Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 48
•UYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTíIÓLF 3040, NETFANG MBL(5XENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Starfsfólk vantar á leikskóla Reykjavíkurborgar Þensla hefur áhrif á mannaráðningar ERFIÐLEGA hefur gengið að ráða starfsfólk til starfa á nokkra leik- skóla Reykjavíkurborgar í haust. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna, telur að ástæðuna megi m.a. rekja til þenslu í þjóðfélag- inu. Laun í opinbera geiranum séu illa samkeppnishæf á vinnumarkað- inum. Benti hann á að síðastliðin tvö ár hefði gengið vel að manna skól- ana en að erfítt ástand hefði verið á þenslutímabilinu á árunum 1986 og 1987. Bergur sagði að verst væri ástandið í nokkrum leikskólum í vesturbænum. „Það hefur orðið að breyta vistun milli 20 til 30 barna sem búið var að úthluta plássum á þessum leikskólum en við erum að vona að ekki þurfí að svíkja neinn um pláss og fljótlega rætist úr starfsmannaskortinum," sagði hann. „Við höfum ennþá getað fundið aðr- ar leiðir og fólk hefur tekið því sem í boði er. Við keyptum leikskólapláss af Sjúkrahúsi Reykjavíkur á þeirra leikskóla við Landakot og það hjálp- ar okkur mikið í vesturbænum.“ Laun ekki samkeppnishæf Bergur sagði að á haustin væri mikið um lausar stöður og leikskóla- kennarar væru yfirleitt þegar búnir að ráða sig til starfa. „Þrátt fyrir skráð atvinnuleysi er ekki atvinnu- leysi hjá því fólki sem vill leggja fyrir sig að starfa á leikskólum," sagði hann. „Auk þess sem allir vita að í launum erum við ekki sam- keppnisfærir þegar þensla er í þjóð- féiaginu.“ Bendir hann á að þrír nýir leik- skólar hafi verið teknir í notkun á þessu ári og að á síðasta ári hafí 15 nýjar leikskóladeildir á eldri leik- skólum verið teknar í notkun, sem svarar til fjögurra leikskóla, og loks hafi verið fjölgað nokkuð á þeim leikskóladeildum sem fyrir eru. Auglýst eftir fagfólki Lögum samkvæmt er auglýst eft- ir fagfólki og þá leikskólakennurum. „Leikskólastjórar vilja láta reyna á það fyrst hvort ekki fáist leikskóla- kennarar til starfa áður en Sóknar- fólk er ráðið,“ sagði Bergur. Morgunblaðið/Þorkell Skipt um skólabækur SENN líður að því að skólarnir hringi inn í fyrstu kennslustund- ir haustsins. Ef slíkt er hægt er eins gott að vera búinn að útvega sér nauðsynlegustu námsbækur. Ekki spillir fyrir ef hægt er að fá þær á góðum kjörum. Myndin er tekin á skiptibókamarkaði hjá Eymundsson. — Morgunblaðið/Jón Sigurðsson A bílslöng- um niður Blöndu Blönduósi. Morgunblaðið. SJÖ ungmenni sigldu á bílslöng- um niður jökulána Blöndu á dög- unum. Ferðin hófst við laxastig- ann í Blöndu um þrjá kílómetra fyrir ofan Blönduós og ferðinni lauk rétt fyrir neðan Blöndubrú. Ferð ungmennanna gekk áfalla- laust og voru þau við öllu búinn m.a. íklædd flotgöllum. Blanda er svipur hjá sjón frá því sem hún var óvirkjuð. Þessa dagana er áin vatnslítil og tær þrátt fyrir hlýindi og bráðnun úr Hofsjökli. Astæðuna fyrir vatnsleysinu má eflaust rekja til vatnssöfnunar í Blöndulón á Auð- kúluheiði. Nýtt sjúkrarými fyrir 40 milljón- ir á Blönduósi HEILBRIGÐISRÁÐHERRA og fjármálaráðherra hafa heimilað hér- aðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu að taka lán á þessu ári til að hefja framkvæmdir við 600 fermetra sjúkrarými Sjúkrahússins á Blöndu- ósi, að sögn Bolla Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins. Sjúkrarýmið er á efstu hæð við- byggingar sjúkrahússins og hefur verið tilbúið undir tréverk frá 1986. Kostnaður er talinn vera rúmar 40 milljónir króna og áætlað að taka rýmið í notkun um mitt næsta ár. Samkvæmt samningnum endur- greiðir ríkissjóður kostnaðinn á nokkrum árum. Bolli kveðst ekki telja að það skjóti skökku við að fara út í þess- ar framkvæmdir nú. Aðstaða fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandend- ur sjúklinga nú sé algjörlega óvið- unandi. Heilsugæslan fluttist inn á fyrstu hæð hússins 1992 og önnur hæð hússins var tekin í notkun um síð- ustu áramót. Þar er röntgendeild, rannsóknardeild, endurhæfingarað- staða ásamt fundar- og skrifstofu- aðstöðu. Á efstu hæð byggingarinn- ar er viðbótarrými við núverandi sjúkradeild sem tengist um tengi- gang. Með því að taka hana í notk- un verður til rými fyrir 20 sjúkra- rúm. Sjúkrahúsið hefur heimild til þess að reka 40 sjúkrarúm. Alls ófullnægjandi aðstæður Bolli segir að meðalnýting á und- anförnum árum hafi verið 36 rúm og seinnipart síðastliðins vetrar hafi nýtingin verið yfir 40 rúm. Hann segir að sjúkrai-ýmið sem nú er fyrir hendi hafi verið tekið í notk- un í árslok 1955 og sé elsta óbreytta sjúkradeildin á landinu. „Á fjórðu hæð gamla hússins undir risi er rými sem var upphaf- lega notað undir dvalarheimili en vegna þrengsla á sjúkradeildinni hafa á undanförnum misserum verið 8-10 sjúklingar þar við al- gjörlega ófullnægjandi aðstæður. Það á reyndar einnig við um deild- ina sjálfa þar sem við þurftum í vetur að hafa langtímum saman 4-5 rúm á ganginum. Engin mat- stofa er á sjúkrahúsinu og hafa sjúklingar matast í rúmum sínum,“ sagði Bolli. Aðstoðarlandlæknir segir ástandið fara versnandi vegna læknaskortsins Oryggisnetið farið að gisna Forysta LI tekur vel hugmyndum fjármálaráðherra vel Tillögur um SR kynntar í dag ÞRIGGJA manna starfshópur sem vinnur að tillögum um lausn á fjárhagsvanda Sjúkra- húss Reykjavíkur (SR) og aukna samhæfingu milli SR og Ríkisspítala skilar tillögum sínum fyrir hádegi í dag. Var nefndinni falið að vinna hratt og litu nefndarmenn svo á að þeir þyrftu að skila tillögum sínum í seinasta lagi í dag, ef komast ætti hjá þvi, að aðgerð- um sem stjórn SR samþykkti í seinasta mánuði, yrði hrint í framkvæmd 1. september. FORYSTA Læknafélags Islands (LÍ) hefur tekið vel hugmyndum sem fjármálaráðherra setti fram í bréfi til félagsins fyrir skömmu, um að unnið verði að því í framtíðinni að gerður verði einn kjarasamningur fyrir alia lækna í þjónustu ríkisins. Stjómarmenn í LÍ áttu í gær fund með fjármálaráðherra en að sögn Sverris Bergmann, formanns LÍ, er yfírstandandi kjaradeila heilsu- gæslulækna og ríkisins þó óháð þessum umræðum. Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, sagði aðspurður í gær- kvöldi að til þess gæti komið að land- læknisembættið færi fram á það við stjórnvöld að gripið verði til ein- hverra ráðstafana vegna skorts á læknisþjónustu út á landi. Embætti landlæknis kannar nú hvort sjúkling- ur á Suðurlandi hafi beðið heilsutjón vegna þess hversu erfitt er að nálg- ast lækni. „Það öryggisnet sem við höfðum er farið að gisna. Fleiri læknar á landsbyggðinni eru að segja upp og hætta hver á fætur öðrum auk þess er þunginn að verða meiri,“ sagði hann. Aðspurður taldi hann þó laga- setningu á vinnudeiluna ekki fram- kvæmanlega og sagði að læknisþjón- ustan yrði aðeins tryggð í samvinnu við lækna. 11 heiisugæslulæknar hafa þegar ráðið sig til starfa í nágrannalönd- unum og fleiri læknar eru að íhuga hið sama, að sögn Katrínar Fjeldsted, formanns Félags íslenskra heimilislækna. Unnið hefur verið á bak við tjöld- in að lausn kjaradeilunnar, að sögn Sverris, en það hefur skilað litlum árangri. „Kjarninn í lausn deilunnar er sá, að það þarf að leiðrétta föst laun og um leið og það er gert, þarf að taka á þáttum sem í dag byggja upp heildarlaunin. Lokaniðurstaðan þarf þannig ekki að þýða einhveija óraunhæfa kauphækkun miðað við það sem gerst hefur og þar af leið- andi ekki ófyrirsjáanleg útgjöld rík- isins langt umfram það sem vænta mátti," sagði hann. Hvorki gengur né rekur í samn- ingaviðræðum samninganefnda LÍ og ríkisins, að sögn Þóris Einarsson- ar ríkissáttasemjara. Samninga- menn komu saman til fundar hjá sáttasemjara kl. 13 í gærdag og stóð fundurinn fram á kvöld án þess að nokkuð þokaðist í samkomulagsátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.