Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 31
ANNA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Anna Sigurðar-
dóttir fæddist í
Syðsta-Hvammi,
Vestur-Húnavatns-
sýslu, 12. janúar
1921. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 19. ágúst síð-
astliðinn.
Anna var dóttir
hjónanna Sigurðar
Davíðssonar kaup-
manns, Hvamms-
tanga, f. 13.9. 1896,
d. 1978, og Margrét-
ar Halldórsdóttur,
f. 3.10. 1895, d. 22.
4. 1983. Alsystkini Önnu voru
Davíð, f. 26.11. 1919, d. 24.1.
1981, Gunnar Dal, f. 4.6. 1923,
Garðar, f. 6.10. 1924, Sumarliði
Marino (dó í bernsku), Guð-
mann, f. 18.8. 1928. Hálfsystk-
ini: Jón, f. 20.12. 1930, Rjörn,
f. 18.2. 1935, Soffía, f. 2.10.
1929.
Hinn 19. október 1947 giftist
Anna Sören Jónssyni frá Húsa-
vík, f. 19. október 1925, d. 15.
desember 1992, sölumanni hjá
Sambandinu og síðan bókara hjá
Goða. Foreldrar hans voru Jón
Sörensson, f. 2.2. 1894, d. 2.5.
1979, og Guðbjörg Jóhannesdótt-
ir, f. 10.10. 1904, d. 23.3. 1971.
Bam þeirra er Gréta Björg Sör-
ensdóttir, f. 28. desember 1949,
og á hún 3 böm, þau em: Anna
Gréta Eyrþórsdóttir, f. 24.5.
1969, Sigrún Ey-
þórsdóttir, f. 9.12.
1972, sambýlismað-
ur Sigurður Ingi
Hauksson og eiga
þau einn son, Hauk
Þór, f. 23.7. 1993,
Elías Örn Eyþórs-
son, f. 11.6. 1976, og
á hann eina dóttur,
Birtu, f. 17.6. 1996.
Anna ólst upp í
Syðsta-Hvammi og á
Hvammstanga til 19
ára aldurs, hún lauk
barnaskólaprófi frá
Barnaskóla
Hvammstanga og gagnfræða-
prófi frá Reykjaskóla, Hrúta-
firði. Anna stundaði nám við
Húsmæðraskólann í Sorö í Dan-
mörku 1947-1948. Um 19 ára
aldur flutti Anna suður til móð-
ur sinnar og fór fljótlega að
vinna i verslun Ragnars Blöndal
í Austurstræti. Hún rak siðan
verslunina Hraunbúð frá 1968-
1975. Anna var ötul í félagsmál-
um og var einn af stofnendum
Kirkjufélags Digranessóknar,
samfrímúrari og var lengi í Fim-
leikadeild ÍR, þar á meðal í sýn-
ingarflokki. Þá var Anna um-
boðsmaður Happdrættis Há-
skóla íslands um margra ára
skeið.
Jarðarför Önnu fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Mig langar til þess að minnast
Önnu vinkonu minnar með nokkrum
orðum, nú þegar leiðir skiljast.
Tilviljun réð því að við hjónin tók-
um okkur bólfestu í Kópavogi eftir
margra ára dvöl í útlöndum. Og
þegar forystumenn Digranessafnað-
ar gengust fyrir stofnun kirkjufélags
í sókninni í febrúar 1975 kynntist
ég sæmdarhjónunum Önnu Sigurð-
ardóttur og Sören Jónssyni. Þá hófst
samstarf okkar að málefnum Digra-
nessafnaðar og þá hófst vinátta sem
aldrei hefur borið skugga á. í félag-
inu okkar gegndi Sören forystuhlut-
verki um langt árabil, stýrði því af
trúmennsku og árvekni og Anna tók
heils hugar þátt í því brautryðjenda-
starfi. Sören voru einnig falin trún-
aðarstörf í sóknarnefnd og starfaði
þar bæði sem varaformaður og for-
maður. Á fyrstu árum kirkjufélags-
ins var ekkert húsnæði til fyrir
kirkjulegt félagsstarf. Þau hjón opn-
uðu heimili sitt að Hrauntungu 34
upp á gátt fyrir fyrstu fjáröflunar-
nefnd félagsins sem Sören stýrði,
og það var mannbætandi að mæta
þeirri alúð og gestrisni sem þau voru
svo samtaka í að auðsýna öðrum.
Og ekki leið á löngu áður en ég var
orðin svo til daglegur gestur hjá
Önnu í Hrauntungunni. Við vorum
báðar heimavinnandi - Anna var þá
um það bil að hætta verslunar-
rekstri þar heima í bílskúrshús-
næðinu - það var stutt á milli okkar
og hjá Önnu var alltaf kaffi á könn-
unni. Ég komst fljótt að raun um
að Anna hafði skoðanir og þekkingu
á ýmsum sviðum og það var gaman
að ræða við hana um þjóðmál, menn-
ingarmál og ekki síst trúmál.
En hver var hún þessi kona, sem
átti svo mikinn andlegan styrk, gat
endalaust farið með vísur og kvæði,
hafði lesið Biblíuna oftar og betur
en ég veit dæmi um - og hafði þá
sannfæringu varðandi lífið og tilver-
una sem því miður er ekki mörgum
gefin? Anna var fædd 12. janúar
1921. Foreldrar hennar voru hjónin
Margrét Halldórsdóttir og Sigurður
Davíðsson kaupmaður á Hvamms-
tanga. Eins og öðrum börnum og
unglingum á þeim tíma var Önnu
kennt að vinna. En hún lærði líka
að hugsa. Hún var eina dóttirin og
þótt aldrei yrði há í loftinu grunar
mig að hún hafi frá fyrstu tíð haft
talsverða ábyrgðartilfinningu gagn-
vart bræðrum sínum.
Anna fékk ýmislegt í vöggugjöf.
Hún var greind, glaðsinna, dugleg
og býsna sjálfstæð. Eftir skólavist í
Reykjaskóla í Hrútafirði starfaði hún
hjá föður sínum í verslun hans á
Hvammstanga. En þar kom að hún
vildi hleypa heimdraganum og réðst
til afgreiðslustarfa hjá Ragnari
Blöndal í Reykjavík, þrátt fyrir veru-
lega andstöðu föður síns sem vildi
hafa hana heima.
Önnu líkaði vel í nýja starfinu og
lagði sig fram, eins og við allt sem
hún tók sér fyrir hendur. En lífið var
ekki eintóm vinna. íþróttir áttu líka
sinn sess og á þessum árum var
Anna í fímleikaflokki ÍR og tók með-
al annars þátt í sýningarferð um
Vestfirði sem varð henni minnisstæð.
Svo kom draumaprinsinn og 19.
október 1947 gengu þau Sören í
hjónaband. Einhveijar áhyggjur
hafði Anna af því að kunna ekki
nógu vel til verka í heimilishaldi og
í samráði við bónda sinn lagði hún
land undir fót og settist í hinn virta
hússtjórnarskóla í Soro í Danmörku.
Þar voru fleiri íslenskar stúlkur og
grunnurinn lagður að saumaklúbbn-
um sem enn er virkur og árvissar
ferðir í Munaðarnes ævinlega til-
hlökkunarnefni. Sjálfsagt hefur ein-
hveijum þótt það furðulegt uppátæki
að gift konan færi til útlanda í hús-
mæðraskóla. En Anna fór ekki alltaf
troðnar slóðir.
Þann 28. desember 1947 fæddist
dóttirin Gréta Björg og fleiri urðu
börnin ekki. En hún gaf þeim þijú
barnabörn og tvö lítil barnabarna-
börn hafa bæst í hópinn og er óhætt
að segja að Anna og Sören hafi til
hinstu stundar borið velferð þessarar
fjölskyldu sinnar fyrir bijósti. Anna
var leitandi sál og þar kom að hún
gekk til liðs við þann félagsskap sem
hún helgaði krafta sína í áratugi.
Þetta var Sam-Frímúrarareglan.
Þótt aldrei segði hún mér hvað þar
fer fram innan dyra þá fór það ekki
á milli mála að þar er starfað á
kristilegum grundvelli. Ósjaldan
hafði hún orð á því við mig hvað sá
félagsskapur hefði gefið sér mikið
og hjálpað sér í gegnum ýmsa erfið-
leika. Áf þeim fékk Anna sinn skerf
og fyrir kom að hún bognaði en hún
brotnaði aldrei.
Árið 1978 slasaðist Sören í bíl-
veltu og lá á sjúkrahúsi hreyfingar-
laus í marga mánuði. Líkurnar á
bata voru vægast sagt tvísýnar. En
með góðra manna hjálp og ótrúleg-
um viljastyrk og þrautseigju tókst
Sören að komast á fætur og ná
þokkalegri heilsu, þótt kraftar og
úthald yrðu aldrei sem áður. Þau
áttu nokkur góð ár saman áður en
næsta reiðarslag féll. Sören greind-
ist með krabbamein og lést 15. des-
ember 1992. Anna hafði sjálf átt við
ýmiskonar heilsuleysi að stríða og
þegar hér var komið sögu var heils-
an alvarlega farin að bila. Síðustu
árin hafa verið erfíð og í janúar s.l.
gekkst Anna undir uppskurð og átti
ekki afturkvæmt af sjúkrahúsi eftir
það. Henni var það sjálfri Ijóst að
hér var um hættuspil að ræða og
bjó sig undir að svona gæti farið.
Það tók mig nokkurn tíma að átta
mig á hversu óvenjuleg kona Anna
var. Hún var sprottin úr jarðvegi
þjóðlegrar bændamenningar en við-
mót hennar og yfirbragð gaf til
kynna að hér væri heimsborgari á
ferð. Heimsborgari af þeirri gerð
sem lýsir sér í víðsýni og þekkingar-
leit. Ekki leit að þekkingu sem fær-
ir peninga og völd, heldur þekkingu
á því sem þroskar mannsandann og
færir hann nær því takmarki að
nálgast sinn guðlega uppruna. Um
það takmark var Anna í engum vafa.
Hún efaðist heldur ekki um að til
væru margar leiðir að því takmarki.
Æviskeið hennar er nú á enda runn-
ið. Ég kveð hana með söknuði og
þakklæti fyrir vináttu sem auðgaði
líf mitt í rúm tuttugu ár.
Guð blessi minningu Önnu Sigurð-
ardóttur.
Birna Friðriksdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Önnu Sigurðardóttur bíða birt-
ingar og munu birtast íblaðinu
næstu daga.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
JÓHANNS P. JÓNSSONAR,
Kirkjuvegi 37,
Keflavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Gísladóttir
og fjölskylda.
+
Öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur
hlýhug sinn og samúð með blómum,
minningargjöfum og símtölum vegna
fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ELÍNAR HALLGRÍMSDÓTTUR,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
færum við alúðarþakkir og biðjum Guðs
blessunar.
Sveinn Guðmundsson,
Ingunn Elín Sveinsdóttir, Stefán Magnússon,
Ólafur Stefán Sveinsson, Helga Heimisdóttir,
Gunnar Þór Sveinsson, Kristin Sveinsdóttir,
Hallgrímur Tómas Sveinsson, Helga Jónsdóttir,
Guðmundur Hilmar Sveinsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BIRGIR HALLDÓRSSON
verslunarmaður,
Dalalandi 10,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þann 26. ágúst.
Sigriður Auðunsdóttir,
Rut Guðmundsdóttir,
Soffía Auður Birgisdóttir, Þorvarður Árnason,
Halldór Þ. Birgisson, Steinunn Ragnarsdóttir,
Birgir E. Birgisson, Eyrún Ingadóttir,
Ægir Birgisson, Auður Björk Guðmundsdóttir
og barnabörn.
+
Fósturfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR EYJÓLFSSON
húsasmíðameistari,
Grenimel 4,
veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn
29. ágúst, kl. 15.00.
Sæmundur Bjarkar Árelfusson,
Ása Laufey Sæmundsdóttir,
Jón Óskar Sæmundsson,
Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir,
Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir,
og barnabarnabörn.
Ásdís Hildur Jónsdóttir,
Sigrfður Ólöf Sæmundsdóttir,
Karólfna Einarsdóttir,
Jón Ari Helgason,
Bragi Vilhjálmsson
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON,
Jökulgrunni 14,
áður Langholtsvegi 137,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu-
daginn 30. ágúst kl. 15.00.
Þeir, sem vildu minnast hans, láti
Krabbameinsfélagið njóta þess.
ísgerður Kristjánsdóttir,
Gunnar Ingi Þórðarson,
Sigrún Þórðardóttir, Gunnar Hans Helgason,
Ragnheiður G. Þórðardóttir, Björn Björnsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
föðurbróður okkar,
INGIVALDAR ÓLAFSSONAR
frá Áshól.
Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Kumbaravogi þökkum við góða
hjúkrun.
Ólaffa Ólafsdóttir, Guðrún Karlsdóttir,
Kristfn Óla Karlsdóttir, Trausti Karlsson,
Jón V. Karlsson, Jóna H. Karlsdóttir,
Sigurður Sigurðsson.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
MAGNÚSAR ÞORBJÖRNSSONAR,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa heimahlynningu Krabbameins-
félagsins fyrir einstaka umhyggju og hjúkrun.
Halldóra Aðalsteinsdóttir,
Magnús Magnússon, Kristfn H. Valdimarsdóttir,
Vilborg Magnúsdóttir, Árni J. Hannesson,
barnabörn og systur hins látna.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur vinsemd og hlýhug við andlát og
útför
INGIBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR
frá Bústöðum,
Marklandi 16,
Reykjavík.
Fjóla Sigurgeirsdóttir,
börn og barnabörn.