með flugvélinni og hefur það vakið furðu, að hingað til hefur aðeins um helmingur flaksins og lík 24 manna fundist. Það, sem á vantar, virðist vera í gíg, sem myndaðist í fenjunum við hrapið og er að sjálfsögðu á kafí í vatni. Mary Robin- son til SÞ? MARY Robinson, forseti Ir- lands, sagði í gær, að yrði hún beðin um að gerast fram- kvæmdas- tjóri Sam- einuðu þjóð- anna myndi hún velta boðinu vel fyrir sér. Búast marg- ir við, að henni verði boðin staðan þegar Boutros Boutros-Ghali lætur af embættinu í desem- ber nk. Robinson, sem fór í fyrstu opinberu heimsókn írsks forseta til Bretlands í gær, kvaðst ekki sækjast eftir framkvæmdastjóraembættinu hjá SÞ en á hinn hefði hún mikinn áhuga á mannréttinda- málum og yrði því að hugsa sig vel um ef til kæmi. Tyrkir ræða vantraust TYRKNESKA þingið sam- þykkti í gær að taka til um- ræðu vantrauststillögu á ríkis- stjórn Mesuts Yilmaz for- sætisráðherra. Studdi annar stjómarflokkanna, flokkur Tansu Cillers, fyrrverandi for- sætisráðherra, tillöguna en þau Yilmaz hafa átt í stöðug- um deilum síðan þau mynduðu stjórn. Vantrauststillagan er flutt að frumkvæði Velferðar- flokksins, flokks bókstafstrú- armanna, sem nú nýtur mests fylgis tyrknesku stjórnmála- flokkanna. Búist er við, að þingið samþykki einnig í vik- unni að hefja rannsókn á íjár- reiðum Cillers en hún er sökuð um spillingu. Robinson A Bretar og Irar undirbúa friðarviðræður IRA segir litlar líkur á vopnahléi Belfast, London. Reuter, The Daily Telegraph. BRESKIR og írskir embættismenn reyndu í gær að semja dagskrá fyrirhugaðra viðræðna um frið á Norður-írlandi, sem hefjast eiga á mánudag. Breskur ráðherra mál- efna Norður-írlands, Sir Patrick Mayhew, og utanríkisráðherra ír- lands, Dick Spring, kváðust síð- degis í gær hafa átt árangursríka fundi, þótt ekki hefðu þeir fundið aðferð til að fá írska lýðveldisher- inn (IRA) til að lýsa yfir vopna- hléi og verða um leið við kröfum sambandssinna á Norður-írlandi. Breska ríkisútvarpið, BBC, hafði í gær eftir heimildamönnum innan IRA að litlar líkur væru á að herinn lýsti yfir vopnahléi áður en friðarviðræðurnar hæfust á mánudag. Breskir ráðamenn sögðu í gær að ekki kæmi til greina að fulltrú- ar Sinn Fein, stjómmálaarms IRA, fengju að taka þátt í viðræðunum vegna þess að IRA hefði ekki lýst yfir vopnahléi. Afvopnun í september? Talið er að Mayhew og Spring hafi í gær rætt um málamiðlun sem felur í sér að skæruliðar IRA þurfí ekki að afvopnast fyrr en í september, þrem mánuðum eftir að viðræðurnar hefjast. Þessi til- laga hlaut á mánudag stuðning David Trimble, formanns stærsta flokks sambandssinna. Blaðið Financial Times greindi frá því á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að IRA myndi byija að láta vopn af hendi fyrr en í september, eða þrem mánuðum eftir að viðræðurnar hæfust. Þetta myndi þýða að Sinn Fein tæki þátt í viðræðunum á sama tíma og IRA hefði vopn undir höndum. Þessum möguleika hefur breska stjórnin ætíð hafnað algerlega. Fulltrúi Johns Majors, forsætis- ráðherra, kvaðst ekki kannast við að frétt Financial Times væri á rökum reist. „Við höfum sagt að hefja verði afvopnun um leið og viðræður hefjast,“ sagði fulltrúi forsætisráðherrans. Aukið fylgi Sinn Fein í síðustu viku fóru fram á Norð- ur-írlandi kosningar fulltrúa á friðarráðstefnu sem haldin verður samhliða viðræðunum. Sinn Fein hlaut 15,5% fylgi, sem er rúmlega 3% meira en það fylgi sem flokkur- inn hefur yfírleitt notið. Sagði Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, að flokkur hans ætti að fá að til- nefna fulltrúa sína í viðræðunum, eins og önnur stjórmálasamtök sem eiga sæti á ráðstefnunni. Nýbýlavegi 12, sími 554-4433. Sumarveisla í Ceres Fínir sumarkjólar frá kr. 3.000-4.800 Síðasta vika veislunnar. HERRAR ATHUGIÐ ! Bráðlega veráa tískufötin frá stærstu herrafatakeðju noröurlanda fáanleg á ÍSLANDI ! Opnum 13. júní Laugavegi 1 8 b Reykjavik Horfðu og hlustaðu með opnum huga! Hvern vilt þú hafa sem forseta næstu árín? Ailir forsetaframbjóðendurnir verða á Stöð 2 í kvöld kl. 20.30. Nú er kosningabaráttan að hefjast! Stuðningsmenn Guðrún Pétursdóttir ein af okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.