Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C/D/E 194. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS S veitarstj órnarkosningum frestað Serbar hunsa ákvörðun ÖSE Saraj evo, Bonn. Reuter. ROBERT Frowick, formaður sendi- nefndar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) í Bosníu, ákvað í gær að fresta sveitarstjórn- arkosningum í landinu vegna brota á reglum um kjörskrár. Þing- og forsetakosningar fara hins vegar fram samkvæmt áætlun 14. sept- ember. Bosníu-Serbar mótmæltu ákaft ákvörðun Frowicks og sögð- ust ætla að hunsa hana. Frowick segir að auk vandamála á yfirráðasvæðum Bosníu-Serba séu óleyst deilumál vegna fyrir- komulags kosninganna hjá Króöt- um og múslimum. ÖSE á samkvæmt ákvæðum friðarsamninganna í Dayton að sjá um framkvæmd kosninganna. Bandaríkjamenn og Þjóðvetjar lýstu stuðningi við ákvörðun Frowicks sem taldi að hægt yrði að kjósa í sveitarstjórnirnar vorið 1997. Ljóst þykir að frestunin geti haft áhrif á veru friðargæsluliðsins undir yfirstjórn Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, en gert hafði verið ráð fyrir að starfi þess lyki að mestu leyti í desember. Segja heim- ildarmenn að vart verði hægt að draga jafnmikið úr herstyrknum og fyrirhugað var, tryggja verði að sveitarstjórnarkosningar næsta vor fari vel fram og til þess þurfi öflugt gæslulið. Vilja treysta tökin Flóttafólk frá Bosníu á að fá að greiða atkvæði í kosningum á heimaslóðum sínum en alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að stjórnvöld Bosníu-Serba hvetji serbneska flóttamenn til að skrá sig frekar í borgum þar sem múslimar voru í meirihluta áður en átök hófust í landinu. Sé markmið ráðamanna Bosníu-Serba að treysta þannig tök sín á mikilvægum borgum á land- svæði sem þeir lögðu undir sig. Forskot Clintons forseta eykst til muna Reuter SKOÐANAKONNUN, sem bandaríska sjónvarpið ABC birti í gær, bendir til þess að BiU Clint- on Bandaríkjaforseti njóti 15 . prósentustigum meiri stuðnings en Bob Dole, forsetaefni repú- blikana. Samkvæmt könnuninni er fylgi Clintons 51% og Doles 36%, en aðeins 8% sögðust styðja Ross Perot, forsetaefni Umbóta- flokksins. Skekkjumörkin eru 3,5%. Könnunin var framkvæmd á sunnudag og mánudag og sams konar könnun um helgina benti til þess að forskot Clintons væri níu prósentustig. Doie saxaði á forskot forsetans þegar repú- blikanar héldu flokksþing sitt í San Diego fyrr í mánuðinum og minnstur var munurinn fjögur prósentustig. Könnunin bendir ennfremur til þess að aðeins 23% Banda- ríkjamanna telji að Dole geti efnt kosningaloforð sín um að minnka fjárlagahallann og lækka um leið tekjuskatta um 15%. 70% að- spurðra töldu að hann gæti ekki staðið við þessi loforð. Flokksþing demókrata stend- ur nú yfir í Chicago og Clinton kemur þangað í dag eftir að hafa ferðast um Bandaríkin með lest. Á myndinni veifa Clinton og dótt- ir hans, Chelsea, til stuðnings- manna sem fögnuðu þeim á lest- arstöð í Bowling Green í Ohio. ■ Flokksþing demókrata/24 Beðið fyrir móður Teresu LÍÐAN móður Teresu, sem leg- ið hefur á milli heims og helju á sjúkrahúsi í Kalkútta á Ind- landi, var betri í gær en þá átti hún 86 ára afmæli. Kváðust Eistland Forseta- kjörið dregst Tallinn. Reuter. ÞINGI Eistlands mistókst i gær í þriðja sinn að kjósa nýjan for- seta landsins. Hvorki Lennart Meri, sem gegnt hefur forseta- embættinu frá 1992, né mót- frambjóðanda hans, Arnold Ruutel, tókst að ná tilskildum meirihluta atkvæða þingmanna til að ná kjöri. Meri hlaut í þessari þriðju atrennu 52 atkvæði og Ruutel 32. Til að frambjóðandi nái kjöri þarf atkvæði 68 af þingmönnum eistneska þingsins, sem eru alls 101. Stjórnarskráin kveður á um, að takist þinginu ekki að kjósa forseta, sé kölluð saman sérstök samkunda til kjörsins, en hana sitja, auk þingmanna, fulltrúar sveitarfélaga. Tekið gæti allt að mánuði að kalla þennan kjörfund saman og ná endanlegri niðurstöðu í forseta- kjörinu. Meri og Ruutel verða áfram í kjöri, en kjörfundurinn er opinn nýjum framboðum. Áminning Niðurstaðan á þinginu endur- speglar óánægju í röðum þing- manna með stjórnunaraðferðir Meris. Sumum þykir hann hafa tekið sér meira vald en honum ber samkvæmt stjórnarskránni og að hann hafi hunzað samráð við þingið. Meri brást við þessum gagn- rýnisröddum fyrir kjörið með því að heita því að breyta aðferðum sínum, en honum tókst greini- lega ekki að sannfæra nógu marga þingmenn um að hann stæði við það loforð. „Atkvæðagreiðslan var við- vörun til hans,“ sagði Tunne Kelam, varaforseti þingsins. V opnahléssamningur fullgerður í Tsjetsjníju læknar hennar trúa því, að hún bæri sigur úr býtum í þessari orrustu við malaríu og hjart- veiki. Móðir Teresa talaði í gær í fyrsta sinn frá því hún gekkst undir hjartaaðgerð fyrir viku. „Ég vil fara heim,“ sagði hún og kvaðst, hafa áhyggjur af því hver þyrfti að greiða kostnað- inn af meðferðinni. Systurnar í trúboðsstofnuninni, sem Teresa kom á fót, hafa beðið fyrir bata hennar og eru sumar komnar alla leið frá Afríku í þeim til- gangi. í trúboðsstofnuninni eru alin upp munaðarlnus börn og fötluð. Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. YFIRMENN hersveita Rússa og aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju sögð- ust í gær hafa fullgert samning um vopnahlé eftir að hafa leyst síðustu deilumálin um framkvæmd hans. Fréttaskýrendur sögðu þó að marg- ar hindranir væru enn í vegi fyrir varanlegum friði í héraðinu. Borís Jeltsín forseti fékk í gær skýrslu um friðaráætlun Alexanders Lebeds, yfirmanns rússneska örygg- isráðsins, og viðræður hans við leið- toga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna. Aðstoðarmenn Lebeds sögðu að Jeltsín kynni „hugsanlega" að hitta Lebed að máli eða ræða við hann í síma bráðlega. Lebed frestaði frekari viðræðum við leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnað- arsinna til að bera tillögur sínar um lausn deilunnar undir forsetann. Jeltsín virðist hins vegar tregur til að ræða við hann. „Augljóst er að Jeltsín hefur ákveðið að halda sig utan við friðarumleitanir Lebeds þar til þær komast á lokastig," sagði dagblaðið Sevodnja. Fréttastofan Interfax hafði eftir „mjög áreiðanlegum heimildum" að samkvæmt friðaráætlun Iæbeds yrði ekki tekin lokaákvörðun um erfið- asta deiiumálið, kröfu Tsjetsjena um sjálfstæði, fyrr en eftir allt að fimm ár. Sá tími yrði notaður til að und- irbúa þing allra fylkinganna í Tsjetsjníju sem tæki ákvörðun um framtíð héraðsins. Tsjetsjníja rússneskt verndarsvæði? Dagblaðið Izvcstia sagði að Tsjetsjníja gæti nú hvorki gengið út' né verið áfram í rússneska sam- bandsríkinu. Niðurstaðan kynni að verða sú að Tsjetsjníja yrði lýst „sjálfstætt ríki undir verndarvæng Rússlands". Blaðið segir slíka lausn hvorki jafngilda sigri né uppgjöf fyrir deiluaðilana og þeir ættu að geta sætt sig við hana. Vjatsjeslav Tíkhomírov, yfirmað- ur rússnesku hersveitanna í Tsjetsjníju, og Aslan Maskhadov, formaður herráðs Tsjetsjena, sögð- ust hafa undirritað vopnahléssamn- inginn eftir að hafa leyst síðustu deilumálin um framkvæmd hans. „Ekkert getur nú komið í veg fyrir að við höldum áfram verkefni okk- ar,“ sagði Tíkhomírov. Interfax sagði að samkvæmt vopnahléssamningnum myndu sam- eiginlegar sveitir deiluaðilanna hefja eftirlit í grennd við Grosní þegar í stað. Tíkhomírov sagði að brott- flutningi rússneskra hermanna frá suðurhluta Tsjetsjníju ætti að ljúka í dag eða á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.