Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
BISKUPAR og prestar ganga frá kirkju að lokinni hátíðarguðsþjónustunni.
Morgunblaðið/Theodór
FRÁ hátíðarguðþjónustu í Akraneskirkju sl. sunnudag í
tilefni aldarafmælis hennar.
BRYNJAR Þór Magnússon úr Víði í Garði sigraði mótið en
hann fór völlinn á fjórum spyrnum undir pari. Með honum
eru Sigurður Guðnason, þjálfari Reynis og Guðni Kjartansson.
Fótboltagolf
í Sandgerði
Aldar-
afmælis
Akranes-
kirkju
minnst
FJÖLMENN hátíðarguðþjónusta
var haldin sl. sunnudag í Akranes-
kirkju í tilefni aldarafmælis kirkj-
unnar. Biskup íslands, herra Ólaf-
ur Skúlason predikaði og sóknar-
presturinn, sr. Björn Jónsson, þjón-
aði fyrir altari. Vígslubiskup, sr.
Sigurður Sigurðarson, sr. Kristinn
Jens Sigurþórsson, prestur á
Saurbæ, og sr. Friðrik J. Hjartar,
prestur í Olafsvík, aðstoðuðu við
altarisgönguna. Að messu lokinni
bauð sóknamefndin kirkjugestum
til samkvæmis í Safnaðarheimilinu
Vinaminni, þar sem kirkjukór
Akraness söng og boðið var upp á
veitingar.
í predikun sinni sagði biskup
íslands, herra Ólafur Skúlason,
meðal annars: „Akranes átti sína
kirkju. íbúar sjávarþorpsins vissu
að helgidómurinn stóð þeim opinn,
hvort heldur gleði ríkti í sinni, eða
syrt hafði að vegna voðafregna af
miðum eða við sjávarströnd. Kirkj-
an í hjarta bæjarins var ekki að-
eins góð til skjóls í veðrum og
ágjöf, andlegri sem líkamlegri,
heldur einnig viti íbúum öllum og
viðmiðun. Og sem slík, ekki síðri
ljósmerlg'um frá öðrum vitum sem
vörðuðu innsiglingu og vöruðu við
skeijum og öðrum hættum sem
fleyjum gat stafað af og greinum
við í slíku hreint ekki lítið hlutverk
kirkjunnar. Og enn stendur hún
að heilli öld liðinni, enn gegnir hún
sama hlutverki og þótt bæjarbrag-
ur hafi breyst við fjölþættara at-
vinnulíf og aukinn fólksfjölda, þá
stendur kirkjan jafnt fyrir sínu, svo
sem hún gjörði við upphaf og er
jafnþörf núna.
Kirkjan reist á „Bjargi".
I ræðu sinni í Safnaðarheimilinu
Vinaminni, sagði sóknarprestur-
inn, sr. Björn Jónsson meðal ann-
ars: „Svo sem flestum eða öllum
þeim sem hér eru staddir er kunn-
ugt þá er kirkjan okkar eina
kirkjuhúsið sem reist hefur verið
hér á Skipaskaga. Fyrri sóknar-
kirkjur Akurnesinga voru allar
staðsettar í Görðum. Þar voru þær
reistar hver af annarri, allt frá því
á landnámsöld. Þar átti því kristin
trú frá upphafi sinn fagra gróður-
reit, eins og eitt sinn var að orði
komist á helgri hátíðarstundu hér
á Akranesi. En svo þegar byggðin
tók að þéttast hér niðri á Skaga
fóru raddir að heyrast sem töldu
það ekki einvörðungu æskilegt,
heldur beinlínis brýna nauðsyn að
færa kirkjuna þangað sem fólkið
var. Ekki voru þó allir þar á einu
máli en niðurstaðan varð sú að
kirkjan okkar leit dagsins Ijós á
þeim stað sem henni hafði verið
valinn á Bjargslóðinni í hjarta
bæjarins. Þess vegna sagði líka sr.
Jón Sveinsson í vígsluræðunni;
„kirkja þessi er reist á Bjargi, hinu
sama nafni og kristindómurinn er
reistur á; hyrningarsteinn hans er
Jesús Kristur."
I tilefni aldarafmælis kirkjunnar
og 10 ára afmælis félagsheimilisins
Vopnafirði - Nýlega var fyrsta
skóflustungan tekin að nýrri lög-
reglustöð á Vopnafirði. Þar mun
verða til húsa lögreglan á Vopnafirði
og útibú sýsluskrifstofu. Lögreglan
hefur verið með starfsemina fram til
þessa vítt og breitt um bæinn og
fangageymsiumál verið í miklum
ólestri og heilbrigðiseftirlit lokaði
húsnæðinu endrum og sinnum en
heimilaði notkun jafnharðan.
Vinaminnis, báiust margar gjafir.
Kvennanefnd kirkjunnar gaf þijár
númeratöflur til kirkjunnar, hann-
aðar af Hjörleifi Stefánssyni arki-
tekt og til safnaðarheimilisins
Vinaminnis gáfu þær glerlistaverk
eftir Leif Breiðfjörð, verkið er í
vinnslu og verður afhent síðar. Þá
efndi kirkjukórinn til sjóðsmynd-
unar, með 50 þúsund króna fram-
lagi, til tækjakaupa vegna end-
umýjunar á hljóð- og sjónvarp-
skerfi í kirkjunni og safnaðarheim-
ilinu, sóknarnefndin lagði til sömu
upphæð og Bæjarstjórn Akraness
gaf 100 þúsund krónur í sama sjóð
sem Gísli Gíslason bæjarstjóri af-
henti. Þá gáfu prestshjónin, sr.
Bjöm Jónsson og kona hans Sjöfn
Jónsdóttir, safnaðarheimilinu mál-
verk sem er eftir listakonuna
Sossu.
Veglegt afmælisrit
Komin er út bók um Akranes-
kirkju, ásamt ágripi af sögu Garða
og Garðakirkju á Akranesi í sam-
antekt Gunnlaugs Haraldssonar
þjóðháttafræðings. í formála að
afmælisritinu segir Gunnlaugur
m.a. „Það er von mín að þetta rit
verði söfnuði Akraneskirkju og
öllum lesendum til nokkurs fróð-
leiks og ánægju, en um leið verð-
ugur minnisvarði um alla þá sem
lagt hafa kirkjum Garðasóknar lið
og sótt til styrk frá árdögum
kristnihalds á Akranesi."
Lárus Bjarnason, sýslumaður á
Seyðisfirði, tók fyrstu skóflustung-
una og sagði þá m.a.: „í dag hefur
Sandgerði - Fyrsta mótið í fót-
boltagolfi var haldið á vegum
Reynis, Sandgerði sl. laugardag.
Það voru lið Reynis, Víðis, Garði,
Keflavíkur og Njarðvíkur í 4.
flokki karla sem öttu kappi í golf-
inu eftir hefðbundið fótboltamót.
Strákarnir skemmtu sér hið besta
þó fæstir þeirra hefðu kynnst
þessu áður. Brynjar Þór Magnús-
son úr Víði sigraði á fjórum undir
pari.
Guðni Kjartansson, landsliðs-
þjálfari, var fenginn til að vígja
völlinn með því að taka upphafs-
spyrnuna en það var einmitt hann
sem átti hugmyndina að fótbolta-
golfinu. Hann segir hugmyndina
hafa kviknað fyrir mörgum árum
þegar menn æfðu sig að sparka
boltanum í hornfánann en enginn
hefði hrundið henni í framkvæmd
endanlega verið gengið frá samn-
ingamálum þessum á milli verktaka
og Framkvæmdasýslu ríkisins með
fyrr en nú og væri þetta áreiðan-
lega í fyrsta skipti í heiminum sem
svona mót er haldið.
Það var Sigurður Guðnason,
yngri flokka þjálfari hjá Reyni,
sem fékk lánað svokailað Bensat-
ún og sló sjálfur teiga og flatir
og gróf stórar holur fyrir boltana.
Hann segir þetta skemmtilega
leið til að þjálfa boltameðferð.
Völlurinn er sex holu völlur með
25-90 metra löngum brautum,
par 3, 4 og 5, þannig að mögu-
leiki er að fara holu í höggi. Fæt-
urnir eru notaðir í stað kylfa og
venjulegir fótboltar í stað golf-
kúla. Upphafshöggið er tekið með
risaspyrnu og púttið er að sjálf-
sögðu innanfótarspyrna. Þessum
velli hefur verið vel tekið af Sand-
gerðingum og má sjá heilu fjöl-
skyldurnar æfa sig fram í myrkur.
undirritun samninga og í trausti þess
að ekki verði fallið frá fram-
kvæmdaáætlunum og að fengnu leyfi
dómsmálaráðuneytis mun ég hér og
nú taka fyrstu skóflustunguna að
nýrri lögreglustöð á Vopnafirði sem
rísa mun hér að Lónabraut 2.“
Það er Mælifell ehf. sem reisa mun
húsið samkvæmt -teikningum Gylfa
Guðjónssonar arkitekts. Verkinu skal
að fullu lokið 31. ágúst 1997.
Morgunblaðið/Hrefna Björg Óskarsdóttir
FRÁ fótboltagolfinu í Sandgerði.
Ný lögreglustöð
í byggingu