Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 LISTIR MEIMNTUIM MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór HREINN Friðfinnsson ásamt verki sínu í Galleríi Sólon íslandus. Bylgju- hreyfingar skapa óbeinan skyldleika hlutanna HREINN Friðfinnsson mynd- listarmaður er með innsetningu í Galleríi Sólon íslandus. Sýn- ingin er framlag Sólons til Listahátíðar í ár. í kynningu segir að Hreinn sé af mörgum talinn helsti fulltrúi ljóðrænnar hugmyndalistar á íslandi. „Ég vinn yfirleitt dálítið spontant með sambland hluta og tilbún- inga,“ sagði Hreinn þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli. Á sýningunni eru teikningar á pappír hengd- ar á vegginn og í sitthvorum enda salarins eru viftur sem láta blöðin blakta. Á veggnum er fjarvíddar-blýantsteikning af rými sem opnast í allar áttir með stigum og göngum. „Ég vel þessa mynd því hún er opin og ég vil kalla hana skoðun á rými.“ Hreinn notar þá hluti sem salnum fylgja og dregur þá inn í verkið. Til dæmis er stór flygill í salnum notaður og tengist verkinu lauslega að sögn Hreins. „Hlutirnir hafa óbeinan skyldleika en eru ekki í þráð- beinu rökrænu samhengi. Bylgjuform flygilsins kemur fram í bylgjulaga línuteikningu á pappírnum sem sýnir kúrfu sem fer upp og niður og bylgju- hreyfingarnar sem vifturnar skapa hafa til dæmis tengingu í bylgjur tónanna sem koma úr píanói.“ Hreinn er búsettur í Amster- dam og hefur mikið að gera við sýningarhald. Á þessu ári hafa þegar verið þijár einkasýningar og ein sýning verður í haust. Hann segir þetta hæfilegt magn en einnig tekur hann þátt í sam- sýningum þessu til viðbótar. Verk hans hafa verið sýnd í mörgum helstu nútímalistasöfn- um í Evrópu og hann hefur frá því árið 1990 sýnt verk sín reglulega á Islandi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11 - 20 og stendur til 30. júní. Seiðandi sírenusöngur TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Utanfarartónleikar Kvennakórs Reylgavíkur. M.a. frumflutt Salve Regina eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran; Svana Víkingsdóttir og Aðalheiður Þor- steinsdóttir, píanó. Stjóraandi; Mar- grét Pálmadóttir. Langholtskirkju, sunnudaginn 2. júní kl. 16. KVENNAKÓR Reykjavíkur er á förum til Róms og fleiri höfuðbóla á Ítalíaló með fjölbreyttu söngva- vali meðferðis, eins og fram kemur af veglegri litprentaðri tónleikaskrá kórsins. Má því eftir öllu að dæma síðan búast við holskeflu ítala hing- að í haust - ef ekki upptendraðir af ljósum lokkum og seiðandi sír- enusöng, þá að minnsta kosti af logandi fallegu sólarlagspanóram- anu utan á tónleikaskránni, einni girnilegustu breiðtjaldsserenöðu í litum af höfuðborginni og Faxafló- anum sem undirritaður minnist að hafa séð. Þrátt fyrir Listahátíð var góð ‘Banana Biddu um Banana Boat sólbrúnkufestandi Alter Sun el )iú vill lesta sólbrúnkuna lil mánaða um leið eg {iú nærir húðina með Aloe Vera, E-vitam.. kollageni oj lanólíni. □ Sérhannaðar Banana Boat bamasólvarnir 115, #29, #30 og 5(X. Krem, úði, þykkur salvi og stiffi. □ Banana Boat naeringarkrem Brún-án sótar m/sólvöm #8. □ Hraðgraeðandi Banana Boat varasalvi steyptur úr Aloe Vera m/sólv. #21, E-vítamín m/sólvörn #30; kirstubérjum, vatns- melónum, blönduðum ávöxtum m/sólv. #15. Bragðgóðir. o Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn at 99,7% hreinu Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr ? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr, Án spírulínu, til- búinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnaemisvalda. Biddu um Banana Boat í sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv, verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samlökum psoriasis- og exem- sjúklinga. Heilsuval - Barónsstíg 20 ff 562 6275 mæting í Langholtskirkju, og eftir- vænting í lofti. Kórinn hóf dag- skrána á verkum úr flokki B af alls sex, þ.e. erlendri kirkjutónlist, og verður að virða það undirrituð- um til vorkunnar, ef eitthvað kynni að hafa skolazt til, því ferðapró- grammið innihélt yfir 100 atriði, og voru þau 19 þeirra sem hér voru flutt kynnt munnlega við kirkjuhljómburð sem skilar mæltu máli miðlungi vel. Hefði sérprentuð söngskrá fyrir þessa sunnudags- tónleika vissulega getað komið í góðar þarfir, en vafalaust hefur undirbúningserill kórkvenna verið ærinn að undanförnu. Mér kom nokkuð á óvart, hvað kirkjutónlistin hljómaði döpur og jafnvel þreytuleg hjá hressasta kvennakór suðvesturhornsins. Til sanns vegar má færa, að andleg tónlist einkennist oftar af öðru en gáska, þó að undantekningar séu frá því, ekki bara í gosplum, heldur einnig hjá Bach, en dömurnar virt- ust að þessu sinni einhvern veginn svo niðurdregnar, að maður fór að hugleiða, hvort áiagið hafí verið of mikið að undanförnu, eða þá hvort klassíska kirkjumúsíkin sé í svona litlu uppáhaldi hjá þeim. Vonandi tekst að laða fram meiri innlifun suður á landinu langa og mjóa. Drunginn sem lá yfir Ave maris stella úr Piae Cantiones var ekki horfinn, þegar kom að frumflutn- ingi á Salve Regina eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Verkið var fremur hefðbundið í tónamáli, byggði fremur á laglínuferli en hljómaklös- um og hefði mátt syngja með meiri spennu og hreinni inntónun (eink- um í byijun), þó að tónskáldið hafi kosið að hylia himnadrottninguna með íhugulii ró fremur en út- hverfri gleði. Sigrún Hjálmtýsdóttir átti stóran þátt í þessum tónleikum og söng ágætan einsöng í Laudate Domin- um K339 og Et incarnatus est úr C-dúr messu Mozarts. Þó var eins og hún næði sér ekki alveg á strik fyrr en í Panis Angelicus eftir Cés- ar Franck og Ave María eftir Kaldalóns, er kallaði fram mikið lófatak, að ekki sé talað um „Aug- un þín og augun mín“, er var sung- ið af mikilli innlifun (ef það er þá rétta heitið; íslenzk ljóðskáld hafa löngum haft tilhneigingu til að velja afurðum sínum einstaklega óeftir- minnileg nöfn eins og „Minning", „Kveðja", „Vorvindur“ o.s.frv., sem enginn notar í daglegu tali. Með Móður minni í kví kví kvaddi Kvennakórinn að mestu sorg og sút. Lagið (úts. Jón Ásgeirsson) er að vísu engin sæludilla, en mann- skapurinn var alltjent orðinn heitur og hreinn. Hrífandi var heyra sópr- anyfirraddirnar tísta lengst uppi undir lokin, og hefði verið enn áhrifameira að halda þeim þar að- eins lengur. Hið litla en frumlega verk Þor- keis Sigurbjörnssonar, „Konur“ við ljóð Jóns úr Vör, var og meðverk- andi til að lyfta kvennakórskonum upp úr doðanum, enda kankvíst og kímið. Það var þó ekki fyrr en Sig- rún Hjálmtýsdóttir gaf sig svartri sveiflu á vald í forsöngshlutverki gospellagsins All my trials, að kór- inn náði að rífa sig almennilega upp. Tilþrif Diddúar og kórs voru sérlega glæsileg í hinum vel útsetta blússálmi Sometimes I feel like a motherless child, og kom manni í hug, hversu fágætt það er að heyra þelljósar óperusöngkonur syngja með sveiflu - enda þótt þessi reynd- ist svolítið spör á bláum nótum. Vinsældalistinn tók nú við; Climb every mountain úr Söngvaseiði Rodgers og Hammersteins, Lippen schweigen-valsinn úr Kátu ekkj- unni (sem dofnaði nokkuð við óþarflegt rúbató í píanóundirleik), Kór sígaunakvennanna tindilfættu úr La Travíata (svo er mætti sjón- varpsauglýsinga fyrir að þakka, að hann mun í seinni tíð betur þekkt- ur sem ,,Dömubindakórinn“) og í uppklöppun guðspjöllungurinn Oh, happy dayi, þar sem þær Sigrún og Margrét hættu sér út á þá hálu braut að skiptast á „framúrkö]lum“ af fíngrum fram að hætti svartra forsöngvara og komust - næstum því - upp með það. Andrúmsloftið var nú orðið fun- heitt, og eftir dynjandi undirtektum að dæma mátti álykta, að þó að annað brygðist, ætti a.m.k. þessi deild kirkjutónlistar að tryggja Kvennakór Reykjavíkur undir dríf- andi stjórn Margrétar Pálmadóttur hlýlegar viðtökur sunnan Alpafjalla í heimalandi söngsins. Ríkarður Ö. Pálsson Stöðurveitingar prófessora velkjast í kerfinu EKKI hefur enn verið tekin ákvörðun um hverjir hljóta stöður fimm rannsóknarprófessora við Háskóla íslands, sem auglýstar voru síðastliðið haust. Umsóknar- frestur rann út 1. október 1995. Að sögn Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra er verið að vinna í málinu. Nefnd sem skipuð var til að velja úr 50 umsækjendum skilaði áliti sínu í febrúar. Þaðan fór málið í menntamálráðuneytið, sem vann að drögum að samningi, sem gera átti við prófessorana þegar þeir hefðu verið valdir. „Mennta- málaráðherra sagði sig frá málinu vegna vanhæfi, þ.e. tengsia við ákveðinn umsækjanda og því fór málið til forsætisráðherra. Mér finnst orðið tímabært að fá niður- stöðu í málið,“ sagði Sigmundur Guðbjarnarson prófessor. „Það snýr ekki einungis að háskólanum heldur að 50 umsækjendum sem velflestir koma utan háskólans, þar af nokkrir eriendis. Drátturinn er því orðinn mjög mikill og baga- legur.“ Stöðurnar sem um er að ræða eru í hugvísindum, félagsvísind- um, heilbrigðisvísindum, raunvís- indum og verkfræði. I þær verður að jafnaði ráðið til fimm ára og má við sérstakar aðstæður fram- lengja ráðningartíma um tvö ár. Ný meistaranámslína í matvælafræði Ahersla á rekstur ogfullvinnslu SKÓLAÁRIÐ 1996-97 verður hægt að hefja meistaranám í Háskóla íslands með aðaláherslu á rekstur matvælafyrirtækja og fullvinnslu matvæla. Verður námið sett upp í samvinnu við verkfræðideild og við- skipta- og hagfræðideild háskólans. „Um er að ræða tveggja ára nám, þar sem kennt verður á námskeið- um á öðru árinu en á hinu verður um yöld verkefni að ræða innan verkfræðideildar, raunvísindadeild- ar og viðskipta- og hagfræðideild- ar. Við erum að nýta okkur þau námskeið sem fyrir eru innan skól- ans í stað þess að kosta okkar eig- in,“ sagði Ágústa Guðmundsdóttur, prófessors í matvæla- og efnafræði. Breyttar áherslur Haustið 1995 var gerð sú breyt- ing að matvælafræðiskor var gerð að sjálfstæðri einingu innan raun- vísindadeildar, en áður var hún kennd innan efnafræðiskorar. Við þær skipulagsbreytingar var námið endurskoðað og fært til samræmis við þróun greinarinnar á alþjóða- vettvangi. „Aukin áhersla er nú lögð á fullvinnslu matvæla, vöru- þróun og gæðastjórnun. í samvinnu við greinar í heilbrigðisfræðum hef- ur einnig verið sett upp sérstök námslína fyrir þá sem hafa aðallega áhuga á næringarfræði," sagði Ágústa. í næsta mánuði munu fyrstu matvælafræðingarnir útskrifast frá matvælafræðiskor, en alls munu um 20 matvælafræðingar, þar af nokkrir meistaranemar, útskrifast á árinu. Er það nánast þreföldun miðað við það sem algengt hefur verið undanfarin ár. Að sögn Ágústu eru atvinnu- möguleikar matvælafræðinga góðir og hefur verið mikil eftirspurn eftir þeim á vinnumarkaðnum. „Svo virð- ist sem menn séu í auknum mæli að gera sér grein fyrir hversu víða er hægt að nota fólk með þessa menntun,“ sagði hún. Ný tímarit • Glæður, fagtímarit Félags ís- lenskra sérkennara, er komið út. í ritinu er að finna fjölda greina um margvísleg málefni sem snerta skólastarf. Meginþema blaðsins að þessu sinni er flutningur á rekstri grunnskóla til sveitarfélaga og er m.a. rætt við Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Auk þess eru nokkrir aðilar spurðir álits á áhrifum yfirfærslunnar á þjónustu við böm með sérþafir. Af öðrum greinum i blaðinu má m.a. nefna umfjöllun um dysleksíu eftir Steinunni Torfadóttur, sam- skipti nemenda og kennara eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur, frá- sögn þriggja sálfræðinema af til- raun sem þeir gerðu á sjónminni heyrandi og heymarlausra ungl- inga og frásögn Þóru Bjarkar Jónsdóttur af ráðstefnu um notk- un tölva við kennslu nemenda með lestrar- og skriftarerfiðleika. Tímaritið Glæður kemur út tvisvar á ári ogerm.a. dreift í leik-, grunn- og framhaldsskóla og að auki til einstakra áskrif- enda. Askrift kostar 900 kr. á ári og fer sala blaðsins fram ísíma 562 4080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.