Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 19. JÚNÍ 1996 F 29 Reglugerðir endurskoðað- ar en hvernig? Lagnafréttir Sum ákvæði í reglu- gerðum veitukerfa borgarinnar eru ekki aðeins úr takti við tím- ann, segir Sigurður Grétar Guðmundsson, heldur svo úr sér geng- in, að þau eru í meira lagi brosleg. IVATNSPÓSTI, fréttabréfí Fé- lags pípulagningameistara, eru tveir pistlar frá byggingafulltrúan- um í Reykjavík, annars vegar um tæringu í kaldavatnsleiðslum og hins vegar um að á vegum Reykja- víkurborgar sé hafin endurskoðun á reglugerðum veitukerfa borgar- innar og er víst að allir þeir sem þurfa að nota þessar reglugerðir eða eru undir þær seldir á einhvern hátt, fagna því eindregið. Hér er um að ræða reglugerðir Hitaveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykjavíkur og Reglugerð um hol- ræsi í Reykjavík. Það er meira en tímabært að endurskoða þessar reglugerðir, sum ákvæði þeirra eru ekki aðeins úr takt við tímann heldur svo úr sér gengin að þau eru í meira lagi bros- leg. En þá kemur stóra spurningin; hvað á að koma út úr þessari endur- skoðun, hvaða stefna hefur verið mörkuð, hvernig eiga þær reglu- gerðir að verða sem í smíðum eru? Reglugerðalandið íslendingar eru ákaflega reglu- gerðaglöð þjóð, þó er tæplega hægt að gera þjóðina ábyrga fyrir öllu því sem sett hefur verið á pappír, það hafa þingmenn gert en ekki síður embættismenn. Það eru tæplega sett svo lög á hinu háa Alþingi að ekki fylgi því ákvæði að ráðherra, einhveijir emb- ættismenn eða opinberar nefndir skuli setja um lögin og framkvæmd þeirra sérstaka reglugerð til að skýra lögin nánar, eða setja stað- bundin nánari ákvæði og fyrr- nefndar reglugerðir eru einmitt af þeirri gerðinni, það er ekki ein- göngu til reglugerðir veitukerfa í Reykjavík, þær eru nánast í hveiju sveitarfélagi. Sem dæmi má nefna að reglu- gerðir hitaveitna eru yfír þrjátíu og allar eiga þær það sammerkt að vera úreltar enda er lítið eftir þeim hægt að fara og það sem verra er; embættismenn hafa ekki vílað fyrir sér að setja sjálfir ýmsar kvaðir sem ‘þó eru hvergi skráðar en krafist að farið sé eftir. Það er því ekki vanþörf á að grisja þennan reglugerðaskóg og það er ekki nóg að Reykjavíkurborg ein taki á sig rögg; þetta þarf að gera um land allt. Að hverju er stefnt? í fréttinni frá byggingafulltrúan- um í Reykjavík kemur fram að tveimur valinkunnum verkfræðing- um hafi verið falin endurskoðunin en starfsmenn Hitaveitu, Vatns- veitu, gatnamálastjóra og bygg- ingafulltrúa muni vinna að verkinu en þessir sömu aðilar mynda verk- efnisstjórn ásamt yfirverkfræðingi borgarverkfræðings. Þetta er ekki lítil upptalning en þótt hún sé löng vekur samt at- hygli hveijir eru ekki taldir upp. Af hveiju ekki fulltrúar pípulagn- ingameistara sem starfa á veitu- svæðinu, af hveiju ekki fulltrúar fasteignaeigenda eða viðskiptavina, þeirra sem kaupa heitt og kalt vatn og nota holræsakerfíð? Hafa verið lagðar línur fyrir þá sem eiga að endurskoða reglugerðirnar, hefur stefnan verið mörkuð? Á að endursemja reglugerðirnar með það fyrir augum að þær séu forsjárhyggja allra sem hanna og leggja lagnakerfí, segi þeim í smá- atriðum hvað þeir eiga að gera og hvað ekki, hvaða efni þeir eigi að nota og hvaða efni ekki, á enn einu sinni að semja forsjárhyggjureglu- gerðir eða hefur eitthvað verið talað um að þær verði stuttar og stefnu- markandi? Eiga allir að skipa fyrir? Lög og reglur eru nauðsyn, um það verður ekki deilt. En hvað þurfa að vera mörg lög og margar reglu- gerðir um sömu hlutina? í fyrsta lagi höfum við staðla sem ieiðbeina um efnisval og aðferðir almennt í lögnum. í öðru lagi höfum við bygginga- reglugerð, sem vissulega þarf að endurskoða, en hún setur reglur um byggingar og þar með talið lagnir í byggingum. Í þriðja lagi höfum við allar fyrr- nefndar reglugerðir veitukerfa. Sú spuming hlýtur að vakna hvort ekki sé hægt að einfalda þetta ferli allt saman. Umhverfisráðherra er æðsti valdsmaður byggingamála á íslandi samkvæmt lögum, í hveiju sveitarfélagi eru starfandi bygg- inganefndir og byggingafulltrúar sem æðsta valdastofnun hvers sveitarfélags í byggingamálum og þar með taldar lagnir í byggingar. Þurfum við virkilega, í viðbót við byggingalög, byggingareglugerð og staðla að fá forsjárhyggjureglu- gerðir frá hveri veitu á landinu til að fylgjast með okkur og segja okkur hvað má og hvað má ekki? Sú reglugerð veitukerfa sem minnst hefur farið fyrir fram að þessu er holræsareglugerðin sem er þó tvímælalaust sú mikilvæg- asta. Það kemur hveiju sveitarfé- lagi við hvað almenningur sturtar inn í holræsakerfin, en kemur hita- veitum og vatnsveitum það nokkuð við hvaða efni við notum í lagnir í okkar húsum, er það ekki nóg að hafa einn eftirlitsaðila, bygginga- fulltrúann í hveiju sveitarfélagi. Eiga veitstofnanir nokkuð að vera að ráðskast með það hvað gerist inn á heimilum manna ef menn borga sína reikninga fyrir heitt og kalt vatn skilvíslega? Er þörf á margföldu fyrirmæla- kerfi, á „stóri bróðir“ að vera í hverri gætt? FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, Sverrir Kristjánsson fax 568 7072 lögg fasteignasali Þór Þorgeirsson, sölum. Kristín Benediktsdóttir, ritari, Kristjana Lind, ritari SIMI 568 77 68 MIÐLUN <F Opið: Mán.-fim. 9 -18. Föstudaga kl. 9-16. Stærri eignir Logafold 35. Gott einb. 238 fm. Mjög góð útiað- staöa m. heitum potti. Á hæðinni eru rúmg. stofur, 5 svefnherb. o.fl. Niöri er tómstherb. o.fl. Innb. bílsk. Massíft parket. Vandaðar innr. Skipti á góöri sérhæð, gjarnan í Hafnarfirði. Suðurhlíðar - Rvík. Gott endaraðh. m. 2 íb. Mikið áhv. af góöum lánum. Nánari uppl. á skrif- st. Smáratún - Álftan. Faiiegt 220 fm endaraöh., hæð og rishæð með innb. bílsk. Húsiö er m.a. 2 stofur, 3 svefnherb. Tvennar svalir. Verö 12,1 millj. Áhv. 1,6 millj. veödeild. Verð 10-12 millj. Seljahverfi. Til sölu gott 5 herb. raöh. 136 fm ásamt 36 fm bílskýli. í húsinu eru m.a. 4 svefnh. o.fl. Til greina koma skipti á 5-6 herb. íb. f sama hverfi. Austurbær Kóp. 140 fm sérb. á tveimur hæöum ásamt 26 fm bílsk. 2 stofur, 4 svefn herb., giæsll. eldh., flisal. bað. Parket. Suðurverðnd. Áhv. 3,8 millj. byggsj. VerÖ11,6 mlllj. í nágr. Ðorgarsp. - penthou- se“. Mjög vönduö, falleg og björt 5 herb. á 8. og 9. hæö í eftirsóttu lyftu- húsi rétt viö Borgarspítalann. Góðar innr. og gólfefni, tvennar svalir. Stór- kostl. útsýni. Laus. Miðskógar - Álft. 153 fm einb- hús á einni hæö ásamt 40 fm bílsk. 4 svefnherb. o.fl. Áhv. 7,3 millj. Verðið ótrúl. hagst., 11,5 mlllj. Verð 8-10 millj. Hringbraut 77. í einkasölu eitt af þessum vinsælu parh. í Vesturborg- inni kj. oa tvær hæöir. í kj. er 2ja herb. íb. A aöalhæö eru stofur o.fl. Á efri hæö eru 4 svefnherb., baö o.fl. Upphafl. hús sem þarfn. standsetn. Verö 8,9 millj. Ekkert áhv. Álftahólar, 3. hæð. 93 fm íb. á 3. hæö ásamt 23 fm bílsk. Góö íb. Verð 8,6 millj. Áhv. 5,6 millj. Verð 6-8 millj. Fluðasel. Mjög góð 104 fm ib. með yfirbyggðum svöium. Nýl. eldhúsinnr. Parket. Ib. er laus. Skipti á 2ja-3ja herb. íb. koma til greina. Bilskýli. Háteigsvegur 4 - laus. 4ra herb. íb. á 2. hæð í þríb. húsi. íb. er meðal annars 2 sami. stofur og 2 svefnherb. Suðursvalir Skipti mögui. á bifreið. Áhv. 4,9 millj. húsbr. Vesturbærinn. Mjög falleg 3ja herb. ib. á 2. hæö rétt viö KR-vöilinn (fremsta blokkin). Gott útsýni. Góð- ar suöursv. Verð 6.950 þús. Selvogsgata 11 - Hf. - v. Hamarlnn. 5 herb. 112 fm efri sérh. auk rislofts f þríb. ásamt 35 fm innb. bílskúr. íb. er m.a. 2 stofur og 3 svefn herb. Verö 7,5 millj. Áhv. 1,1 millj. byggsj. Fífusel. Mjög góö og falleg ca 98 fm 4ra herb. íb. á 3. hæö. öll ný- standsett. Verð 6,9 millj. Dunhagi. Góö 4ra herb. 100 fm íb. á 4. hæð. (b. er m.a. 2 stofur, suöur- sv. og 2 góö svefnherb. Verö 6,9 millj. Engihjalli 3, 8. hæð. Ca 90 fm mjög falleg íb. Stórkostl. útsýni. Verö 5,9 millj. Verð 2-6 millj. Veghús. 62 fm ib. á 1. hæð. Verð 5,9 millj. Áhv. ca 4,0 mlllj. Nýbýlavegur 76, 1. hæð. f einkasölu 54 fm ib. m. ca 28 fm biisk. Verö 5,8 millj. Lítiö áhv. Furugrund 42 - Kóp. Ný- komin í sölu 2ja herb. á þessum vinsæla staö í Foss vogsdal. Parket á gólti. Risa stdrar svalir og giæsilegt út sýni. Húsið er ný- tekið i gegn að utan. Þessa fbúö verður þú að skoða Fyrstlr koma - fyrstir fá. Vallarás - góð lán - lítil útb. 2ja herb. 53 fm ib. á 5. hæð í (yftuh. Verð 5,2 millj. Áhv. 3,7 millj. byggsj. Eiðistorg. Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð I fjölb. ásamt staeði f bllskýli. fb. er m.a. stofa með góðum suöursvöl- um. Flísal. baöherb., parket o.fl. Áhv. 600 þús. Verð 6,1 millj. Ásbraut - Kóp. - laus. 2ja herb. ib. á 3. hæð I fjölb. Áhv. 700 þús. byggsj. Verð 3,3 millj. Asparfell - góð lán - Iftil útb. Góö 2ja herb. íb. á 5. hæö í fjölbýli. ib. er stofa, svefnherb., nýtt eldh., flí- sal. bað. Parket. Góðar svalir. Áhv. 3,1 millj. byggsj. Verð 4,5 millj. Snorrabraut 42. Góö íb. á 2. hæð miðsv. Verð 3,9 millj. Áhv. 2,5 millj. í smíðum 2ja-3ja herb. Höfum tii söiu nokkrar góöar 2ja og 3ja herb. íb. sem afh. tilb. til innr. og fullg. m.a. f Laufrima, Rvík og Fífulind í Kóp. Grasarimi m H' R pfej Til sölu glæsileg 196 fm efrl sérh. ásamt ca 25 fm innb. bílsk. íb. er mjög glæsil. hönnuð á tveimur hæð- um. Mikiö og fallegt hús. Afh. tilb. til innr. Verö 10,5 millj. Atvinnuhúsnæði Við Skútuvoginn. í einkasölu vel hannaö verslunar- og skrifstofuhús- næöi í byggingu. Grunnflötur 912 fm, tvær hæðir. Búið er aö selja 400 fm á 2. hæö. Húsið er staðsett rétt við Bónus og Húsasmiðjuna. Stórar inn- keyrsludyr. Húsið afh. aö mestu full- frág. eða eftir nánara samkomulagi. Seljandi getur lánaö allt aö 80% kaup- verös. Skoðaöu þessa eign vel. Þetta er framtíöarstaðsetning sem vert er aö líta á. Traustur byggingaraðili. Vesturvör - Kóp. Til sölu 420 fm mjög gott iönaöarhúsnæöi aö mestu einn salur meö stórum innkeyrsludyrum. Áhv. 9 millj. til 25 óra. Húsiö er laust. Hveragerði Varmahlíö 1 114 fm fallegt einb. á einni hæö. Stofa, boröst, 3 svefnherb., rúmg. eldh. Parket. Fallegur garöur. öll eignaskipti á höfuöborgarsvæöinu skoöuð, allt frá 2ja herb. upp í hús sem kostar 12,5 millj. Sumarbústaður Ljósaland í landi Miðdals. Ca 70 fm gott hús á 1,65 ha eignarlandi. Bústaðurinn er í 18 km fjarlægö frá Reykjavík. Laus. VANTAR - VANTAR Höfum traustan kaupanda aö raöhúsi eöa góöri sérhæö í vesturbæ. Dofraborgir 38 - 40, Grafarvogi Glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúöir sem afhendast í júlí nk. fullbúnar án gólfefna. Vandaðar beykiinnréttingar. Baöherbergi eru flísalögð (bæöi gólf og veggir). Aöeins fjórar íbúöir í stigahúsi. Hagstæö greiðslukjör. Frábært útsýni yfir sundin og til Esjunnar. 4ra herbergja rúmgóðar íbúðir með bílskúr Verð kr. 8,9 millj. 3ja herbergja rúmgóðar íbúðir með bílskúr Verð kr. 7,9 millj. Allar nánari upplýsingar veita: Ábyrg þjóiuista í áratupii Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Siðumúli 21. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 BRUIÐ BILIÐ MEÐ HÚSBRÉFUM Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.