Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 41
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 41 BRÉF TIL BLAÐSIINIS Myndbirtingar frá slysstöðum Frá Rögnvaldi Hallgrímssyni: ÞANN 14 október sl. varð sá hörmulegi atburður að þrennt lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi skammt austan Hveragerðis. í slysinu lést tengdamóðir undirritaðs, sambýlis- maður hennar og ungur maður. Eftir u.þ.b. 80 mínútur birtust myndir af slysstaðnum og bílflökun- um á Stöð 2. Eins og oft áður voru mágkonur undirritaðs og maður hennar að horfa á fréttatíma Stöðv- ar 2 og þekktu þau bifreiðir ástvina sinna. Það þarf ekki að orðlengja það hvernig er að fá svona hörmu- legar fréttir beint í andlitið umbúða- laust og án undirbúnings. Eftir nokkur árangurslaus símtöl við Stöð 2 vegna myndbirtinganna ákvað undirritaður að kæra frétta- stofu Stöðvar 2. Kæran var byggð á 3. grein siðareglna BÍ. StÖð 2 var sýknuð af kærunni og skipti það miklu máli að fagmaður við sölu varahluta í bifreiðir og greiningu bifreiða eftir tjón var fenginn til að skoða myndskeiðin og mat hann að ekki hefði verið hægt að þekkja bílflakið. En samt segir í sýknu- dómnum að það hafi verið mögulegt að aðstandendur hafi þekkt bifreið- ina þar sem vitað var af þeim á Suðurlandsveginum. Þrátt fyrir álit fagmannsins þekktist bifreiðin af aðstandendum og það er staðreynd sem stendur. En það er þó eitt sem undirrituð- um finnst skjóta skökku við setu Marðar Árnasonar í dómnefnd siða- nefndar BÍ í þessu máli en það er að hann er með þátt á Stöð 2 sem tengist fréttastofunni, ásamt dr. Hannesi H. Gissurarsyni. Og hvern- ig getur hann þá verið hlutlaus? Vegna þessara tengsla langar und- irritaðan að beina tveimur spurn- ingum að Merði Árnasyni. Af hveiju vékst þú ekki úr dóm- nefnd Siðanefndarinnar þegar var fjallað um ofangreint mál? Hvernig getur þú réttlætt að fjalla í fjölmiðl- um um siðleysi Jóns Steinars Gunn- laugssonar þegar þú sýnir sjálfur siðleysi með því að dæma í máli þar sem þú hefur hagsmuna að gæta? RÖGNVALDUR HALLGRÍMSSON, Austurgötu 27, Hafnarfírði. Opið bréf til Sophiu Hansen Frá Albert Jensen: ÁGÆTA SOPHIA! Árnesingakórinn í Reykjavík óskar þér til hamingju með þá sam- stöðu sem þú hefur með þjóðinni og að hún skuli Ioks hafa náð inn á þing. Eins og þú ert svo sárlega búin að finna fyrir, á Alþingi vort ekki alltaf samleið með almenn- ingi. Réttlætið á víða erfitt upp- dráttar. Við skulum vona að nú horfi til betri vegar fyrir þig og börnin. Kórstarf er áberandi stór þáttur í menningu okkar íslendinga. Frá vöggu til hinnar æðri vistar, laðast fólk í mismunandi stóra hópa til að fá útrás innri gleði í söng og félagsskap. En söngur höfðar til hins besta í öllum. Margir kórar hafa gefið út söng- verk sín og hefur verið að því mik- ill menningarauki og gleðigjafi. Að geta samhæft gagn og gam- an hlýtur að auka hatningju hvetj- um sem á þess kost. Árnesingakór- inn í Reykjavík er á þeirri braut. Kórinn hefur þrisvar staðið í út- gáfu. Heitir sú nýjasta Sönglistin og er á diski og snældu. Kórinn ákvað að veita þér af starfsgleði sinni á þann hátt, að lækka verðið á Sönglistinni og láta til þín hluta af sölu hvers disks og snældu. Sala er nú hafin með þessu formi í Bókabúð Steinars, Berg- staðastræti 7 og Búsáhöld og gjafa- vörur í Kringlunni. Ákveðið er að bjóða íþróttafélögum að styðja málefnið með því að selja Sönglist- ina. Þau sem styðja þig með þessum hætti, fá auk kórsins, nokkra þjóð- kunna einsöngvara og hljóðfæra- leikara inn á heimili sitt. Von okkar í Árnesingakórnum er að fleiri kórar og einstaklingar komi á eftir og veiti þér og börnun- um lið. Fyrir okkur í Árnesingakórnum í Reykjavík, óska ég þér og þínum alls hins besta. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. AUGLYSING Evrópusamvinna um vísinda- og tæknisamstarf við lönd utan EES Kynningarfundur Evrópusambandið veitir styrki til vísinda- og tæknisamvinnu við lönd utan evrópska efnahags- svæðisins. Áhersla er lögð á samstarf við Mið- og Austur-Evrópulönd og við þróunarlöndin. Dr. Rainer Gerold, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs vísindasamvinnu Evrópusambandsins kynnir styrki á þessu sviði, fimmtudaginn 6. júní nk., kl. 15.00- 17.00 í Borgartúni 6, 4. hæð. Fundarstjóri og kynnir verður Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands. Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað ú surnarlr yfisstuðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1122 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblabsins og fá blaóib sent á eftirfarandi sölustab á tímabilinu frá____________________________til_ Hvert viltu fá blaðið sent? Merktu við. □ Esso-skálinn, Hvalfiröi □ Ferstikla, Hvalfirði □ Hyrnan í Borgarnesi Q Baula, Stafholtst., Borgarfiröi □ Munaöarnes, Borgarfiröi □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarfiröi □ Sumarhóteliö Bifröst □ Hreðavatnsskáli □ Brú í Hrútafirði □ Staöarskáli, Hrútafiröi □ Varmahlíð, Skagarfiröi □ Illugastaöir □ Hrísey □ Grímsey □ Grenivík □ Reykjahlíö, Mývatn □ Laufið, Hallormsstaö □ Söluskálar, Egilsstööunr □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Hlíðarlaug, Úthlíð, Biskupstungum □ Laugarás, Biskupstungum □ Bjarnabúð, Brautarhóli □ Verslunin Hásel, Laugarvatni □ Minniborg, Grímsnesi □ Verslunin Grund, Flúðum □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Þrastarlundur □ Ölfusborgir □ Shellskálinn, Stokkseyri □ Annað______________________ NAFN KENNITALA__________________________________________ SUMARLEIFISSTAÐUR__________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI________________ Utanáskriftin er: Morgunblabib, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.