Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 -n MORGUNBLAÐIÐ ______________________________FRÉTTIR________________ Engin hreyfing í kjaraviðræðum samninganefnda LÍ og ríkisins Unnið á bak við tjöldin að lausn deilunnar Búist við deilum um valfrjálsa stýri- kerfið á auka-aðalfundi LÍ FORSVARSMENN Læknafélags ís- lands og ríkisins eru svartsýnir á lausn kjaradeilu heilsugæfelulækna og samninganefndar ríkisins. Auk strangra fundarhalda í húsnæði rík- issáttasemjara hefur þó einnig verið unnið á bak við tjöldin að lausn málsins, en þau samtöl hafa enn sem komið er skilað litlum árangri, sam- kvæmt upplýsingum Sverris Berg- mann, formanns LÍ. „Við berum mikið traust til samn- inganefndarinnar, sem hefur ekki látið sig vanta neitt frumkvæði að því hvernig mætti leysa málið, en það hafa vissulega aðrir reynt að koma að lausn líka, og það verður að segjast eins og er að það horfir þunglega. Kjarninn í lausn deilunnar er sá að það þarf að leiðrétta föst iaun.og um leið og það er gert, þarf að taka á þáttum sem í dag byggja upp heildarlaunin. Lokaniðurstaðan þarf þannig ekki að þýða einhveija óraunhæfa kauphækkun miðað við það sem gerst hefur og þar af leið- andi ekki ófyrirsjáanleg útgjöld ríkis- ins langt umfram það sem vænta mátti,“ segir Sverrir. Samninganefndir LI og ríkisins komu saman til fundar hjá ríkissátta- semjara kl. 13 í gær og stóðu fundir fram á kvöld án þess að nokkuð þok- aðist í samkomulagsátt. Viðmælendur Morgunblaðsins sögðu ekkert nýtt hafa komið fram, ekkert haggaðist í viðræðunum sem væru í sömu stöðu og um seinustu mánaðamót þegar heilsugæslulæknar hættu störfum. 11 læknar hafa ráðið sig til starfa í öðrum löndum Ellefu heilsugæsluiæknar hafa þegar ráðið sig til starfa á öðrum Norðurlöndum. Eru margir fleiri að skoða málið og munu taka ákvörðun á næstu dögum um hvort þeir ráða sig til starfa í öðrum löndum, að sögn Katrínar Fjeldsted, formanns Félags íslenskra heimilislækna. Af þeim sem þegar hafa ákveðið að fara til starfa í öðrum löndum eru fjórir af höfuðborgarsvæðinu en sjö af landsbyggðinni. „Það er nóg af störfum. Víðast hvar í Norður Evrópu, þar sem er svipað menningarstig og á íslandi, er mikil áhersla lögð á frumheilsu- gæslu og heimilislækningar. Það skýtur því skökku við hér á landi ef menn láta sér detta í hug að hægt sé að vera án hennar," sagði Katrín. Læknar taka vel bréfi fjármálaráðherra Fjármálaráðherra sendi stjórn LÍ bréf fyrir skömmu og bar upp þá tillögu að gerður verði einn kjara- samningur fyrir alla lækna í þjón- ustu ríkisins, þannig að læknafélögin kæmu sameiginlega að gerð grunn- atriða kjarasamninga. Læknafélagið hefur nú svarað erindi ráðherrans og var því vel tekið af hálfu forystu- manna lækna að sögn Sverris Berg- mann. í gær áttu forystumenn LÍ svo fund með fjármálaráðherra vegna þessara mála. „Við erum tilbúnir að hefja slíkar umræður en það þarf ákveðinn undir- búning. Jafnvel þótt menn séu sam- mála um að leita að sameiginlegri niðurstöðu þá yrði það talsvert mikil vinna,“ sagði Sverrir en bætti því við að yfirstandandi kjaradeila væri óháð þeirri vinnu. Auka-aðalfundur Læknafélags ís- lands verður haldinn 4. september en reglulegur aðalfundur er boðaður 20. september. Megin umræðuefni fundarins er stefnumörkun um upp- byggingu heilsugæsluþjónustunnar og valftjálsa stýrikerfið sem heil- brigðisráðherra.kynnti í júlí en veru- legur ágreiningur er á milli heilsu- gæslulækna og Sérfræðingafélags íslenskra lækna um málið. Er boðað til fundarins að ósk sérfræðilækna og er skv. heimildum Morgunblaðsins búist við deilum um þetta mál á fund- inum. „Læknar eru ekki allir alveg sam- mála. Ég lít svo á að verkefni þessa fundar sé að reyna að ná sameigin- lega að landi,“ sagði Sverrir Berg- mann. Aðspurður hvort leiðir væri hugsanlega að skilja á milli sérfræð- ingafélagsins og heilsugæslulækna sagði Sverrir: „Það er ekkert leynd- armál að sérfræðingar í hinum ýms- um greinum og sérfræðingar í jjeim- ilislæknum hafa ekki eitt og sama viðhorfið til uppbyggingarinnar en me'nn eru þó sammála um ákveðin markmið, þannig að ég vona að það sé ekki að koma til neinna slíkra ákvarðana. Læknar eru að eðlilsfari friðsamir og skynsamir menn.“ Áratuga uppbygging að fara í súginn Fjölmargar ályktanir hafa borist undanfarna daga frá stjórnendum innan heilbrigðiskerfisins vegna kjaradeilu heilsugæslulækna, þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna ástandsins í heilsugæslu landsmanna og skorað er á samninganefndirnar að ganga til samninga hið fyrsta. „Hjúkrunarfræðingar hafa orðið varir við aukið óöryggi fólks og vax- andi vanda þeirra sem leita til heilsu- gæslustöðva. Því lýsum við vanþókn- un okkar á því alvöruleysi sem ríkt hefur í viðræðum samninganefnda heilsugæslulækna og ríkisins og ger- um kröfur til þeirra og stjórnvalda að þeir sýni þá ábyrgð gagnvart al- menningi að leysa deiluna um kjör heilsugæslulækna nú þegar,“ segir í sameiginlegri ályktun stjórnar Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stjórnar fagdeildar hjúkrunarfor- stjóra og hjúkrunarframkvæmda- stjóra í heilsugæslu. Stjóm sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar á Egilsstöðum ályktar svo: „í umdæmi stofnananna, 11 sveitar- félögum er hvergi læknir á slysavarð- stofu og enginn læknir á neyðar- vakt. Þetta lítur stjórnin á sem neyð- arástand og krefst þess að deila við heijsugæslulækna verði leyst.“ í bréfi Landssamtaka heilsugæslu- stöðva til fjármálaráðherra og LÍ segir að áratugastarf að uppbygg- ingu heilsugæslustöðva sé að fara í súginn vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilu heilsugæslulækna og ríkisins. „Ef þessi deila Ieysist ekki á næstu dögum, mun það hafa ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar fyrir íslenska heil- brigðiskerfið. I fyrsta lagi mun alvar- legur læknaskortur verða á lands- byggðinni vegna flutnings margra lækna af landi brott. Það mun leiða til þess að almennt heilsufar lands- manna versnar og að fleiri á lands- byggðinni en ella flytji búferlum í þéttbýlið vegna óöryggis í heilbrigð- ismálum. I öðru lagi mun kostnaður við heilbrigðiskerfið hækka mikið með tímanum. Fyrir liggur að kostn- aður við heilbrigðiskerfið getur orðið allt að 30% minni en ella þar sem heilsugæsla er oflug,“ segir m.a. í bréfinu. Leifur Einksson a veggspjaldi SAS-flugfélagsins Sagður hafa siglt frá Noregi til Vínlands Eiður Guðnason VEGGSPJALD SAS á Fornebuflugvelll sem sýnir ferðir yfir Atlantshafið á ýmsum tímum. Brúna línan ofarlega á kortinu sýnir siglingu Leífs frá Noregi til íslands, Grænlands og Vín- lands. Vinstra megin við kortið stendur textinn: „Vikingaskip Leifs Eiríkssonar. Samtals u.þ.b. 20-25 dagar.“ Andlát BIRGIR HALL- DÓRSSON BIRGIR Halldórsson verslunarmað- ur lést þann 26. ágúst á heimili sínu í Reykjavík, 58 ára að aldri. Birgir var fæddur 21. september 1937 í Reykjavík en ólst upp á Akranesi. Birgir hefur síðastliðin 25 ár rek- ið verslunina Búsáhöld og gjafavörur ásamt eiginkonu sinni. Síðastliðinn áratug hefur sonur hans Birgir einn- ig rekið verslunina. Áður en Birgir hóf verslunarrekstur starfaði hann um tveggja áratuga skeið á Haf- rannsóknastofnun. Birgir kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigríði Auðunsdóttur, 23. janúar 1960. Þau eignuðust fjög- ur börn sem öll eru uppkomin. Eftir- lifandi ’móðir Birgis er Rut Guð- mundsdóttir frá Helgavatni. Á FORNEBUFLUGVELLI í Nor- egi hefur verið sett upp vegg- spjald þar sem sagt er að Leifur Eiríksson hafi siglt á víkinga- skipi sínu frá Noregi til Ameríku á 20-25 dögum. í Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögn seg- ir að Leifur hafi siglt frá Bratta- hlíð á Grænlandi til Vínlands. Faðir hans, Eiríkur rauði, kom á sínum tíma til Grænlands frá Noregi en með viðdvöl á íslandi. Heimildum ber ekki saman um hvort Leifur hafi fæðst í Noregi, á íslandi eða jafnvel á Grænlandi. Veggspjaldið er hluti af sögu- sýningu SAS-flugfélagsins í til- efni af fimmtíu ára afmæli fé- lagsins. Sagt er frá því hversu langan tíma tekið hafi að komast yfir Atlantshafið á mismunandi öldum. Fyrst er talin ferð Leifs en endað á flugi Concordeþotu. Þykir miður að valda misskilningi Simon Revold, blaðafulltrúi SAS í Noregi, segir að ekki hafi verið ætlunin að segja til um þjóðerni Leifs. „Það má misskilja upplýs- ingarnar á kortinu, en ætlunin var alls ekki að stela Leifi frá íslendingum eða nokkrum öðr- um. Tilgangurinn var einfald- lega að sýna hversu Iangan tíma hefur tekið að fara yfir Atlants- hafið á ýmsum öldum. Okkur þykir miður ef þetta hefur leitt til miskilnings." Revold fletti Leifi Eiríkssyni upp í norskri sögubók. Þar segir að Eiríkur rauði hafi farið frá Noregi til Islands og Grænlands og að í för með honum hafi ver- ið Leifur heppni, sem þá var aðeins barn að aldri. Blaðafull- trúinn játaði í framhaldi af því, að ekki væri rétt að tala um Leifur hafi siglt á eigin skipi frá Noregi til Ameríku. Stefán Skjaldarson, sendiráðu- nautur í íslenska sendiráðinu í Osló, segir að í Noregi sé það ráðandi viðhorf að bæði Leifur heppni og Snorri Sturluson hafi verið norskir menn. „Við höfum oft reynt að leið- rétta þetta, en með litlum árangri. Fyrir nokkrum árum kom út hjá virtu bókaforlagi rit- röð með Heimskringlu, íslend- ingasögum og fleiri sögum sem ritaðar voru á íslandi. Þar voru þær kynntar sem norrænar bók- menntir en Snorri Sturluson sagður norskur. Snorri var þó íslendingur í fimmta ættlið.“ ¥ Morgunblaðið/Golli Bústaða- vegur breikkaður Á BÚSTAÐAVEGI framan við verslunarmiðstöðina í Grímsbæ er verið að breikka götuna til norðurs, endurbæta aðkeyrslu að verslunarmið- stöðinni og koma fyrir útskot- um fyrir strætisvagna. Að sögn Sigurðar Skai-phéðins- sonar gatnaniálastjóra, hefur borið á að umferð að versl- unarmiðst öðinni hafi tafið aðra umferð um Bústaðaveg. „Gatan verður breikkuð inn í brekkuna ofan við götuna á þessum kafla,“ sagði hann. „Umferðin færist nær húsun- um en mun ekki hafa áhrif á hávaðamengun, þar sem hún liggur með bakkanum ofan við götuna. Hefur verið reiknað út að hljóðstig í húsunum verður það sama og það var fyrir breytinguna." Áskrift að Stöð 2 hækkar ÁSKRIFT að Stöð 2 hækkar um næstu mánaðamót um 5%. Fyrir áskrift septembermánað- ar þurfa áskrifendur að greiða 3.350 krónur í stað 3.190 króna fyrir hækkun. Magnús Krist- jánsson markaðsstjóri hjá ís- lenska útvarpsfélaginu segir að hækkunin nú sé í samræmi við verðlagsbreytingar sem hafi orðið frá því í mars 1994 þegar síðast varð breyting á áskrift- argjaldi Stöðvar 2. Magnús sagði að gjaldhækk- unin hefði ekki verið sérstak- lega auglýst nú. Það hefði áður verið gert í Sjónvarpsvísi en hann væri ekki lengur gefinn út. „Við endurgreiðum að sjálf- sögðu hækkunina til þeirra sem greiða með greiðslukorti og telja að sér hafi ekki verið gert nægilega vel ljóst að gjaldið hækkaði núna,“ sagði Magnús. Sljórn SUS Harmar aukningu ríkisútgjalda STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna harmar þá þriggja milljarða króna aukn- ingu á ríkisútgjöldum sem rík- isstjórnin ráðgerir nú í kjölfar óvæntrar tekjuaukningar ríkis- sjóðs, að því er segir í ályktun stjórnar SUS. Skorar stjórn SUS á ríkis- stjórnina að minnka Qárlaga- hallann á þessu ári um fyrr- greinda upphæð og stefna að afgangi af ríkissjóði á næsta fjárlagaári. Jafnframt hvetur stjórn SUS ríkisstjórnina til að minnka umsvif ríkisins með sölu ríkisfyrirtækja, frekari út- boðum og áframhaldandi hag- ræðingu í rekstri ríkisstofnana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.