Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Spara á 300 milljónir í lyfjakaupum ríkisins á næsta ári Allir þættir í lyfja- kostnaði til skoðunar LYFJAKOSTNAÐUR ríkisins stefnir í að fara um 2-300 milljónir króna fram úr áætiun fjárlaga á þessu ári en það er svipuð upphæð og áætlað er að spara í lyfjakostnaði ríkisins á næsta ári. Verið er að leita leiða í heilbrigðisráðuneytinu til að draga úr þessum umframkostnaði það sem eftir er ársins og halda í horfinu á næsta ári. Að sögn Einars Magnússonar, skrifstofustjóra iyfjamála í heilbrigð- isráðuneyti, er ætlunin að endur- skoða hejstu þætti lyQakostnaðarins með tilliti til verðs og magns, þar með taiið greiðsluþátttöku almenn- ings, þau lyf sem Tryggingastofnun ber að greiða, álagningu og inn- kaupsverð. Einar vildi ekki upplýsa nánar hvaða tillögur væri verið að móta en þegar hann var spurður hvort búast mætti við að greiðsluþátttaka almennings yrði aukin svaraði hann að reynt yrði að hlífa sjúklingum eins og hægt er. Því væri einkum verið að skoða álagningu og lyfja- verð. Reynt að halda í horfinu í því sambandi benti Einar á að aukið frelsi í lyfjasölu hefði aukið verðsamkeppni milli lyfsala sem skil- aði sér í afslætti á lyfjaverði til al- mennings. Sá afsláttur kæmi ríkinu að vísu ekki til góða, en verið væri að leita leiða til að lækka innkaups- verð ríkisins, m.a. með samningum og möguleikum á afslætti. Heildar- lyfjakostnaður landsmanna er um 6 milljarðar króna árlega. Af því er um 75 lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum og ríkið greiðir þar af leiðandi fyrir gegnum fjárveitingar til sjúkrahús- anna. Um 10-15% eru svonefnd lausa- sölulyf sem almenningur greiðir fyrir að fullu. Afgangurinn er lyfseðils- skyld lyf sem fara gegnum apótek og af því ber Tryggingastofnun kostn- að sem nemur 3.350 milljónum sam- kvæmt áætlun fjárlaga þessa árs. Einar sagði að fyrst og fremst væri verið að horfa á þennan þátt, þegar verið er að tala um að ná nið- ur iyfjakostnaði um 300 milljónir á næsta ári. En jafnframt yrði að taka tillit til þess að lyfjakostnaður ykist árlega sjálfvirkt um 12-13%, m.a. vegna þess að þjóðin eltist og dýrari lyf kæmu á markaðinn. Því væri sparnaðinum, sem á að ná á næsta ári, fyrst og fremst ætlað að mæta fyrirsjáanlegum hækkunum og halda þannig í horfinu. Útlit er fyrir að lyfjakostnaður Tryggingastcfnunar á þessu ári fari talsvert umfram fjárlagaáætlun eða um 2-300 milljónir að sögn Einars. Þótt lyfjaútskriftir hefðu heldur minnkað síðustu vikur í kjölfar upp- sagna heilsugæslulækna mætti búast við aukningu þegar læknadeiian leystist. Einar sagði að þennan um- framkostnað mætti m.a. rekja til dýrra lyfja sem komið hafa fram við eyðni og MS-sjúkdómi. Eins og tveggja ára á leikskóla LEIKSKOLINN Sólvellir í Nes- kaupstað mun í fyrsta sinn í haust taka við eins og tveggja ára gömlum börnum. Verið er að lagfæra og breyta einni álmu skólans í þessum tilgangi. Að sögn Hólmfríðar Jónsdótt- ur, leikskólastjóra, er búist við 28 börnum, fæddum 1994 og 1995, í haust. Það er um helm- ingur barna á þessum aldri í Neskaupsstað. Samtals verða rúmlega sjötíu börn í leikskól- anum í vetur. Um þessar mundir er unnið að viðgerðum á leikskólanum sem áætlað er að kosti 15-20 milljónir, en framkvæmdir sem eru sérstaklega vegna inntöku yngri barna kosta um eina og hálfa milljón. Vatnsgjald hækkar BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða að fastagjald fyrir vatn verði 2.000 krónur og að gjald fyrir hvern fermetra húss verði 78_krónur. í tillögu stjórnar veitustofnana, sem lögð var fyrir borgarráð í síð- ustu viku, var gert ráð fyrir að vatnsgjald yrði 3.000 krónur og gjald fyrir hvern fermetra yrði 77 krónur. í samþykkt borgarráðs felst að bílskúrar og sambærilegt húsnæði eru undanþegin fastagjaldi og að heimilt er að fella niður fastagjald af húsnæði, sem ekki er tengt vatnsveitu. Ekki verður innheimt vatns- gjald af húsnæði utan dreifikerfis vatnsveitunnar. Þá mun vatns- gjald aldrei fara yfir 0,3% af fast- eignamati. Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson Prófessor skipaður í sálarfræði við félagsví sindadeild Háskóla íslands JÖRGEN Pind, doktor í tilraunasál- arfræði, hefur verið skipaður pró- fessor í sálarfræði við félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Tólf sóttu um embættið og gerðu þrír umsækjenda athugasemdir við niðurstöður dóm- nefndar sem skipuð var til að meta þá sem sóttu um. Niðurstöður dómnefndar lágu fyr- ir í september á seinasta ári. I þeim kemur fram að fæstir umsækjenda standist allar þær kröfur sem nefnd- in gerði, en einn umsækjandi upp- fylli þó best þau skilyrði sem sett voru, þ.e. Jörgen. Meirihluti dóm- nefndar taldi jafnframt að einn um- sækjandi til viðbótar uppfyllti tilsett- ar kröfur. Sjálfdæmi nefndar um viðmiðun JORGEN Pind, nýskipaður pró- fessor í sálarfræði. GÍSLI Guðjónsson, réttarsálfræðingur í Lundúnum. JÓN Torfi Jónas- son, forseti félags- vísindadeildar. SVEINBJÖRN Björnsson, há- skólarektor. Jón Torfi Jónasson, forseti félags- vísindadeildar, segir að reglur um þessi mál miðist við að dómnefndum séu gefnar allfijálsar hendur um hvaða kröfur þær geri til umsækj- enda og meðal annars sé þeim bent á að heimilt sé að gera kröfur sem gerðar eru við sambærilegar stofn- anir erlendis. „Þeir umsækjendur sem gerðu Deilt um forsend- ur dómnefndar anir annars staðar í heiminum,“ seg- ir Gísli. Sveinbjörn Björnsson, há- skólarektor, segir það óvanalegt að dómnefnd setji þetta strangar kröfur í mati sínu á umsækjendum, en að áliti lögskýringarmanna virðist hún mega gera það. „Þarna voru sumir sem ekki fengu hæfnisdóm í þetta sinn, en hafa jafn- vel fengið hann í öðrum tilvikum. Ég hef sagt við þá sem þarna voru óánægðir að það sé ekki hægt að draga neinar ályktanir út frá þessu almennt, hér sé einungis verið að fjalla um hæfni til þessa ákveðna starfs. Tveir umsækjendur reyndust álit- legastir og við því er ekkert að segja. Mér finnst hinsvegar ekki að þeir sem ekki stóðust þær kröfur sem þessi dómnefnd setti eigi að líta á það sem vanhæfnisdóm um sig al- mennt. Það eru hinsvegar ýmsir sem vilja líta á þessi dómnefndarálit sem svo altæk og afgerandi að þau séu ævilangur dómur sem ekki verði undan komist. Það er misskilning- ur,“ segir Sveinbjörn. Nýjar starfsreglur væntanlegar athugasemdir spurðu meðal annars hvort rökstuðningur dómnefndar um hvern og einn umsækjanda væri nægjanlega ítarlegur. Þetta var einnig rætt innan Háskólans. Lög- fræðingar skólans tóku þessi álita- mál til athugunar og komust að þeirri niðurstöðu í desember að rökstuðningurinn væri í lagi,“ segir Jón Torfi. Hann segir jafnframt að umsækj- endur hafi gert athuga- semdir að nýju við þetta atriði og önnur sem þeir töldu ekki í lagi, þær hafi verið sendar dóm- „Dómnefndir geta sett sér eigin forsendur nefnd til umsagnar og svör hennar síðan lögð fyrir deildarfund 29. mars síðastliðinn. Formaður dómnefndar gerði á fundinum grein fyrir áliti sínu og svaraði ítarlegum spumingum um það.„Þrátt fyrir umræðu og ábend- ingar töldum við ekki að finna form- galla á álitinu og deildarmenn töldu það innihalda nægjanlega skýra ábendingu til ráðningar, enda fékk Jörgen öll atkvæði nema eitt innan félagsvísindadeildar til starfans," segir Jón Torfi. Hann segir deildina hafa lagt fram bókun þar sem fram komi að -------- hún taki enga afstöðu til þeirra viðmiðana sem dóm- nefndin studdist við. „Þeg- ar deildin greiddi atkvæði um umsækjendur, fólst Gísli Guðjónsson, réttarsálfræð- ingur í Lundúnum, veitti dómnefnd- inni forstöðu og segir hann kröfur hennar hafa miðast við þær sem gerðar eru í erlendum háskólum. Alþjóðlegar kröfur gerðar ekki í því að þau ströngu viðmið sem dómnefndin bersýnilega notaði, hefðu fordæmisgildi fyrir aðrar dóm- nefndir, enda ljóst að dómnefndir geta sett sér eigin forsendur," segir Jón Torfi. „Við miðuðum við alþjóðamæli- kvarða í þessu sambandi, og það voru mjög eðlilegar kröfur og ekki of strangar. Við kröfðumst þess ekki að fólk hefði einhvern bakgrunn sem ekki er beðið um við ráðningu erlendis,11 segir hann. „I þeim gögnum sem við fengum var sagt að mætti miða við það sem teldist eðlilegast í háskólum ytra og það gerðum við. Með mér í nefnd- inni var meðal annars kanadískur fræðimaður sem þekkir vel til há- skóla í sínu heimalandi og ég er mjög kunnugur breskum háskólum. Einhveijum kann að hafa þótt kröfurnar strangar, en svo var ekki að mínu mati. Nái fólk hins vegar ekki að uppfylla þessar kröfur, er spurning hvort viðkomandi séu hæf- ir í slíkt starf sem hér um ræðir. Málið snýst um það að mörgu leyti, hvort Háskóli íslands ætlar að vera metinn á sama mælikvarða og er- lendir háskólar, eða hvort hann ætlar að dragast aftur úr? I litlu landi eru vissu- lega aðrar aðstæður en „Tveir umsækj- endur álit- legastir" ytra, og menn hafa ekki eins mörg tækifæri til að vinna að rannsóknum og gerist í stórum háskólum erlend- is, en samt verður fólk að hafa sann- að sig á einhvern hátt til að Hl geti verið sambærilegur við aðrar stofn- Háskólarektor segir ennfremur að háskólaráð hafi nýlega samþykkt starfsreglur fyrir dómnefndir, en menntamálaráðuneytið eigi enn eftir að staðfesta þær. Þar standi meðal annars að dómnefndir skuli taka mið af þeim kröfum sem gerðar eru til manna sem sækja um sambærileg störf við qtlenda háskóla og af þeirri hefð sem tíðkast við Háskóla ís- lands. Hið síðarnefnda hafi ekki verið í eldri regl- um. Sveinbjörn áiítur það vera styrk fyrir dóm- nefndir að hafa skýrari starfsreglur. Formaður Sálfræðingafélags ís- lands, Svanhvít Björgvinsdóttir, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um málið, enda væri félagið sem slíkt ekki umsagnaraðili í því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.