Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 23 AÐSENDAR GREINAR Læknamál á Vestfjörðum I VIÐTALI í helgar- blaði DV þann 17. ág- úst lýsir fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson alþm., áhyggjum sínum yfír mönnun læknishér- aða á Vestíjörðum á komandi vetri. Eg get tekið undir margt sem þar kemur fram en tengsl við núverandi læknadeilu eru meiri en þar er gefið í skyn. Læknadeilan er fyrst og fremst afsprengi þess ástands sem ríkt hefur í málefnum heil- sugæslunnar um árabil. Mönnun læknishéraða Hér á Vestfjörðum er mönnun læknishéraða í uppnámi og hefur verið lengi. Ég vil gera stöðu mála á Þingeyri og Fiateyri sérstaklega að umtalsefni, þar sem þessir staðir eru lýsandi dæmi um hversu samn- ingar okkar heilsugæslulækna eru og hafa verið óraunhæfir um ára- bil. Þeir hafa oftar en ekki beinlínis stuðlað að flótta lækna úr héruðum. í dag eru væntanlega öllum ljóst hver mánaðarlaun okkar eru en vaktlaunin byggjast á þeim, að ógleymdum lífeyri þegar starfsæv- inni lýkur. Þessi grunnlaun, sem eru á bilinu 85-95 þús. eftir starfsaldri og réttindum, valda því að fyrir það að standa vakt alla daga og nætur mánaðarins árið um kring, fær læknirinn um 95 þús. sem deilast á um 550 vakttíma. Að auki hefur læknirinn tekjur af stofunni, svo kallaðar gjaldskrártekjur, en vegna fólksfæðar koma fáir á stofu og þessar tekjur því ekkert sem máli skiptir. Þetta ástand olli því að eng- inn læknir fékkst á Þingeyri og Flateyri árum saman nema þá stuttan tíma í einu. All- ir sáu að þetta gat ekki gengið. Fyrir einum 7 árum, reyndar í kjölfar baráttu lækna í ein- menningshéruðum sem hótuðu að segja upp, voru gerðir svo nefndir staðarsamningar fyrir þau læknishéruð sem verst voru sett, hér á Vestfjörðum ásamt nokkrum öðrum héruð- um á landinu. Allt frá þessum tíma hafa stjórn- völd séð ofsjónum yfír þessum stað- arsamningum og tálgað utan af þeim sem mest þeir máttu. Fyrir ári þreyttist læknirinn á Flateyri á þessu eilífðar narti og nagi um sín launakjör og fór. Enginn læknir fékkst til að koma á Flateyri fyrr en eftir snjóflóðin sl. haust en nú er sá læknir einnig á förum. Ekkert hefur verið spurt um læknisstöðuna á Flateyri þrátt fyrir auglýsingar. Á Þingeyri er læknirinn væntanlega á förum til framhaldsnáms erlendis. Á Patreksfírði er annar læknirinn á förum um áramótin og hinn sem hefur gegnt starfí yfírlæknis er far- inn að hugsa sér til hreyfings. Tals- verð umræða hefur farið fram um tillögur um niðurskurð og vænt- anlega minnkun þjónustu á starf- svæði þeirra. Ekki verður séð að þetta starfsumhverfí sé beint hvetj- andi og því ekki undarlegt að menn hugsi sér til hreyfíngs. Sjálfur er ég Enginn læknir kemst upp með annað, segir —------------------- Agúst Oddsson, en að vera aðgengilegur fyrirvaralaust allan sólarhringinn. á förum úr Bolungarvík með haust- inu. Staða mín hefur ekki verið aug- lýst enn, svo mark sé á takandi, þannig að erfitt er að meta hvort að hún verður mönnuð fyrir veturinn eður ei. Á Isafírði hefur eini læknir- inn með sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum verið að hugsa sér til hreyfings um nokkurt skeið, þannig að útiitið er vægast sagt dökkt. Isafjörður er fyrirsjánlegt vandamál. Þeir heimilislæknar, sem sótt hafa um stöður síðustu tvö árin, hafa annaðhvort hætt við vegna vandræða með að fá viðunandi hús- næði eða verið stuttan tíma og horf- ið út til Svíþjóðar aftur. Slíkt spyrst út meðal kollega og gerir staðinn vart eftirsóknarverðan. Hólmavík er því eina læknishéraðið á Vestfjörðum sem virðist vera í ró eins og er. Hér eru ekki gerð sérstaklega að um- ræðuefni þau viðvarandi vandræði sem hafa verið árum saman með að manna stöður hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í fjórðungnum, það væri efniviður í aðra grein. Orsök vandans En af hveiju erum við í þessum sporum í dag? Eflaust er skýringin margþætt. Eitt atriði er án efa launakjörin en fleira kemur til. Á fáum stöðum á landinu er einangr- un, bæði félagsleg og fagleg, eins þungbær og á Vestfjörðum. Fjögur læknishéruð af sex eru einmenn- ingshéruð. Þó að Patreksfjarðarhér- að sé tvímenningshérað þá hefur einn læknir verið þar iangtímum saman þar sem enginn hefur feng- ist til starfa með honum. Fá héruð eru eins einangruð. að vetri til og Patreksfjörður ef eitthvað snjóar að gagni, slíkt gerist nokkuð oft á Vestfjörðum. Sömu sögu er að segja um önnur héruð á Vestfjörðum þó að Vestfjarðagöngin hafí bætt hér nokkuð úr. Hér standa því læknar mjög einir á sínum sólarhringsvökt- um, ár út og ár inn. Þeir eru örygg- isnet samfélaganna sem þeir búa í og verða að vera viðbúnir því að kasta öllu frá sér fyrirvaralaust hvað tíma sólarhrings sem er og sinna bráðveiku fólki eða slysum. Erfiðir sjúkraflutningar og sjúkra- flug í tvísýnu veðri er einnig veru- leiki okkar sem störfum hér. Allt þetta veldur álagi og streitu bæði fyrir lækninn og fjölskyldu hans. Kröfur samborgaranna hafa aukist með tilkomu símboða og far- síma og í dag kemst enginn læknir upp með annað en að vera aðgengi- legur fyrirvaralaust allan sólarhring- inn. Erfíðlega gengur að fá afleys- ingar og vaktafrí er óþekkt fyrir- brigði í okkar starfi. Yfírleitt eru hvorki læknar á landsbyggðinni né makar þeirra heimamenn að uppruna þannig að fátt bindur þau við samfé- lagið sem þau setjast að í. Ættingjar og vinir búa í flestum tilfellum ann- ars staðar á landinu og heimsóknir til þeirra eru kostnaðarsamar vegna fjarlægðarinnar. Oft eru erfíðleikar fyrir makann að fá vinnu. Það er algengara nú en áður að makar lækna hafí langskólanám að baki og vilji fá vinnu við sitt hæfí. Þetta er Erfiðleikar óháð læknadeilu? Ágúst Oddsson oftar en ekki erfíðleikum háð. Mögu- leikar til framhaldsmenntunar á Vestfjörðum eru takmarkaðir þannig að þegar að börnin eldast fer að koma los á læknisfjölskylduna sem er vön því að gera talsverðar kröfur til menntunnar. Slíkt vegur þungt þegar upp er staðið. Launakjör Eftir þessa upptalningu er ljóst að launakjör eru aðeins hluti þess sem hér ræður ferðinni. Aftur á móti er margt af því sem að ofan er talið ekki í mannlegu valdi að breyta, s.s. fámenni byggðarlaga og einangrun. Því er mikilvægt að launkjörin séu með þeim hætti að þau virki hvetjandi á lækna að setj- ast hér að þó að ekki væri nema fyrir þau ein og sér. Þeim væri einn- ig tryggt mannsæmandi starfsum- hverfí í formi lengri leyfa á launum og eins að möguleiki þeirra til end- urmenntunnar verði aukinn. Ástandið er alvarlegt og það þjón- ar engum tilgangi að stinga höfðinu í sandinn, hér verður að horfast í augu við raunveruleikann. Læknar eru í sjálfu sér hátekjumenn en það byggist ekki á grunnlaunum þeirra, tekjur þeirra byggjast á botnlausum vöktum og vinnuálagi. Við læknar höfum heyrt að við njótum ekki samúðar almennings í baráttu okkar fyrir bættu faglegu umhverfi og launakjörum. Það er miður ef svo reynist vera því að íbúar læknishér- aða, sem ekki tekst að manna vegna þeirra aðstæðna sem ég hef að ofan lýst, eiga óskipta samúð okkar. Við læknar erum mannlegir og leitum í það starfsumhverfi þar sem okkur og fjölskyldum okkar líður best. Við erum eins og flestir íbúar þessa lands, ef við eigum að leggja meira á okkur en aðrir viljum við að það sé metið að verðleikum og fyrir því erum við að beijast í dag. Höfundur erfyrrv. heilsu- gæslulæknir í Bolungarvík og héraðslæknir Vestfjarða. Framlög til íþróttamála á Norðurlöndum lægst á Islandi Framlög til íþróttamála á íbúa á Norðurlöndum 1995 Land Framlög til íþr. í þús. Fjárframlag ISK íbúar framlag á íbúa Noregur NKK 798.000 8.299.200.000 4.348.000 kr. 1.908 Svíþjóð SKK 566,100 5.560.000.000 8.816.000 kr. 630 Finnland FIM 396.000 5.860.800.000 5.099.000 kr. 1.149 Danmörk DKK. 516.000 5.985.600.000 5.216.000 kr. 1.147 ísland ISK 80,0 80.000.000 267.000 kr. 299 VIÐ SKOÐUN á fjárframlögum rík- isvaldsins til íþrótta- mála í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi, Finnlandi og á íslandi kemur í ljós að framlög ríkis- valdsins á íslandi eru langlægst á íbúa. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart, Undanfarin ár hafa framlög dregist saman eða staðið í stað og þannig minnkað að raungildi. Fjárveit- ingavaldið verður að gera sér grein fyrir því mikla starfi sem íþróttahreyfingin innir af hendi í þágu þjóðar og samfé- lags. Frændur okkar á Norðurlönd- um geta náð mun lengra í sínu starfí, bæði í afreksíþróttum og al- mennu útbreiðslustarfí, miðað við okkur því þeir hafa meira fjármagn og mun meiri skilning, að því er virðist, á starfi sínu. Stefnumótun og skilgreiningu vantar vegna fjár- framlaga þannig að fjárveitinga- valdið viti í hvað fjármagnið fer og af hveiju. íþróttasamband íslands hefur skilgreint fyrir fjárveitinga- valdið í síðustu umsóknum í hvaða verkefni aukið íjármagn gæti nýst. Þessu litla fjármagni er deilt til íþróttanna í margar smáar fjárveit- ingar til margra aðila sem fyrir vik- ið nýtast illa. Ég hef áður greint frá þeirri stefnumótunarvinnu sem Norðmenn gerðu og afgreiddu á norska Stórþinginu varðandi hlut- verk, skipulag og fjármál gagnvart íþróttunum. Með þessari stefnumót- un viðurkenndi norska þingið hlut- verk íþróttahreyfíngarinnar, starf og stöðu. Jafnframt rökstyður þing- ið á annan hátt fjárframlög til íþróttanna eftir að slík stefnumótun hefur verið mörkuð. Sjá töflu. Ódýr samningur í heilbrigðismálum Mikil umræða er hérlendis á hveiju ári um nauðsyn þess að ná fram sparnaði í heil- brigðiskerfí okkar Ís- lendinga. Stærstur hluti þeirrar umræðu fer í að ræða niður- skurð vegna spítala- rekstrar og lyijakostn- aðar. í umræðunni gleymist að ræða um forvarnirnar en þar hefur íþrótta- hreyfingin algera sérstöðu-. Miðað við það fjármagn sem ríkisvaldið setur í íþróttastarfsemina þá má í umræðunni um heil- brigðiskerfið gleymist oft að ræða um forvarn- ir, segir Stefán Kon- ráðsson, og telur að þar hafi íþróttahreyfingin algera sérstöðu. með sanni segja að þar sé um að ræða ódýran samning um heilsu- vernd fyrir ríkið. Ekki má líta á fjár- framlög til íþróttamála sem ölmusu eða styrki. Iþróttahreyfingin sinnir sannarlega gífurlega mikilvægu starfí með tilliti til heilsuverndar þjóðarinnar. Við lítum ekki á fjár- framlögin sem ölmusu og við krefj- umst þess að fá leiðréttingu á þess- um grundvelli. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar í skoðun - sóknarfæri Mikil umræða hefur verið innan íþróttahreyfíngarinnar á undanförn- um árum varðandi skipulag hennar. Skipulag íþróttahreyfingarinnar tengist að sjálfsögðu fjárveitingum og fjármálum. Hæst í skipulagsum- ræðunni ber að sjálfsögðu umræðan um sameiningu íþróttasambands íslands og Ólympíunefndar íslands. 1 þjóðfélagi þar sem búa aðeins 267.000 íbúar hlýtur að vera sterk- ara fyrir íþróttahreyfingu sem telur rúmlega 90.000 félagsmenn að vera undir einni sameinaðri forystu. Til dæmis er ég viss um að í þeirri miklu vinnu sem framundan er að fá leiðréttingu á íjárframlögum til íþrótta er mun sterkara fyrir -íþróttahreyfinguna að koma fram sem ein heild í stað þess að ýmsir hagsmunaaðilar séu að ota sínum tota gagnvart ijárveitinganefnd. Með einni skipulegri heild yrði jafn- framt mun auðveldara fyrir ríkis- valdið og íþróttahreyfinguna að vinna saman að stefnumörkun hinna ýmsu hagsmunamála. Ég nefni sem dæmi uppbyggingu afreksíþrótt- anna á Islandi en ljóst er að þar verður að lyfta grettistaki í skipu- Iagningu og ijármögnun. Önnur dæmi sem nefna mætti eru hlutverk íþróttahreyfingarinnar í skipulagn- ingu almennrar heilsuverndar og hreyfingar landsmanna og ekki síst þátttaka barna í íþróttum í tengslum við menntastefnuna. Umræðan í skipulagsmálum íþróttanna hefur tekið langan tíma og hefur jafn- framt tekið mikinn toll hjá hreyfing- unni. Ég hef miklar áhyggjur af því að ef ákvörðun í skipulagsmálum verði ekki tekin innan tíðar muni það veikja stöðu okkar verulega á komandi árum, ekki aðeins út á við heldur ekki síst í hinu innra starfi hreyfingarinnar. Ég vona að okkur takist á næstunni að taka ákvarðan- ir um skipulagsmálin og ná sáttum í málinu og getum eftir það snúið bökum saman að brýnum verkefn- um. Ljóst er að íþróttahreyfingin á mjög mörg sóknarfæri sem stærsta fjöldahreyfing landsins og getur með samstilltu átaki innan sinna vébanda og með fjárframlögum í samræmi við starfsemi sína unnið samfélagi og íslenskri þjóð vel á komandi árum. Ég vil hvetja þing- menn og ráðamenn að koma til liðs við íþróttahreyfinguna og hækka fjárframlög til jafns við hin Nörður- löndin. Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri íþróttasambands íslands. Stefán Konráðsson KitictienAicl Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. er Borgartúni Einar Farestveit&Cohf 28 « 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.